Morgunblaðið - 25.07.2020, Síða 10

Morgunblaðið - 25.07.2020, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2020 Ef þú hefur ekki heimsótt Færeyjar nýlega skaltu láta verða að því. Þangað er heillandi að koma, stórbrotið landslag, gott vegakerfi, góður matur og rómuð gestrisni eyjaskeggja. Glæsileg ferð til Færeyja með Norrænu og umhverfis Ísland dagana 14.-20. október. Íslensk fararstjórn. Dagskrá: Þann 14. október er ekið frá Reykjavík að Seyðisfirði og þaðan siglt með Norrænu til Þórshafnar og komið þangað 15. október. Fyrsti dagurinn er frjáls en síðan verða skoðunarferðir um eyjarnar næstu 3 daga undir leiðsögn fararstjóra. Gist er á Hotel Hafnia 4* í miðbæ Þórs- hafnar. Siglt er frá Þórshöfn mánudaginn 19. október og komið til Seyðisfjarðar að morgni 20. október. Þaðan ekið til Reykjavíkur og komið þangað að kvöldi. Innifalið í verði ferðarinnar er morgunverður alla daga, kvöldverður á leið til Færeyja og á Hotel Hafnia og veitingar á leið til Seyðisfjarðar. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Ferðaskrifstofu eldri borgara í símum 783-9300 og 783-9301, einnig með tölvupósti í gegnum netfangið hotel@hotelbokanir.is og á www.hotelbokanir.is Niko ehf | Austurvegi 3 | 800 Selfoss | kt. 590110-1750 FÆREYJAR 14.-20. október 2020 Sérferð fyrir eldri borgara Mikil upplifun Verð 186.500 kr. á mann (m.v. einbýli eða tvíbýli) Borgarráð hefur heimilað umhverf- is- og skipulagssviði Reykjavíkur að bjóða út kaup á búnaði til endur- nýjunar á umferðarljósum á 11 gatnamótum í borginni. Fram kemur í minnisblaði Þor- steins R. Hermannsonar, samgöngu- stjóra borgarinnar, að í október 2019 hafi verið auglýst útboð á stýri- búnaði umferðarljósa. Í desember sama ár tók Reykjavíkurborg ákvörðun um að fella niður útboðið og hafna öllum tilboðum. Tvær kær- ur bárust vegna útboðsins, önnur dags. 27. desember 2019, sem lokið var með úrskurði þann 8. apríl sl., og hin dags. 27. nóvember 2019, sem enn er til meðferðar hjá kærunefnd útboðsmála. Samkvæmt áætlun skrifstofu sam- göngustjóra og borgarhönnunar liggur fyrir að nauðsynlegt sé að endurnýja búnað umferðarljósa á ellefu gatnamótum á þessu ári. Um er að ræða búnað sem er um 25 ára gamall, getur ekki tengst miðlægri stýritölvu umferðarljósa og er mjög erfitt að halda við vegna skorts á varahlutum. Til viðbótar komi að vegna aldurs hugbúnaðar, sem virk- ar ekki lengur á núverandi tölvu- búnað, sé ekki hægt að framkvæma nauðsynlegar öryggisbreytingar á ljósaprógrömmum stýrikassa um- ferðarljósa. Að mati skrifstofunnar er brýnt að fara sem fyrst í útboð á þessum búnaði í samstarfi við Vega- gerðina, svo hægt sé að skipta yfir í nýrri búnað áður en þekking á við- haldi hins úrelta búnaðar glatast. „Fyrirséð er, að ef beðið verði eftir niðurstöðu í því kærumáli sem nú er til meðferðar og væntanlegu endur- útboði rammasamnings í kjölfarið, náist ekki að endurnýja umræddan búnað í samræmi við áætlanir ársins en endurnýjun að sambærilegu um- fangi er einnig fyrirhuguð á næsta ári,“ segir samgöngustjórinn. Gatnamótin 11 sem um ræðir eru: Nóatún-Skipholt, Hringbraut- Bræðraborgarstígur, Barónsstígur- Eiríksgata, Hringbraut- Framnes- vegur, Stekkjarbakki-Álfabakki, Hringbraut-Hofsvallagata, Háa- leitisbraut-Listabraut, Miklabraut- Skeiðarvogur, Réttarholtsvegur- Sogavegur, Geirsgata-Tryggvagata og Geirsgata-Naustin-Steinbryggja. sisi@mbl.is Úrelt umferðarljós verða endurnýjuð  Búnaðurinn orðinn 25 ára gamall Morgunblaðið/Eggert Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ný gerð af gangbrautum, sem fengið hafa heitið snjallgangbrautir, verða teknar í notkun á fjórum stöðum í Reykjavík á þessu ári. Borgarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að setja 190 milljónir króna í að bæta umferðaröryggi. Snjallgangbrautirnar „skynja“ þegar gangandi vegfarendur nálgast og kveikja þá á LED-götulýsingu, sem lýsir aðeins upp gangbrautina og vegfarandann á meðan hann fer yfir. Einnig kviknar á gangbrautarmerk- inu og viðvörunarljósi fyrir bíla. Þessari nýju tækni er ætlað að gera gangandi vegfarendur sýnilegri þeg- ar þeir fara yfir götur á gang- brautum. Snjallgangbrautirnar verða settar upp á Neshaga við Furumel, Rofabæ við Árbæjarskóla, Seljaskógum við Seljabraut og Fjallkonuvegi við Logafold. Gönguþveranir bættar Þá verða gangbrautir og bættar gönguþveranir við 15 götur í borginni og hámarkshraði lækkaður á sex götum, Engjateigi, Reykjavegi, Sundlaugavegi, Laugarásvegi, Lokinhömrum og Haukdælabraut. Verkefnin eru að hluta samkvæmt áætlun um að flýta fjárfestingarverk- efnum Reykjavíkurborgar með það að markmiði að veita viðspyrnu við atvinnuleysi af völdum COVID-19. Borgarráðsfulltrúar meirihlutans, Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna, lögðu fram svohljóð- andi bókun: „Stór skref eru nú tekin í umferðaröryggismálum. Verkefnið var sett í flýtimeðferð vegna CO- VID-19 til að auka fjárfestingu og styðja við atvinnulífið. Um er að ræða snjallgangbrautir, betrumbætur á göngubrautum, betri gönguþveranir og lækkun hámarkshraða. Það er stefna meirihlutans í Reykjavík að auka snjallvæðingu hvarvetna í kerf- um borgarinnar og ánægjulegt að sjá slíka þróun einnig eiga sér stað í um- ferðaröryggismálum.“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins lögðu fram svohljóðandi bókun: „Fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins fagna umferðaröryggisaðgerðum. Þá er því sérstaklega fagnað að til- laga Sjálfstæðisflokksins um snjall- gangbrautir, sem samþykkt var í borgarstjórn, komi nú til fram- kvæmda. Þá er jafnframt ánægjulegt að sjá áform um bætta gangbraut- arlýsingu og gönguþveranir víða í borginni, sem eru í samræmi við fyrri tillögur Sjálfstæðisflokks.“ Snjallgangbrautir sett- ar upp á fjórum stöðum  Borgin veitir 190 milljónum til að bæta umferðaröryggi Mynd/Reykjavíkurborg Snjallgangbraut Myndin sýnir hvernig ný tegund gangbrauta mun líta út.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.