Morgunblaðið - 25.07.2020, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2020
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
ÚTSALA
ENNMEIRI VERÐLÆKKUN
50-60%
AFSLÁTTUR
Verð: 38.980
Nú: 15.592
Skipholti 29b • S. 551 4422
Fylgið okkur á facebook
SUMAR
YFIRHAFNIR
OPIÐ
laugardag
kl. 10-15
HEILSÁRSYFIRHAFNIR
ALLT AÐ
50%
AFSL.
ÚTSALA - ÚTSALA NÝTTNETVERSLUNLAXDAL.IS
Húseiningar til sölu.
Um er að ræða byggingarhluta úr um 10 ára gamalli skólabyggingu við
Nauthólsveg 87. Bygging er sett saman úr timbureiningum sem eru á
færanlegum steyptum einingum (SG Hús). Húsin eru klædd með litaðri
stálklæðningu. Raki og skemmdir eru í hluta af húsinu og seljast einingar
í því ásigkomulagi sem þær eru. Einingar sitthvorum megin miðju húss
(tengibyggingar) eru til sölu og seljast þær sem ein heild eða hvor fyrir sig.
Innvols fylgir með en ekki verður sérstaklega selt innan úr einingum (svosem
salerni, handlaugar, hurðir o.þ.h.). Hvor eining er ein hæð og milliloft u.þ.b. 250 m2
að stærð.
Beðið er um tilboð sem inniheldur allan kostnað við niðurtöku í flytjanlegar einingar
ásamt brottflutningi af lóð fyrir 21. ágúst n.k. Húseignin verður til sýnis þriðjudaginn
28.júlí og þriðjudaginn 4.ágúst kl.16.30 -17:30 eða eftir samkomulagi.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Hjallastefnunnar Hæðarsmára 6, 201 Kópavogi
fyrir kl 14 föstudaginn 7.ágúst – merkt : tilboð í húseiningar í Öskjuhlíð.
Kaupendur sem bjóða í báða byggingarhluta í einu munu hafa forgang. Hver
bjóðandi getur aðeins skilað inn einu tilboði og áskilur Hjallastefnan sér rétt til
þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Farið verður með tilboð sem
trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar veitir Steinunn Guðmundsdóttir arkitekt
s. 699 1332 virka daga kl 13-15. Netfang steina@hjalli.is
Nú finnur þú það
sem þú leitar að
á FINNA.is
Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyri
Í landi Glæsibæjar í Hörgársveit er
nú unnið að uppbyggingu Haga-
byggðar, en um er að ræða 18
sjávarlóðir steinsnar frá Akureyri á
grónum sjávar-
bakka í fallegu
umhverfi.
Vegagerð er
hafin og í
tengslum við
hana er fólki
boðið að koma og
kaupa tré og
bjarga þeim
þannig frá vega-
framkvæmdum.
Ólafur Aðal-
geirsson fer fyrir hópi eigenda jarð-
arinnar og stýrir verkefninu. Vinna
við verkefnið hefur staðið yfir
undanfarin þrjú ár eða frá því landið
var keypt. Glæsibær er skóg-
ræktarjörð og skartar einum
stærsta nytjaskógi á Norðurlandi.
„Skógurinn býður upp á svo
margt skemmtilegt, þar eru kjör-
aðstæður til útivistar sem gerir
landið einkar heppilegt til búsetu.
Við þekkjum það að á landinu okkar
fagra getur oft orðið ansi næðings-
samt og því gott að fá skjól af
trjánum,“ segir hann.
Sala áður en vegagerð hefst
Verkefnið er nú formlega hafið,
skipulagsvinnu lokið og öll tilskilin
leyfi fyrir hendi. Vinna við vegagerð
er hafin og í tengslum við hana hef-
ur Ólafur auglýst trjásölu þar sem
fólk getur komið og stungið upp tré
og bjargað þeim frá vegafram-
kvæmdum.
„Það eru ansi mörg tré sem eru
beinlínis í veginum og það er sárt að
sjá á eftir þeim, mörg verið að berj-
ast upp úr jörðinni í um áratug.
Okkur datt því í hug að auglýsa
trjásölu og gefa fólki kost á að ná
trjám upp úr vegstæðinu fyrir smá-
aura áður en gröfurnar mæta á
svæðið,“ segir hann.
Hægt verður að nálgast tré
næstu daga en vissara að heyra í
Ólafi fyrst.
Næði og náttúra
Ólafur segir að í Hörgársveit sé
nú gott framboð af lóðum, sveitar-
félagið sé með í uppbyggingu fínt
hverfi í námunda við Lónsá sem
hugsað er fyrir fjölbýli. Nánast eng-
ar einbýlishúsalóðir séu til í sveitar-
félaginu.
„Okkar hugmynd er að bjóða fal-
legar einbýlishúsalóðir í næsta ná-
grenni við Akureyri, þar sem næði
og náttúra eru eins konar lykilorð.
Til viðbótar bætist við frelsi því
byggingarskilmálar eru ekki um of
fast mótaðir,“ segir Ólafur.
18 lóðir í fyrsta áfanga
Verkefninu er áfangaskipt og
fyrsti áfangi sem vinna er að hefjast
við innifelur 18 lóðir en til viðbótar
er þegar búið að hanna 12 lóðir í
áfanga 2.
„Okkar markmið er að byggja upp
fallegt hverfi á frábærum stað og hér
á að vera gott að búa. Það er gefið út
leyfi fyrir þremur byggingum á
hverri lóð, einbýlishúsi auk allt að
tveggja stakstæðra húsa allt að 80
fermetrar að stærð sem mega vera
gestahús, vinnustofa eða sambæri-
legt,“ segir hann. Um er að ræða
leigulóðir.
Sala á lóðum er vart hafin en Ólaf-
ur segir að hún fari ótrúlega vel af
stað.
„Við höfum enn ekkert auglýst eða
komið þessu á framfæri, nú eru allir í
sumarleyfi og um annað að hugsa. Þó
eru fimm lóðir af þessum 18 þegar
seldar og margir spenntir að fá að
koma og skoða. Við getum ekki verið
annað en ánægð með þessar góðu
viðtökur,“ segir Ólafur Aðalgeirsson.
Fólki boðið að bjarga trjám
Uppbygging sjávarlóða í landi Glæsibæjar í Hörgársveit að hefjast Ekkert búið að auglýsa en
fimm lóðir þegar seldar Lykilorðið næði og náttúra Byggingarskilmálar ekki of fast mótaðir
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Hagabyggð Verkefnið er áfangaskipt og 1. áfangi sem vinna er að hefjast við innifelur 18 lóðir en til viðbótar er þegar búið að hanna 12 lóðir í áfanga 2.
Trjárækt Sárt er að sjá á eftir trjám sem hafa vaxið upp á síðustu árum.
Ólafur
Aðalgeirsson
Fasteignir