Morgunblaðið - 25.07.2020, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2020
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Mikið úrval af HVÍLDARST
með og án rafmagns lyftibú
Komið og
skoðið úrvalið
ÓLUM
naði
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég hlakka rosalega mikiðtil, ég get eiginlega ekkibeðið eftir að vera íReykjavík um verslunar-
mannahelgina og spila fyrir fólk.
Þetta verður geggjað gaman,“ segir
Loji Höskuldsson, einn af með-
limum hljómsveitar sem heitir
Bjartar sveiflur og ætlar að gleðja
fólk með spilamennsku sinni á Inni-
púkanum í höfuðborginni um næstu
helgi. Bjartar sveiflur eru stráka-
band með sex unga menn um borð
og hefur hljómsveitin notið mikilla
vinsælda í þau tvö ár sem hún hefur
verið til.
„Þetta byrjaði allt saman sem
afmælisgjöf fyrir Ólöfu vinkonu
okkar fyrir tveimur árum þegar hún
setti þetta strákaband saman til að
spila í eigin afmælisveislu. Þetta átti
ekki að vera neitt meira en þessi
eina óvænta uppákoma, en strax í
afmælinu fengum við pantanir um
tvö gigg og boltinn hefur ekki hætt
að rúlla síðan. Við slógum óvænt í
gegn og þetta ferðalag okkar
undanfarin tvö ár hefur verið miklu
skemmtilegra en ég bjóst við.“
Nóg fyrir alla hjá okkur
Strákarnir í Björtum sveiflum
þekktust allir þegar þeim var raðað
í bandið af vinkonunni og þeir voru
allir að spila í öðrum hljómsveitum
sem fluttu frumsamda tónlist.
„Bjartar sveiflur spila einvörð-
ungu svokallaðar ábreiður, eða lög
annarra, með okkar hætti þó eða
endurgerðir. Aðeins ein regla er í
þessari hljómsveit: Að við semjum
ekkert sjálfir. Framtíðarplönin eru
að halda áfram að spila, en við ætl-
um ekki að sigra heiminn, það er
ekki planið,“ segir Loji og hlær.
Loji segir að þeir spili alls kon-
ar tónlist en vissulega eigi hver og
einn í bandinu sitt uppáhald.
„Einn langar til dæmis rosa
mikið að taka lög frá indítímabilinu,
þegar við vorum sjálfir um tvítugt,
en annar er kannski geggjað til í
diskósveiflur. Mamma elskar til
dæmis Abba-lög og fyrir vikið er
það uppáhalds hjá mér að spila þau.
Við spilum í raun hvað sem er, líka
nýjustu tónlistina. Mér finnst við
vera á víðu sviði af lögum, bæði ís-
lenskum og erlendum dægurlögum,
svo það er alltaf nóg fyrir alla á tón-
leikum hjá okkur,“ segir Loji og
bætir við að Abbalagið Lay All Your
Love on Me slái alltaf í gegn hjá
þeim, allar kynslóðir virðist mætast
þar. Á diskinum eina sem Bjartar
sveiflur hafa gefið út er að finna
fjögur íslensk dægurlög; Þú full-
komnar mig með Sálinni hans Jóns
míns, Svarthvíta hetjan mín með
Dúkkulísunum, Örmagna með
Landi og sonum og Draumaprinsinn
eftir Magnús Eiríksson, sem Ragn-
hildur Gísladóttir söng forðum.
Prom-kóngur og -drottning
Bjartar sveiflur koma fram við
ólíkustu tækifæri, hljómsveitin er
mikið pöntuð í afmæli, brúðkaup og
önnur einkasamkvæmi.
„Við spilum sjaldan á opnu
giggi þar sem allir geta komið og
fyrir vikið hlökkum við sérstaklega
til næstu helgar á Innipúkanum.
Mér finnst geggjað spennandi að
spila á slíkum tónleikum, en við vor-
um að spila á Lunga, listahátíðinni á
Seyðisfirði, um daginn, sem var al-
veg frábært. Reyndar var þetta
míní-Lunga núna vegna covid, en
samt algjör draumur í dós. Ég hef
oft spilað áður á Lunga en þá sem
meðlimur í öðrum böndum og það
er alltaf jafn skemmtilegt. Okkar
aðal opnu tónleikar fyrir alla eru
hinir árlegu tónleikar okkar á jól-
unum, en þá blásum við til dansleiks
þar sem þemað er Prom Night. Við
tökum þetta alla leið og krýnum
Prom-kóng og Prom-drottningu.“
Hljómsveitarbúningur lyftir
æðra sjálfinu á hærra plan
Þegar Loji er spurður hvers
vegna þeir félagarnir í Björtum
sveiflum komi ævinlega fram í hvít-
um klæðum segir hann að með því
séu þeir að skapa ákveðna tegund af
nærveru.
„Við sáum mynd af Backstreet
Boys í hvítum fötum og þá varð ekki
aftur snúið. Við mættum í venjuleg-
um afmælisfatnaði í fyrsta gigginu í
afmælinu hjá Ólöfu, en við vorum
strax sammála um að mæta í hvítu í
næsta gigg og höfum haldið okkur
við það síðan. Við viljum vera í
hljómsveitarbúningi. Fyrir mig per-
sónulega er rosagott að geta verið
venjulegur Loji þegar ég er að gera
allt sem ég geri venjulega, en þegar
ég er kominn í hvítu fötin er ég Loji
í hljómsveitinni Björtum sveiflum.
Ég var alveg á móti hljómsveitar-
búningum þegar ég var að spila í
annarri hljómsveit, en núna skil ég
rosalega vel að fólk vilji dressa sig
upp þegar það spilar á tónleikum og
að hljómsveitir fari í geggjaðan
glamúrgalla. Þetta lyftir æðra sjálf-
inu á hærra plan. Mér finnst rosa-
gaman að leyfa mér að skreyta mig,
vera með einhverja hringa og háls-
men og fleira sem maður er venju-
lega ekki með. Þá finnst mér ég
vera drullunettur,“ segir Loji og
hlær.
Mæta einlægir á Innipúkann
„Við spilum sjaldan á opnu giggi þar sem allir geta komið og fyrir vikið hlökkum við sérstaklega til næstu helgar á Innipúkanum,“ segir
Loji Höskuldsson, meðlimur í hljómsveitinni Björtum sveiflum, sem notið hefur mikilla vinsælda í þau tvö ár sem hún hefur verið til.
Bjartar sveiflur koma fram við ólíkustu tækifæri, hljómsveitin er mikið pöntuð í afmæli, brúðkaup og önnur einkasamkvæmi.
Ljósmynd/Julie Rowland
Flottir Loji lengst t.v., Kári Einarsson með fót yfir öxl, Arnar Ingi Viðarsson, Dagur Sævarsson, Ólafur Daði Eggertsson og Úlfur Alexander Einarsson.
Ljósmynd/Julie Rowland
Innlifun Loji í miklum ham á tón-
leikum og auðvitað í hvítum fötum.
Þeir sem prófað hafa vita að fátt jafn-
ast á við að sofa úti þegar íslenska
sumarið umvefur okkur með birtu
sinni og hlýju. Þeir sem eiga góðan
svefnpoka ættu hiklaust að prófa að
sofa undir berum himni áður en sum-
arið er á enda. Aðrir láta duga að sofa
í tjaldi. Enginn má missa af slíkri
sælu og nú er lag að grípa sinn mal
og halda út í guðsgræna, haustið
kemur áður en við er litið og þá er
gott að ylja sér við minninguna.
Unaður hreina loftsins
Sofið í tjaldi
fyrir sumarlok