Morgunblaðið - 25.07.2020, Síða 18

Morgunblaðið - 25.07.2020, Síða 18
Helgi Rúnar Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Rammagerðarinnar, segir fyrirtækið koma betur út úr kórónuveirufaraldrinum en útlit var fyrir í vor. Dregið hafi úr óvissu. Rammagerðin rekur tvær versl- anir í miðborginni, eina í Perlunni og eina á Keflavíkurflugvelli, ásamt því að reka verslun í Eldfjallasetrinu á Hvolsvelli undir merkjum Lava. Rammagerð- inni á Skóla- vörðustíg 20 var lokað í vor og seg- ir Helgi Rúnar að leigusamningur hafi verið að renna út. Eignarhalds- félagið Rammagerðin Holding hefur skilað samstæðureikningi ársins 2019. En þar er að finna athugasemd vegna kórónuveirufaraldursins: Veruleg óvissa um áhrifin „Án þess að gera fyrirvara við álit okkar viljum við vekja athygli á skýringu 23 með ársreikningnum þar sem fjallað er um þær óvenju- legu aðstæður sem hafa nú skapast vegna kórónuveirunnar Covid-19 og þeirrar verulegu óvissu sem ríkir um hvaða áhrif þessi staða mun hafa á félagið. Vegna þessa ríkir ákveðin óvissa um rekstrarhæfi félagsins.“ Helgi Rúnar segir aðspurður að almennt hafi fyrirtæki í ferðaþjón- ustu sett inn slíkar athugasemdir í ársreikninga í vor, enda hafi verið mikil óvissa um horfur í greininni. Því beri ekki að lesa of mikið í það. Samkvæmt ársreikningnum tap- aði félagið 334 milljónum í fyrra. Skuldir voru 2,25 milljarðar og eigin- fjárhlutfallið var um 20%. Salan var tæplega 1,6 milljarðar króna. Að sögn Helga Rúnars skýrist tapið af niðurfærslu viðskiptavildar. Með því sé tekið tillit til áhrifanna af falli WOW air. Hann segir að við útreikning á eiginfjárhlutfalli sé tekið tillit til leiguskuldbindinga, samkvæmt IFRS16-reikningsskilastaðli. Efna- hagur félagsins sé óbreyttur en eiginfjárhlutfallið lækki vegna þess- arar færslu í efnahagsreikningi. Þá hafi EBITDA verið 214 milljónir, eða sem samsvari 12,3%. Veltan dróst mikið saman „Við metum stöðuna nokkuð góða. Þegar unnið var að ársreikningnum var mjög mikil óvissa um framhaldið. En Rammagerðin er með bróður- partinn af sínum tekjum af ferða- mönnum. Við erum að selja íslenskt handverk frá yfir 470 hönnuðum og handverksfólki. Síðan þegar farald- urinn skellur á dettur veltan niður og ekki nóg með það heldur var stöðum þar sem við vorum með rekstur lok- að, á borð við Eldfjallasetrið á Hvols- velli. Óvissan var því mikil.“ Rammagerðin eykur söluna  Framkvæmdastjórinn bjartsýnn  Veiking krónu styðji reksturinn Morgunblaðið/Ásdís Vinsæll Lundi hjá Rammagerðinni. Verslunin selur hönnunarvörur. Helgi Rúnar Óskarsson 18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2020 Grensásvegur 13 - 108 Reykjavík - Sími 570 4800 - gimli.is - gimli@gimli.is Bárður Sölustjóri 896 5221 Elín Urður Lögg. fast. 690 2602 Elín Rósa Lögg. fast. 773 7126 Lilja Viðskiptafr. / Lögg. fast. 820 6511 Kristján Viðskiptafr. / Lögg. fast. 691 4252 Halla Viðskiptafr. / Lögg. fast. 659 4044 Ólafur Sölu- og markaðsstjóri 690 0811 Ellert Lögg. fast. 661 1121 Sigþór Lögg. fast. 899 9787 Hafrún Lögg. fast. 848 1489 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Bjarni Jónsson, eigandi Nordic Store- keðjunnar ásamt Hafsteini Guð- bjartssyni, segir söluna hjá verslun- um félagsins í sumar hafa verið betri en hann óttaðist. Þegar Morgunblaðið ræddi við Bjarna í apríl gerði hann ráð fyrir 100% tekjufalli í verslunum Nordic Store-keðjunnar í apríl, maí, júní og júlí en 90% tekjufalli í ágúst. Nú hefur Bjarni hins vegar endur- metið stöðuna og áætlar nú að það verði 90% samdráttur í júní og 80% samdráttur í þessum mánuði, miðað við veltuna sömu mánuði í fyrra. Síðan muni veltan stigaukast og verða 30% minni í desember en í fyrra. Með verslanir í miðborginni Nordic Store-keðjan er með nokkr- ar verslanir í miðborginni. Meðal þeirra eru stórar verslanir á Lækj- argötu 2, Laugavegi 4-6, Laugavegi 18 og Laugavegi 95-99. „Maður er hress eftir atvikum,“ segir Bjarni. „Við opnuðum allar verslanir okkar 15. júní þegar landið opnaðist, eftir þriggja mánaða lokun. Margir verslunarmenn gerðu það sama. Við erum í beinni samkeppni við um 50 verslanir og hefur fimm þeirra verið lokað eftir að faraldur- inn hófst. Þá er verið að undirbúa að loka þremur til viðbótar. Þær óhagkvæmustu fara fyrst Þetta eru varanlegar lokanir. Fyrstu viðbrögðin við samdrætti eru að reyna að loka þeim verslunum sem eru óhagkvæmastar og svo sjá til hvort menn muni lifa af,“ segir Bjarni. Spár hans um gjaldþrot verslana í miðborginni í kjölfar offramboðs hafi því ræst. „Ég hugsa að þessum verslunum hefði verið lokað þrátt fyrir farald- urinn. Ég hugsa að verslunum fyrir ferðamenn í miðborginni muni fækka um 25%,“ segir Bjarni. Ljóst sé að Íslendingar muni ekki koma í stað erlendra viðskiptavina í umræddum verslunum. Innlendir viðskiptavinir muni því ekki koma þeim verslunum til bjargar. Hins vegar kunni að verða opnaðar ann- ars konar verslanir í þessum rýmum. Til dæmis hafi rými verið leigð til hönnuða eftir kreppuna 2008. Bjarni bendir jafnframt á að yfir tíu verslunum í miðborginni hafi ver- ið lokað umfram áðurnefndar fimm verslanir sem verið hafi í samkeppni við Nordic Store-keðjuna. Kaupa meira en í fyrra Gengi krónunnar hefur gefið eftir að undanförnu. Bjarni segir gengis- veikinguna hafa komið sér mjög vel hvað varðar verslun við ferðamenn. „Ég held ég geti sagt að hver túr- isti eyði meira í krónum talið hjá okkur en í fyrra. Og jafnvel meira en sem nemur veikingu krónunnar,“ segir Bjarni. Meðal hugsanlegra skýringa sé að efnaðir ferðamenn séu að koma til Íslands í leit að ör- yggi í miðjum faraldrinum og svo hitt að dregið hafi úr samkeppninni í miðborginni. Salan hjá Nordic Store hafi farið stigvaxandi frá degi til dags. Bjarni segist aðspurður gera ráð fyrir ferðamönnum frá Bandaríkjun- um í haust. Án þeirra muni batinn verða hægari en ella. Spurður hvenær raunhæft sé að fá hingað 2,3 milljónir erlendra ferða- manna, líkt og 2018, fyrir fall WOW air, segist Bjarni telja að það muni mikið ráðast af því hvenær bóluefni gegn veirunni kemur á markað. Ef það verði snemma næsta árs geti ár- ið 2021 orðið „mjög sterkt“ í ferða- þjónustu. Of mikil aðstoð Bjarni segir aðspurður að Nordic Store standi vel, þrátt fyrir farald- urinn. Meðal annars hafi félaginu tekist að efla netsölu í faraldrinum. Að hans mati var gengið of langt í ríkisaðstoð til fyrirtækja í faraldrin- um. Umfangið hafi litast af því að gert var ráð fyrir að staðan yrði mun verri en raunin varð. Hann segir aðspurður að Nordic Store hafi nýtt sér aðstoðina. Fengið bæði hlutabætur og stuðningslán. Erlent starfsfólk hafi haldið til síns heima þegar faraldurinn braust út. Nú þurfi að ráða nýtt fólk í þess stað. Salan hefur aukist dag frá degi  Bjarni Jónsson, annar eigenda Nordic Store-keðjunnar, segir samdráttinn minni en hann spáði í vor  Hins vegar sé ljóst að fjölda verslana í miðborginni verði lokað, jafnvel allt að fjórðu hverri verslun -100% -100% -50% -60% -70% -80% -90% júní júlí ágúst september október nóvember desember -30% -50% -60% -40% -70% -80% -90% Áætlun fyrir júní-júlí og spá fyrir ágúst-desember Eldri spá frá apríl s.l.Heimild: Nordic Store Tekjufall miðborgarverslana m.v. sömu mánuði árið 2019 Áætlað tekjufall hjá Nordic Store til des. 2020 Skertur af- greiðslutími vegna sam- komubanns hef- ur reynst mikið högg fyrir veit- inga- og skemmtistaðinn Lebowski Bar við Laugaveg, eins og aðra skemmtistaði. Það sem hefur þó bjargað staðnum í gegnum ástandið er veitingasalan. Hefur lágt verð á máltíðum, eða 1.250 kr. síðan í nóvember, vakið athygli. „Staðirnir fyllast klukkan 22 en þurfa svo að loka klukkutíma síð- ar,“ segir Haraldur Anton Skúla- son, eigandi og rekstrarstjóri, í samtali við Morgunblaðið. Von er á því að afgreiðslutíminn lengist til miðnættis eftir versl- unarmannahelgi. „Við græðum ekkert rosalega mikið á því,“ bætir Haraldur við, en í venjulegu árferði er staðurinn opinn til klukkan eitt í miðri viku og til hálffimm á nótt- unni um helgar. „Skemmtistaðir koma illa út úr þessu en við höldum sjó út af matnum.“ tobj@mbl.is Halda sjó með veit- ingum Skemmtun Ekki má hafa opið lengur en til klukkan 23. Hundrað og tíu þúsund manns hafa farið inn á vefinn ferdalandid.is frá því hann var opnaður í byrjun maí síðastliðins. Vefurinn hjálpar Ís- lendingum að finna áhugaverða áfangastaði og afþreyingu innan- lands í sumar, og er unninn af ný- sköpunarfyrirtækinu Getlocal. Einar Þór Gústafsson, einn stofn- enda Getlocal, segir í samtali við Morgunblaðið að þessi tala sé harla góð miðað við mannfjölda hér á landi. „Þetta hefur gengið þrusu- vel,“ segir Einar. Söluaðilar í skýjunum Getlocal fær ekki sjálft tekjur af vefnum, heldur einvörðungu þeir aðilar sem kynna og selja vörur sín- ar inni á vefnum. „Ég hef heyrt í nokkrum söluaðilum sem hafa verið í skýjunum með útkomuna.“ Einar Þór nefnir sem dæmi Zip Line í Vík í Mýrdal, en þar sé upp- Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kafað Ferðir í Silfru á Þingvöllum hafa selst vel í gegnum vefinn. 110 þúsund heim- sótt ferdalandid.is pantað tvær vikur fram í tímann. Þá nefnir hann Dive.is, sem býður upp á köfun í Silfru, en fyrirtækið hafi selt mikið í gegnum ferdaland- id.is. „Margir fóru þá leið að bjóða bara afslætti inni hjá okkur en ekki á sínum eigin vefjum, sem hefur sitt að segja.“ tobj@mbl.is 25. júlí 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 136.19 Sterlingspund 173.22 Kanadadalur 101.72 Dönsk króna 21.2 Norsk króna 14.878 Sænsk króna 15.377 Svissn. franki 146.88 Japanskt jen 1.2707 SDR 190.16 Evra 157.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 191.1065 Hrávöruverð Gull 1882.35 ($/únsa) Ál 1651.0 ($/tonn) LME Hráolía 44.1 ($/fatið) Brent

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.