Morgunblaðið - 25.07.2020, Síða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2020
✝ Finnfríður, eðaNinna eins og
hún var alltaf köll-
uð, fæddist í Sunn-
dal í Kaldrananes-
hreppi í Stranda-
sýslu 2. febrúar
1933. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Vesturlands á
Hólmavík 15. júlí
2020.
Foreldrar Finn-
fríðar voru Guðrún Ottósdóttir,
f. 14.12. 1899, d. 21.8. 1980, og
Guðjón Hjörtur Samsonarson, f.
15.4. 1893, d. 19.7. 1971.
Systkini Finnfríðar: Helga
Halldóra, f. 1925, látin. Sigrún, f.
1926, látin. Drengur, f. 13.11.
1927, látinn sama dag. Halldór,
f. 1930. Margrét, f. 1931, látin.
Lilja, f. 1934. Unnur, f. 1936,
látin. Hermann Heiðar, f. 1938,
látinn. Fjóla, f. 1939.
Finnfríður giftist Núma Leó
Rósmundssyni 27.2. 1951. Hann
var fæddur 1.4. 1907, d. 22.8.
1981. Númi var sonur hjónanna
Rósmundar Jóhannssonar, f.
18.11. 1883, d. 11.2. 1971, og
Jónínu G. Sigurðardóttur, f. 7.7.
1884, d. 4.8. 1963.
Finnfríður eignaðist níu börn.
Þau eru: 1) Gunnar Örn, f. 17.3.
1949, ókvæntur og barnlaus, býr
á Hólmavík. 2) Jónína Rósa, f.
30.8. 1951, d. 14.7. 1952. 3) Rós-
mundur, f. 16.9. 1953, sambýlis-
kona Grazina Noerkeviciene, f.
11.9. 1972, búa á Hólmavík. Börn
29.3. 1995. Barnabörn Ingi-
bjargar eru þrjú. 7) Jóhann
Víðir, f. 2.11. 1968. Eiginkona
hans er Ragna Kristín Árnadótt-
ir, f. 29.1. 1979, búa í Reykja-
nesbæ. Börn Jóhanns Víðis frá
fyrra sambandi með Maríu Jóns-
dóttur eru Óskar Freyr, f. 1.2.
2000, og Guðjón Fannar, f. 20.6.
2005. Börn Jóhanns Víðis og
Rögnu eru Agnes Lovísa, f. 12.5.
2011, og Tómas Árni, f. 17.3.
2015. 8) Freyja Dís, f. 8.7. 1970,
sambýlismaður Valentínus G.
Baldvinsson, f. 16.3. 1960, búa í
Reykjavík. Börn Freyju Dísar
frá fyrri samböndum eru, með
Þorvaldi G. Guðjónssyni: Adam
Örn, f. 23.6. 1988; með Kristni Þ.
Sigurjónssyni: Berglín Mist, f.
1.3. 1997, með Samúel G. Sigur-
jónssyni: Hildur Elísabet, f. 28.6.
2000, og Finnfríður Rós, f. 28.6.
2000. Barnabörn Freyju Dísar
eru fjögur. 9) Ólafur Freyr, f.
8.9. 1974. Eiginkona hans er
Katrín Ágústa Thorarensen, f.
28.4. 1980, búa á Akureyri. Börn
þeirra eru: Bríet Ósk, f. 20.6.
1998, og Helgi Sigurjón, f. 31.8.
2010.
Finnfríður og Númi bjuggu á
Gilsstöðum í Selárdal í Stranda-
sýslu frá 1949 til 1970 er þau
fluttu ásamt börnum sínum til
Hólmavíkur. Þar bjó og starfaði
Finnfríður síðan mestallan sinn
aldur, við ýmis störf.
Finnfríður var mikil hand-
verkskona, saumaði, prjónaði og
málaði myndir af mikilli list.
Hún hafði mikið dálæti á blóma-
rækt og söng. Söng um árabil
með kirkjukórnum á Hólmavík
og fleiri kórum.
Útförin fer fram frá Hólma-
víkurkirkju í dag, 25. júlí 2020,
klukkan 14.
Rósmundar frá
fyrra hjónabandi
með Jónu Rakel
Jónsdóttur eru:
Þórdís Andrea, f.
8.1. 1986, Jóhanna
Guðbjörg, f. 21.8.
1991, Gunnhildur
Telma, f. 30.7. 1995,
Númi Leó, f. 22.5.
1998. Stjúpsonur
Rósmundar, sonur
Grazinu, Matas.
Barnabörn Rósmundar eru
fjögur. 4) Jónína, f. 26.5. 1956,
sambýlismaður Jón Logi Sigur-
björnsson, f. 19.5. 1956, búa í
Reykjavík. Börn Jónínu frá
fyrra hjónabandi með Guðna Þ.
Walderhaug eru Vignir Örn, f.
30.5. 1975, og Hulda, f. 18.2.
1980. Barnabörn Jónínu eru sex.
5) Hjörtur, f. 3.6. 1958. Sambýlis-
kona Hafdís Gunnarsdóttir, f.
15.1. 1965, búa á Hólmavík. Börn
Hjartar frá fyrra hjónabandi
með Sjöfn Þorsteinsdóttur eru
Aðalheiður Jóhanna, f. 30.1.
1980, Gunnar Númi, f. 1.12.
1981, Jónína Rósa, f. 29.10. 1986,
Ingibjörg Benedikta, f. 27.8.
1989, og Hjördís Sjöfn, f. 15.9.
1993. Barnabörn Hjartar eru
þrjú. 6) Ingibjörg, f. 20.4. 1963.
Eiginmaður hennar Vignir
Helgi Sigurþórsson, f. 25.5.
1952, búa í Borgarnesi. Barn
Ingibjargar frá fyrra sambandi
með Aðalbirni G. Sverrissyni:
Númi Finnur, f. 11.6. 1986. Barn
Ingibjargar og Vignis: Valdís, f.
Ef ég rétt kann að því gæta,
allar stundir það ég finn.
Indælt vor og ilminn sæta,
enn mér geymir faðmur þinn.
Lífs frá napri norðan kælu,
nýt ég skjóls við brjóstið þitt.
Og þá hlýrri unaðs sælu,
ætíð fyllist hjartað mitt.
Glöð við saman fagnaðs fæti,
fetum sléttan gæfuveg.
Aldrei hélt ég ástin gæti,
orðið svona guðdómleg.
(Númi Rósmundsson)
Til þín elsku mamma.
Jónína, Rósmundur,
Hjörtur, Gunnar, Víðir,
Ingibjörg, Ólafur og Freyja.
Amma Ninna var mesti töffari
sem ég hef þekkt, gat allt og lét
ekkert stoppa sig. Hún var af
þeirri kynslóð sem bauð örlög-
unum birginn og hafði betur.
T.a.m. hefur eflaust verið erfitt
að halda heimili og ala upp börn
við þröngan kost á Gilsstöðum í
Selárdal. Aldrei heyrði ég ömmu
tala neikvætt um búsetuna í
Dalnum heldur þvert á móti tal-
aði hún alltaf fallega um þann
tíma. Ég veit að nægjusemin og
sá hæfileiki hennar að gera það
besta úr því litla sem úr var að
moða hefur eflaust gert gæfu-
muninn í lífsbaráttunni. Amma
Ninna lét sig málin varða og lá
sjaldan á skoðunum sínum. Frá
síðasta ættarmóti, sem haldið
var á Gilsstöðum, er það eftir-
minnilegt hvað það var skemmti-
legt hjá þeim af heldri kynslóð
Gillara, þar sem þau sátu inni í
stofunni og rifjuðu upp sögur úr
Dalnum. Hlátrasköllin bárust
um alla sveitina. Var amma
Ninna þar hrókur alls fagnaðar.
Ég man líka þegar við vorum að
gera upp Hafnarbrautina hvíta-
sunnuna 2007. Þá stóð amma við
hlóðirnar allan daginn og sá til
þess að vinnandi fólkið fengi
heitt að borða bæði í hádeginu
og á kvöldin. Náði eldavélin vart
að kólna milli máltíða. Maður
fitnaði heldur frekar en hitt þá
helgina þrátt fyrir mikið púlið.
Við amma vorum miklir vinir
og brölluðum margt saman. Hún
kenndi mér ótal hluti um lífið og
tilveruna enda mikið náttúru-
barn og lífskúnstner. Þegar ég
hitti hana á Hólmavík fyrir
stuttu, ásamt Auði minni og Vig-
dísi, rifjaði hún það upp með
mér þegar hún kenndi mér á
skíði á Hólmavík fyrir margt
löngu. Þá sagði ég skólafélög-
unum frá því með stolti að ég
ætti ömmu sem kynni að renna
sér á skíðum. Svo man ég eftir
því, sumarið sem hún var að
passa mig fyrir sunnan, þegar ég
dró hana upp á Nónhæðina og
sýndi með stolti fyrsta húsið sem
ég smíðaði. Ömmu fannst mikið
til hrörlegrar torf- og sprek-
byggingarinnar koma og hvatti
mig, eins og henni einni var lag-
ið, til frekari afreka í bygging-
arlistinni.
Það sumar röltum við mikið
um Kópavoginn og skoðuðum
garða þar sem hún kenndi mér
eitt og annað um heiti plantna og
garðlist.
Á listasviðinu var amma mér
fyrirmynd og kenndi mér margt.
Hún hjálpaði mér með forláta
trefil sem ég átti að gera í
handavinnu í skólanum. Þrátt
fyrir ótvíræða hæfileika ömmu í
prjónaskap tókst henni ekki að
vekja hjá mér áhuga enda varð
trefillinn breiðari en hann var
langur. Talandi um þá hæfileika,
þá eru vettlingar ömmu Ninnu
frægir og hafa börnin mín og
eiginkona notið þeirra. Fólk trú-
ir því varla að þeir séu hand-
prjónaðir enda prjónaðir úr ein-
þátta garni á prjóna númer eitt.
Mér eru líka kærar allar þær
stundir sem við amma Ninna
áttum á Hólmavík og þótt það
verði öðruvísi að koma á Hafn-
arbrautina núna er ég viss um að
hennar góði andi muni lifa í
ömmuhúsi því þar var ávallt
glatt á hjalla og stutt í sönginn.
Ég vildi óska þess að ég gæti
setið með þér í eldhúsinu þínu
yfir kaffibolla og ömmukleinum
og rætt um ættfræði eða hlustað
á þig rifja upp sögur frá þinni
merku ævi en það verður að bíða
betri tíma. Hvíl þú í friði, amma
mín.
Vignir Örn Guðnason.
Elsku amma Ninna er fallin
frá. Mikið var nú alltaf gaman að
heimsækja ömmu. Hún elskaði
að hafa fólkið sitt hjá sér og gera
vel við það í mat og drykk þann-
ig að borðið svignaði oft undan
kræsingunum. Ein eftirminni-
legasta og kærasta minning sem
ég á af ömmu var þegar við Að-
alheiður frænka vorum smá-
stelpur og vorum í næturpössun
hjá henni. Það gerði mikið óveð-
ur og rafmagnið fór af. Við kúrð-
um þá hjá ömmu undir teppi,
kveiktum á kerti og gæddum
okkur á Royal-karamellubúðingi
sem amma hafði búið til.
Það var alltaf svo gaman að
heimsækja ömmu. Við krakkarn-
ir fengum alltaf að leika lausum
hala, klæðast gömlum fötum,
róta í dótinu hennar, búa til
kastala úr teppum og stólum og
amma átti alltaf eitthvað gott (og
sætt!) að borða handa okkur.
Amma var svo stolt af öllum
barnabörnunum sínum og henni
þótti svo vænt um allt sem við
bjuggum til handa henni. Hún
hafði alltaf allt til sýnis og mundi
hvað hver og einn krakki gaf
henni og hvenær.
Elsku amma mín, minning-
arnar eru svo ótal margar um
þig. Þú varst einstakur persónu-
leiki og góð fyrirmynd. Þú áttir
erfiða æsku og þið afi höfðuð
ekki mikið á milli handanna. En
neyðin kennir naktri konu að
spinna og þú gerðir alltaf allt frá
grunni, sápur, föt, mat o.s.frv.
Það var ekkert sem þú kunnir
ekki að gera (nema kannski mar-
engs, en það var af því að þú
vildir aldrei fara eftir uppskrift-
um!). Þú varst svo mikil hann-
yrðakona og þú hafðir yndi af
því að hugsa um blómin þín enda
voru þau alltaf svo falleg og flott.
Takk fyrir allt elsku amma.
Takk fyrir gleðistundirnar með
okkur og börnunum okkar sem
þótti svo vænt um þig. Mikið er
ég þakklát fyrir að við gátum
kvatt þig.
Hulda, Jón Hafliði,
Baldur Hrafn, Nína
Dýrleif og Vala Dröfn.
Það er gæfa að kynnast fólki
sem fylgir manni upp frá því,
jafnvel þegar leiðir hafa löngu
skilið, fylgir manni í minningum
sem lifa og hlýja eins og sólar-
geislar sem brjótast í gegnum
þunna skýjahulu. Ninna var svo-
leiðis manneskja. Við kynntumst
á Hólmavík, þegar ég var sýslu-
maður þar um tíma fyrir margt
löngu. Ung og óreynd með tvö
lítil börn hafði ég búist við að
ekki yrði erfitt að fá aðstoð við
heimilishaldið, en það reyndist
flóknara. Loks birtist Ninna og
festa komst á hlutina. Jákvæðni
hennar og lífsviska var fjöl-
skyldu minni ómetanleg, og alla
tíð síðan hefur hún búið í hjört-
um okkar allra, líka eftir að sam-
bandið rofnaði vegna flutninga
annarrar hvorrar milli lands-
hluta og landa. Hún kenndi mér
margt um æðruleysi og vináttu,
og um það hvernig hægt er að
komast í gegnum erfiða lífs-
reynslu án þess að brotna. Hún
átti ævi sem vert væri að segja
frá, en aðrir kunna betri skil á
en ég. Hvíl í friði kæra Ninna.
Ég og fjölskylda mín sendum af-
komendum samúðarkveðjur.
Hjördís Hákonardóttir.
Finnfríður B.
Hjartardóttir
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
EMMU KOLBEINSDÓTTUR,
Eyvík, Grímsnesi,
sem lést föstudaginn 3. júlí.
Sigrún Reynisdóttir, Þórarinn Magnússon
Kolbeinn Reynisson, Guðrún Bergmann
Guðmundur Kristinn Pétursson, Sólveig Wium
Reynir Viðar Pétursson, Duan Buakrathok
Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Ólafur Gauti Guðmundsson
Magnús Þórarinsson, Hallgerður Lind Kristjánsdóttir
Steinunn Erla Kolbeinsdóttir, Einar Þorgeirsson
Smári Bergmann Kolbeinsson, Íris Gunnarsdóttir
Bjarki Kolbeinsson, Karen Daðadóttir
og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
AÐALBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR
kennari,
frá Harðbak á Melrakkasléttu,
Lindarseli 7, Reykjavík,
lést á heimili sínu að morgni 10. júlí.
Útför hennar fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi mánudaginn
27. júlí klukkan 13. Vinsamlegast athugið breytta staðsetningu á
útförinni.
Sæmundur Rögnvaldsson Ingibjörg Axelsdóttir
Elín Rögnvaldsdóttir Björgvin Guðmundsson
Margrét Rögnvaldsdóttir Magnús H. Ingþórsson
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug
vegna andláts og útfarar ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, sonar,
bróður, mágs, tengdasonar og frænda,
BALDVINS HRÓARS JÓNSSONAR
Vogagerði 33, Vogum.
Viktoría Ólafsdóttir
Jón Hilmar Baldvinsson
Ólína Auður Baldvinsdóttir
Jón Ingi Baldvinsson Guðrún Egilsdóttir
Magnea Jónsdóttir Weseloh Friedhelm Weseloh
Erna Margrét Gunnlaugsd. Kristinn Þór Guðbjartsson
Arnar Daníel Jónsson Binný Skagfjörð
Ólafur Auðunn Þórðarson Hilda Emilía Hilmarsdóttir
og frændsystkini
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem hjálpuðu okkur, sýndu samúð og hlýju
við andlát og útför okkar ástkæru
eiginkonu, móður, dóttur og systur,
UNNAR LEU PÁLSDÓTTUR.
Pétur H. Pétursson
Sara Rós Pétursdóttir Rósa Björk Pétursdóttir
Páll Kristjánsson Rósa Helgadóttir
Bjarnveig Pálsdóttir Viktor Pálsson
Íris Björk Pálsdóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HRAFNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR,
Silfurtúni, Búðardal,
sem lést 17. júlí,
verður jarðsungin frá Hjarðarholtskirkju í
Dölum 27. júlí klukkan 14.
Sigurður Ólafsson Guðlaug Kristinsdóttir
Pálmi Ólafsson Guðrún E. Magnúsdóttir
Steinunn Lilja Ólafsdóttir Erling Þ. Kristinsson
Páll Reynir Ólafsson
barnabörn og langömmubörn
Þökkum öllum sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærrar
eiginkonu minnar og móður minnar,
VALGERÐAR MARINÓSDÓTTUR
hagfræðings,
sem andaðist 23. júní.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki
Hjúkrunarheimilisins Sóltúns.
Guðmundur Sigurðsson
Guðbjörg Erla Guðmundsdóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
KRISTBJÖRG HARALDSDÓTTIR,
Dodda frá Sandhólum,
sem lést á Droplaugarstöðum
miðvikudaginn 22. júlí, verður
jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 30. júlí klukkan 13.
Gréta, Unnur, Birna og Jenný Sigfúsdætur
og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGÞÓR SIGURÐSSON
netagerðarmeistari,
Sóleyjarima 3,
lést mánudaginn 20. júlí á Landspítalanum
við Hringbraut. Útförin fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn
30. júlí klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem
vilja minnast hans er bent á líknarfélög.
Ingigerður Anna Guðmundsdóttir
Ragnheiður Guðrún Sigþórsdóttir
Bjarki Sigþórsson Björk Valdimarsdóttir
Sigríður Sigþórsdóttir Hilmar K. Lyngmo
barnabörn og barnabarnabörn