Morgunblaðið - 25.07.2020, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 25.07.2020, Qupperneq 30
30 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2020 www.flugger.is Facade Beton er gæðamálning fyrir stein 60 ára Guðrún er Reykvíkingur, ólst upp í Kleppsholti en býr í Þingholtunum. Hún er söngkona að mennt og lærði í Boston Univers- ity og Tónlistarskól- anum í Ósló. Guðrún er fulltrúi á Biskupsstofu. Maki: Stefán Ólafsson, f. 1969, bók- bindari og fornleifafræðingur. Systkini: Oddur Kristján, f. 1959, Guð- mundur Helgi, f. 1964, Jensína Helga, f. 1967, og Jón Hjörtur, f. 1972. Foreldrar: Finnbjörn Hjartarson, f. 1937, d. 1994, prentari, og Jósefína Helga Guð- mundsdóttir, f. 1939, fv. fram- kvæmdastjóri, búsett í Reykjavík. Guðrún Finnbjarnardóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hefur mikinn sjálfsaga og gerir stundum of miklar kröfur til sjálfs þín. En mundu að tvo þarf til að takast á. Að- stæður eru kjörnar fyrir hópsamvinnu af einhverju tagi. 20. apríl - 20. maí  Naut Gættu þess að fara ekki yfir strikið í eyðsluseminni í dag. Best er að geta stjórnað án þess að beita valdinu. Reyndu samt að láta til þín taka. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er ekki ólíklegt að vandamál komi upp í nánum samböndum þínum við aðra. Ekki eru allir viðhlæjendur vinir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Einhver nákominn ber hag þinn fyrir brjósti í dag. Allir hafa gott af tilbreyt- ingu svona öðru hvoru. Láttu ástvini vita að þú þarfnist friðar til að geta einbeitt þér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Samskipti þín ættu að verða auðveld og ánægjuleg í dag. Reyndu að láta strauminn bera þér tækifæri sem þú getur notað. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur góðar langtímafyrirætl- anir um hvernig heimilið og fjölskyldan getur notað fjárhaginn. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hlutirnir ganga oft betur og hraðar fyrir sig ef þú reynir að verja þig fyrir um- hverfinu. Hlustaðu á furðufuglinn. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Tilfinningar þínar eru svo sterkar og vilji þinn til að fela þær svo lítill að þú ert eiginlega opin bók. Fólk er ein- staklega móttækilegt fyrir þér núna. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hafirðu sótt um vinnu og ekki fengið hana er kominn tími til að reyna aftur. Hlustaðu á það sem sagt er við þig, það gæti komið þér að góðum notum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Finnist þér að gengið hafi verið á rétt þinn skaltu sýna festu og rétta þinn hlut. Sýndu því tillitssemi og virtu tilfinn- ingar annarra. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Dagurinn í dag felur í sér ýms- ar gamalkunnar aðstæður. Hver er sinnar gæfu smiður. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur einbeitt þér að andlegri líðan þinni og um leið vanrækt líkama þinn. Samband sem er þér kært nýtur góðs af yndislegri uppgötvun í kvöld. frægu mótmælaaðgerðum ásamt móður minni, systkinum og fjölda manna og er stolt af því. Ég er enda eldheitur náttúruverndarsinni og er nú að taka saman bók um föður minn og þátt hans í verndun Laxár og Mý- vatnssvæðisins.“ Í ágúst 2010 þegar 40 ár voru liðin frá Miðkvíslarspreng- ingunni var þess minnst með athöfn við Miðkvísl þar sem minnisvarði var afhjúpaður, á eftir var samsæti í Skjólbrekku þar sem Hildur var meðal ræðumanna. Náttúruvernd er aðaláhugamál ásamt bókmenntum, þjóðfélags- málum og ferðalögum, en Hildur og Jafet eiginmaður hennar hafa ferðast nokkuð víða. Á seinni árum togar Snæfellsnesið í þau hjón þar sem þau eiga aðstöðu með skemmtilegu fólki á Kóngsbakka, einnig hafa þau reist sér sumarhús í Aðaldalnum þar sem þau una sér best og eyða lunganum úr sumrinu. Fjölskylda Eiginmaður Hildar er Jafet S. Ólafsson, f. 29.4. 1951, viðskiptafræð- Arð sem var stórt fyrirtæki á sinni tíð sem gerði út jarðvinnuvélar. Hann leiddi baráttuna fyrir vernd- un Laxár og Mývatns og litaðist heimilislíf í Árnesi mjög af þeirri bar- áttu um árabil. Áður en samningar náðust var gripið til ýmissa mót- mælaaðgerða, svo sem aksturs mik- illar bílalestar frá Laxá til Akureyrar að ógleymdri Miðkvíslarsprenging- unni. Faðir minn sat þá heima þar sem ekki þótti skynsamlegt að for- maður Landeigendafélagsins tæki þátt í slíku en ég tók þátt í þeim víð- H ildur Hermóðsdóttir fæddist 25. júlí 1950 í Árnesi í Aðaldal og ólst þar upp. „Ég vann almenn sveitastörf sem unglingur og sem aðstoðarstúlka við Veiðiheimilið Árnesi og síðar á Hótel Reynihlíð við Mývatn og á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn.“ Hildur stundaði nám við Héraðs- skólann á Laugum og síðan Kenn- araskóla Íslands þar sem hún útskrif- aðist 1972. Vorið 1980 lauk hún BA prófi í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands með sögu og íslensku sem aukagreinar. Starfaði Hildur síðan meira og minna sem grunnskólakennari frá árinu 1972 auk dagskrárgerðar við RÚV og umfjöllunar um bækur í dag- blöðum. Hún kenndi íslensku og bók- menntir við Fóstruskóla Íslands árin 1982-1986 en starfaði eftir það sem ritstjóri hjá Bókaútgáfu Máls og menningar frá 1986 til ársins 2000 að hún stofnaði Bókaútgáfuna Sölku ásamt Þóru Ingólfsdóttur. Hildur tók síðan alfarið við Sölku árið 2002 og rak umfangsmikla útgáfu til hausts- ins 2015 að hún seldi fyrirtækið og stofnaði Textasmiðjuna. „Þar tek ég að mér ritstjórn og yfirlestur á hand- ritum auk þess að fást við eigin skrif.“ Hildur sat í stjórn Máls og menn- ingar þegar hún starfaði þar, sat einnig mörg ár í stjórn Félags ís- lenskra bókaútgefenda, nokkur ár í stjórn IBBÝ-samtakanna og nokkur ár í stjórn Náttúruverndarsamtaka Íslands. Um árabil sat hún í stjórn Þingeyingafélagsins í Reykjavík og var þar um skeið gjaldkeri og síðan formaður. „Báðir foreldrar mínir tóku mikinn þátt í félagsmálum. Jóhanna móðir mín var lengi formaður í ýmsum fé- lagasamtökum, m.a. Kvenfélaga- sambandi Suður-Þingeyinga og Kvennakórnum Lissý sem hún stofn- aði og vísnafélaginu Kveðanda. Hún skrifaði þónokkrar bækur og var gott skáld, væntanleg er ljóðabók eftir hana í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu hennar. Hermóður faðir minn stóð ætíð í stórframkvæmdum og umfangsmiklum félagsmála- störfum og rak Ræktunarsambandið ingur, forseti Bridgesambandsins og konsúll Rúmeníu á Íslandi. Þau eru búsett í Reykjavík. Foreldrar Jafets voru hjónin Ólafur Magnússon hús- gagnasmíðameistari frá Stykkis- hólmi, f. 22.9. 1920, d. 18.6. 1991, og Sigríður Jafetsdóttir húsmóðir, f . 5.11. 1916, d. 27.12. 1980. Þau voru búsett í Reykjavík. Börn Hildar og Jafets eru 1) Jó- hanna Sigurborg Jafetsdóttir f. 12.3. 1975, MBA, maki er Jón Björgvin Stefánsson, f. 10.6. 1973, frumkvöðull, þau eru búsett í Reykjavík. Þeirra börn eru Matthildur María, f. 2004 og Jafet Stefán, f. 2016; 2) Ari Hermóður Jafetsson, f. 16.4. 1982, MBA, maki er Sonja Wiium, f. 24.1. 1986, lögfræð- ingur, þeirra börn eru Arney Tinna, f. 2011, Katrín Tanja, f. 2015 og Hildur Karen, f. 2019. Þau eru búsett í Reykjavík; 3) Sigríður Þóra Jafets- dóttir, f. 22.1. 1991, viðskiptafræð- ingur, búsett í Reykjavík. Systkini Hildar: Völundur Þor- steinn Hermóðsson, f. 8.11. 1940, leið- sögumaður og fyrrverandi verktaki, búsettur í Álftanesi í Aðaldal; Sig- Hildur Hermóðsdóttir, bókaútgefandi og áður kennari – 70 ára Fjölskyldan Í brúðkaupi sonarins Ara Hermóðs og Sonju Wiium. Hildi Karenu og Jafet Stefán vantar á myndina. Eldheitur náttúruverndarsinni Afmælisbarnið Hildur við minnisvarðann við Miðkvísl. Ljósmynd/Stefán I. Guðmundsson 50 ára Linda fæddist á Akureyri en ólst upp í Reykjavík og býr þar. Hún er grafískur hönnuður að mennt frá Listaháskólanum og húsgagnasmiður frá Tækniskólanum. Linda er húsgagnasmiður hjá Tul ehf. Maki: Harpa Elísa Þórsdóttir, f. 1978, aðstoðarleikstjóri. Hálfsystur: Karen Hulda, f. 1976, Lis Ruth, f. 1979, og Nína, f. 1983. Foreldrar: Kristján Gunnlaugsson, f. 1952, d. 2018, pípulagningamaður, sjó- maður og rak veitingahús á Hellnum, og Klara Sigríður Sigurðardóttir, f. 1952, fv. skrifstofumaður, búsett á Akureyri. Linda Hrönn Kristjánsdóttir Til hamingju með daginn Kópavogur Elvar Már Jónsson fæddist 17. september 2019 á Akranesi. Hann vó 2.714 g og var 48 cm að lengd. Foreldrar hans eru Eva Þóra Hartmannsdóttir og Jón Gunnar Sæmundsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.