Morgunblaðið - 25.07.2020, Síða 35
MENNING 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
©2019 Disney/Pixar
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
Hörkuspennandi þriller byggð á sögu
eftir Lizu Marklund og James Patterson
Sýnd með
íslensku tali
Í TILEFNI AF 40 ÁRA AFMÆLI
90%
S P LÚNKUNÝ OG STÓRSKEMMT I L EG
RÓMANT Í SK GAMANMYND.
KAT I E HOLMES JOSH LUCAS
FRÁBÆR NÝ MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI.
Magnús Guðmundsson
magnusg@mbl.is
Fyrir tólf árum tók hópur mynd-
listarmanna sig saman og gang-
setti löngu yfirgefna síldarverk-
smiðju á Hjalteyri við Eyjafjörð, í
aðeins 20 mínútna akstursfjarlægð
frá Akureyri. Síðan þá hefur listin
átt sér þar heillandi samastað og í
dag, laugardag, verður opnuð þar
spennandi samsýning undir yfir-
skriftinni Gæsahúð/Fleur de Peau/
Facetime. Á sýningunni er að
finna verk eftir þau Margréti
Helgu Sesseljudóttur, Paolu Sal-
erno, Guillaume Paris, Serge
Comte, Séverine Gorlie og Harald
Jónsson, sem jafnframt er sýning-
arstjóri.
Drög að ginnungagapi
Haraldur segir að þau sem að
sýningunni standa þekkist úr ýms-
um áttum. „Kveikjuna að sýning-
unni má rekja til þess að ég var
staddur hér ásamt Guillaume Par-
is og við heilluðumst af þessari
gömlu síldarverksmiðju. Byggingu
sem er í senn einhvers konar rúst-
ir og minnisvarði hrynjandi kap-
ítalisma. Þegar hugmyndin að sýn-
ingunni byrjaði að gerjast fundum
við líka sterkt fyrir því hvernig
sýningarstaðurinn endurspeglar á
vissan hátt ástandið í heiminum og
þetta stöðuga hrun rótgróinna
heimsmynda og hengiflugið sem
við stöndum öll á og iðar undir
okkur. Yfirskrift sýningarinnar er
vísun í það en á sama tíma einnig í
þennan áþreifanlega líkamleika
byggingarinnar.
Þetta leiddi okkur að klassíska
þemanu maður/náttúra og þá ekki
síður í hugleiðingar um þetta ginn-
ungagap sem ríkir á milli okkar.
Og það er svo fallegt hvernig það
kjarnaðist í tveggja metra regl-
unni í kófinu sem var svona ein-
hvers konar drög að gapi.“
Allt út frá rýminu
Haraldur segir að verkin á sýn-
ingunni séu frá ýmsum tímum og
sjálfur sé hann með ný verk og
þar af eitt sem byggist á því að
hann lét skanna úr sér blóðið í
málningarvöruverslun til þess að
fá nákvæmlega sama blóðrauða lit-
inn á málninguna. „Með þessu
mála ég gáttir á veggina og bý
með því til einhvers konar blóð-
göng gegnum bygginguna.“
Haraldur segir að það sé gaman
að sjá hversu ólíkir listamennirnir
eru og þar með verkin sem er að
finna á sýningunni. „Þannig er
Paola Salerno kvikmyndagerðar-
kona í grunninn og hún sendi okk-
ur verk sem sýna það vel. Þetta
eru útprentaðar stillimyndir úr
kvikmyndum, gríðarlega falleg
verk í anda ítalska nýraunsæisins.
Guillaume Paris er svo með verk
þar sem hann tekur fyrir birt-
ingarmyndir manneskjunnar á
matvælaumbúðum og vinnur þær
áfram. Í einu verkinu fær hann til
að mynda kínverska málara í
París til þess að mála þær á
striga, eins og fólk lætur mála af
sér upphafin portrett, og vinnur
þannig með hringrás neyslunnar,
auk þess sem það er forvitnilegt
að sjá hvernig undirliggjandi kyn-
þáttafordómar birtast í neyslu-
hyggjunni.
Serge Comte er með áhrifamikið
og stórt verk þar sem gefur að líta
dýr á borð við ísbirni, kamelljón
og nashyrning sem hann setur inn
í lokuð rými sem kallast með
áhrifaríkum hætti á við bygg-
inguna.
Margrét Helga nýtir einnig
bygginguna vel í mjög fallegu
verki þar sem hún hefur byggt
hluti sem mynda samtímis um-
hverfi inni í byggingunni. Eitthvað
brothætt og viðkvæmt sem hún er
búin að flétta algjörlega saman við
staðhætti.
Séverine Gorlier, frönsk lista-
kona sem vinnur með keramik og
teikningar, er með verk sem hún
hefur verið að vinna með og okkur
fannst passa alveg sérstaklega vel
inn. Það er eins konar líkan af
byggingunni sem er á sama tíma
eins og hruninn heimur, algjörlega
á þessum mörkum sem við erum
að vinna með.“
Útsýnið á heimsenda
Þrátt fyrir að hér séu á ferðinni
ólík verk er Haraldur á því að það
takist vel til við að ná heildar-
yfirbragði.
„Þau fara frá því að vera áþreif-
anleg inngrip inn í rýmið og önnur
sem verða ósjálfrátt hluti af um-
hverfinu. Hljóðverk sem leggja
undir sig alla bygginguna með
reglulegu millibili, yfir í varpanir
Serge og rústir Margrétar Helgu
sem eru nánast eins og einhver sé
búinn að koma sér fyrir innan
rýmisins.
Mér finnst verkin tengjast mjög
fallega og óvænt saman út frá
könnun okkar á rústum, enda-
mörkum, skynjun okkar og útsýn-
inu sem við njótum af þeim heims-
enda sem við stöndum á.“
Haraldur bætir því við að það
séu töfrar fólgnir í því að sýna
verk á stað sem þessum. „Maður
opnast allur í víðáttunum þegar
maður fer svona um landið og
skynjunin þenst ósjálfrátt í allar
áttir. Og einmitt þá er svo gaman
að geta labbað beint inn á mynd-
listarsýningu, hvað þá inn á stað
eins og þessa verksmiðju þar sem
er að finna minjar úr borginni og
hverfandi veröld á sama stað,“
segir Haraldur.
Heimsendinn sem við stöndum á
Listamaðurinn Haraldur Jónsson er sýningarstjóri yfir Gæsahúð í Síldarverksmiðjunni á Hjalteyri
Þar tekst hópur listamanna á við sýningarstað sem endurspeglar um margt ástandið í heiminum
Ljósmyndir/Gústav Geir Bollason
Á Hjalteyri Serge Comte, Haraldur Jónsson, Séverine Gorlier og Margrét Helga Sesseljudóttir í Síldarverksmiðjunni.
37°C Verk eftir Harald Jónsson.