Morgunblaðið - 30.07.2020, Síða 20

Morgunblaðið - 30.07.2020, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2020 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • Selena undirfataverslun Ný sending af aðhaldssundbolum Höfum opnað netverslun www.selena.is Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Í dag eru liðnar fjórar vikur síðan borgarráð tók ákvörðun um að battavöllur við skóla Ísaks Jóns- sonar skyldi fjarlægður enda óleyf- isframkvæmd. Nágrannar höfðu ár- um saman kvartað yfir ónæði frá vellinum, ekki síst á kvöldin, þegar „eldri“ iðkendur spila þar fótbolta. Þegar leitað var skýringa hjá Reykjavíkurborg hvers vegna ekki væri búið að fjarlægja völlinn feng- ust þau svör að málið væri enn í skoðun. Ekki fékkst upplýst hvað borgin væri að skoða í málinu. Hjónin Hermann Jónasson og Ingibjörg Halldórsdóttir búa í Skaftahlíð 25, rétt við battavöllinn. Þau hafa lengi barist fyrir því að völlurinn yrði fjarlægður og sendu inn mótmæli þegar til stóð að festa völlinn í sessi með breytingu á deiliskipulagi. Ingibjörg tjáði Morgunblaðinu að íbúarnir í næstu húsum við völl- inn væru orðnir langeygir eftir því að ákvörðun borgarráðs yrði fylgt eftir og völlurinn fjarlægður. Ónæðið af boltaleikjum hefur haldið áfram. Í góða veðrinu um síðustu helgi var mikið spilað og varla vært útivið. Boltar lentu ósjaldan inni á lóðinni og á bílum á bílastæði og einn bolta fékk Ingi- björg í öxlina þegar hún var úti í garði að vökva. Ingibjörg sagði að þau hjónin hefðu fengið bréf frá borginni um ákvörðun borgarráðs. Þegar ekkert bólaði á mönnum til að taka niður battavöllinn sendi hún fyrirspurnir á nokkra starfsmenn hjá borginni en fékk fyrst í stað aðeins sjálfvirk svör frá þeim sem voru komnir í sumarfrí. Um síðir fékk hún þau svör að búið væri að senda eigna- skrifstofu borgarinnar bréf og hún hefði einn mánuð til að afgreiða málið. Enginn frá borginni hefur haft samband til að biðjast afsök- unar á þessu máli öllu. Blaðamaður sendi eftirfarandi fyrirspurn til borgarinnar: „Borgarráð ákvað á fundi 2. júlí s.l. að battavöllur við skóla Ís- aks Jónssonar skuli víkja. Hvenær hyggst borgin ganga í þetta mál? Og einnig. Í minnisblaði skipu- lagsfulltrúa kemur fram að mjög margt hafi farið úrskeiðis við fram- kvæmd battavallarins. Stendur til að fara yfir málið innan borgarkerf- isins og skerpa verkferla?“ Svar borgarinnar var: „Sam- kvæmt upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði er málið enn í skoðun og verður þetta gert í sam- ráði við fulltrúa skólans. Þá verður jafnframt farið yfir ferlið innan kerfisins og verklag verður skerpt.“ Blaðamaður spurði á ný: „Hvað er það sem þarf að skoða varðandi málið? Má skilja svarið svo að það sé verkefni skól- ans að fjarlægja völlinn?“ Seinna svar borgarinnar var: „Málið er enn til skoðunar og því lítið hægt að segja á þessu stigi.“ Morgunblaðið/sisi Battavöllurinn Myndin sýnir vel hina miklu nálægð vallarins og girðingar á lóð Ísaksskóla við húsið Skaftahlíð 25.  Borgin er enn að skoða málið  Áfram er ónæði að boltasparki Ekkert fararsnið á óleyfisvelli Litlar breytingar eru á milli mánaða á fylgi stjórnmálaflokka og stuðningi við ríkisstjórn. Ný könnun MMR sýnir að fylgi Sjálfstæðisflokksins er nú 24% og Vinstri-grænna 10,8%, sem hvort tveggja er nær óbreytt frá fyrri könnun. Þriðji stjórnar- flokkurinn, Framsókn, bætir við sig rúmlega tveimur prósentum og er nú með 8,6%. Aðrir flokkar sem bæta við sig eru Píratar sem fara úr 13,2% í 15,4% og Sósíalistar sem hækka úr 3,5% í 5,1%. Fylgi Miðflokks mælist 8,4% sem er nær óbreytt. Þeir flokkar sem missa fylgi eru Samfylkingin sem fer úr 16,3% í 13,1% og Viðreisn sem fer úr 10% í 8,4%. Lestina rekur Flokkur fólksins með 4%, var síðast með 5,4%. Stuðningur við ríkisstjórn mælist nú 47,7% og jókst um nær tvö pró- sentustig. Könnunin fór fram á tímabilinu 23.-28. júlí síðastliðinn og svarfjöld- inn var 951 einstaklingur. Morgunblaðið/Hari Fylgi flokka Könnun MMR sýnir litlar breytingar á milli mánaða. Litlar sveifl- ur í fylgi flokka

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.