Morgunblaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2020 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • Selena undirfataverslun Ný sending af aðhaldssundbolum Höfum opnað netverslun www.selena.is Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Í dag eru liðnar fjórar vikur síðan borgarráð tók ákvörðun um að battavöllur við skóla Ísaks Jóns- sonar skyldi fjarlægður enda óleyf- isframkvæmd. Nágrannar höfðu ár- um saman kvartað yfir ónæði frá vellinum, ekki síst á kvöldin, þegar „eldri“ iðkendur spila þar fótbolta. Þegar leitað var skýringa hjá Reykjavíkurborg hvers vegna ekki væri búið að fjarlægja völlinn feng- ust þau svör að málið væri enn í skoðun. Ekki fékkst upplýst hvað borgin væri að skoða í málinu. Hjónin Hermann Jónasson og Ingibjörg Halldórsdóttir búa í Skaftahlíð 25, rétt við battavöllinn. Þau hafa lengi barist fyrir því að völlurinn yrði fjarlægður og sendu inn mótmæli þegar til stóð að festa völlinn í sessi með breytingu á deiliskipulagi. Ingibjörg tjáði Morgunblaðinu að íbúarnir í næstu húsum við völl- inn væru orðnir langeygir eftir því að ákvörðun borgarráðs yrði fylgt eftir og völlurinn fjarlægður. Ónæðið af boltaleikjum hefur haldið áfram. Í góða veðrinu um síðustu helgi var mikið spilað og varla vært útivið. Boltar lentu ósjaldan inni á lóðinni og á bílum á bílastæði og einn bolta fékk Ingi- björg í öxlina þegar hún var úti í garði að vökva. Ingibjörg sagði að þau hjónin hefðu fengið bréf frá borginni um ákvörðun borgarráðs. Þegar ekkert bólaði á mönnum til að taka niður battavöllinn sendi hún fyrirspurnir á nokkra starfsmenn hjá borginni en fékk fyrst í stað aðeins sjálfvirk svör frá þeim sem voru komnir í sumarfrí. Um síðir fékk hún þau svör að búið væri að senda eigna- skrifstofu borgarinnar bréf og hún hefði einn mánuð til að afgreiða málið. Enginn frá borginni hefur haft samband til að biðjast afsök- unar á þessu máli öllu. Blaðamaður sendi eftirfarandi fyrirspurn til borgarinnar: „Borgarráð ákvað á fundi 2. júlí s.l. að battavöllur við skóla Ís- aks Jónssonar skuli víkja. Hvenær hyggst borgin ganga í þetta mál? Og einnig. Í minnisblaði skipu- lagsfulltrúa kemur fram að mjög margt hafi farið úrskeiðis við fram- kvæmd battavallarins. Stendur til að fara yfir málið innan borgarkerf- isins og skerpa verkferla?“ Svar borgarinnar var: „Sam- kvæmt upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði er málið enn í skoðun og verður þetta gert í sam- ráði við fulltrúa skólans. Þá verður jafnframt farið yfir ferlið innan kerfisins og verklag verður skerpt.“ Blaðamaður spurði á ný: „Hvað er það sem þarf að skoða varðandi málið? Má skilja svarið svo að það sé verkefni skól- ans að fjarlægja völlinn?“ Seinna svar borgarinnar var: „Málið er enn til skoðunar og því lítið hægt að segja á þessu stigi.“ Morgunblaðið/sisi Battavöllurinn Myndin sýnir vel hina miklu nálægð vallarins og girðingar á lóð Ísaksskóla við húsið Skaftahlíð 25.  Borgin er enn að skoða málið  Áfram er ónæði að boltasparki Ekkert fararsnið á óleyfisvelli Litlar breytingar eru á milli mánaða á fylgi stjórnmálaflokka og stuðningi við ríkisstjórn. Ný könnun MMR sýnir að fylgi Sjálfstæðisflokksins er nú 24% og Vinstri-grænna 10,8%, sem hvort tveggja er nær óbreytt frá fyrri könnun. Þriðji stjórnar- flokkurinn, Framsókn, bætir við sig rúmlega tveimur prósentum og er nú með 8,6%. Aðrir flokkar sem bæta við sig eru Píratar sem fara úr 13,2% í 15,4% og Sósíalistar sem hækka úr 3,5% í 5,1%. Fylgi Miðflokks mælist 8,4% sem er nær óbreytt. Þeir flokkar sem missa fylgi eru Samfylkingin sem fer úr 16,3% í 13,1% og Viðreisn sem fer úr 10% í 8,4%. Lestina rekur Flokkur fólksins með 4%, var síðast með 5,4%. Stuðningur við ríkisstjórn mælist nú 47,7% og jókst um nær tvö pró- sentustig. Könnunin fór fram á tímabilinu 23.-28. júlí síðastliðinn og svarfjöld- inn var 951 einstaklingur. Morgunblaðið/Hari Fylgi flokka Könnun MMR sýnir litlar breytingar á milli mánaða. Litlar sveifl- ur í fylgi flokka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.