Morgunblaðið - 05.08.2020, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2020
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Jarðböðin á Mývatni hafa getað
tekið á móti rétt um fjórðungi
þeirra sem vilja koma. Er fjöldatak-
mörkunum og tveggja metra reglu
þar um að kenna, en mikil ásókn
hefur verið í jarðböðin síðustu vik-
ur.
Að sögn Guðmundar Þórs Birgis-
sonar, framkvæmdastjóra fyrir-
tækisins, hefur eftirspurnin verið
vonum framar. „Þetta er betra en
menn þorðu að vona þannig að við
erum mjög ánægð. Við höfum þó
þurft að takmarka framboðið hjá
okkur vegna sóttvarnareglna sem
hefur takmarkað þann fjölda sem
hingað getur komið. Við erum að
taka á móti kannski 25% þess fjölda
sem annars væri að koma, en það er
bara ánægja og gleði með að geta
haft opið,“ segir Guðmundur, en
rétt um 400 manns koma í jarðböðin
á degi hverjum. Fyrr í júlímánuði
var sá fjöldi rétt um 1.600 á dag og
því er ljóst að fyrirtækið verður
fyrir umtalsverðu höggi sökum
framangreindra reglna.
Margir nýta ferðagjöfina
Til að laða Íslendinga að hafa for-
svarsmenn jarðbaðanna brugðið á
það ráð að bjóða landsmönnum
helmingsafslátt gegn því að ferða-
gjöfin sé nýtt á svæðinu. Að sögn
Guðmundar hefur ráðstöfunin gefið
góða raun. Þannig hefur heimsókn-
um Íslendinga fjölgað svo um mun-
ar. „Við fögnum öllum Íslendingum
sem ákveða að koma og þeir hafa
verið mjög margir. Það er auðvitað
talsverður fjöldi að nýta sér tilboðið
og fer fjölgandi. Við fórum rólega af
stað í byrjun sumars en höfum verið
að vaxa mjög mikið frá þeim tíma,
bæði í flokki innlendra og erlendra
ferðamanna,“ segir Guðmundur.
Líkt og önnur fyrirtæki í ferða-
þjónustu hafa Jarðböðin á Mývatni
ekki farið varhluta af ástandinu.
Hefur reksturinn orðið fyrir tals-
verðu höggi enda voru nær engar
flugsamgöngur hingað til lands fyrr
á árinu. Nú bendir margt til þess að
önnur bylgja kórónuveirusmita sé í
farvatninu. Aðspurður kveðst Guð-
mundur áhyggjufullur yfir vetr-
inum.
„Maður hefur áhyggjur af því
hvernig þetta verður. Það mun í
raun allt velta á því hvernig til tekst
með að halda veirunni í skefjum. Ef
það tekst vel þá erum við í ágæt-
ismálum,“ segir Guðmundur og
bætir við að stærstur hluti kúnna
jarðbaðanna á veturna komi erlend-
is frá. Af þeim sökum kemur eft-
irspurnin til með að ráðast af því
hversu viljugir erlendir ferðamenn
eru til þess að ferðast. „Það hefur
verið meira um erlenda ferðamenn
á veturna og þá eru innlendir minna
að koma. Við bindum því vonir við
að vel takist til í baráttunni.“
Þurfa að vísa fólki frá jarðböðunum
Sökum takmark-
ana komast færri að
en vilja í jarðböð-
unum á Mývatni
Jarðböðin Færri komast að en vilja í jarðböðunum á Mývatni. Sökum fjöldatakmarkana og tveggja metra reglu er nú hægt að taka á móti 400 manns á dag.
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Met var slegið í lánum til bíla- og
tækjakaupa einstaklinga hjá
Landsbankanum í júnímánuði.
Aldrei hefur eins mikið verið lánað
í framangreindum flokki, en upp-
hæðin nam 1.198 milljónum króna.
Vekur slíkt athygli í ljósi þess að á
tímabilinu var bylgja heimsfarald-
urs kórónuveiru nýyfirstaðin. Að-
spurður segir Arnbjörn M. Rafns-
son, forstöðumaður bíla- og
tækjafjármögnunar Landsbank-
ans, að ástæðurnar þar að baki séu
margþættar. Þó megi rekja aukn-
inguna að mestu til uppsafnaðrar
eftirspurnar sem skapaðist í kjölfar
faraldursins.
80% vegna notaðra bifreiða
„Við fundum fyrir miklum sam-
drætti í apríl og svo aftur í maí.
Hins vegar tók þetta aðeins við sér
um miðjan maímánuð og því skýrist
aukningin að hluta af tilfærslu.
Fólk hélt að sér höndum á þessum
tíma,“ segir Arn-
björn.
Lán til bíla- og
tækjakaupa í
júlímánuði voru
ekki síður mikil
og námu þá rétt
um 1.008 milljón-
um króna. Er
skýringin þar að
baki mikil aukn-
ing í sölu notaðra
bifreiða. Segir Arnbjörn að um 80%
af fjármögnun bankans í flokki bíla
og tækja megi rekja til notaðra bif-
reiða. „Þetta skýrist einvörðungu
af aukningu í sölu notaðra bíla. Það
kemur kannski til af því að fólk var
hvatt til að ferðast innanlands og
ákvað þess vegna að endurnýja bíl-
inn. Framboð af slíkum bílum er
mikið enda eru bílaleigur að skera
niður flotana. Mér heyrist á bílasöl-
um að það vanti nýlega bíla í sölu,“
segir Arnbjörn og bætir við að sala
notaðra bifreiða sé oft á tíðum góð-
ur mælikvarði á ástandið í sam-
félaginu. Þó sé fyrri hluti þessa árs
að mörgu leyti ólíkur sambæri-
legum tímabilum síðustu ára.
Útlán aukast milli ára
Að því er fram kemur í tölum
Landsbankans var mestur sam-
dráttur í bíla- og tækjalánum í apríl
þegar heimsfaraldurinn stóð sem
hæst. Eins og sjá má á grafinu hér
til hliðar er heildarupphæð lána
fyrstu fimm mánuðia ársins álíka
há og einungis samanlögð útlán
júní- og júlímánaðar. Alls nema
heildarlán í umræddum flokki rétt
um 4,6 milljörðum króna það sem
af er ári. Það er rétt ríflega 21%
aukning frá sama tímabili í fyrra.
Að sögn Arnbjörns hefur sala not-
aðra bifreiða yfirleitt dregist sam-
an þegar óvissa ríkir í samfélaginu.
Ljóst er að talsverð óvissa ríkir nú
þar sem fjöldi fyrirtækja í ferða-
þjónustu stendur höllum fæti auk
þess sem atvinnuleysi hefur mælst
umtalsvert síðustu mánuði. Það
virðist þó litlu skipta. „Við höfum
alltaf upplifað það að salan dragist
saman þegar það er óvissa, til
dæmis fyrir kosningar eða í
kreppu. Það hefur ekki átt sér stað
núna, en neikvæð áhrif gætu komið
fram með áframhaldandi óvissu.
Ætli það megi ekki rekja aukn-
inguna að mestu til tilflutnings
frekar en annarra þátta,“ segir
Arnbjörn sem tekur fram að inni-
stæða sé fyrir kaupunum. „Fólk
virðist þurfa að endurnýja bílinn og
það eru kannski margir sem ákveða
að kaupa nýlega bíla.“
Met slegið í bíla- og tækjalánum
Gríðarlega mikið lánað til bíla- og tækjakaupa einstaklinga Met slegið í júnímánuði Uppsöfnuð
eftirspurn sökum heimsfaraldurs hugsanleg skýring Mögulegt að neikvæð áhrif komi fram síðar
359
496
559
353
653
1.198
1.008
Bíla- og tækjalán til einstaklinga árið 2020
Milljónir kr.
1.200
1.000
800
600
400
200
0
Heimild: Landsbankinn
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí
Arnbjörn M.
Rafnsson