Morgunblaðið - 05.08.2020, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2020
Hin árlega Hólahátíð, sem halda átti
15. til 16. ágúst næstkomandi, hefur
verið felld niður vegna kórónuveiru-
faraldursins. Þó verður messan tek-
in upp í kirkjunni og útvarpað viku
seinna eins og til stóð. Þetta kemur
fram í frétt á kirkjan.is.
Hólahátíð er jafnan fjölmenn há-
tíð og því talið ástæðulaust að efna
til hennar í ljósi samkomubannsins
sem miðast nú við 100 manns og
tveggja metra nálægðarreglu milli
fólks.
Hólahátíð átti að þessu sinni að
hefjast á laugardagsmorgni með
pílagrímagöngu eftir Hallgrímsveg-
inum frá Gröf á Höfðaströnd að Hól-
um. Á sunnudeginum stóð til að
halda tónleika í Hóladómkirkju. Þar
átti ennfremur að vera hátíðarmessa
klukkan 14 og hátíðarsamkoma á
sama stað klukkan 17.
Solveig Lára Guðmundsdóttir,
vígslubiskup á Hólum, kveðst hafa
verið farin að hlakka mikið til hátíð-
arinnar en til hafi staðið að mikið
yrði um dýrðir enda dagskrá hátíð-
arinnar alltaf vönduð og vegleg.
Jafnframt vonist hún til að hitta alla
að ári og verði faraldurinn þá von-
andi að baki.
„Ég er mjög leið yfir þessu,“ segir
sr. Solveig Lára á vef kirkjunnar,
„en þetta var það eina skynsamlega í
stöðunni. Þó að reglur ráðherrans
gildi aðeins til 13. ágúst verður að
hafa í huga að það er mjög mikill
undirbúningur hjá fjölda fólks fyrir
svona hátíð og því var ekki annað
hægt en að fella hana niður.“
sisi@mbl.is
Hólastaður Ekkert verður af hinni
árlegu Hólahátíð að þessu sinni.
Hólahátíð felld niður
vegna kórónuveiru
Messan tekin
upp í kirkjunni og
útvarpað seinna
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
dómsmálaráðherra hefur skipað
Halldóru Þorsteinsdóttur lektor í
embætti dómara með fasta starfs-
stöð við Héraðsdóm Reykjaness frá
1. ágúst 2020. Fimmtán sóttu um
embættið þegar það var auglýst í
maí sl.
Þá hefur Ingi Tryggvason lög-
maður jafnframt verið skipaður í
embætti dómara við sama dómstól
frá 31. ágúst 2020. Fjórtán sóttu um
það embætti en það var einnig aug-
lýst í maí.
Fram kemur á vef dómsmála-
ráðuneytisins, að Halldóra Þor-
steinsdóttir lauk lagaprófi frá Há-
skóla Íslands árið 2010 og hefur
síðan þá m.a. starfað sem aðstoð-
armaður dómara við Hæstarétt Ís-
lands 2014-2017 og sem lektor við
lagadeild Háskólans í Reykjavík frá
2017. Þá hefur hún gegnt starfi for-
manns áfrýjunarnefndar neytenda-
mála og ritað fræðigreinar á ýmsum
sviðum lögfræðinnar.
Ingi Tryggvason lauk lagaprófi
frá Háskóla Íslands árið 1989 og
hefur m.a. starfað sem fulltrúi við
Héraðsdóms Vesturlands 1994-1998
og á því tímabili verið í nokkur
skipti settur héraðsdómari. Frá
árinu 1999 hefur hann rekið eigin
lögmannsstofu og fasteignasölu og
samhliða því sinnt ýmsum stjórn-
sýslustörfum.
Tvö skipuð í embætti héraðsdómara
Halldóra
Þorsteinsdóttir
Ingi
Tryggvason
Sighvatur Bjarnason
sighvaturb@mbl.is
Í ár eru 75 ár liðin frá því að kjarn-
orkusprengjum var varpað á jap-
önsku borgirnar Hiroshima og
Nagasaki. Árásanna hefur verið
minnst með kertafleytingu hér á
landi frá árinu 1985, en vegna
reglna um fjöldatakmarkanir verð-
ur minningarathöfn ekki með hefð-
bundnu sniði þetta árið.
Að sögn Stefáns Pálssonar, eins
forsvarsmanna samstarfshóps frið-
arhreyfinga, hefur hin árlega athöfn
jafnan verið vel sótt, þótt veður og
ástand heimsmála hafi ráðið nokkru
þar um. Fáeinir talsmenn samtak-
anna munu koma saman í óform-
legri en táknrænni athöfn við bakka
Tjarnarinnar. Sigurður Skúlason
leikari mun fara með minningarorð,
ásamt því sem fáeinum kertum og
blómum verður fleytt. Athöfnin
verður tekin upp og gerð almenn-
ingi aðgengileg sólahring síðar á
heimasíðunni friður.is. Tímasetn-
inguna ber upp á þann rauntíma
sem sprengjunum var varpað fyrir
75 árum, en vegna tímamismunar er
dagsins jafnan minnst þann sjötta
ágúst ár hvert.
Mikil þörf á árvekni
Stefán segir að með athöfninni sé
ekki eingöngu verið að minnast
sagnfræðilegs viðburðar, heldur sé
einnig verið að halda á lofti kröf-
unni um afnám kjarnorkuvopna,
sem hann telur að séu síst minni
ógn núna en á dögum kalda stríðs-
ins.
Hann bendir á að stórveldin hafi
kynnt áform um eflingu kjarnorku-
vopnabúra. Þar fari Rússar fram
ásamt aðildarríkjum Atlantshafs-
bandalagsins í þróun á nýjum teg-
undum kjarnavopna sem hafi aðra
getu og tilgang en hin hefðbundnu.
Þannig megi skynja nýja tegund
hugmyndafræði um að þeim megi
beita á afmarkaðan hátt í hefð-
bundnum stríðsrekstri, án þess að
til þurfi að koma keðjuverkun sem
leiða myndi til tortímingar mann-
kyns í allsherjarkjarnorkustríði.
Ákall um afvopnun er því miður
jafn brýn og áður segir Stefán.
Rafræn kerta-
fleyting á netinu
75 ár liðin frá kjarnorkuárás á Japan
Krafan um afvopnun brýn sem áður
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Friðarkrafa Ekki verður af hefðbundinni fleytingu í ár vegna sótt-
varnafjöldatakmarkana en táknræn athöfn verður þess í stað sýnd á netinu.
Brúðargjafir
Kartell planet
borðlampi 54.900,-
Mette Ditmer
Butterfly púði
Frá 6.490,-
Bialetti Moka Espress
kaffikanna 9 bolla 6.990,-
Dutchdeluxes skurðarbretti
34x78cm reykt eik. 15.990,-
Robert Welch tertusett
5.990,-
Vorhús Garðveisla sængur-
verasett 140x200 cm 17.990,-
Hekla skúlptúr
kind stór 29.900,-
Aida RAW hnífapara-
sett 16 stk. 8.990,-
Duka Floramatarstell
Specktrum Scarlett
vasi 25cm 6.990,-
Kahla Update ílangt
eldfast mót 32cm 5.990,-
Aida Raw tertudiskur
34,5 cm 2.990,-
Mette Ditmer Butterfly
rúmteppi
240x250 cm 10.900,-
260x250 cm 12.900,-
SMÁRALIND – KRINGLAN – DÚKA.IS
Smiðshöfða 9, 110 Rvk. logoflex@logoflex.is 577 7701 www.logoflex.is
Skiltagerð
Ljósaskilti, álskilti, umferðarmerki
LogoFlex sérhæfir sig í framleiðslu skilta, prentunum og
smíði úr plasti ásamt efnissölu á plexigleri og álprófílum