Morgunblaðið - 05.08.2020, Síða 10

Morgunblaðið - 05.08.2020, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2020 TWIN LIGHT RÚLLUGARDÍNA Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum alnabaer.is Bókhald & ráðgjöf - Eignaskiptayfirlýsingar & skráningartöflur Numerus – bókhald og ráðgjöf / Suðurlandsbraut 22 / S. 896 4040 Fjöldi fólks sem á rætur að rekja til Íslands fagnaði Íslendingadeg- inum á mánudaginn, sem árlega fer fram í Manitoba í Kanada. Guðmundur Árni Stefánsson, sem er nýtekinn við sem ræð- ismaður Íslands í Winnipeg, segir að mikið sé lagt í tengslamyndun milli landanna tveggja. „Nú verður mitt hlutverk að sinna þeim tengslum,“ segir Guð- mundur en í því felast fjölþætt verkefni, meðal þeirra aðstoð við kanadíska skiptinema sem hyggj- ast dvelja á Íslandi. Fjöldi íbúa sem eiga rætur að rekja til Íslands kemst nærri íbúa- fjölda á Íslandi, að sögn Guð- mundar. „Enn þann dag í dag er fjöldi fólks á þessu svæði sem talar ís- lensku,“ segir hann. Hátíðardagskrá fór fram á mánudaginn þar sem fjallkonan var krýnd, Anna Stevens, sem á rætur að rekja til Eyjafjarðar. Anna, sem er fædd 1923, hefur búið í Gimli í Manitoba allt sitt líf en foreldrar hennar fluttu frá Syðri-Villingadal í Eyjafirði til Gimlis þegar búferlaflutningarnir stóðu sem hæst. Vegna samkomutakmarkana fóru hátíðarhöldin í ár fram á samfélagsmiðlum hátíðarinnar þar sem efnt var til ýmissa viðburða yfir helgina, svo sem smásagna- og ljóðakeppni, listasýningar og tískusýningar svo fátt eitt sé nefnt. Saga staðfestu og drifkrafts „Saga forferða ykkar er saga staðfestu og drifkrafts.[...] Þessir Íslendingar vildu leita nýrrar og betri framtíðar. Þeir horfðust í augu við erfiðleika, vonbrigði og stundum jafnvel mistök, en þeir héldu áfram,“ sagði Guðni Th. Jó- hannesson, forseti Íslands, í ávarpi sem streymt var á síðu há- tíðarinnar, á Íslendingadaginn sjálfan. „Þessi viðburður, sem er núna haldinn í 131. skipti, táknar sterk tengsl milli okkar, sem teygjast frá eyjunni okkar til ykkar stóru heimsálfu,“ sagði hann. Minnast upprunans á Íslendingadegi  Íslendingadagurinn haldinn hátíðlegur á mánudag  Anna Stevens krýnd fjallkona  Litlir við- burðir á samfélagsmiðlum vegna samkomutakmarkana  Guðni Th. ávarpaði Vestur-Íslendinga Skjáskot/Youtube Fjallkona Anne Stevens var sæmd fjallkonutitlinum. Hún á rætur að rekja til Syðri-Villingadals í Eyjafirði en hefur búið í Gimli frá barnsaldri. Ljósmynd/Leif Norman Útrás Víkingaþorp hafa verið fastur liður á Íslendingadegi í gegnum tíðina, en ekkert víkingaþorp var í ár sökum kórónuveirunnar. lagsfulltrúa að framkvæmdin kalli á rask, svo sem jarðvegsskipti (gróður fjarlægður) og malbik/steypt stétt verður brotið upp og fjarlægt. Verk- inu verður skipt í tvo áfanga. „Fram- Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skrifstofa framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg hefur sótt um framkvæmdaleyfi vegna hjólastígs á Eiðsgranda. Framkvæmdin felst í gerð áfram- haldandi hjólastígs og tengingar við núverandi hjólastíg á móts við Boða- granda og tengingu við núverandi göngustíg við hringtorg á mótum Eiðsgranda, Hringbrautar og Ána- nausta. Þegar verkinu lýkur, sem væntanlega verður seinna í haust, verður búið að aðskilja umferð hjól- andi og gangandi meðfram Eiðs- granda öllum. Þessi leið er afar vin- sæl göngu- og hjólreiðaleið. Alls bárust sex tilboð í verkið og átti Urð og grjót ehf. lægsta boð, 36,5 milljónir króna. Var það 65% af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 55,8 milljónir. Umhverfis- og skipu- lagssvið Reykjavíkurborgar sam- þykkti að taka tilboði lægstbjóðanda. Fram kemur í greinargerð skipu- kvæmdin er í meðallagi umfangsmikil en mun auka til muna öryggi gang- andi og hjólandi vegfarenda eftir Eiðsgranda,“ segir skipulagsfulltrúi. Gæti ýtrustu varúðar Skipulagsfulltrúi bendir á að verk- takinn skuli gæta ýtrustu varúðar við verkið næst umferð gangandi og hjól- andi. Merkingar eiga að vera áber- andi og allt svæðið afgirt með tveggja metra háum vírnetsgirðingum. Lengst af var aðeins einn malbik- aður stígur meðfram Eiðsgrandanum og hann notaður bæði af göngufólki og hjólreiðamönnum. Oft var hætta á ferðum þegar hrað- skreiðir hjólreiðamenn áttu þarna ferð um. Fyrir nokkrum árum voru stígarnir tvöfaldaðir á Seltjarnarnesi. Í fyrrahaust var svo lagður hjólastíg- ur frá bæjarmörkum Seltjarnarness að Boðagranda. Nú verður ráðist í næsta áfanga verksins. Morgunblaðið/sisi Stígur endar Í fyrrahaust var lagður nýr hjólastígur frá bæjarmörkum Sel- tjarnarness til móts við Boðagranda. Nú verður haldið áfram með verkið. Nýr hjólastígur á Eiðsgranda  Umferð gangandi og hjólandi verð- ur aðskilin þegar framkvæmdum lýkur „Við bara fylgjumst með og tökum þetta frá degi til dags, mátum allar sviðsmyndir og högum okkur í sam- ræmi við það sem verður leyft á þessum tíma. Við ætluðum að fara af stað með 10 daga dagskrá 13. ágúst en eins og útlitið er núna er líklegt að það muni eitthvað breyt- ast. Það liggja engar ákvarðanir fyrir að svo stöddu,“ segir Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Óvíst er hvort og með hvaða hætti menningarnótt verði haldin í ár í ljósi hertra aðgerða vegna kór- ónuveirunnar. Tilkynnt var í gær að Músíktil- raunum í ár hafi verið aflýst. Óvissa um menningarnótt vegna veirunnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.