Morgunblaðið - 05.08.2020, Qupperneq 20
20 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2020
60 ára Helga er Reyk-
víkingur, hjúkr-
unarfræðingur, ljós-
móðir, NLP-meðferðar-
og markþjálfi og er
með BA í myndlist.
Helga er andlegur
markþjálfi og frum-
kvöðull SMILER, sem er gripur sem
minnir á að við erum máttugir skaparar
og að brosa þegar á móti blæs.
Börn: Birgir Sverrisson, f. 1983, og Tara
Sverrisdóttir, f. 1990.
Foreldrar: Birgir Hólm Björgvinsson, f.
1939, fv. sjómaður á fraktskipum og
starfsmaður Sjómannafélags Íslands, og
Edda Svavarsdóttir, f. 1941, fv. starfs-
maður Búnaðarbankans og Kaupþings.
Þau eru búsett í Reykjavík.
Helga
Birgisdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er eins og þú andir léttar í
dag. Mundu bara að þú verður að vera
sjálfum þér samkvæmur.
20. apríl - 20. maí
Naut Taktu ekki allt bókstaflega sem þú
heyrir heldur sannreyndu það sjálfur. En
það kemur annar dagur og sjálfsagt að
halda þá áfram.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú þarft að vinna í því að ná tök-
um á tilfinningum þínum. Og mundu að sá
er líka vinur er til vamms segir.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þér vegnar vel ef þú vinnur undir-
búningsvinnuna þína. Notfærðu þér það
og komdu öllu því í verk sem þú hefur látið
reka á reiðanum að undanförnu. Láttu
ekkert trufla þig.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þetta er ekki rétti dagurinn til að
hanga heima. Reyndu að finna einhvern
skilningsríkan til að deila hugsunum þín-
um með.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Ýmis tækifæri bíða þín handan við
hornið. Verkefnin eru kannski erfið við
fyrstu sýn, en með áreynslu kemstu vel
áleiðis. Gerðu það upp við þig með hverj-
um þú vilt verja tímanum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þótt þú skiljir ekki lífið til fulls er eng-
in ástæða til þess að láta hugfallast. Með
því ert þú að leggja grunn að betri og
tryggari framtíð.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Tími þinn hefur alltaf verið
mikils virði. Reiknaðu fólk út og farðu leið-
ina þar sem hindranirnar eru fæstar.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Mundu að þú getur aldrei gert
svo vel að öllum líki. Láttu það eftir þér því
að vilji er allt sem þarf til þess að stefna í
rétta átt.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Dagurinn í dag er kjörinn til
þess að ræða við yfirmanninn. Mundu að
endurgjalda þá greiða sem þér eru gerðir.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þér gæti fundist einhver vera
að senda þér misvísandi skilaboð í dag.
Reyndu að finna flöt á samkomulagsleið
og fá hann til að ganga hana.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þér hefur tekist bærilega til á árinu
og ert fullfær um að stjórna þínum málum
áfram. En það er nú einmitt það sem þú
verður að gefa þér tíma til.
tókust hressilega á í sveitarstjórn-
arkosningum en voru þokkalega
samtaka þegar velja átti fólk til Al-
þingis.“ Þórarinn fór síðan í stjórn
Tannlæknafélagsins og var þar for-
maður í þrjú ár og var einnig for-
maður samninganefndar TFÍ.
„Það má segja að tómstundir mín-
ar hafi aðallega verið hestamennska.
Fjölskyldan var samhent í því og
síðan boðin innganga í Lionsklúbb
Kjalarnesþings eins og hann hét þá.
Hann gekk í Sjálfstæðisfélag Mos-
fellinga og varð þar formaður. Hann
var síðan formaður í fulltrúaráði
Kjalarnesþings og varaformaður í
kjördæmisráði Suðvesturkjör-
dæmis. „Það voru skemmtilegir
tímar og gaman að vinna með öllu
þessu frábæra fólki. Mosfellingar
Þ
órarinn Jónsson fæddist
5. ágúst 1945 í Reykja-
vík og ólst upp í Bú-
staðahverfinu. „Þar var
gott að vera. Hellingur
af krökkum, fullt af húsum í bygg-
ingu, stillansar og skurðir út um
allt. Göturnar voru undirlagðar fyrir
fótbolta og stórfiskaleik og svo var
hægt að leggjast í langferðir eftir
hitaveitustokknum vestur í Öskju-
hlíð eða austur í Elliðaárdalinn. Ég
var svo heppinn að smitast af berkl-
um 7 ára og var bannað að vera í
skóla. Ég gat því verið úti í fótbolta
allan daginn.“
Þórarinn gekk í Laugarnesskóla,
Háagerðisskóla, Breiðagerðisskóla,
Víkingsheimilið og síðan Réttar-
holtsskóla. Hann varð stúdent frá
MR 1966 og þá tók við tannlækn-
anám í Vestur-Berlín í Freie Uni-
verstität. „Þá var í Berlín fámennur
hópur íslenskra námsmanna, innan
við 20 manns, en samhentur og nán-
ast eins og fjölskylda. Mikið var um
að vera í samfélaginu þá. Svokall-
aðar stúdentaóeirðir voru daglegt
brauð. Mótmæli og átök við lögreglu
settu svip sinn á hið daglega líf. Og
það kom oftar en ekki fyrir að eftir
langan vinnudag í skólanum var far-
ið niður á Kúdamm til að fylgjast
með látunum. Og helst láta ekki öfl-
ugar vatnsbyssur lögreglunnar sópa
sér í burtu. En við gerðum meira.
Við afrekuðum það að gera ramm-
íslenska kvikmynd á erlendri grund,
Skuggasvein. Það var svolítið skrítið
að vera á grasafjalli í 30 stiga hita
en það var gaman. Svo vorum við
líka með gott fótboltalið.“
Eftir að hafa lokið prófum 1972
hóf Þórarinn störf hjá Ólafi G.
Karlssyni tannlækni á Laugavegi
24. Eftir eitt og hálft ár opnaði hann
tannlæknastofu að Laugavegi 25 og
þar var Þórarinn þar til hann flutti
tannlæknastofuna í Faxafen 14, í
Skeifunni þar sem hann er enn að
störfum.
Þórarinn og fjölskylda bjuggu
fyrst í Reykjavík en fluttu í Mos-
fellsbæ 1979. Í sveitinni tóku við fé-
lagsmál af ýmsum toga hjá Þórarni.
Hann sat í stjórn knattspyrnudeild-
ar Aftureldingar í nokkur ár og var
mikið var um lengri og skemmri
hestaferðalög á sumrin með góðum
vinum.
Svo var það fyrir um það bil tólf
árum að það hringdi í mig góður vin-
ur og sagði: „Þórarinn , þú ert að
fara að syngja með mér í kór , það
er æfing í kvöld.““ Þetta var kórinn
Vox academica undir stjórn Há-
konar Leifssonar. Síðan tók við
þátttaka í Stefni og öðrum kórum
með Julian Hewlett og nú hefur
Þórarinn verið í Óperukórnum í
Reykjavík hjá Garðari Cortes í
nokkur ár. Samhliða þessu skellti
hann sér í söngnám í Söngskólanum
Þórarinn Jónsson tannlæknir– 75 ára
Ljósmynd/Indriði Þorláksson
Í hestaferð Vernharður bóndi í Möðrudal á Fjöllum syngur fyrir hesta og menn í Hvanngili „Í dag er ég ríkur“.
Fylgdist með stúdentaóeirðunum
Berlínarárin Efri röð frá vinstri: Þórarinn Jónsson, Sigurður Þórðarson,
Stefán Einarsson, Jón Björnsson, Indriði Þorláksson og Kjartan Guð-
jónsson. Fremri röð frá vinstri: Þórður Vigfússon, Samúel Örn Erlingsson,
Björn Kristleifsson, Jón Jónasson og Elmar Geirsson.
Tannlæknirinn Þórarinn.
Laufey Elsa Þorsteinsdóttir
húsmóðir á 65 ára afmæli í
dag. Eiginmaður hennar er
Friðrik Friðriksson. Þau búa í
Reykjavík og eiga fimm börn
og fimm barnabörn. Laufey
ætlar að njóta dagsins í
faðmi fjölskyldunnar og
háma í sig vöfflur.
Árnað heilla
65 ára
50 ára Andrés Einar er
ættaður úr Reykjavík
og undan Eyjafjöllum,
ólst upp í Reykjavík og
Þorlákshöfn, og býr í
Kópavogi. Hann er lög-
giltur endurskoðandi
og annar tveggja eig-
enda Löggiltra endurskoðenda ehf. í
Kópavogi.
Maki: Jóna Þóra Jensdóttir, f. 1972, að-
stoðarleikskólakennari og bókari hjá Lög-
giltum endurskoðendum.
Börn: Kristín Svala Andrésdóttir, f. 1999,
Hilmar Andrésson, f. 2002, og Atli Hrafn
Andrésson, f. 2006.
Foreldrar: Hilmar Andrésson, f. 1941, vél-
virki, og Kristín Júlíusdóttir, f. 1946, fv.
verslunarkona. Þau eru búsett í Reykjavík.
Andrés Einar
Hilmarsson
Til hamingju með daginn
Skólar & námskeið
fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 14. ágúst 2020
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
PÖNTUN AUGLÝSINGA
fyrir klukkan 12 þriðjudaginn 11. ágúst.
SÉRBLAÐ
Í blaðinu verður fjallað um
þá fjölbreyttu flóru sem í boði
er fyrir þá sem stefna á
frekara nám.
–– Meira fyrir lesendur