Morgunblaðið - 05.08.2020, Page 24

Morgunblaðið - 05.08.2020, Page 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2020 Enski kvikmyndaleikstjórinn Alan Parker lést á föstudaginn, 76 ára að aldri, eftir langvarandi veik- indi. Parker var meðal virtustu kvikmyndaleikstjóra samtímans og hlaut fjölda verðlauna og viður- kenninga á ferli sínum, m.a. Ósk- arsverðlaun fyrir kvikmyndina Midnight Express frá árinu 1978 og tíu árum síðar fyrir Mississippi Burning. Parker leikstýrði fjölda annarra merkra kvikmynda og vinsælla, m.a. Fame frá árinu 1980, Birdy frá 1984, Angel Heart frá 1987 og Angela’s Ashes frá 1999. Fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd var hin sígilda Bugsy Malone frá árinu 1976 þar sem börn brugðu sér í hlutverk fullorð- inna og þá m.a. glæpamanna. Kvikmynd hans Pink Floyd: The Wall er ekki minna þekkt en það var forsprakki hljómsveitarinnar Pink Floyd, Roger Waters, sem skrifaði handritið. Og tónlist- armyndirnar voru fleiri sem Par- ker leikstýrði, The Commitments frá árinu 1991 og Evita frá árinu 1996. Kvikmyndir Parkers voru sumar umdeildar og þótti t.d. dregin upp ansi dökk mynd af Tyrklandi og réttarkerfinu þar í Midnight Ex- press og Mississippi Burning var gagnrýnd fyrir hversu fáir þel- dökkir væru í aðalhlutverkum en myndin fjallar um kynþáttahatur í suðurríkjum Bandaríkjanna. AFP Merkur Alan Parker árið 2013. Alan Park- er látinn Myndlistarmarkaður heimsins hef- ur tekið krappa dýfu síðan heims- faraldur Covid-veirunnar brast á, ekki síst sala í galleríum og beint frá listamönnum sjálfum, auk þess sem allar stóru listkaupstefnurnar sem fyrirhugaðar voru á árinu voru blásnar af. Í samantekt frá öðru hinna stóru alþjóðlegu uppboðs- húsa, Sotheby’s, bera stjórnendur þess sig þó nokkuð vel og segjast hafa selt listmuni og aðra safngripi fyrir um 2,5 milljarða dala á árinu, um 340 milljarða króna, við gjör- breyttar aðstæður. Talsmenn Sotheby’s segja töl- urnar sýna þolgóðan markað þrátt fyrir veirufaraldurinn. En frétta- skýrendur, sem vitnað er til í The New York Times, segja tölurnar þó sýna um fjórðungs samdrátt í sölu á uppboðum fyrirtækisins. Tölurnar sýna að verk fyrir hátt í 300 milljónir dala hafi verið seld á vefuppboðum, þar sem gripirnir hafi jafnframt einungis verið sýndir á netinu en ekki í sýningarsölum fyrirtækisins, og þá hafi verk verið seld kaupendum beint, utan upp- boða, fyrir nær 600 milljónir dala. AFP Verðmæt Lítil sjálfsmynd Rembrandts var slegin hæstbjóðanda á einu vef- uppboða Sotheby’s í liðinni viku fyrir um 2,6 milljarða króna. Hafa selt safngripi fyrir um 340 milljarða Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Hópur ungra námsmanna hefur far- ið um borgina í sumar undir heitinu Gleðismiðjan og skemmt ýmsum samfélagshópum á vegum velferðar- sviðs Reykjavíkurborgar. Þau hafa meðal annars heimsótt félagsheimili fyrir eldri borgara, íbúðakjarna og sambýli. Þau eru fimm sem standa að Gleðismiðjunni: Hugrún Elfa Sig- urðardóttir, Anna Róshildur Bene- diktsdóttir, Valbjörn Snær Lillien- dahl, Björk Ásgrímsdóttir og Valgerður Marija Purusic. „Við erum með tónlist og alls kon- ar listasmiðjur og útivist. Við erum til dæmis búin að vera mikið með svona náttúrubingó,“ segir Valgerð- ur Marija. Í náttúrubingói eru spjöld sem eru eins og hefðbundin bingó- spjöld nema í staðinn fyrir að þátt- takendur safni tölum eiga þeir að finna fyrirbæri sem á vegi þeirra gætu orðið utandyra. Hlaupari, ský eða skilti af einhverju tagi eru meðal þess sem þátttakendur gætu átt að reyna að reka augun í. Gleðismiðjan leiðir ferðina um Elliðaárdalinn og endar ferðina oft hjá rafstöðinni eða Hinu húsinu og tekur þar lagið. „Það er rosa mikil stemning í kringum það,“ segir Valgerður. Alveg í skýjunum Valgerður rifjar upp eftirminni- legt atvik sem stendur upp úr þetta sumarið í huga hópsins. Þá var Gleðismiðjan í heimsókn í neyð- arskýli fyrir heimilislausa karlmenn. Hún segir hópinn ekki hafa búist við því að sú heimsókn yrði svona vel heppnuð og nefnir að nokkrir í hópn- um hafi verið örlítið smeykir fyrir fram. „Það endaði á að vera bara besti staðurinn sem við heimsótt- um.“ Þar var staddur maður sem kall- aður er Gummi og reyndist eiga af- mæli. „Það var afmæliskaka og tekið rosa vel á móti okkur. Hann er rosa- lega mikill KK-aðdáandi svo við tók- um nokkur KK-lög fyrir hann, til dæmis „Vegbúann“ , og hann fór að gráta. Honum fannst þetta svo fal- legt og sagði að þetta hefði verið besta afmælisgjöf sem hann hefði fengið. Hann var alveg í skýjunum,“ segir Valgerður. Gleðismiðjan hefur heimsótt neyð- arskýlið aftur og var heimsóknin jafn vel heppnuð. „Við spiluðum til dæmis „Summer of ’69“ og það var ótrúleg mikil stemning,“ segir Val- gerður. Koma úr öllum áttum Flestir í hópnum eru í listnámi af einhverju tagi eða stefna á það. Val- björn er gítarleikari og er í námi við Konunglega tónlistarskólanum í Den Haag. Anna Róshildur stundar nám á sviðshöfundabraut í Listaháskóla Íslands. Hugrún spilar á básúnu og þverflautu og er að klára Mennta- skólann í tónlist. Björk hefur síðan nám við LHÍ í haust. Valgerður er hins vegar að læra íþróttafræði í Há- skólanum í Reykjavík. „Ég sé um tölvupóst, bókanir og geri skemmti- leg myndbönd, og síðan sé ég um náttúrubingóið og alla útivistina.“ Meðlimirnir fimm sóttu öll um starfið hvert í sínu lagi og síðan var þessi bráðskemmtilegi hópur mynd- aður. „Við komum úr öllum áttum og þekktumst ekkert fyrir. Svo kom reyndar í ljós að við Anna og Hugrún vorum allar í MH á sama tíma,“ seg- ir Valgerður. Gleðismiðjan hefur haft í nógu að snúast í sumar og dagskráin verið þétt. „Við aðlögum okkur að öllum hópum. Við höfum verið að fara virka daga, á kvöldin og um helgar.“ Valgerður segir mikla eftirspurn hafa verið eftir að fá hópinn í heim- sókn „Við erum alveg búin að vera að taka nokkur gigg á dag. Gleðismiðj- an er mjög vinsæl og það er rosalega skemmtilegt.“ Gleðismiðjan Valbjörn, Björk, Hugrún Elfa, Anna Róshildur og Valgerður. Skemmtileg Hópurinn Gleðismiðjan skemmtir með söng í félagsmiðstöð eldri borgara á Vesturgötu. Besta afmælisgjöfin  Gleðismiðjan fer um borgina og skemmtir hinum ýmsu samfélagshópum  Afmælisveisla í neyðarskýli reyndist vera skemmtilegasta heimsóknin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.