Morgunblaðið - 21.08.2020, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 21.08.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020 B Æ J A R L I N D 1 4 - 1 6 2 0 1 K Ó P AV O G U R S Í M I 5 5 3 7 1 0 0 L I N A N . I S O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6 Nýjar sendingar sierra borðstofustóll kr. 23.900 lipp skenkur kr. 75.500 Eyþór Arnalds, oddviti sjálf-stæðismanna í borgarstjórn, benti á það í grein hér í blaðinu í gær hve dýr rekstur Reykjavíkur- borgar er miðað við nágrannasveit- arfélögin. Þetta skyti skökku við þar sem stærðar- hagkvæmni ætti að hjálpa borginni í þessum samanburði.    Hann benti á aðværi launa- kostnaður hjá borg- inni á hvern íbúa hinn sami og hjá ná- grannasveitarfélög- unum væri hann níu milljörðum lægri hjá Reykjavík en nú er, eða 287 þúsund krónum fyrir hverja fjögurra manna fjölskyldu.    Þetta eru sláandi tölur, en hvern-ig má þetta vera? Á því eru ef- laust ýmsar skýringar en líklega hægt að draga þær saman í tvö orð; stjórnleysi og bruðl.    Lítið dæmi um þetta má finna ískýrslu með ársreikningi borgarinnar fyrir árið í fyrra. Þar kemur fram að rekstur skrifstofa miðlægrar stjórnsýslu, sem sagt skrifstofu borgarstjóra og tengdra skrifstofa, hafi í fyrra kostað 4,7 milljarða króna.    Sennilega er þó ekki rétt að kallaþetta lítið dæmi, meðal annars í ljósi þess að þessi kostnaður jókst um meira en milljarð króna á milli ára!    Borgin þarf auðvitað skrifstofuyfirstjórnar, en þarf hún að kosta nær fimm milljarða króna og þarf kostnaðurinn að vaxa á slíkum hraða? Varla. Eyþór Arnalds Stjórnleysi og bruðl STAKSTEINAR Dagur B. Eggertsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Ákveðið hefur verið að loka tjald- svæðinu við Þórunnarstræti á Ak- ureyri frá og með deginum í dag. Aldrei hefur tjaldsvæðinu verið lok- að eins snemma árs. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Akureyr- arbæjar. Þótt svæðinu við Þórunnarstræti verði lokað gefst ferðalöngum áfram tækifæri til að gista á tjaldsvæði fyr- ir norðan. Áfram er opið á tjald- svæðinu að Hömrum á Akureyri og verður full þjónusta veitt þar. Síðustu ár hefur tjaldsvæðið við Þórunnarstræti lokað um miðjan september. Hefur talsverð ásókn verið í svæðið á þessum tíma. Þeir sem komið hafa á þessum tíma hafa flestir verið erlendir ferðamenn. Sökum aðstæðna í þjóðfélaginu var ákveðið að bregðast við og loka. Var í því samhengi sérstaklega horft til takmarkana á komur erlendra ferða- manna vegna faraldurs kórónuveiru auk ferðavenja Íslendinga. Skellt verður í lás dag og verður svæðið ekki opnað að nýju fyrr en á næsta ári. Vilji fólk sækja Akureyri heim benda bæjaryfirvöld á tjaldsvæðið að Hömrum þar sem nægt pláss á að vera fyrir alla. Tjaldsvæðinu verður lokað í dag  Tjaldsvæði við Þórunnarstræti á Akureyri lokað fyrr en síðustu ár Ljósmynd/Akureyrarbær Tjaldsvæði Svæðinu hefur aldrei verið lokað eins snemma árs. Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Enn stendur til að reyna að fá gerða afsteypu af verki listakonunnar Nínu Sæmundsson Spirit of Ac- hievement (Afrekshugur) og setja upp í Nínulundi í Fljótshlíð. For- göngumaður hugmyndarinnar, Friðrik Erlingsson rithöfundur, sem situr í menningarnefnd Rangár- þings eystra, segir öll gögn tilbúin í höndum sveitarstjórnar, þótt ekki sé búið að fullfjármagna fram- kvæmdina. Ef til vill megi kenna núverandi Covid-rekstrarerfið- leikum um tafir á því að afsteypa af verkinu verði sett upp í héraðinu. Listaverk Nínu hefur verið yfir aðaldyrum hins glæsilega Waldorf Astoria-hótels við Park Avenue í New York frá því að byggingin var reist í byrjun fjórða áratugar síð- ustu aldar. Nú stendur yfir endur- bygging hótelsins og er listaverkið í geymslu á meðan. Friðrik hefur verið sambandi við forráðamenn hótelsins sem tekið hafa erindinu vel. Menningarnefnd Rangárþings eystra hefur látið sér annt um Nínu- lund. Friðrik segir að nefndin vilji að sveitarfélagið taki að sér um- hirðu svæðisins og telji að á því hafi verið óþarfa seinagangur. Var málið rætt í nefndinni fyrir nokkrum dög- um og sveitarstjórn send áskorun þessa efnis. Friðrik segir að það hafi verið frænka Nínu, Ríkey Rík- harðsdóttir, sem haft hafi forgöngu um að koma Nínulundi upp fyrir tuttugu árum. Nú sé komið að því að sveitarfélagið taki verkefnið að sér. Vilja fá afsteypu af verki Nínu Sæm  Nínulundur í Fljótshlíð verði í umsjá sveitarfélags Waldorf Astoria Verk Nínu hefur verið yfir aðaldyrum hótelsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.