Morgunblaðið - 21.08.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020
70 ára Sigríður fædd-
ist í Neskaupstað og
ólst þar upp til 5 ára
aldurs en síðan í
Reykjavík. Hún býr á
Selfossi. Sigríður er
sjúkraliði og vann bæði
á bæklunardeild og
húð- og kynsjúkdómadeild
Landspítalans.
Maki: Magnús Ingvar Þorgeirsson, f.
1949, bílamálarameistari.
Synir: Ólafur, f. 1969, Stefán, f. 1972,
Þorgeir, f. 1974, Gunnar, f. 1978, og Ás-
geir, f. 1985. Barnabörnin eru tólf og
langömmubörnin tvö.
Foreldrar: Gunnar Guðmundsson, f.
1920, d. 1999, járnsmiður, og Ólöf Sigríð-
ur Gísladóttir, f. 1927, d. 2015, húsmóðir.
Sigríður
Gunnarsdóttir
sameinuð í einni ferð, með göngu í
náttúru, jógaiðkun, söng, sund í ám,
kvennagagnræðum og fallegum mat,
frá íslenskum grænmetisbændum,
enda tími uppskeru.
Dýrmætastar eru skemmtilegar og
hversdagslegar stundir með honum
Stíg mínum, við erum búin að bar-
dúsa margt saman gengið á fjöll, farið
og vinum í mat og undirbúa veislur,
finnst gaman að prófa nýjar leiðir í
matargerð, en á erfitt með að fara eft-
ir uppskriftum. „Mér finnst nauðsyn-
legt að prófa nýja hluti, er t.d. núna á
ukulele-námskeiði og fór um síðustu
helgi í draumkennda kvennaferð á
Lónsöræfi sem Berglind Björgúlfs-
dóttir leiddi. Þar voru áhugamálin
S
igurlaug Arnardóttir er
fædd 21. ágúst 1970 á
Fæðingarheimilinu í
Reykjavík árið 1970. Hún
bjó fyrsta árið með for-
eldrum sínum hjá föðurömmu og afa í
Vesturbæ Reykjavíkur. Faðir hennar
var kennari og á þessum árum tíðk-
aðist að kennarar færu út á land að
kenna, í boði var ódýrt húsnæði. Þau
fluttu á Hvammstanga og síðan í
Borgarnes. Fjölskyldan fluttist síðan
í Kópavog og þaðan í suðurhlíðarnar í
Reykjavík þar sem þau byggðu sér
hús. Sigurlaug naut þess að fara á
sumrin á Blönduós til móðuömmu og
afa. „Það var dásamlegt frelsi að vera
í sveitinni og láta ömmu dekra við sig,
einnig vakti stórt plötusafn á heim-
ilinu mikinn áhuga, þar var grunn-
urinn að tónlistaráhuganum lagður.“
Sigurlaug varð stúdent frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð árið
1990, hún útskrifaðist frá Kennarahá-
skóla Íslands árið 1998 með tónmennt
sem valgrein. Hún útskrifaðist síðan
með meistarapróf frá HÍ í hagnýtri
menningarmiðlun árið 2012. Í náminu
gerði hún rannsókn á stöðu íslenskra
kvenna í tónlistarsögunni og skipu-
lagði tónlistarviðburð þar sem sögð
var saga „gleymdrar“ íslenskra tón-
listarkvenna og tónlist þeirra flutt.
Sigurlaug starfaði víða sem kenn-
ari, kenndi tónmennt, stýrði söng-
leikjum og kenndi samfélagsfræði á
unglingastigi. Hún var sýningarstjóri
á sýningu sem fjallaði um baráttu-
söngva kvenna sem sett var upp í
Gallerýi Gróttu í tilefni 100 ára kosn-
ingarafmælis kvenna. Sigurlaug hóf
störf hjá Landvernd árið 2019 sem
sérfræðingur hjá Skólum á grænni
grein, en það er leiðandi verkefni fyr-
ir öll skólastig í umhverfis og sjálf-
bærnimenntun.
Helsta áhugamál Sigurlaugar er
tónlist. Hún lauk burtfararprófi í
klasssískum söng frá Nýja tónlistar-
skólanum og hefur sungið með fjölda
kóra bæði sem einsöngvari og í hóp
m.a. Hamrahlíðarkórnum, Kamm-
erkór Seltjarnarneskirkju, kór og
kammerkór Dómkirkjunnar og Ljóta
kór.
Sigurlaug hefur mikinn áhuga á
matargerð, elskar að bjóða fjölskyldu
í jóga, hjólað vítt og breitt og gert
upp 100 ára gamalt hús á Njálsgöt-
unni, en líka hangið mikið í sófanum
saman að gera ekkert sérstakt, í því
liggur ákveðin fegurð.“
Í tilefni afmælisins ætlaði Sigur-
laug að halda tónleika með Margréti
Arnardóttur harmonikuleikara og
Gunnari Hilmarssyni gítarleikara.
Sigurlaug Arnardóttir, sérfræðingur hjá Landvernd, kennari og söngkona – 50 ára
Á Ítalíu Sigurlaug með móður sinni, börnum, bróður og tengdasyni í tilefni af 70 ára afmæli móður Sigurlaugar.
Nauðsynlegt að prófa nýja hluti
Fjölskyldan og vinir Sigurvegarar í Sandkastalakeppninni í Holti. Á Njálsgötunni Stígur og Silla.
40 ára Fanney fædd-
ist á Akranesi, ólst
upp á Hellnum á Snæ-
fellsnesi en býr á
Akranesi. Hún útskrif-
aðist sem sjúkraliði
frá Fjölbrautaskóla
Vesturlands og er
sjúkraliði á lyflækningadeild Heilbrigð-
isstofnunar Vesturlands á Akranesi.
Fanney situr í stjórn Vesturlandsdeildar
Sjúkraliðafélags Íslands.
Maki: Ingvar Ragnarsson, f. 1979 ofn-
gæslumaður hjá Elkem á Grundartanga.
Börn: Stefnir Snær, f. 2000, Laufey
María, f. 2003 og Harpa Rós, f. 2010.
Foreldrar: Reynir Bragason, f. 1947 og
Jónasína Oddsdóttir, f. 1946, fyrrverandi
bændur .Þau búa á Akranesi .
Fanney
Reynisdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú gætir fengið tækifæri til þess
að sýna kunnáttu sem þú felur alla jafna
frammi fyrir hópi fólks. Vertu því þol-
inmóður.
20. apríl - 20. maí
Naut Sá er vinur er í raun reynist. Byrjaðu
á því að leiðbeina þeim og sýndu þol-
inmæði. Njóttu hans því þú átt allt það
besta skilið.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Gættu þess að halda útgjöld-
unum innan skynsamlegra marka og
bíddu heldur með kaupin en að stofna til
erfiðra skulda.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú ert skyldurækinn og góður,
heldur hurðum fyrir fatlaða, og leiðbeinir
týndum sálum. Reyndu að eyða aldrei
orku til einskis.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Einhver er aðgangsharður og vill
komast nær þér en þú kærir þig um.
Mundu bara að hóf er best á hverjum hlut.
Hafðu hægt um þig um sinn.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Dagurinn hentar vel til skemmt-
anahalda, daðurs og samvista með börn-
um. T.d hefur ástin er eitt sinn hafnaði
þér, gert þig bæði elskulegri og þolinmóð-
ari.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú ert í góðu skapi og hefur jákvæð
áhrif á umhverfi þitt. Foreldri gæti krafist
meiri athygli en endranær.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Skipulag og samskipti gera
þennan dag fullkominn. Boð til að ferðast
auðveldar þér að snerta á nýjum svæðum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert manneskja sem vilt láta
hafa svolítið fyrir þér af og til. Færðu þig
nær og treystu á hugboð þitt um menn og
málefni.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Brettu upp ermarnar og láttu
verða af að gera eitthvað inni á heimili
þínu sem hefur dregist aðeins of lengi.
Leggðu þig fram við vinnu þína í dag og
þá muntu ná árangri á morgun.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Að vera innan um fólk sem trú-
ir á þig og hvetur hefur áhrif á viðhorf þitt
og þar með hæfileika og framleiðni.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Smávægilegar breytingar í
vinnunni geta leitt til góðs. Gættu því allr-
ar varúðar svo þú verðir ekki fyrir tjóni.
60 ára brúðkaupsafmæli eiga í dag, 21. ágúst, Eygló Jóna Gunnarsdóttir og
Ingvar Daníel Eiríksson.
Demantsbrúðkaup
Til hamingju með daginn
Boltayddari fyrir teina, rör og öxla