Morgunblaðið - 21.08.2020, Blaðsíða 25
„Ég ætlaði að syngja uppáhaldslögin
mín á tónleikunum en það verður að
bíða betri tíma, þar til Covid líður
hjá.“
Fjölskylda
Sambýlismaður Sigurlaugar er
Stígur Steinþórsson, f. 18.1. 1960,
leikmyndahönnuður. Þau eru búsett í
Reykjavík. Móðir Stígs er Gerður
Sigurðardóttir, f. 2.11. 1940, skrif-
stofumaður, býr nú í Reykjavík. Eig-
inmaður hennar og stjúpfaðir Stígs
var Tryggvi Ólafsson, f. 1.6. 1940, d.
3.1. 2019, listmálari. Faðir Stígs er
Steinþór Sigurðsson, f. 14.2. 1933,
leikmyndahönnuður. Fyrri makar
Sigurlaugar eru Mörður Áslaugar-
son, f. 26.3. 1970, framkvæmdastjóri,
og Jóhann Kristinsson, f. 2.12. 1961,
grafískur miðlari.
Börn Sigurlaugar eru Kormákur
Marðarson, f. 18.4. 1993, hljóðmaður í
Reykjavík, og Hekla Bryndís Jó-
hannsdóttir, f. 21.8. 1997, verkfræð-
ingur í Reykjavík, maki: Jóhann Ingi
Guðmundsson flugumferðarstjóra-
nemi. Stjúpbörn Sigurlaugar eru Una
Stígsdótttir, f. 28.12. 1982, listakona í
Reykjavík, maki: Anik Todd lista-
maður; Grímur Stígsson, f. 14.11.
1989, smiður í Reykjavík, maki: Védís
Pálsdóttir vöruhönnuður; Kolbeinn
Stígsson, f. 29.10. 1992, kokkur í
Reykjavík, maki: Hólmfríður Krist-
jánsdóttir grafískur hönnuður; Úlfur
Stígsson, f. 6.7. 2000, kokkur í
Reykjavík; Freyja Stígsdóttir, f. 1.3.
2002, menntaskólanemi í Reykjavík,
maki. Bergur Orri menntaskólanemi.
Bónusbarnabörn Sigurlaugar eru
Óðinn, Æsa, Finnur og Áshildur.
Bróðir Sigurlaugar er Guðmundur
Ingi Arnarson, f. 26.6. 1979, starfs-
maður hjá Össuri, búsettur í Reykja-
vík.
Foreldrar Sigurlaugar: Hjónin
Örn Sigurbergsson, f. 13.12. 1950, d.
19.8. 2001, aðstoðarskólameistari
Menntaskólans í Kópavogi, og Krist-
ín Jónsdóttir, f. 7.8. 1949, fyrrverandi
verslunarmaður, búsett í Reykjavík.
Sigurlaug
Arnardóttir
Sigurborg Þórðardóttir
húsfreyja á Markeyri
Hjalti Einarson
bóndi á Markeyri í Ögursveit
Sigurbergur Hjaltason
sjómaður og verkamaður í Reykjavík
Ingveldur Guðmundsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Örn Sigurbergsson
aðstoðarskólameistari í Reykjavík
Theódóra Jakobsdóttir
húsfreyja á Vífilsmýrum
Guðmundur Mikael Einarsson
bóndi á Vífilsmýrum í Önundarfirði
Ólafur Þórðarson
bóndi á Strandseljum
í Ögursveit
Valur Sigurbergsson
fv. verslunarmaður í Reykjavík
Ólafur Hannibalsson
blaðamaður
í Reykjavík
Sólveig Ólafsdótttir
húsfreyja á Ísafirði
og í Rvík
Jakobína Jónsdóttir
húsfreyja á Blönduósi
Sumarliði Tómason
verkamaður á Blönduósi
Jón Sumarliðason
bóndi á Blönduósi
Sigurlaug Valdimarsdóttir
húsmóðir og starfsmaður í bakaríi á Blönduósi
Sigríður Helga Jónsdóttir
húsfreyja á Blönduósi
Valdimar Jóhannsson
verkamaður á Blönduósi
Úr frændgarði Sigurlaugar Arnardóttur
Kristín Jónsdóttir
fv. verslunamaður í Reykjavík
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020
Við Fellsmúla | Sími: 585 2888
„HÉRNA … SEGÐU MÖMMU ÞINNI AÐ VIÐ
SÉUM EKKI HEIMA. HÚN TRÚIR MÉR EKKI.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... það sem mamma
gefur.
Í RAUN ER ÉG Í FJARSKA
GÓÐU SKAPI
ÉG ER EKKI BÚINN AÐ
LÁTA ANDLITIÐ VITA
ÞESSI MOLDARGÓLF TORVELDA
TILFLUTNING Á HÚSGÖGNUM! NÚ?
HVERNIG?
BORÐIÐ SKAUT
RÓTUM!
„ÉG ER EKKI SANNFÆRÐUR UM AÐ ÞÚ
HAFIR SKILIÐ BJÖRGUNARPAKKANN RÉTT.”
ÁBoðnarmiði yrkir Anton HelgiJónsson „Góðkunningjalimru
dagsins“ sem hann kallar raunar
„Íslenska góðkunningjalimru“ og
hefur lög að mæla:
Þú færð aldrei sakleysið sannað
þótt sérhvert þitt spor verði kannað
því að siðvenjan er
að sekur telst hver
uns samböndin vitna um annað.
Hallmundur Guðmundsson yrkir
„Tilviljunarljóð“:
Þegar Lauga frá Laugabóli
laugaði sig í smá skjóli,
hjólaði hjá
hann Óli frá Ljá
á spánnýju hlaupahjóli.
Á Leirnum hafa hagyrðingar
verið að rifja upp menntaskólaárin
og yrkja latínuskotið eða á hreinni
latínu, - og leiði ég það hjá mér
vegna vankunnáttu minnar. En tek
undir með Jóni Helga Arnljótssyni
þegar hann yrkir:
Nú dotta ættu og draga síðan ýsur,
af drykkju sýnast vera meira en hálfir
og yrkja sífellt undarlegri vísur,
sem ekki veit ég hvort þeir skilja sjálfir.
Og þetta þykir mér vel að orði
komist hjá Skírni Garðarssyni: „Go
dag“:
Á ýmsu sem er oss til lofs,
enn er á leirnum klifað,
en auðvitað skil ég ekki bofs,
af því sem ég hefi skrifað.
Á Boðnarmiði veltir Hafsteinn
Reykjalín Jóhannesson fyrir sér líf-
inu og tilverunni:
Dásamlegt lífið en dagar of fáir,
dugleysið sannast hér enn.
Uppskeran verður sem eigandinn sáir,
á það við konur og menn.
Það er bjart yfir Guðmundi Arn-
finnssyni á sólskinsdegi:
Glampaði sól á láði og legi,
lét í eyrum fuglahjal,
fagnað gat nú góðum degi
á gönguför í Mosfellsdal.
Og hér yrkir Guðmundur um
„Dagslok“:
Sól í öllu sínu veldi
sígur brátt í hafsins skaut,
er á björtum bárufeldi
blikar fagurt litaskraut.
Enn yrkir Guðmundur og nú um
„Heilnæma útivist“:
Sundin bláu sólin gyllti,
á sumardegi laus við geig
loft ég svalg og lungun fyllti,
úr lækjarsytru fékk mér teyg.
Indriði á Skjaldfönn rifjaði upp
vísu um „Viðhorf samferðamanna“
eftir Káinn:
Óviljandi aldrei laug
oft við Bakkus riðinn,
af flestum sem að fælast spaug,
fremur illa liðinn.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Upp á grín sekur eða saklaus