Morgunblaðið - 21.08.2020, Page 26

Morgunblaðið - 21.08.2020, Page 26
BAKSVIÐ Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Þrír landsleikir eru á dagskrá í september hjá A-landsliðum karla og kvenna í knattspyrnu og fara þeir allir fram á Laugardalsvelli. Karlalandsliðið tekur á móti Eng- landi í Þjóðadeild UEFA þann 5. september og kvennalandsliðið fær Lettland í heimsókn 17. september og Svíþjóð þann 22. september í und- ankeppni EM 2021. Leikirnir eru snúnir í fram- kvæmd og á pari við að skipu- leggja þátttöku Íslands í lokekeppni HM, að sögn Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ. „Við erum búin að vera með þessa tilteknu landsleiki í undirbún- ingi nokkuð lengi,“ sagði Klara í samtali við Morgunblaðið. „Það er alveg óhætt að segja að þetta sé með flóknari verkefnum sem við höfum farið í og í raun á pari við að skipuleggja þátttöku Ís- lands í lokakeppni HM. Allir hitamældir Til þess að leikirnir geti farið fram þarf KSÍ að framfylgja ströngum sóttvarnareglum frá UEFA sem eru vægast sagt um- fangsmiklar. „Eitt af því sem við þurfum að gera er að hitamæla alla sem koma inn á leikvanginn og þá skiptir engu máli hvort um er að ræða þjálfara enska landsliðsins, Gareth South- gate, eða bara ljósmyndara sem er mættur til þess að vinna sína vinnu. Allir sem munu starfa við leikinn þurfa að fara í skimun fyrir kórónu- veirunni og þá meina ég allir, líka þeir sem keyra rúturnar sem skutla leikmönnum og starfsliði til og frá Laugardalsvelli. Þá þarf að tak- marka allt aðgengi að leikmanna- svæðinu sjálfu. Þá þarf að huga mjög vel að allri öryggisgæslu á öllu svæðinu í kringum Laugardalsvöll þar sem engir áhorfendur eru leyfð- ir á leiknum. Erfitt að færa veggi Þá ber leikmönnum að virða tveggja metra regluna í búnings- klefum KSÍ og það gæti reynst þrautin þyngri. „Laugardalsvelli verður skipt upp í fjögur hólf og við þurfum að skila ítarlegum teikningum af því hvernig aðgangur á milli hólfa verði tak- markaður. Þá þarf að fylgja ákveðnum tímaramma í hverju hólfi um það hversu lengi ljósmyndarar mega vera á svæðinu til dæmis. Við þurfum líka að stækka bún- ingsklefana svo hægt sé að virða tveggja metra regluna. Það er ekki auðvelt að færa veggi og svo er auð- vitað stærsta málið í þessu hvernig við eigum að koma gestaliðunum og eigin leikmönnum inn í landið.“ Vonast eftir undanþágu Samkvæmt núverandi sóttvarna- reglum þurfa allir þeir sem koma til landsins að fara í fjögurra til sex daga sóttkví. „Málið er í vinnslu hjá viðkom- andi yfirvöldum varðandi undan- þágur og þá hefur þessi vinnu- sóttkví verið nefnd sem dæmi. Það eru fleiri lið sem bíða eftir svari varðandi þetta, FH og KR sem dæmi og eins og staðan er í dag bíð- um við bara róleg eftir svörum. „Okkar undirbúningur miðast all- ur við það að þessir landsleikir muni fara fram hér á landi. Það er alveg ljóst að ef leikirnir geta ekki farið fram á Íslandi þá ber okkur skylda til þess að leigja völl annars staðar þar sem leikurinn má og getur farið fram. UEFA mun þá senda okkur til- lögur að völlum í löndum þar sem hægt verður að spila,“ bætti Klara við í samtali við Morgunblaðið. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Landsleikur Landsliðskonurnar munu ekki njóta stuðnings áhorfenda í leikjunum tveimur sem fyrirhugaðir eru á Laugardalsvelli í september. 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020 Hilmar Örn Jónsson kastaði tvíveg- is yfir 75 metra á Origo-móti FH í frjálsum íþróttum í Kaplakrika. Samkvæmt því sem fram kemur hjá Frjálsíþróttasambandinu þá kast- aði Hilmar lengst 75,09 metra. Hilmar er Íslandsmethafi í grein- inni en metið er 75,26 metrar og er frá árinu 2019. Hilmar var því nærri sínum besta árangri og stendur framarlega í heiminum í ár með þessu kasti. Er þetta 19. besti árangurinn í heim- inum á árinu og sá 17. besti í Evr- ópu á árinu. kris@mbl.is Hilmar kastaði yfir 75 metra Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Methafinn Hilmar Örn virðist lík- legur til að slá Íslandsmetið. Handknattleikskappinn Elliði Snær Viðarsson er genginn til liðs við þýska B-deildarfélagið Gummers- bach en þetta staðfesti ÍBV á heimasíðu sinni í gær. Elliði Snær er 21 árs línumaður og uppalinn í Vestmannaeyjum en Guðjón Valur Sigurðsson, fyrrver- andi fyrirliði íslenska landsliðsins, er þjálfari Gummersbach. Hann hefur verið viðloðandi íslenska A- landsliðið undanfarin tvö tímabil og þá hefur hann orðið bæði Íslands- og bikarmeistari með ÍBV en hann hefur spilað með liðinu frá 2016. Elliði til liðs við Guðjón Val Morgunblaðið/Hari Þýskaland Elliði Snær mun reyna fyrir sér með liði Gummersbach. Pepsi Max-deild karla Fjölnir – Víkingur R. ............................... 1:1 Staðan: Valur 10 7 1 2 22:8 22 Stjarnan 8 5 3 0 16:7 18 Breiðablik 10 5 2 3 23:17 17 KR 9 5 2 2 14:9 17 FH 10 5 2 3 18:16 17 Fylkir 10 5 0 5 16:17 15 Víkingur R. 11 3 5 3 19:18 14 ÍA 10 4 1 5 24:23 13 HK 10 3 2 5 18:23 11 KA 9 1 5 3 6:11 8 Grótta 10 1 3 6 10:21 6 Fjölnir 11 0 4 7 10:26 4 Ítalía B-deild: Leikur um sæti í efstu deild: Spezia – Frosinone .................................. 0:1  Sveinn Aron Guðjohnsen sat allan tím- ann á varamannabekk Spezia.  Spezia leikur í A-deildinni á næsta tíma- bili.  NBA-deildin Úrslitakeppni, 1. umferð: Boston – Philadelphia ...................... 128:101  Staðan er 2:0 fyrir Boston. LA Clippers – Dallas........................ 114:127  Staðan er 1:1 Indiana – Miami................................ 100:109  Staðan er 2:0 fyrir Miami. Houston – Oklahoma.......................... 111:98  Staðan er 2:0 fyrir Houston.   Houston og Miami eru í væn- legri stöðu í úr- slitakeppni NBA- deildarinnar í körfuknattleik. Bæði lið eru 2:0- yfir í einvígum sínum í Orlando. Houston vann 111:98-sigur á Oklahoma þar sem Shai Gilgeous-Alexander skor- aði 31 stig fyrir tapliðið en James Harden skoraði 21 fyrir Houston. Þá vann Miami 109:100-sigur á Indiana þökk sé m.a. góðum leik Duncan Robinson sem var stiga- hæstur með 24 stig en Goran Dra- gic var næstur með tuttugu. Houston og Miami standa vel að vígi James Harden KNATTSPYRNA Pepsí Max-deild karla: Würth völlurinn: Fylkir – Stjarnan.....19:15 Vivaldivöllurinn: Grótta – Breiðablik..19:15 3. deild karla: Þorlákshöfn: Ægir – KFG.........................18 Fagrilundur: Augnablik – Reynir S. ........18 Lengjudeild kvenna: Ásvellir: Haukar – Fjölnir....................19:15 Víkingsvöllur: Víkingur–Afturelding..19:15 2. deild kvenna: Hertz-völlurinn: ÍR – Fram .................19:15 Í KVÖLD! Klara Bjartmarz Ein flóknasta fram- kvæmd í sögu KSÍ  Knattspyrnusambandið þarf að taka á móti fjórum landsliðum í september Kristján Jónsson Bjarni Helgason Ekki ætlar það að ganga vel hjá kvennaliði KR að komast í gegnum Íslandsmótið í knattspyrnu í ár. Leikmenn liðsins og starfsfólkið virðast vera á leið í sóttkví í þriðja sinn í sumar eftir að starfsmaður í kringum liðið smitaðist af kór- ónuveirunni. RÚV greindi frá þessu í gær og staðfesti Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar fé- lagsins, tíðindin. Í gærkvöldi áttu KR-konur að fara á Selfoss og mæta Selfyssingum í leik sem átti að vera í 5. umferð Pepsí Max-deildarinnar. Hafði hon- um áður verið frestað í júní og var aftur frestað í gær. Bæði KR-liðin gætu því þurft að vera í sóttkví á næstu dögum því leikmenn karlaliðsins eru í sóttkví eftir Skotlandsförina en liðið keppti í Glasgow gegn Celtic í Meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöldið. Kvennalið KR fór í sóttkví eftir leik Breiðabliks og KR þar sem leik- maður Breiðabliks var með veiruna. Þá þurfti liðið einnig að fara í sóttkví á dögunum eftir að smit greindist hjá aðila sem var tengdur liðinu. Ingunn Haraldsdóttir, fyrirliði KR, er því á leið í sína fjórðu sóttkví á sex mánuðum en hún þurfti einnig að fara í sóttkví í mars þegar hún sneri aftur til landsins frá Malaví þar sem hún tók þátt í skólaverkefni á vegum læknadeildar HÍ. „Við erum í raun bara búnar að vera að meðtaka þessar fréttir í morgun. Að sama skapi vitum við hvað við erum að fara út í sem er já- kvætt en ég get alveg viðurkennt það að þetta er ákveðið sjokk að vera að lenda í þessu í þriðja skiptið núna á tveimur mánuðum og maður orðinn hálfgerður reynslubolti í þessu öllu saman,“ sagði Ingunn meðal annars í samtali við mbl.is í gær en þar er að finna lengra spjall við hana um þá stöðu sem upp er komin. Fyrirliðinn í sóttkví í fjórða sinn  Ekki á af KR-liðinu að ganga  Á leið í sóttkví vegna kórónuveirunnar í þriðja sinn á tveimur mánuðum  Leiknum gegn Selfyssingum frestað fyrir vikið í gær Morgunblaðið/Eggert Skallaeinvígi Ingunn Haraldsdóttir stekkur hæst í leik KR og Vals. Handboltamað- urinn Daníel Örn Griffin er geng- inn til liðs við Gróttu en Sel- tirningar sögðu frá því á heima- síðu sinni í gær. Daníel kemur frá KA og skrifaði undir tveggja ára samning við nýliðana sem leika í efstu deild í vetur. Hann er uppalinn hjá ÍBV í Vest- mannaeyjum og á að baki fjölda landsleikja fyrir yngri landslið Ís- lands. Hann er örvhent skytta og þykir öflugur varnarmaður. Daníel Örn til liðs við nýliða Gróttu Daníel Örn Griffin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.