Morgunblaðið - 21.08.2020, Side 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020
» Árleg listahátíð í
franska bænum
Nantes sem nefnist
Voyage a Nantes var
sett fyrr í þessum mán-
uði og stendur í tvo
mánuði. Fjöldi lista-
manna, arkitekta, hönn-
uða og garðyrkufræð-
inga setja svip sinn á
bæinn með verkum sín-
um sem öll eru unnin í
opinberum rýmum og
ætluð almenningi til
yndisauka. Meðal þess
sem fyrir augu ber eru
vatnslistaverk þar sem
snúið er upp á skynjun
áhorfenda.
Listahátíðin Voyage a Nantes hafin í Frakklandi
AFP
Foss Listaverkið Rideau eða Tjald eftir Stephane Thidet setur svip sinn á Graslin-leikhúsið í Nantes. Listamað-
urinn lætur vatn falla fram af byggingunni og býður vegfarendum að ganga í gegnum vatnsúðann.
Snúið upp á hefðina Listaverkið Fontaine eða Gosbrunnur eftir Elsa Sahal
kallast á við gosbrunninn sem fyrir er á Konunglega torginu í Nantes.
Tónlistarmaðurinn Logi Pedro
sendir í dag frá sér plötuna Undir
bláu tungli og er það önnur breið-
skífa hans en sú fyrsta, Litlir svart-
ir strákar, kom út sumarið 2018.
Hlaut sú góðar viðtökur og til-
nefningar til Íslensku tónlistar-
verðlaunanna.
Undir bláu tungli var hljóðrituð í
Síerra Leóne í Vestur-Afríku og
einnig á Íslandi, að því er fram
kemur í tilkynningu. „Haustið 2018
og vorið 2019 fór Logi Pedro í upp-
tökuverkefni á vegum Aurora
Foundation til Síerra Leóne. Þar
stýrði hann upptökum á nokkrum
lögum með breskum (Nabihah
Iqbal, Brother Portrait), íslenskum
(Hildur, Cell7) og síerraleónskum
(Drizilik) tónlistarmönnum. Þau lög
komu út á síðasta ári á safnplötunni
Osusu,“ segir um tilurð plötunnar.
Í ferðinni kynntist Logi nútíma-
legri afrískri popptónlist, sem í
daglegu tali er kölluð Afrobeats
eða Afropop og úr varð íslensk
poppplata, runnin undan rifjum
afrískrar popptónlistar, segir þar
einnig. Platan er sögð bragðarefur
íslenskrar og afrískrar menningar
og snerta jafnt á íslenskri dægur-
menningu sem og á afrískum upp-
runa Loga sem á ættir að rekja til
Angóla. Logi Pedro sá sjálfur um
upptökustjórn en naut liðsinnis
Magnúsar Jóhanns Ragnarssonar
og Arnars Inga Ingasonar við tvö
lög en Sæþór Kristjánsson sá um
hljóðblöndun. Platan er gefin út af
Les Freres Stefson og dreift af
Sony Music Denmark.
Önnur breiðskífa Loga Pedro komin út
Platan Logi með norrænan krossfána í
pan-afrísku litunum á umslagi plötunnar.
Bandaríski leikarinn Cuba Gooding Jr. er sakaður um að
hafa nauðgað konu í tvígang á hótelherbergi í New York
2013. Þetta kemur fram málsgögnum einkamáls sem
höfðað var gegn honum í vikunni. Þar kemur fram að
konan hafi hitt Gooding á bar og verið boðið að fá sér
drykk með honum á nærliggjandi hóteli. Þegar þangað
var komið sagðist leikarinn þurfa að skipta um föt og
bauð konunni með sér upp á hótelherbergi sitt þar sem
ofbeldið á að hafa átt sér stað. Lögmaður leikarans segir
ekkert til í ásökununum. Í frétt BBC kemur fram að að-
eins er ár síðan þrjár konur kærðu Gooding fyrir að
þukla á þeim á skemmtistað í New York, en réttarhöldum vegna þess máls
var frestað í vor vegna kórónuveirufaraldursins.
Sakaður um nauðgun fyrir sjö árum
Cuba Gooding Jr.
Samtök kvikmyndaleikstjóra í Bretlandi hvetja
félagsmenn sína til að sækja sér innblástur í klass-
ískum kvikmyndum á borð við Casablanca til að
sýna nánd persóna í kvikmyndum og sleppa alfarið
kynlífssenum í myndum sínum meðan kórónuveiru-
faraldurinn gengur yfir. Frá þessu greinir The
Guardian. Bill Anderson, leikstjóri og einn höfunda
nýju tilmælanna, segir að leikstjórar og handritshöf-
undar verði að beita skapandi lausnum til að sýna
nánd persóna. Hvetur hann listræna stjórnendur til
að velta því fyrir sér hvort kynlífssenur séu bráðnauðsynlegar fyrir fram-
vinduna. „Nánd er ekki aðeins líkamleg. Hún snýst um gagnkvæmt varnar-
leysi, einlægni og traust milli manneskja. Kynlífssena án nándar er klám.“
Beita þarf skapandi lausnum
Þrá Humphrey Bogart
og Ingrid Bergman í
myndinni Casablanca.