Morgunblaðið - 21.08.2020, Síða 32

Morgunblaðið - 21.08.2020, Síða 32
Jaðarlönd/Borderland nefnist sýning á vegum bók- verkahópsins ARKIR sem opnuð verður í dag í Lands- bókasafni Íslands – Háskólabókasafni í Þjóðarbókhlöð- unni. Á sýningunni má sjá bókverk 16 listamanna frá sjö löndum, þ.e. Íslandi og sex öðrum. Titill sýning- arinnar vísar til heima á jaðri veraldar, jaðri sem er, þegar að er gáð, síbreytilegur í veraldarsögunni, eins og því er lýst í tilkynningu. Í fjölbreyttum bókverkum skoða listamennirnir lönd og mæri, texta og tungumál, náttúru og menningarheima frá ólíkum sjónarhornum. Sýningin er annars vegar samsett úr nýlegum verkum sem eingöngu hafa verið í sýnd í Bandaríkjunum á far- andsýningunni Borderland og hins vegar úr nýjum og eldri bókverkum Arka og gesta þeirra frá sex löndum. Bókverk 16 listamanna á sýningu FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 234. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. „Við erum búin að vera með þessa tilteknu landsleiki í undirbúningi nokkuð lengi. Það er alveg óhætt að segja að þetta sé með flóknari verkefnum sem við höfum far- ið í og í raun á pari við að skipuleggja þátttöku Íslands í lokakeppni HM,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmda- stjóri KSÍ, meðal annars í samtali við Morgunblaðið í dag um landsliðsverkefnin sem framundan eru í sept- ember en þá eiga A-landsliðin tvo heimaleiki hvort. Klara lýsir í samtalinu viðamiklum aðgerðum sem ráð- ast þarf í til að leikirnir geti farið fram. »27 Ein flóknasta framkvæmd í sögu Knattspyrnusambands Íslands ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Guðjón Ragnar Jónasson, nýr for- stöðumaður háskólagáttar og sí- menntunar Háskólans á Bifröst í Norðurárdal í Borgarfirði, hefur að undanförnu kynnt sér gönguleiðir út frá Bifröst með útgáfu fyrir íbúa á svæðinu í huga. „Leiðarlýsingin er liður í því að byggja upp sterka sí- menntunar- og nemendamiðstöð en líka mín leið til að leiðrétta líf mitt og fara að stunda einhverja hreyf- ingu.“ Guðjón er í ársleyfi frá Mennta- skólanum í Reykjavík, þar sem hann hefur verið íslenskukennari undan- farin 11 ár. „Mér hefur alltaf líkað vel í MR og þar er gott að vera en kennitala mín var farin að minna á sig og mig langaði að breyta til áður en hún úreltist,“ segir hann um flutninginn í sumar. Hann er bú- fræðingur frá Hvanneyri og þekkir ágætlega til í Borgarfirði. Fyrir tæplega ári kom út bókin Kindasögur eftir Guðjón og Aðal- stein Eyþórsson og Kindasögur 2 er farin í umbrot. „Ég er sveitamaður í hjarta mínu, á sterkar rætur í dreif- býlinu og þegar ég fór um landið í fyrra til þess að lesa upp úr bókinni fann ég hvað sveitin var sterk í sálu minni.“ Gott að hleypa heimdraganum og flytja úr miðbæ Reykjavíkur Undanfarna tvo áratugi hefur Guðjón búið í gamla miðbænum í Reykjavík. „Heimsmynd mín hefur að miklu leyti markast af Melabúð- inni í vestri og Sundhöllinni í austri og þess vegna hef ég gott af því að hleypa heimdraganum. Í gamla daga hljóp ég bara á fjöll á eftir kindum en nú er ég farinn að njóta náttúr- unnar í auknum mæli.“ Guðjóni kom á óvart hvað gott er að búa á Bifröst. „Svæðið er svo ró- legt og fallegt og það er engin til- viljun að Samvinnuskólinn hafi verið fluttur hingað 1955,“ leggur hann áherslu á. Samfélagið sé sterkt, þó færri búi á staðnum en áður þegar boðið hafi verið upp á fullt staðnám, en það horfi vonandi til bóta. „Hug- myndin er að fólk geti búið hérna, ekki síst fólk með börn, stundað nám sitt og unnið með ef vill. Mín sýn er að hér muni þróast öflugt nám, bæði stað- og fjarnám, og boðið verði upp á nýjar brautir, sem byggi á menn- ingu og sögu svæðisins.“ Efla stoðirnar Margrét Jónsdóttir Njarðvík er nýr rektor Háskólans á Bifröst. Í samtali við blaðamann Skessuhorns fyrir skömmu sagði hún mikilvægt að halda áfram uppbyggingu há- skólanámsins, fjölga íbúum á Bifröst og efla þannig stoðir samfélagsins. Guðjón tekur undir orð hennar og segist leggja mikla áherslu á að tengja Bifröst við samfélagið í grennd. Meðal annars hafi rektor ákveðið að endurvekja boð á aðvent- unni fyrir íbúa í nærliggjandi sveit- um. Kennarar séu mannréttinda- frömuðir og eigi að opna öðrum hópum leiðir til náms. „Draumur minn er að opna fólki með íslensku sem annað mál, hópum sem ekki hafa fengið tækifæri til framhalds- náms, dyr að háskólanámi hérna.“ Guðjón áréttar að svæðið sé frá- bært til útivistar. Hann bendir á að umhverfið og gott skólahúsnæði sé kjörið fyrir símenntun enda vilji hann byggja upp góða símenntunar- miðstöð. Auk þess henti það vel fyrir margs konar starfsemi eins og til dæmis nýsköpunar- og sprotafyrir- tæki. „Með allt þetta í huga byrjaði ég að skrifa leiðarlýsingu á göngu- leiðum héðan frá Bifröst. Héðan eru þjóðleiðir til allra átta.“ Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Á Bifröst Guðjón Ragnar Jónasson segir að allar leiðir liggi þangað og það- an og gönguleiðir, sem séu í fallegu umhverfi, styrki svæðið. Leiðarlýsing Guðjóns liður í uppbyggingunni  Blásið til sóknar á Bifröst með símenntunarmiðstöð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.