Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 11

Ægir - 2019, Blaðsíða 11
11 Víða samdráttur „Núna erum við með Friðrik Sigurðsson, Sæfara og Þrist á þessum veiðum. Við kaupum líka sæbjúgu af Ebba AK. Við höfum því verið að taka nokk- uð mikið í gegn og í fyrra voru það um 4.000 tonn. Þetta hefur því skipt miklu máli hjá okkur síðustu árin og því kemur samdrátturinn núna töluvert við okkur. En það er víða samdráttur. Humarinn er týndur og sárt er að vita til þess. Rækjuveiðar hafa hrun- ið. Einu sinni var veiði milli 60.000 og 70.000 tonn. Nú er hún um 5.000 tonn og svo virðist loðnan vera að yfir- gefa okkur. Það er því víðar en í sæbjúgunum sem er dá- góð niðursveifla. Svo ofvernd- um við þorskinn. Svo kemur Hafró til sög- unnar. Maður er nú ekki alveg sammála þeim um niðurskurð- inn á aflaheimildum eins og hann hefur verið ákveðinn. Það er allt í lagi að hlífa Faxaflóanum um tíma en við teljum að mikið sé um vannýtt svæði víða annars staðar og þar mætti sækja meiri afla. Þeir eru að mínu mati of var- kárir í þessum efnum.“ ■ Hafnarnes Ver hefur veitt og unnið sæbjúgu í rúmlega áratug. Sæbjúgnaveiðar AVS rannsóknasjóður hefur að markmiði að styrkja verkefni, sem stuðla að auknu verðmæti ís lensks sjávarfangs og styrkja samkeppnishæfni ís lensks sjávarútvegs og fiskeldis. Sjóðurinn aug lýsir nú eftir umsóknum í verkefni 2020 með þetta að mark miði. Skilafrestur umsókna er til kl. 20, 2. des ember 2019. Umsóknum ber að skila rafrænt á net fangið avs@byggdastofnun. is og bréflega á póst fangið Byggðastofnun v/AVS rannsóknasjóður í sjávar útvegi, Ártorgi 1, 550 Sauðárkrókur. Vakin er at hygli á því að umsóknum þarf bæði að skila raf rænt og bréflega. Styrkir sem sjóðurinn veitir falla undir tvo flokka: a. Styrkir til rannsókna- og þróunarverkefna Styrkir til afmarkaðra rannsókna- og/eða þró unar- verk efna, sem falla að markmiðum sjóðs ins. Veittur er styrkur til eins árs í senn og skal í umsókn gera grein fyrir verk þáttum og fjár mögnun. Hver styrkur getur numið allt að tólf milljónum króna. Hægt er að sækja um styrki til umfangsmeiri verk- efna (fram haldsverkefna), sem unnin eru á lengri tíma, eða allt að þremur árum, en sækja þarf um styrk á hverju ári. Hafi verk efnið áður verið styrkt, þarf að gera grein fyrir fram vindu þess áður en styrk umsókn er afgreidd. b. Smá- eða forverkefni Hægt er að sækja um styrki til smærri verkefna eða til að undir búa stærri verkefni á sviði rann sókna og/eða þró unar. Styrkupphæð getur numið allt að þremur milljónum króna og skal verk efnið unnið innan tólf mánaða. Um alla styrki gildir að framlag sjóðsins má ekki fara fram yfir 50% af heildarkostnaði og sjóðurinn tekur ekki þátt í að styrkja fjárfestingar Nánari upplýsingar og umsóknarblað er að finna á heimasíðu sjóðsins www.avs.is AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi ∙ Ártorgi 1 ∙ 550 Sauðárkrókur ∙ sími 455 5400 ∙ www.avs.is AVS rannsóknasjóður í sjávar útvegi starf ar á vegum Atvinnu vega- og nýsköp unar ráðu neytis AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi auglýsir eftir umsóknum

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.