Ægir

Volume

Ægir - 2019, Page 14

Ægir - 2019, Page 14
14 stórum stíl síðustu árin. Við einyrkjarnir getum ekkert keppt við það. Á þessu virðist ekkert lát vera og einyrkjarnir verða hreinlega undir í þessari baráttu.“ Þungur rekstur síðustu ár Þorlákur segir að síðustu árin hafi bar- áttan vegna veiðigjaldanna verið mikil. Þau hafi verið smábátaútgerðinni gríð- arlega óhagstæð. Þær séu með kostnað- arsamari rekstur en margir aðrir en lín- útgerð er mjög dýr. Margir landi á fisk- mörkuðum og veiðigjöldin á þennan flota hafi verið reiknuð út frá endanlegu sölu- verði, sem þeir voru ekki að fá. „Því er- um við hlutfallslega að borga mun hærri veiðigjöld heldur en bátarnir sem landa fiski í eigin vinnslu og eru afurðirnar svo seldar utan. Þetta hefur verið mjög óhagstætt og hefur hreinlega verið svo að sumar af þessum útgerðum hafa ekki átt fyrir gjöldunum. Reksturinn hefur ekki skilað meiru, sérstaklega síðustu tvö árin. En nú hefur orðið verulega viðsnún- ingur vegna mikillar hækkunar á fisk- verði. Við fengum líka lækkun á veiði- gjaldinu á síðasta ári en það er svo stutt síðan það gerðist að vandinn frá síðustu tveimur árum áður hefur þegar sligað marga. Þegar þetta loksins kemur, fá allir þennan afslátt, það var ekkert gert sér- staklega fyrir smábátana. Það fá allir af- slátt af fyrstu 6 milljónum gjaldsins. Út- gerðir sem standa vel, njóta þess jafnt á við litla trillukarlinn, sem er að berjast í bökkum. Þessi staða gefur gullið tæki- færi fyrir stórútgerðina til að kaupa upp heimildir. Þeir ryksuga allt upp sem kem- ur inn á markaðinn. Það eru bara þessir stóru sem kaupa og þetta stefnir allt Í útgerð og harð- fiskvinnslu Þorlákur Halldórsson er aðfluttur Grindvíkingur sem búið hefur þar í 20 ár. Hann byrjaði í útgerð í Grindavík um aldamótin síðustu og hefur verið að meira og minna síðan, mest sem skipstjóri en er tiltölulega nýkominn í land. Hann gerir út línubeitningarbát- inn Guðmund á Hópi, en áður var hann einnig með Örninn. Hann var seldur fyrir 6 til 7 árum síðan. Hann keypti harðfiskverkunina Stjörnufisk í Grindavík fyrir þremur árum og geng- ur sá rekstur mjög vel. „Framtíðar- vinna verður að stækka og efla þá starfsemi. Við erum með átta manns í vinnu þar og gengur bara vel.“ ■ Guðmundir á Hópi GK er beitningavélarbátur og landa afla sínum á mörk- uðum. ■ Bátar frá Sandgerði tilheyra svæði D, en þar er mest fiskigengd í apríl og maí og þar vilja menn færa veiðitímabilið fram um einn mánuð.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.