Ægir

Årgang

Ægir - 2019, Side 20

Ægir - 2019, Side 20
20 Nú um miðjan nóvember tók Út- gerðarfélag Akureyringa hf., dótt- urfélag Samherja hf., við nýjum tog- ara, Harðbak EA 3. Akureyringar eignast því togara á nýjan leik með þessu nafni, þann þriðja í röðinni en sá fyrsti með þessu nafni var síðu- togari sem kom til ÚA árið 1950 og var smíðaður í Skotlandi. Síðan fékk fyrirtækið í hans stað skuttogara sem smíðaður var á Spáni árið 1974, einn Spánartogaranna svokölluðu, en árið 2008 var skipið selt eftir far- sæla þjónustu í flota ÚA og breytt í rannsóknarskip og fékk nafnið Po- seidon. Nýjasti Harðbakur EA 3 var smíðaður hjá skipasmíðastöðinni Vard í Noregi, einn sjö samskonar togara sem íslenskar útgerðir hafa fengið afhenta síðustu vikur. Harð- bakur er sá fimmti sem kemur til landsins frá því í sumar en síðustu tvö skipin fær Skinney Þinganes nú í desember. Góð heimferð „Sú reynsla sem fengum af skipinu á heimsiglingunni var bara mjög góð. Skipið fór afar vel með okkur,“ segir Hjörtur Valsson, skipstjóri á Harðbak um heimsiglinguna frá Noregi. Strax eftir heimkomuna var hafist handa við loka- áfanga smíðinnar hjá Slippnum Akureyri en þar verður settur upp vinnslubúnað- ur á milliþilfar skipsins. Slippurinn Akur- eyri er um það bil að ljúka uppsetningu búnaðar í systurskipið Bergey VE og lauk fyrr í haust við hliðstætt verkefni í Vestmannaey VE sem kom fyrst skip- anna sjö frá Vard hingað til lands. Vinnslubúnaður á milliþilfarinu er eins í þeim skipum tveimur en verður að hluta með öðrum hætti í Harðbak EA en skipið verður útfært til bolfiskveiða. Skipin eru 29 metra löng og 12 metra breið, búin tveimur skrúfum og taka um 80 tonn af afla í lest. Aflinn verður krapakældur með kerfi frá Kapp ehf. Slippurinn Akureyri hannaði og smíðar vinnslubúnaðinn, í lestinni er snúnings- band frá Vélsmiðjunni Þór í Vestmanna- eyjum, aðalvélar eru frá Yanmar, afla- nemakerfi frá Marport, málningarkerfi frá International, sem Sérefni er um- Nýr Harðbakur EA 3 til heimahafnar „skipið fór vel með okkur á heimleiðinni,“ segir Hjörtur Valsson, skipstjóri ■ Harðbakur EA 3 á Pollinum á Akureyri í fyrsta sinn. Á næstu vikum verður settur vinnslubúnaður á milliþilfar og að því loknu heldur skipið á veiðar. Ný fiskiskip

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.