Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 2019, Qupperneq 26

Ægir - 2019, Qupperneq 26
„Það hefur verið talað um endurnýjun í ýmsum starfsgreinum. Sá sem hér talar er einn af yngstu skipahönnuð- um í landinu. Maður sem er að detta í sextugt.“ Þannig byrjaði Alfreð Tul- inius, stjórnarformaður Nautic ehf., erindi sitt á málstofu Sjávarútvegs- ráðstefnunnar 2019 um framtíðina í íslenskum sjávarútvegi. Fyrirtæki hans hefur hannað meira en tvo tugi fiskiskipa á undanförnum árum fyrir íslenskar og rússneskar útgerðir. Skip með gjörbreyttu útlit og hönnun frá þeirri sem hefur verið nánast óbreytt í áratugi. En hvernig verður fiskiskip framtíðarinnar? „Auðlind er í sjálfu sér fallegt saman- sett orð. Fiskur sem syndir í makindum sínum í sjónum skapar ekki þennan auð. Það er ekki ekki fyrr en þessi lind, sem er uppsprettan með samsettum aðgerðum, veiðum vinnslu og markaðssetningu, skilar þjóðarbúinu auði. Það er virðis- keðjan frá veiðum til markaðar,“ sagði Alfreð. Hann bar fiskiskip saman við fjölgun róbóta í fiskvinnslu. Huga þurfi að mönnun fiskiskipa. Það sé viðvarandi samfélagslegt verkefni að bæta orkuhag- kvæmni og vöruþróun óháð þeim orku- gjöfum eða skipakostum sem notuð eru en mikilvægt sé að skapa þannig ramma að hægt sé að vinna afla úti á sjó til full- eða frumvinnslu til að auka hagkvæmni og skila hágæða afurðum til neytenda. Alfreð sagðist sjá fyrir sér þróun á stærra og fullkomnara skipi en nú eru til, skipi sem hann gaf nafnið Utopia. Um borð verði fullvinnsla á flökum til mann- eldis, skammtaskurður, skammtavigtun og pökkun beint í neytendapakkningar, frystar og lofttæmdar. Niðursuða á hrognum lifur og sviljum, fiskimjölsfram- leiðsla, gæludýrafóðursframleiðsla og fleira. Mikil fjárfesting sé nauðsynleg í vinnsluskipum, flota skipa sem hafi setið eftir. Loftbólusmölun og neðansjávardrónar „En svo ætla ég að fara í algjört hugrenn- ingaferðalag. Ég veit ekki hvernig tíminn mun dæma það. Hver segir að besta leiðin í veiðum sé að draga mismunandi inn- Fiskiskip framtíðarinnar? Sjávarútvegsráðstefnan 2019 26 ■ Eitt af þeim skipum sem Nautic ehf. hefur hannað á allra síðustu árum. Form þessara skipa er talsvert frábrugðið því sem menn hafa átt að venjast í skipahönnun um langt skeið.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.