Morgunblaðið - 11.09.2020, Side 1
F Ö S T U D A G U R 1 1. S E P T E M B E R 2 0 2 0
Stofnað 1913 214. tölublað 108. árgangur
GAMAN AÐ
SJÁ BÖRNIN
VAXA ÚR GRASI
VERK
EFTIR 37
LISTAMENN
TVÍTUGUR ÖRLAGA-
VALDUR VALS
Í 2-1 SIGRI
LISTÞRÆÐIR 28 GOTT AÐ VINNA 26SÉRBLAÐ 32 SÍÐUR
„Þessi saga hefur fylgt fjölskyld-
unni nánast alla mína tíð og það er
vægast sagt sérkennilegt að skips-
bjallan hafi komið upp með trolli
skips, sem er nátengt okkur,“ segir
Torfi Björnsson á Ísafirði.
Hann vísar til þess að skipsbjalla
úr gufuskipinu Erni GK kom upp
með rækjutrolli Klakks ÍS á föstu-
dag, en skipið var þá á rækjuveiðum
á utanverðum Skjálfanda. Þar sást
síðast til Arnarins 9. ágúst 1936, en
skipið fórst þann dag með 19 manna
áhöfn. Meðal skipverja var Jóhann
Rósinkrans Símonarson, afi Torfa,
en útgerðarmaður Klakks er Gunn-
ar, sonur Torfa.
Einhvers konar fyrirboði?
„Pabbi var á öðrum síldarbát sem
var á austurleið og þeir mættu Ern-
inum fyrir miðjum Skjálfanda. Talið
var að Örninn væri á leið til Siglu-
fjarðar með fullfermi af síld. Þarna
mættust þeir feðgarnir og veifuðu
hvor öðrum, það var í síðasta skipti
sem þeir sáust. Skömmu síðar gerð-
ist eitthvað sem olli því að skipið
sökk með manni og mús. Eðlilega
vöknuðu margar spurningar um
hvers vegna skipið sökk og þessi
fundur svarar þeim ekki. Það er
hins vegar stórfurðulegt að skips-
bjallan finnist á þennna hátt og ég
velti fyrir mér hvort þetta sé ein-
hvers konar fyrirboði,“ segir Torfi
Björnsson, tæplega 93 ára gamall
Ísfirðingur.
Örninn var smíðaður í Noregi
1903 og bar nafnið Batalder. Skipið
var selt til Færeyja og síðan til Ís-
lands 1927. aij@mbl.is »10
Nátengt fjölskyldunni
Skipsbjalla af hafsbotni Síðasta kveðja feðganna
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Tengingar Torfi Björnsson með skipsbjölluna úr Erni GK, sem fórst á
Skjálfanda 1936. Í bakgrunni er bátur með sama nafni, sem Torfi gerði út.
Hildur Hjálmarsdóttir í Borgarási var meðal
þeirra fjallmanna úr Hrunamannahreppi sem
ráku fjársafnið þar í sveit til byggða eldsnemma
í gærmorgun. Afréttur sveitarinnar nær úr
byggð alla leið inn að Hofsjökli og Kerlingar-
fjöllum og tók fjallferðin alls sex daga hjá þeim
sem lengst fóru. Í ferðinni reyndu rigning og
þoka nokkuð á fjallmenn, sem voru 38 talsins og
sumir með nokkra hesta til reiðar. Alltaf þarf
sama úthald í fjallferðina þó fé fækki, en um
3.800 fjár verða í dag dregin í dilka í Hrunarétt-
um. Hefur það aldrei verið færra að sögn kunn-
ugra en þegar best lét fyrr á tíð voru um 15.000
fjár í þessum réttum á Suðurlandi. Vegna gild-
andi reglna um sóttvarnir og fjöldamakmark-
anir verða réttir nú heldur ekki sá vettvangur
mannamóta og gleði sem hefð er fyrir, þó haust-
störf þessi séu heillandi á sinn hátt.
Hrunamenn reka féð í réttirnar í rigningarsudda
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Heimsókn Róberts Spanós, for-
seta Mannréttindadómstóls Evr-
ópu, til Tyrklands, hvar hann tók
við heiðursdoktorsnafnbót, virðist
um margt sniðin að þörfum stjórn-
arflokks Erdogans, AKP. Ekki síð-
ur virðist hún sniðin að persónu-
legum hagsmunum Saadet Yüksel,
dómara Tyrklands við MDE. Hún
fylgdi Róberti í ferðinni, en leiðin lá
ekki aðeins til Ankara og Istanbúl
eins og eðlilegt er, heldur einnig til
smáborgarinnar Mardin, sem er
skammt frá landamærum Sýrlands.
Það er heimaborg Yüksel, en fjöl-
skylda hennar er mjög holl Erdog-
an og í innsta hring AKP.
Ekki verður séð að heimsóknin
þangað hafi átt sér annað tilefni en
nána persónulega vináttu dóm-
aranna tveggja, en þar sem annars
staðar lét Róbert sér nægja að ræða
við flokksbrodda AKP. »14
Heimsókn Róberts
virðist sniðin að AKP
Áform menntamálaráðuneytisins
um að rýmka í reglugerð heimildir
til heimakennslu grunnskólabarna,
þar sem fallið verði frá þeirri kröfu
að foreldri hafi kennsluréttindi til
að annast kennsluna heima, fá mis-
jafnar undirtektir. Félag grunn-
skólakennara gagnrýnir hugmynd-
ina og segir m.a. í umsögn að aukin
heimaskólun geti haft í för með sér
einsleitara skólasamfélag og aukið
einangrun viðkvæmra hópa.
Menntamálastofnun er einnig með
marga fyrirvara. Talið er að í dag
séu sárafá dæmi um að foreldrar
sjái um að kenna börnum sínum
heima en Guðjón Bragason hjá
Sambandi ísl. sveitarfélaga telur
ekki ólíklegt að ef dregið verði úr
kröfum um kennsluréttindi til
heimakennslu muni verða meiri eft-
irspurn eftir heimakennslu. »6
Áform um heima-
kennslu eru umdeild
Skóli Félag grunnskólakennara hefur
gagnrýnt hugmyndir um heimakennslu.
Þóroddur Bjarnason
Baldur Arnarson
Snædís Ögn Flosadóttir, fram-
kvæmdastjóri Eftirlaunasjóðs Fé-
lags íslenskra atvinnuflugmanna
(EFÍA), segir stjórn sjóðsins hafa
metið kosti þess að fjárfesta í Ice-
landair. Með hlutafénu á að endur-
reisa félagið sem rær nú lífróður.
Rúmlega 1.000 sjóðfélagar eru hjá
EFÍA og er hrein eign sjóðsins um
48 milljarðar króna.
„Nú erum við eins og aðrir fjár-
festar og lífeyrissjóðir á fullu að
greina fjárfestinguna í þaula og nið-
urstaða liggur ekki fyrir. Það er hins
vegar ljóst að þessi hópur þekkir vel
til og sér heilmikil tækifæri.“
Biðin ekki réttlætanleg
Það er á fleiri vígstöðum sem líf-
eyrissjóðir meta fjárfestingarkosti.
M.a. á erlendum mörkuðum.
Þórey S. Þórðardóttir, fram-
kvæmdastjóri Landssamtaka lífeyr-
issjóða, telur „ekki réttlætanlegt að
lífeyrissjóðirnir standi einir að því að
fara ekki út með fé“. Hún eigi þó
ekki von á að þeir verði stórtækir í
gjaldeyriskaupum.
Tilefnið er þau ummæli Ásgeirs
Jónssonar seðlabankastjóra í Morg-
unblaðinu í gær að sjóðunum beri að
sýna ábyrgð í erlendri fjárfestingu
með hliðsjón af veikingu krónunnar
og verðstöðugleika.
Sjá tækifæri í Icelandair
Stjórn 48 milljarða sjóðs flugmanna íhugar fjárfestingu Útþrá lífeyrissjóða
MHafa til skoðunar … »12
Veiktist eftir lokun
» Krónan veiktist eftir hertar
sóttvarnir á landamærunum
19. ágúst.
» Seðlabanki Íslands kynnti í
fyrradag aðgerðir til að verja
krónuna og styrktist hún í
gær.