Morgunblaðið - 11.09.2020, Page 8

Morgunblaðið - 11.09.2020, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2020 Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is Vefverslun komin í loftið! mostc.is Gerið verðsamanburð 10.900 kr. Kjólar Nýtt frá Angelle Milan Inga Sæland alþingismaður skrif-aði pistil í Morgunblaðið í gær sem vakið hefur verðskuldaða eft- irtekt. Þar segir hún meðal annars:    Það er dapurt aðsjá hvernig æðstu embættis- menn þjóðkirkj- unnar, með bisk- upinn sjálfan í broddi fylkingar, ala á upplausn og sundrungu trúbræðra sinna og -systra.    Seint hefði ég trúað því að égætti eftir að sjá frelsarann Jesú Krist með varalit, kinnalit og brjóst. Sjálf þjóðkirkjan hefur blás- ið til auglýsingaherferðar þar sem sú mynd sem dregin er upp af frels- aranum særir og hryggir marga þá sem trúa í einlægni á hann.“ Og síð- ar í sama pistli segir:    Ég horfi á þessa nýjustu áróð-ursteikningu þjóðkirkjunnar og velti fyrir mér hvílíkt dóm- greindarleysi hljóti að ráða för hjá bisupi Íslands og starfsfólki bisk- upsstofu. Boðun kirkjunnar á að vera almenn, ekki sértæk. Til hvers þarf að ráðast að trúarvitund fólks með þessum hætti og um leið að brjóta niður þá ímynd sem Jesús Kristur hefur haft í huga flestra þeirra sem telja sig til kristinnar trúar?“    Samkvæmt nýjustu fréttum erljóst að herferðin hefur tekist og ört fækkar nú í flokki þjóðkirkj- unnar.    Ekki er líklegt að þjóðkirkjaneigi til iðran, en upplýsa mætti hvað hver og einn brott- rekstur úr kirkjunni nú kostaði hana og hver séu næstu skref í fækkunarferlinu. Inga Sæland Sjálfsmörkin sárgrætileg STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ „Við tókum undir þau sjónarmið sem foreldrafélagið setti fram og það var einhugur um þessa ákvörðun í bæj- arstjórn. Það hefði mátt kynna þetta mál betur,“ segir Magnús Örn Guð- mundsson, forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi, en ákveðið hefur ver- ið að endurskoða ákvörðun um að hætta niðurgreiðslu skólamatar í bænum. Mikil óánægja hefur verið meðal foreldra grunnskólabarna. Eins og komið hefur fram í Morg- unblaðinu og á mbl.is var framleiðsla og framreiðsla skólamatar á Sel- tjarnarnesi boðin út í vor og samfara þeim breytingum var ákveðið að hætta niðurgreiðslu í sparnaðar- skyni. Sú ákvörðun var ekki kynnt foreldrum sérstaklega og brá því mörgum í brún í haust þegar fyrsti reikningur fyrir þjónustuna barst. Kostaði hver máltíð 655 krónur og nam hækkunin tugum prósenta á milli ára. Eftir ákvörðun bæjar- stjórnar mun hádegismatur kosta 532 krónur. „Oft þarf að endurskoða erfiðar ákvarðanir og breyta. Það var það sem við gerðum nú. Staðreyndin er samt sú að þessi aðgerð kostar ellefu milljónir króna og þá peninga þarf auðvitað að finna annars staðar því það er halli á rekstri bæjarins,“ segir Magnús Örn. hdm@mbl.is Endurskoða hækkun á skólamat  Einhugur í bæjarstjórn Seltjarnar- ness  Kostar ellefu milljónir króna Morgunblaðið/Golli Breytingar Bæjarstjórn Seltjarn- arness lækkar verð á skólamat. Eysteinn Þorvaldsson, prófessor emeritus í ís- lenskum bókmenntum, lést á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli í Reykjavík 8. september sl., 88 ára að aldri. Eysteinn fæddist 23. júní 1932 í Hafnarfirði. Hann bjó þar fyrstu ár- in með foreldrum sín- um, Þorvaldi Guð- mundssyni og Lovísu Aðalbjörgu Egilsdóttur, en fluttist svo með þeim austur fyrir fjall en þar voru þau um árabil bændur á Syðri- Gróf í Flóa, en settust síðar að á Sel- fossi. Eysteinn gekk í Héraðsskólann að Laugarvatni og hóf mennta- skólanám þar en útskrifaðist sem stúdent úr MR árið 1954. Eysteinn stundaði nám í fjölmiðla- fræði við háskólann í Leipzig í Aust- ur-Þýskalandi, á síðari hluta sjötta áratugarins og starfaði um hríð sem blaðamaður við Þjóðviljann eftir að hann sneri heim. Hann tók einnig snemma að fást við kennslu og starf- aði við Réttarholtsskóla og Gagn- fræðaskóla Garðabæjar. Hann var fréttastjóri Þjóðviljans 1973-1974, en gerðist síðan íslenskukennari í menntaskóla, fyrst við Mennta- skólann við Tjörnina og síðan MH. Meðfram kennslu stundaði Eysteinn nám í íslensku og þýsku við Háskóla Íslands og lauk þaðan cand.mag.- prófi í íslenskum bók- menntum árið 1977, en þá var hann einnig far- inn að kenna íslenskar bókmenntir við Kenn- araháskóla Íslands þar sem hann var síðar fastráðinn og varð þar prófessor árið 1993. Eftir Eystein liggur fjöldi fræðiritgerða en einnig bækurnar At- ómskáldin (1980), Ljóðalærdómur (1988), Ljóðaþing (2002) og Grunað vængjatak. Um skáldskap Stefáns Harðar Gríms- sonar (2010). Hann ritstýrði nokkrum ljóðasöfnum, m.a. í tvígang úrvali ljóða eftir ung skáld, og hann skrifaði ritdóma fyrir Þjóðviljann um árabil, einkum um ljóðabækur. Hann var einnig ötull þýðandi og þýddi m.a. lungann af sagnaverkum Franz Kafka ásamt Ástráði Eysteinssyni. Eysteinn var virkur í íþróttahreyf- ingunni frá unga aldri, bæði sem iðk- andi og stjórnandi. Sem ungur maður stundaði hann íslenska glímu en færði sig síðar yfir í júdó og var einn af frumkvöðlum þeirrar íþróttar á Ís- landi og fyrsti formaður Júdó- sambands Íslands. Kominn undir sextugt gerðist hann ötull víðavangs- hlaupari og keppti í fjölmörgum hlaupum næstu tvo áratugina. Börn Eysteins eru Drífa, Ástráður, Heiður, Oddgeir, Björg og Úlfhildur. Andlát Eysteinn Þorvaldsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.