Morgunblaðið - 11.09.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.09.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2020 Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum PLÍ-SÓL GARDÍNUR alnabaer.is „ÞETTA ER JÓNAS, NÝI MEÐEIGANDINN!” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... stundum rétt utan seilingar. JÓN TREYSTIR MÉR EKKI HVAÐ ERTU AÐ PLOTTA NÚNA?! FYRIRHAFNARLAUS SKEMMTUN HRÓLFUR, KÆRASTINN MINN ÚR GAGGÓ ER HÉRNA OG ER AÐ REYNA VIÐ MIG! EN HAFÐU EKKI ÁHYGGJUR, ÉG HUNDSA HANN! EF ÞAÐ GAGNAST ÞÉR! ÞETTA GAGNAST MÉR! „ÞETTA ER OKKAR Á MILLI. MÉR FINNST ÓÞARFI HJÁ ÞÉR AÐ DRAGA HANN Á ASNAEYRUNUM.” KLOM P Þegar alvara lífsins tók við með íbúðakaupum og fjölskyldu hætti Halldór í hljómsveitinni. Frá 36 ára aldri stundaði hann skotfimi og gekk mjög vel. Síðan tók golfáhuginn yfir. „Árið 2010 fórum við konan að spila golf saman. Þá átti að stofna golf- klúbb í Skorradalnum, þar sem við eigum sumarbústað, en ekki varð þó úr því en búið var að tendra neistann. Við höfum ekki hætt því enn enda golfið virkilega skemmtilegt og held- ur manni í góðu formi.“ Fjölskylda Eiginkona Halldórs er Selma Antonsdóttir skrifstofumaður, f. 26.8. 1954. Foreldrar hennar eru Anton Guðmundsson vélvirki, f. 1929, d. 10.8. 2013, og Úlfhildur Úlf- arsdóttir verslunarmaður, f. 1931. Börn Halldórs og Selmu eru 1) Hall- dór Óskar, f. 20.4. 1970, starfsmaður Eimskipa í Hamborg. Eiginkona hans er Andrea Herz og sonur þeirra er Emil Kári Herz. 2) Soffía, f. 28.5. 1976, innkaupastjóri hjá Össuri. Eig- inmaður hennar er Ingi Jóhannes Erlingsson. Dætur Soffíu og Inga Jóhannesar eru Selma, María og Stella Ingadætur. 3) Lára Antonía, f. 5.8. 1982, kennari í Klébergsskóla. Eiginmaður hennar er Kristinn Snorri Sigurgíslason og eiga þau dótturina Freyju Sól Kristinsdóttur. Systkini Halldórs eru Vigdís Helgadóttir, vann við verslunarstörf, f. 17.10. 1951, d. 19.1. 2017, Ómar leigubílstjóri, f. 26.9. 1953 og Ásgeir, f. 26.9. 1953, deildarstjóri hjá Orku náttúrunnar. Foreldrar Halldórs eru Helgi K. Pálmarsson, fv. flugumferðarstjóri, f. 9.1. 1924, d.12.10. 1989, og Soffía Pétursdóttir, fv. matráður, f. 1.9. 1928. Halldór Helgason Halldóra Sigríður Einarsdóttir húsfreyja í Leynimýri í Reykjavík Kristinn Helgi Sigurðsson bóndi í Leynimýri í Reykjavík Anna Helgadóttir húsfrú í Reykjavík Helgi K. Pálmarsson fl ugumferðarstjóri Jón Pálmar Sigurðsson starfsmaður hjá Rafmagnsveitum Reykjavíkur Þuríður Jónsdóttir húsfreyja á Berustöðum á Rangárvöllum Sigurður Jósefsson bóndi á Berustöðum á Rangárvöllum Guðrún Brynjólfsdóttir húsfreyja á Kirkjubóli, Hvítársíðu Eyjólfur Andrésson bóndi á Kirkjubóli, Hvítársíðu Vigdís Eyjólfsdóttir húsfreyja á Nautafl ötum í Ölfusi Pétur Þorbergsson bóndi á Nautafl ötum í Ölfusi Kristín Pálsdóttir ljósmóðir frá Valdastöðum í Kjós, húsmóðir í Syðri- Hraundal í Álftaneshreppi Þorbergur Pétursson bóndi í Syðri-Hraundal í Álftaneshreppi á Mýrum Úr frændgarði Halldórs Helgasonar Soffía Pétursdóttir matráður Á feisbók yrkir Þórarinn Eldjárnog kallar „Flughug“: Að fara í hugmyndaflug með flugmyndahug er passlegt fyrir Pegasus en pínlegt fyrir Íkarus. Helgi R. Einarsson hefur orð á því, að sjóndepra geti ruglað fólk í ríminu: Rak mig í rogastans er réðst á mig konan hans. Hátt að mér hló, mig hæddi og sló. Hélt víst að ég væri Hans. Síðan segir Helgi, að það sé um að gera að fara fínt í hlutina, - „Klókindi“: Viltu’ ekki með mér vaka, ég vandræði engin baka. Sestu mér hjá sængina á og syngjum „Bí, bí og blaka“. Á Boðnarmiði rifjaði Indriði á Skjaldfönn upp snjalla stöku, sem reyndist eftir Rósberg G. Snædal: Hræðist varla veður stór vog þó falla taki sá er alla ævi fór einn að Fjallabaki. Hér fer Hallmundur Guðmunds- son með fréttir úr sveitinni og þær snúast vitaskuld um veðrið: Heldur var fátt nú í fréttunum og fáir að detta í klettunum. Þó var endemi eitt sem alltaf er leitt; en það mikið rigndi í réttunum. Ármann Þorgrímsson ber saman „gangnamenn fyrr og nú“: Á gangnahestum höfðu trú það held ég margir trega. Á fjórhjólum þeir fara nú um fjöllin, utan vega. Og á föstudaginn hafði Indriði á Skjaldfönn áhyggjur af næt- urfrosti: Úti í bili er veðravá, víst skal þó að öllu gá. Næturfrost í nótt að fer, nú er ráð að tína ber. Bryndís Halldóra Bjartmars- dóttir kvað: Enn er sólríkt sumar gengið sölna lauf og fölnar engið berin frjósa í brekku og mó. Skarður máni um loftið líður lítur vart á jörð sem bíður vetrarkomu í værri ró. Og í lokin gamall húsgangur: Auminginn sem ekkert á einatt kinn má væta. Sæll er sá sem sjálfur má sína nauðsyn bæta. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Flughugur, sjóndepra og veðrið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.