Morgunblaðið - 11.09.2020, Síða 26

Morgunblaðið - 11.09.2020, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2020 Aron Jóhannsson er kominn á tals- vert flug með Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hann skoraði í gær fyrsta mark liðsins í stórsigri á útivelli, 4:0, gegn Gauta- borg og hefur nú gert fimm mörk í síðustu fimm leikjunum. Fram að því hafði Aron ekki skorað mark í deildakeppni í rúmlega tvö ár en hann var lengi frá vegna meiðsla sem leikmaður Werder Bremen í Þýskalandi. Þá var mark Arons það 60. sem hann gerir í deildakeppni erlendis, frá því hann yfirgaf Fjölni árið 2010. Aron er kominn á mikið flug Ljósmynd/Hammarby Svíþjóð Aron Jóhannsson kom til Hammarby sumarið 2019. Handknattleiksmaðurinn Rúnar Kárason hélt áfram að láta að sér kveða í dönsku úrvalsdeildinni í gær en hann hefur byrjað tímabilið af miklum krafti. Sama verður þó ekki sagt um lið hans, Ribe- Esbjerg. Rúnar skoraði 7 mörk í gær þegar lið hans tók á móti Aal- borg, þar sem Arnór Atlason er að- stoðarþjálfari. Þar með hefur Rún- ar gert 20 mörk í þremur fyrstu leikjunum og er í hópi markahæstu manna. Aalborg vann 35:30 og Ribe-Esbjerg er enn án stiga eftir þrjár umferðir. Rúnar öflugur en liðið án stiga Morgunblaðið/Hari 7 mörk Rúnar Kárason raðar inn mörkunum í Danmörku. 9. UMFERÐ Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Valsarinn Hlín Eiríksdóttir reyndist örlagavaldurinn fyrir sitt lið þegar Valur heimsótti Selfoss í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max- deildinni, á Jáverksvöllinn á Selfossi í frestuðum leik í 9. umferð deild- arinnar á miðvikudaginn síðasta. Hlín, sem er einungis tvítug, skor- aði bæði mörk Vals í 2:1-sigri en sig- urmarkið kom í uppbótartíma. Hlín er uppalin á Hlíðarenda og hefur leikið með liðinu allan sinn meistaraflokksferil sem hófst þegar hún var fimmtán ára gömul, 2015. „Við vorum búnar að tapa fyrir Selfoss tvisvar í röð þannig að það var gott að vinna þær loksins,“ sagði Hlín í samtali við Morgunblaðið. „Við töpuðum fyrir þeim í Meist- arakeppni KSÍ í byrjun tímabilsins og svo aftur í átta liða úrslitum bik- arkeppninnar á dögunum sem var súrt. Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að töpin hafi setið í okkur en þau gáfu okkur klárlega auka kraft til að fara með inn í leik- inn. Það er alltaf gaman að skora, sér- staklega þegar að mörkin eru mik- ilvæg og þau telja. Hvort þetta hafi verið minn besti leikur í sumar skal látið ósagt en ég verð að gefa Elínu [Mettu Jensen] kredit fyrir þessi mörk. Hún átti þau skuldlaust og það er kannski frekar hægt að segja að ég hafi verið réttur maður á rétt- um stað. Ég vil að sjálfsögðu reyna að bæta mig á milli ára en samt sem áður er ég ekki að setja of mikla pressu á sjálfa mig með því að reyna að bæta markafjölda minn ár frá ári. Þegar allt kemur til alls þá finnst mér ég vera að spila betur núna í ár en á síð- asta keppnistímabili og ef ég horfi yfir þetta sumar þá er ég bara nokk- uð sátt við mína spilamennsku hing- að til,“ sagði Hlín sem á að baki 77 leiki í efstu deild þar sem hún hefur skorað 32 mörk. Einn leikur í einu Valskonur, sem eru ríkjandi Ís- landsmeistarar, eru sem stendur í efsta sæti deildarinnar með 34 stig og eru með eins stigs forskot á Breiðablik sem á leik til góða á Val. Við í Val tökum einn leik fyrir í einu og einbeitingin okkar er öll á Stjörnuleikinn um helgina í dag. Við vitum hins vegar alveg af því sem er að gerast í Kópavoginum og þegar þær töpuðu fyrir Selfossi um daginn. Eins og staðan er í dag erum við með örlögin í okkar höndum sem er jákvætt því þá þurfum við ekki að pæla í neinum öðrum nema sjálfum okkur. Ég fann klárlega fyrir meiri pressu núna, fyrir þetta tímabil, heldur en tímabilið 2019. Það er áskorun að fara inn í sumarið sem ríkjandi meistarar og ætla sér að verja Íslandsmeistaratitilinn því það hefur ekki mörgum liðum tekist það í gegnum tíðina. Tímabilið er líka meiri áskorun fyrir mig persónulega því bæði ég, þjálfarateymið og svo fjölmiðlar gera meiri kröfur til mín núna en á síðustu leiktíð. Það er bara jákvætt og þannig vil ég hafa það.“ Góðar vinkonur utan vallar Hlín leikur með tveimur systrum sínum í Val, þeim Málfríði Önnu Ei- ríksdóttur og Örnu Eiríksdóttir en fjórða systir, Bryndís Eiríksdóttir er fædd árið 2005 og leikur með 3. flokki Vals. „Það var aldrei neitt sérstakt markmið hjá okkur systrum að spila allar saman og við fjölskyldan höfum ekki beint rætt þetta okkar á milli í gegnum tíðina. Maður hefur hins vegar heyrt aðra ræða þetta fram og til baka. Ástæðan fyrir því að Arna ákvað að ganga til liðs við Val var ekki sú að hana langaði að spila eitt- hvað sérstaklega með okkur. Hún ákvað að koma í Val því hún taldi þetta vera gott skref fyrir sjálfa sig. Bryndís er svo í 3. flokkn- um og hún á alveg góða möguleika á því að spila með meistaraflokknum einhvern tímann í komandi framtíð. Við erum fyrst og fremst þrír ein- staklingar í meistaraflokki Vals, all- ar með okkar markmið, en að sjálf- sögðu er gaman að spila með systrum sínum enda erum við allar mjög góðar vinkonur.“ Áskorun að fara inn í tímabilið sem meistarar  Hlín Eiríksdóttir átti stórleik á Selfossi og skoraði bæði mörk meistaranna Morgunblaðið/Eggert Samstilltar Hlín Eiríksdóttir og Elín Metta Jensen ná afar vel saman í framlínu Valsliðsins. Sveindís Jane Jónsdóttir framherji Breiðabliks er í sjötta sinn í liði umferð- arinnar í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta hjá Morgunblaðinu í ár og hef- ur verið valin oftast allra í liðið. Hún fékk tvö M fyrir frammistöðu sína í 3:1 sigri Blika á Stjörnunni í 9. umferðinni sem var leikin í fyrrakvöld og jók þar með enn forskot sitt í M-einkunnagjöf blaðsins. Sveindís er nú komin með 16 M samanlagt í 12 leikjum Breiðabliks. Næst kemur samherji hennar Agla María Albertsdóttir með 13 M og þar á eftir Elín Metta Jensen úr Val með 12, Berglind Rós Ágústsdóttir úr Fylki og Hlín Eiríksdóttir úr Val með 11 og þær Alexandra Jóhannsdóttir úr Breiðabliki og Laura Hughes úr Þrótti eru með 10 M hvor. 9. umferð í Pepsi Max-deild kvenna 2020 3-4-3 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 2 Ingibjörg Valgeirsdóttir KR Hulda Ósk Jónsdóttir Þór/KA Sveindís Jane Jónsdóttir Breiðabliki Katrín Ómarsdóttir KR Hlín Eiríksdóttir Val Stephanie Ribeiro Þrótti Phoenetia Browne FH Taylor Sekyra FH Berglind Rós Ágústsdóttir Fylki Elín Metta Jensen Val Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir KR 3 3 4 4 5 2 2 2 6 Sveindís eykur forystuna Mjólkurbikar karla 8-liða úrslit: FH – Stjarnan........................................... 3:0 Valur – HK ....................................... (frl.) 2:1 Breiðablik – KR........................................ 2:4 2. deild kvenna Fram – Hamar.......................................... 2:1 Staðan: HK 12 10 0 2 42:7 30 Grindavík 10 6 2 2 23:10 20 FHL 11 6 2 3 24:19 20 Hamrarnir 12 5 3 4 18:17 18 Álftanes 9 4 1 4 16:25 13 ÍR 12 2 4 6 23:29 10 Sindri 11 3 1 7 16:25 10 Hamar 11 3 1 7 15:29 10 Fram 12 2 4 6 22:38 10 Svíþjóð Örebro – Malmö....................................... 3:2  Arnór Ingvi Traustason lék ekki með Malmö. Gautaborg – Hammarby......................... 0:4  Aron Jóhannsson lék í 70 mínútur með Hammarby og skoraði eitt mark. Norrköping – Östersund ........................ 2:2  Ísak B. Jóhannesson lék allan leikinn með Norrköping og lagði upp mark. Staðan: Malmö 19 11 6 2 38:20 39 Häcken 18 9 6 3 31:17 33 Elfsborg 18 8 8 2 30:24 32 Djurgården 18 9 3 6 28:20 30 Norrköping 19 8 5 6 40:30 29 Sirius 18 7 7 4 32:29 28 Hammarby 19 7 7 5 28:26 28 Östersund 19 6 7 6 19:21 25 Mjällby 18 6 6 6 25:27 24 Varberg 18 6 5 7 27:26 23 Örebro 19 6 5 8 23:28 23 AIK 18 4 5 9 16:25 17 Gautaborg 19 2 11 6 21:32 17 Helsingborg 19 3 8 8 19:31 17 Kalmar 19 3 6 10 22:33 15 Falkenberg 18 2 7 9 20:30 13 Danmörk B-deild: Hobro – Viborg ........................................ 1:1  Patrik Sigurður Gunnarsson var vara- markvörður Viborg í leiknum. Evrópudeild karla 1. umferð: Nömme Kalju – Mura .............................. 0:4  Mura mætir AGF frá Danmörku.  Olísdeild karla ÍR– ÍBV................................................. 31:38 Grótta – Haukar ................................... 19:20 Afturelding – Þór ................................. 24:22 Danmörk Ribe-Esbjerg – Aalborg...................... 30:35  Rúnar Kárason skoraði 7 mörk fyrir Ribe-Esbjerg, Gunnar Steinn Jónsson eitt en Daníel Þór Ingason ekkert.  Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal- borg.   Úrslitakeppni NBA Austurdeild, undanúrslit: Boston – Toronto .................... (2frl) 122:125  Staðan er 3:3 og oddaleikur í nótt. Sig- urliðið mætir Miami í úrslitum. Vesturdeild, undanúrslit: Denver – LA Clippers.......................... 85:96  Staðan er 3:1 fyrir Clippers.   Nýliðar Lens gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Frakklandsmeistara París SG, 1:0, í fyrsta leik frönsku 1. deildarinnar í gær. Ignatius Ga- nago skoraði sigurmarkið á 57. mínútu og Lens gat því fagnað óskabyrjun eftir fimm ára fjarveru frá efstu deild. Sjö af þekktustu leikmönnum PSG greindust með kórónuveiruna á dögunum. Lens vann meistarana HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: TM-höllin: Stjarnan – Selfoss ............. 17.45 Framhús: Fram – HK.......................... 18.30 Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: KA-heimilið: KA – Fram ..................... 19.30 TM-höllin: Stjarnan – Selfoss ............. 20.30 KNATTSPYRNA 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Kópavogsvöllur: Augnablik – ÍA ............. 20 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.