Morgunblaðið - 11.09.2020, Side 32

Morgunblaðið - 11.09.2020, Side 32
BALDURSNES 6 – AKUREYRI LISTHÚSIÐ – REYKJAVÍK LOKAÐ UM HELGINA Í VERSLUNUM SVEFN&HEILSU Föstudagur Opið 10-14 Laugardagur LOKAÐ Vefverslun okkar er að sjálfsögðu opin allan sólarhringinn Kynntu þér vöruúrvalið og verslaðu í rólegheitum á svefnogheilsa.is Í fyrsta skipti í sögu Félags íslenskra bókaútgefenda efnir það til bókamarkaðar félagsins að hausti. Bóka- markaðurinn verður opnaður í Hörpu í dag og opinn til 27. september milli kl. 12 og 20 alla daga. Samkvæmt upplýsingum frá félaginu taka um 60 útgefendur þátt að þessu sinni og boðið verður upp á ríflega 5.100 bæk- ur sem skiptast líkt og oft áður í þrjá álíka stóra flokka, sem eru barnabækur, skáldverk og fræðibækur og rit almenns efnis. Bókamarkaðurinn opnaður í Hörpu FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 255. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Valur dróst gegn KR og ÍBV dróst gegn FH í undan- úrslitum bikarkeppni karla í fótbolta en dregið var til þeirra seint í gærkvöld. KR vann Breiðablik 4:2, FH lagði Stjörnuna 3:0 og Valur lagði HK í framlengdum leik, 2:1, í átta liða úrslitum keppninnar í gærkvöld. Í undanúrslitum kvenna leikur Selfoss við Breiðablik og KR mætir Þór/KA. »27 Valur dróst gegn KR í bikarnum ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Stuðningsmenn enska fótbolta- félagsins Leeds United önduðu létt- ar þegar liðið tryggði sér í sumar sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir 16 ára fjarveru. Eðlilega bíða þeir, eins og annað áhugafólk um enska fót- boltann, spenntir eftir tímabilinu, en víst er að einhverjir þeirra eru ekki mjög bjartsýnir fyrir fyrsta leik, á móti Englandsmeisturum Liverpool á Anfield á morgun. „Við vonum það besta en búumst ekki við miklu,“ segir Árni Þór Birgis- son, formaður Leeds-klúbbsins á Ís- landi. „Aðalatriðið er að sýna að „við“ eigum heima í þessari deild og allt umfram það er bónus.“ Árni Þór segir að undanfarin ár hafi oft verið erfið, þegar horft sé til gengis Leeds. „Mikið hefur gengið á undanfarin 15 ár og við höfum lært af reynslunni að ekkert er öruggt fyrr en síðasti leikur hefur verið flautaður af.“ Félagar í Leeds-klúbbnum fylgj- ast með leikjum sinna manna í Öl- veri í Reykjavík. Árni Þór segir að allir leikir séu erfiðir og hann bend- ir réttilega á að Leeds þurfi að mæta öllum öðrum liðum í deildinni heima og að heiman. „Það er ágætt að byrja á mjög krefjandi verkefni eins og Englandsmeisturunum á þeirra heimavelli.“ Leeds var eitt af öflugustu liðum Englands á sjöunda og áttunda ára- tugnum. Árni Þór bendir á að þá hafi margir Íslendingar byrjað að halda með liðinu og sá stuðningur hafi almennt haldist síðan, þó ekki hafi alltaf farið mikið fyrir honum. „Ótrúlega margir Leedsarar eru úti um allt land,“ segir hann og bendir á að þeir séu á öllum aldri enda sé algengt að stuðningurinn berist frá kynslóð til kynslóðar. „Ég er til dæmis af annarri kynslóð Leeds- ara.“ Sáði fræjum á Húsavík Don Revie var stjóri Leeds á gullaldartíma félagsins 1961-1974. Þá stukku margir á vagninn, ekki síst Húsvíkingar, og hafa haldið tryggð við félagið síðan. Einn þeirra er Arnar Björnsson, fyrrverandi íþróttafréttamaður. „Bræður mínir stríddu mér gjarnan á því að ég gat ekki sagt Manchester United, en ég gat sagt Leeds og hef haldið mig við það,“ segir hann um stuðning- inn. Leggur áherslu á að engar tengingar hafi verið við félagið og hann hafi ekki átt keppnisbúning- inn, hvað þá annað. „Það er af sem áður var því algengt er að börn séu nú gerð að stuðningsmönnum félaga nánast við fæðingu og það staðfest með treyju, buxum og sokkum, þau fái keppnisbúninginn eins og hann leggur sig.“ Arnar segir að Leeds hafi átt miklu fylgi að fagna á Húsavík á sjöunda áratugnum og hann og fé- lagar hans hafi unnið ötullega að því að afla liðinu fylgismanna. „Um tíma held ég að ég hafi gert flesta ef ekki alla bekkjarfélaga mína að Leedsurum.“ Eftir að hafa tekið ástfóstri við Leeds segist Arnar hafa notað hvert tækifæri sem gafst til þess að fylgjast með árangri liðsins í breska útvarpinu, BBC World Service. „Við áttum gamalt, stórt útvarp og ég tengdi vír úr því upp í þakið til þess að ná útsendingunum,“ rifjar hann upp. „Ég átti það meira að segja til að hlaupa heim af góðum Völsungs-leik til þess að hlusta á BBC og heyra hvað væri að gerast hjá mínum mönnum. Þetta var mik- ið ævintýri, yndislegur og skemmti- legur tími, og frá því ég gat sagt Leeds hefur mér alltaf þótt vænt um liðið.“ Nóg að geta sagt Leeds Spenntur Árni Þór Birgisson, formaður Leeds-klúbbsins.  Arnar Björnsson reyndi ekki við „stóru“ nöfnin og heldur sig við gamla stórveldið  Leeds-klúbburinn í viðbragðsstöðu Leeds Arnar Björnsson er Leedsari af guðs náð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.