Morgunblaðið - 17.09.2020, Page 18

Morgunblaðið - 17.09.2020, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020 Auðbrekku 6 · Kópavogi · Sími 565 8899 · normx@normx.is ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA Í YFIR 35 ÁR Þökkum frábærar viðtökur í sumar! Núna eru okkar vinsælustu pottar til á lager! Snorralaug 2000 L 278.000 kr. Grettislaug 1400 L 239.000 kr. Unnarlaug 1850 L 285.000 kr. Sigurlaug 550 L 124.500 kr. Fasteignafélagið G1 ehf. hefur gert samning við verktakafyrirtækið Viðskiptavit ehf. um smíði 50 íbúða á lóðinni við gatnamót Grens- ásvegar og Suðurlandsbrautar. Um er að ræða fyrsta áfanga af fjórum en alls munu 186 íbúðir og sjö hæða skrifstofubygging rísa á þessum stað. Einnig er gert ráð fyrir 900 fermetra verslunarhús- næði á neðri hæðum. Að undanförnu hafa vinnuvélar verið að störfum við að rífa niður byggingar á lóðinni, sem lengstum hýsti starfsemi Hitaveitu Reykja- víkur. Síðar var Mannvit þar til húsa og nú síðast Kvikmyndaskóli Íslands. Áður voru uppi áform um að reisa þarna 300 herbergja hótel en hætt var við þau á síðasta ári og ákveðið að fara í byggingu á íbúð- um og skrifstofuhúsnæði. Mið- svæðis á lóðinni er dælustöð en þar sem hún er friðuð verður hún áfram í notkun um sinn. Eigendi Fasteignafélagsins G1 er Miðjan hf., sem er í eigu Jóns Þórs Hjaltasonar og Ragnhildar Guð- jónsdóttur. Að sögn Jóns Þórs var ákveðið að ganga til samninga við Viðskiptavit, eftir að tilboð í verkið höfðu verið yfirfarin. Aðrir verktak- ar sem buðu voru Jáverk, ÞG verk og Ístak. Byggingarleyfið fyrir þennan fyrsta áfanga er nú þegar útgefið og verklok verða í ágúst 2021. Bílakjallari á þremur hæðum verður undir byggingunum, alls um níu þúsund fermetrar að flatarmáli. Arkitektar bygginganna eru Arc- hus/Ríma arkitektar og Mannvit mun sjá um verkfræðihönnun og eftirlit. Framkvæmdastjóri og fjár- málastjóri G1 er Stefán Á. Magn- ússon. Eigandi og framkvæmda- stjóri Viðskiptavits er Baldur Ingvarsson og skrifaði hann undir samninginn við G1 fyrir hönd síns fyrirtækis. Viðskiptavit reisir íbúðirnar við Grensásveg 1  50 íbúðir byggðar í fyrsta áfanga af fjórum fyrir Fasteignafélagið G1 Tölvuteikning/Archus-Ríma arkitektar Íbúðir Svona munu byggingarnar líta út við Grensásveg 1, þar sem verða íbúðir, skrifstofur og verslanir. Ljósmynd/G1 Verksamningur Frá undirskrift samnings G1 og Viðskiptavits. Jón Þór Hjaltason frá G1 er fremst til hægri og gegnt honum er Baldur Ingvarsson frá Viðskiptaviti. Framkvæmdir hefjast þegar í stað við fyrsta áfangann. Grensásvegur 1 » Á næstu árum munu rísa 186 íbúðir, auk skrifstofu- og verslunarhúsnæðis. » Í fyrsta áfanga af fjórum verða reistar 50 íbúðir. » Bílakjallari verður á þremur hæðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.