Morgunblaðið - 17.09.2020, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 17.09.2020, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020 Auðbrekku 6 · Kópavogi · Sími 565 8899 · normx@normx.is ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA Í YFIR 35 ÁR Þökkum frábærar viðtökur í sumar! Núna eru okkar vinsælustu pottar til á lager! Snorralaug 2000 L 278.000 kr. Grettislaug 1400 L 239.000 kr. Unnarlaug 1850 L 285.000 kr. Sigurlaug 550 L 124.500 kr. Fasteignafélagið G1 ehf. hefur gert samning við verktakafyrirtækið Viðskiptavit ehf. um smíði 50 íbúða á lóðinni við gatnamót Grens- ásvegar og Suðurlandsbrautar. Um er að ræða fyrsta áfanga af fjórum en alls munu 186 íbúðir og sjö hæða skrifstofubygging rísa á þessum stað. Einnig er gert ráð fyrir 900 fermetra verslunarhús- næði á neðri hæðum. Að undanförnu hafa vinnuvélar verið að störfum við að rífa niður byggingar á lóðinni, sem lengstum hýsti starfsemi Hitaveitu Reykja- víkur. Síðar var Mannvit þar til húsa og nú síðast Kvikmyndaskóli Íslands. Áður voru uppi áform um að reisa þarna 300 herbergja hótel en hætt var við þau á síðasta ári og ákveðið að fara í byggingu á íbúð- um og skrifstofuhúsnæði. Mið- svæðis á lóðinni er dælustöð en þar sem hún er friðuð verður hún áfram í notkun um sinn. Eigendi Fasteignafélagsins G1 er Miðjan hf., sem er í eigu Jóns Þórs Hjaltasonar og Ragnhildar Guð- jónsdóttur. Að sögn Jóns Þórs var ákveðið að ganga til samninga við Viðskiptavit, eftir að tilboð í verkið höfðu verið yfirfarin. Aðrir verktak- ar sem buðu voru Jáverk, ÞG verk og Ístak. Byggingarleyfið fyrir þennan fyrsta áfanga er nú þegar útgefið og verklok verða í ágúst 2021. Bílakjallari á þremur hæðum verður undir byggingunum, alls um níu þúsund fermetrar að flatarmáli. Arkitektar bygginganna eru Arc- hus/Ríma arkitektar og Mannvit mun sjá um verkfræðihönnun og eftirlit. Framkvæmdastjóri og fjár- málastjóri G1 er Stefán Á. Magn- ússon. Eigandi og framkvæmda- stjóri Viðskiptavits er Baldur Ingvarsson og skrifaði hann undir samninginn við G1 fyrir hönd síns fyrirtækis. Viðskiptavit reisir íbúðirnar við Grensásveg 1  50 íbúðir byggðar í fyrsta áfanga af fjórum fyrir Fasteignafélagið G1 Tölvuteikning/Archus-Ríma arkitektar Íbúðir Svona munu byggingarnar líta út við Grensásveg 1, þar sem verða íbúðir, skrifstofur og verslanir. Ljósmynd/G1 Verksamningur Frá undirskrift samnings G1 og Viðskiptavits. Jón Þór Hjaltason frá G1 er fremst til hægri og gegnt honum er Baldur Ingvarsson frá Viðskiptaviti. Framkvæmdir hefjast þegar í stað við fyrsta áfangann. Grensásvegur 1 » Á næstu árum munu rísa 186 íbúðir, auk skrifstofu- og verslunarhúsnæðis. » Í fyrsta áfanga af fjórum verða reistar 50 íbúðir. » Bílakjallari verður á þremur hæðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.