Morgunblaðið - 17.09.2020, Side 41

Morgunblaðið - 17.09.2020, Side 41
UMRÆÐAN 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020 Byltingarkennd nýjung í margskiptum glerjum 50–65% stærra lessvæði Sjónmælingar eru okkar fag Tímapantanir á opticalstudio.is og í síma 5115800 valdir. Það er því ótrúlegt að heyra borgarstjóra og formann skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, lifa í sínum eigin heimi. Þau túlka sam- komulagið eins og þeim hentar hverju sinni og draga þannig í efa sitt hlutverk og skyldur samkvæmt sáttmálanum. Dónaskapurinn sem þau sýna samningsaðilum sínum – með þess- ari framkomu – er með ólíkindum. Sú staðreynd vekur óneitanlega ekki upp miklar væntingar að skipulagsþáttur sáttmálans og ann- ar undirbúningur framkvæmda, þar sem Reykjavíkurborg er með skipulagsvaldið, gangi jafn hratt fyrir sig og sáttmálinn gerir ráð fyrir. Skýrar forsendur fyrir gerð sátt- málans, forustuhlutverk fjár- málaráðuneytisins í félaginu sem fer með málefni sáttmálans, skýr vilji samgönguyfirvalda og afger- andi ákvæði sáttmálans um að allir aðilar þurfi að standa við sínar skuldbindingar skipta því miklu máli í vinnunni fram undan. Vinnunni við að byggja upp fjöl- breyttar samgöngur á höfuðborg- arsvæðinu þar sem fólk hefur val um ferðamáta, þar sem enginn ferðamáti er undanskilinn, þar með talið einkabíllinn. Til að ná því markmiði þurfa samningsaðilar að ganga í takt og þar er Reykjavík- urborg ekki undanskilin. Höfundur er þingmaður Sjálfstæð- isflokksins og framsögumaður sam- gönguáætlunar í umhverfis- og sam- göngunefnd Alþingis. Ég kynntist Vil- hjálmi frá Skáholti um 1960. Hann hafði þá nýlega opnað litla sölubúð og listmuna- verslun í djúpum kjall- ara bak við Gildaskála í Aðalstræti 9. Eigand- inn Ragnar Þórðarson lögfræðingur og veit- ingamaður lánaði hon- um húsnæðið án end- urgjalds. Þarna hafði utangarðsskáldið til sölu málverk úr sínu stóra safni, bækur frá Ragnari í Smára, enn fremur upp- stoppaða fugla, blóm frá Sigurði bróður sínum og leirmuni frá Ragn- ari í Glit. Það gekk á ýmsu hjá skáldinu okkar. Hann var dálítið hneigður til þess að fá sér „krummaolíu“ í kollinn og opt tók þetta vesen marga daga og jafnvel vikur. Heimili hans var á þessum tíma í risastórum bragga við Hjarð- arhaga. Þar leigði hann rúmgott herbergi með aðgang að salerni. Ég kom opt og heimsótti hann á þess- um tíma. Skáldið hafði þá hafið rit- un sjálfsævisögu sinnar sem lauk reyndar aldrei. En víkjum nú aptur að listmunakjallaranum. Dag nokk- urn kíkti ég þar í heimsókn. Þá voru þar stödd Magnús Kjaran stórsali, Þórgunnur Ársælsdóttir, móðir vinar míns Ársæls Jónssonar öldrunarlæknis, sem var barna- barnabarn Matthíasar Joch- umssonar frá Skógum í Þorskafirði, vinur Ara Jósefssonar. En Ársæll pabbi hennar var bróðir Magnúsar Á. Árnasonar, sem var giftur Bar- böru Á. Árnason myndlistarkonu, sem var af breskum aðalsættum, en ætt- menni hennar áttu hið heimskunna bóka- forlag í London „Allen og Unwin“, sem varð fyrst forlaga til að gefa út bækur Laxness. Nú nú. Við sitjum þarna í þessum góða félagsskap. Þá var bankað. Inn kemur eldri kona. Kaffi var á könnunni og örlítil vínslús í bland, sem herra Kjaran kom með – enda hafði hann umboð fyrir Mar- tell-konjak. Konan sem greinilega hafði komið áður er dálítið vand- ræðaleg og stynur upp: „Ég vildi gjarnan kaupa þessa uglu“ og benti á fugl á hillunni. Upp rís skáldið, hefur hægri hönd sína upp og segir með þungri áherslu: „Út með þig, virðulega frú – ekkert ugluþras hér,“ og blessuð konan hrökklaðist vandræðalega út. Opt borðuðum við saman á Hótel Vík, sem var við Veltusund, við Hallærisplanið þar sem áður stóð Hótel Ísland. Ég var þá við blaða- mennsku hjá Morgunblaðinu og Vikunni, ungur og ógiftur. Opt rölti ég heimleiðis með Vilhjálmi í braggann og sat hjá honum stund- arkorn. Það kom líka fyrir að við röltum í Vetrargarðinn í Litla- Skerjafirði – keyptum okkur „eina volga úr hanzkahólfinu á Borg- arbíl“. Skáldið var firna vinsælt á skemmtistöðum borgarinnar og kepptust gestir um að gauka að honum áfengislús. Til eru myndir af okkur Vilhjálmi á skemmtistöðum, en reyndar gaf ég þær Þóri blóma- sala Sigurðssyni í Blómatorginu á Birkimel – enda selur hann nánast eingöngu blóm frá Dalgarði í Mos- fellsbæ og Danmörku. Einhverja kvöldstundina hjá Villa á Hjarð- arhaganum bað hann mig að verða „gjaldkera sinn“. Þegar brennivíns- guðinn lagðist á hann og fór á túr, kom hann til mín með bankabókina sína í Útvegsbankanum og ég geymdi hana – uns hann var hætt- ur. Opt hitti ég hann drukkinn og spurði hann hvort hann væri með pening. Rétti hann mér þá nokkra 100-kalla og ég þá lagði inn á bók- ina. Þegar skáldið frá Skáholti var orðinn edrú kom hann loks að ná í bókina og var þá heldur meira inná henni en þegar hann afhenti mér hana. Varð skáldið mitt þá glatt í geði. Áður en ég kynntist Villa sum- arið 1956 vann ég í víxladeild Landsbankans hjá þeim öðlings- manni Haraldi Johannessen, föður Matthíasar skálds. Það var lær- dómsríkt sumar. Þar unnu auk mín Ari Arason frá Flugumýri í Skaga- firði, Þórir Kjartansson lögfræð- ingur, þessir tveir heiðursmenn komu aldrei edrú í vinnuna. Að- almennirnir í deildinni voru Karl Hallbjörnsson og Geir sem gerðu það sem gera þurfti. Dag einn í júní stend ég við afgreiðsluborðið. Þá hafði ég aldrei hitt Villa. Þá birtist hann, ösku-þreifandi fullur, tekur sér stöðu á einu stígvéli og berfætt- ur á hinni, hefur hramm sinn á loft og öskrar: „Halli Jó – eitthundr- aðþúsundmiljón – ekkert röfl – út með þig“. Haraldur deildarstjóri rís á fætur í búri sínu – gengur fram fyrir marmaraborðið, tekur undir arm skáldsins – og fór með hann í Brytann í Hafnarstræti og splæsti á hann dýrindismáltíð. Þetta litla og stórfallega atvik hefur orðið mér minnisstætt og er gott dæmi um göfgi Haraldar Johannessens. Andlát Vilhjálms frá Skáholti var með þeim hætti – að hann sat kvöldfyllerí í Bjarnarborg hjá náunga sem var kallaður „Siffi rab- arbari“ Hví? Jú – viðkomandi hafði lifað á því um árabil að stela rabar- bara úr görðum í borginni og brugga og selja. Skáldið ætlaði að halda heim á leið, en skrensaði í stiganum og féll og rak höfuðið í ofn og lézt þessa nótt á sjúkrahúsi. Varð hann mörg- um harmdauði. Sigurður vinur minn og félagi Berndsen fjár- málamaður og snillingur í mann- legum samskiptum sagði eitt sinn við mig og vitnaði í Villa: „Og þú varst glöð, sem geisli á ungu blómi – að gamna sér og ljúf að mínum dómi. Mér finnst sem ennþá hlátrar þínir hljómi í hjarta mér.“ Þetta sagði Sigurður Berndsen, ylja gömlum okurkarli um hjarta- ræturnar. Og hafi hann sannur mælt. Gjaldkeri Vilhjálms frá Skáholti Eftir Braga Kristjónsson »Upp rís skáldið, hef- ur hægri hönd sína upp og segir með þungri áherslu: „Út með þig, virðulega frú – ekkert ugluþras hér,“ og bless- uð konan hrökklaðist vandræðalega út. Bragi Kristjónsson Höfundur var fornbókakaupmaður í Reykjavík í 40 ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.