Morgunblaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020 Byltingarkennd nýjung í margskiptum glerjum 50–65% stærra lessvæði Sjónmælingar eru okkar fag Tímapantanir á opticalstudio.is og í síma 5115800 valdir. Það er því ótrúlegt að heyra borgarstjóra og formann skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, lifa í sínum eigin heimi. Þau túlka sam- komulagið eins og þeim hentar hverju sinni og draga þannig í efa sitt hlutverk og skyldur samkvæmt sáttmálanum. Dónaskapurinn sem þau sýna samningsaðilum sínum – með þess- ari framkomu – er með ólíkindum. Sú staðreynd vekur óneitanlega ekki upp miklar væntingar að skipulagsþáttur sáttmálans og ann- ar undirbúningur framkvæmda, þar sem Reykjavíkurborg er með skipulagsvaldið, gangi jafn hratt fyrir sig og sáttmálinn gerir ráð fyrir. Skýrar forsendur fyrir gerð sátt- málans, forustuhlutverk fjár- málaráðuneytisins í félaginu sem fer með málefni sáttmálans, skýr vilji samgönguyfirvalda og afger- andi ákvæði sáttmálans um að allir aðilar þurfi að standa við sínar skuldbindingar skipta því miklu máli í vinnunni fram undan. Vinnunni við að byggja upp fjöl- breyttar samgöngur á höfuðborg- arsvæðinu þar sem fólk hefur val um ferðamáta, þar sem enginn ferðamáti er undanskilinn, þar með talið einkabíllinn. Til að ná því markmiði þurfa samningsaðilar að ganga í takt og þar er Reykjavík- urborg ekki undanskilin. Höfundur er þingmaður Sjálfstæð- isflokksins og framsögumaður sam- gönguáætlunar í umhverfis- og sam- göngunefnd Alþingis. Ég kynntist Vil- hjálmi frá Skáholti um 1960. Hann hafði þá nýlega opnað litla sölubúð og listmuna- verslun í djúpum kjall- ara bak við Gildaskála í Aðalstræti 9. Eigand- inn Ragnar Þórðarson lögfræðingur og veit- ingamaður lánaði hon- um húsnæðið án end- urgjalds. Þarna hafði utangarðsskáldið til sölu málverk úr sínu stóra safni, bækur frá Ragnari í Smára, enn fremur upp- stoppaða fugla, blóm frá Sigurði bróður sínum og leirmuni frá Ragn- ari í Glit. Það gekk á ýmsu hjá skáldinu okkar. Hann var dálítið hneigður til þess að fá sér „krummaolíu“ í kollinn og opt tók þetta vesen marga daga og jafnvel vikur. Heimili hans var á þessum tíma í risastórum bragga við Hjarð- arhaga. Þar leigði hann rúmgott herbergi með aðgang að salerni. Ég kom opt og heimsótti hann á þess- um tíma. Skáldið hafði þá hafið rit- un sjálfsævisögu sinnar sem lauk reyndar aldrei. En víkjum nú aptur að listmunakjallaranum. Dag nokk- urn kíkti ég þar í heimsókn. Þá voru þar stödd Magnús Kjaran stórsali, Þórgunnur Ársælsdóttir, móðir vinar míns Ársæls Jónssonar öldrunarlæknis, sem var barna- barnabarn Matthíasar Joch- umssonar frá Skógum í Þorskafirði, vinur Ara Jósefssonar. En Ársæll pabbi hennar var bróðir Magnúsar Á. Árnasonar, sem var giftur Bar- böru Á. Árnason myndlistarkonu, sem var af breskum aðalsættum, en ætt- menni hennar áttu hið heimskunna bóka- forlag í London „Allen og Unwin“, sem varð fyrst forlaga til að gefa út bækur Laxness. Nú nú. Við sitjum þarna í þessum góða félagsskap. Þá var bankað. Inn kemur eldri kona. Kaffi var á könnunni og örlítil vínslús í bland, sem herra Kjaran kom með – enda hafði hann umboð fyrir Mar- tell-konjak. Konan sem greinilega hafði komið áður er dálítið vand- ræðaleg og stynur upp: „Ég vildi gjarnan kaupa þessa uglu“ og benti á fugl á hillunni. Upp rís skáldið, hefur hægri hönd sína upp og segir með þungri áherslu: „Út með þig, virðulega frú – ekkert ugluþras hér,“ og blessuð konan hrökklaðist vandræðalega út. Opt borðuðum við saman á Hótel Vík, sem var við Veltusund, við Hallærisplanið þar sem áður stóð Hótel Ísland. Ég var þá við blaða- mennsku hjá Morgunblaðinu og Vikunni, ungur og ógiftur. Opt rölti ég heimleiðis með Vilhjálmi í braggann og sat hjá honum stund- arkorn. Það kom líka fyrir að við röltum í Vetrargarðinn í Litla- Skerjafirði – keyptum okkur „eina volga úr hanzkahólfinu á Borg- arbíl“. Skáldið var firna vinsælt á skemmtistöðum borgarinnar og kepptust gestir um að gauka að honum áfengislús. Til eru myndir af okkur Vilhjálmi á skemmtistöðum, en reyndar gaf ég þær Þóri blóma- sala Sigurðssyni í Blómatorginu á Birkimel – enda selur hann nánast eingöngu blóm frá Dalgarði í Mos- fellsbæ og Danmörku. Einhverja kvöldstundina hjá Villa á Hjarð- arhaganum bað hann mig að verða „gjaldkera sinn“. Þegar brennivíns- guðinn lagðist á hann og fór á túr, kom hann til mín með bankabókina sína í Útvegsbankanum og ég geymdi hana – uns hann var hætt- ur. Opt hitti ég hann drukkinn og spurði hann hvort hann væri með pening. Rétti hann mér þá nokkra 100-kalla og ég þá lagði inn á bók- ina. Þegar skáldið frá Skáholti var orðinn edrú kom hann loks að ná í bókina og var þá heldur meira inná henni en þegar hann afhenti mér hana. Varð skáldið mitt þá glatt í geði. Áður en ég kynntist Villa sum- arið 1956 vann ég í víxladeild Landsbankans hjá þeim öðlings- manni Haraldi Johannessen, föður Matthíasar skálds. Það var lær- dómsríkt sumar. Þar unnu auk mín Ari Arason frá Flugumýri í Skaga- firði, Þórir Kjartansson lögfræð- ingur, þessir tveir heiðursmenn komu aldrei edrú í vinnuna. Að- almennirnir í deildinni voru Karl Hallbjörnsson og Geir sem gerðu það sem gera þurfti. Dag einn í júní stend ég við afgreiðsluborðið. Þá hafði ég aldrei hitt Villa. Þá birtist hann, ösku-þreifandi fullur, tekur sér stöðu á einu stígvéli og berfætt- ur á hinni, hefur hramm sinn á loft og öskrar: „Halli Jó – eitthundr- aðþúsundmiljón – ekkert röfl – út með þig“. Haraldur deildarstjóri rís á fætur í búri sínu – gengur fram fyrir marmaraborðið, tekur undir arm skáldsins – og fór með hann í Brytann í Hafnarstræti og splæsti á hann dýrindismáltíð. Þetta litla og stórfallega atvik hefur orðið mér minnisstætt og er gott dæmi um göfgi Haraldar Johannessens. Andlát Vilhjálms frá Skáholti var með þeim hætti – að hann sat kvöldfyllerí í Bjarnarborg hjá náunga sem var kallaður „Siffi rab- arbari“ Hví? Jú – viðkomandi hafði lifað á því um árabil að stela rabar- bara úr görðum í borginni og brugga og selja. Skáldið ætlaði að halda heim á leið, en skrensaði í stiganum og féll og rak höfuðið í ofn og lézt þessa nótt á sjúkrahúsi. Varð hann mörg- um harmdauði. Sigurður vinur minn og félagi Berndsen fjár- málamaður og snillingur í mann- legum samskiptum sagði eitt sinn við mig og vitnaði í Villa: „Og þú varst glöð, sem geisli á ungu blómi – að gamna sér og ljúf að mínum dómi. Mér finnst sem ennþá hlátrar þínir hljómi í hjarta mér.“ Þetta sagði Sigurður Berndsen, ylja gömlum okurkarli um hjarta- ræturnar. Og hafi hann sannur mælt. Gjaldkeri Vilhjálms frá Skáholti Eftir Braga Kristjónsson »Upp rís skáldið, hef- ur hægri hönd sína upp og segir með þungri áherslu: „Út með þig, virðulega frú – ekkert ugluþras hér,“ og bless- uð konan hrökklaðist vandræðalega út. Bragi Kristjónsson Höfundur var fornbókakaupmaður í Reykjavík í 40 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.