Morgunblaðið - 07.10.2020, Síða 2

Morgunblaðið - 07.10.2020, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 2020 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það kemur mér svolítið á óvart að Disney skuli ekki gera betur en þetta. Fyrirtækið á efnið tilbúið. Ég sé ekki hvert vandamálið er,“ segir Bjarki Gunnarsson, framleiðslustjóri hjá Myndform. Streymisveitan Disney+ hóf inn- reið sína á ís- lenskan markað í haust og þar er hægt að nálgast hundruð kvikmynda og þúsundir sjónvarpsþátta úr smiðju Disney, Marvel og fleiri. Athygli hefur vakið að þar er ekki hægt að nálgast ís- lenskar talsetningar á þekktum kvikmyndum. Yngri kynslóðin getur því ekki horft á Aladdín, Lion King og fleiri sígildar myndir á íslensku á Disney+. Bjarki segir að það veki furðu að efni sem þegar hefur verið talsett og Disney á allan rétt á skuli ekki vera notað. Myndform og fleiri fyrirtæki hafa talsett efni fyrir Disney í gegn- um tíðina. „Það ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu. Ísland er lítill markaður og ég held að fyrirtækið sé ekkert að fókusera á hann. Þessar stóru veitur eiga oft erfitt með að fókusera á hvern og einn markað,“ segir hann og bendir á að Síminn og Sýn standi sig mun betur með fram- boð á íslensku efni á streymisveitum sínum. Á Netflix er eitthvað af tal- settu efni á íslensku en líka ótalsett efni sem þó er til talsett. „Það er auðvitað áhyggjuefni að talsetning leggist af. Hættan er alla vega fyrir hendi að fólk sætti sig bara við þetta og tungumálið fjari út á endanum. Maður vill sem foreldri að börnin horfi á talsett efni svo þau fari ekki að tala ensku við mann. Kannski þyrftu stjórnvöld að setja reglur um þetta þegar svona veitur eru opnaðar. Það er kannski flókið en það mætti líka styrkja talsetn- ingu og textun.“ Bjarki segist vita til þess að marg- ir hafi sent tölvupóst til Disney og lýst yfir óánægju með að ekki sé boðið upp á efni á íslensku á streym- isveitunni. Einn þeirra er Ævar Þór Benediktsson, leikari og rithöf- undur, sem kveðst í samtali við Morgunblaðið vilja að íslenskir krakkar geti kynnst umræddum myndum með íslensku tali. „Ég á tveggja ára strák sem er að horfa á þetta og hef sjálfur verið að talsetja eitthvað af þessum myndum. Ég ólst upp við íslenskar talsetningar og hef verið að heimsækja gamlar myndir sem sumar hafa verið ófáanlegar. Það væri frábært að fá þetta efni á íslensku.“ Þau svör fengust hjá Disney að stefnt væri að því að talsettu útgáf- urnar yrðu í boði í framtíðinni. Ekki væri ljóst hvenær en viðskiptavinir yrðu upplýstir þegar það gerðist. Enginn talar íslensku hjá Disney  Óánægja með að ekkert efni sé fáanlegt á íslensku hjá streymisveitunni Disney+  Fyrirtækið á ógrynni af eldri talsetningum en nýtir sér þær ekki  Stórar streymisveitur einblína ekki á Ísland Ævar Þór Benediktsson Aladdín Talsetning Ladda þykir sígild og ætti að vera öllum aðgengileg. Stór aurskriða féll úr Hleiðargarðsfjalli ofan við Gilsá 2 í Eyjafirði rétt fyrir klukkan 11 í gærmorgun. Engan sakaði en skriðan stoppaði um 100 metra frá húsinu. Birgir H. Arason, bóndi á Gullbrekku 2, næsta bæ við Gilsá, sá skriðuna falla og sagði að hávaðinn hefði verið svakalegur. Myndskeið sem hann tók af hamförunum birtist á mbl.is í gær. „Það var mjög tilkomumikið að sjá þetta,“ sagði Sveinn Brynjólfsson, jarðeðlisfræðingur og sérfræðingur á sviði ofanflóða hjá Veðurstofu Íslands. Hann skoðaði skriðuna í gær. „Mjög hátt í fjallinu er brotsár í brún skálar eða stalls. Það var býsna mikið efni sem kom þaðan niður og féll á milli bæjarhúsa á Gilsá. Skriðan klofnaði á hólnum ofan við syðra húsið, Gilsá 2. Mjór taumur fór á milli húsanna,“ sagði Sveinn. Fjallið er 1.024 metra hátt og áætlaði Sveinn að skriðan hefði fallið úr um 850 metra hæð og hlaupið 1,5-1,7 kílómetra. Skriðusporðurinn var að jafnaði um eins metra þykkur neðst. Meðan Sveinn var á staðnum kom talsvert vatn úr hlíðinni neðan við upptök skriðunnar. Aurgusur hlupu sífellt niður fjallið með miklum gný. Sveinn taldi að búast mætti við meiri skriðuföllum á þessum stað, sérstaklega ef fer að rigna. gudni@mbl.is, jonpetur@mbl.is Ljósmynd/Lögreglan Stór aurskriða féll með látum á milli bæjarhúsa á Gilsá Ráðlögð rjúpnaveiði í haust er 25 þúsund fuglar samkvæmt ráðgjöf Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ). Niðurstöður mats á veiðiþoli rjúpnastofnsins haustið 2020 hafa verið kynntar umhverfis- og auð- lindaráðherra. Ráðlögð rjúpnaveiði í fyrrahaust var 72 þúsund fuglar. Áætlaður rjúpnafjöldi haustið 2020 er einn sá minnsti síðan mæl- ingar hófust árið 1995, að sögn NÍ (ni.is). Rjúpnatalningar á liðnu vori sýndu ekkert óvænt en svo virðist hafa orðið viðkomubrestur hjá rjúp- unni á helstu uppeldisstöðvunum. „Rjúpnastofninn er í niðursveiflu um allt Norðurland, á Austurlandi er stofninn að rísa úr lágmarki og um vestanvert landið er stofninn lík- lega að ná hámarksfjölda. Viðkoma rjúpunnar á Norðausturlandi var af- leit og réðu því hrakviðri um miðjan júlí. Þessa illviðris gætti frá Strandasýslu í vestri og austur um til Norður-Þingeyjarsýslu og vænt- anlega er viðkomubrestur raunin hjá rjúpunni á öllu þessu landsvæði. Á Suðvesturlandi var afkoma rjúpu- unga hins vegar ágæt,“ segir m.a. í frétt NÍ. Þar kemur einnig fram að útreikningarnir byggist á gögnum fyrir Norðausturland og að mögu- lega sé stofnstærðin vanmetin. Reiknuð heildarstærð varpstofns rjúpu vorið 2020, það er fjöldi fugla á lífi í upphafi varptíma, var metin 99 þúsund fuglar. Framreiknuð stærð veiðistofnsins 2020, það er fjöldi fugla á lífi í upphafi veiðitíma, er 280.000 fuglar miðað við að hlutfall unga á veiðitíma sé 71%. Enginn ágreiningur var um ástand rjúpnastofnsins árið 2020 og árangur veiðistjórnunar 2005-2020 á samráðsfundi fulltrúa NÍ, umhverf- is- og auðlindaráðuneytisins, Um- hverfisstofnunar og Skotvís sem haldinn var 10. september sl., að sögn NÍ. gudni@mbl.is Viðkomubrestur hjá rjúpu  Ráðlögð rjúpnaveiði í haust er aðeins 25.000 fuglar Morgunblaðið/Ingó Rjúpa Erfitt ástand fyrir norðan. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Bókhald & ráðgjöf - Eignaskiptayfirlýsingar & skráningartöflur Numerus – bókhald og ráðgjöf / Suðurlandsbraut 22 / S. 896 4040

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.