Morgunblaðið - 07.10.2020, Side 10

Morgunblaðið - 07.10.2020, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 2020 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Byggingarverktakar sem rætt var við í gær eru á einu máli um að víða megi sjá þess merki að samdráttur sé að verða á fyrstu byggingarstigum íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Þótt enn séu mörg stór verkefni í gangi bendir allt til að ekki verði byggðar nægilega margar íbúðir á næstu árum til að mæta mögulegri þörf. Fram kemur í talningu Samtaka iðnaðarsins á íbúðum í byggingu, sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær, að um 78% íbúða í byggingu á höf- uðborgarsvæðinu eru innan Reykja- víkur og Kópavogs. Í Reykjavík nem- ur samdráttur íbúða í byggingu á milli ára tæpum 9%, en þar af er um 47% fækkun á íbúðum á fyrstu bygg- ingarstigum. Hins vegar er fullgerð- um íbúðum að fjölga stórlega eða um 179% frá september í fyrra. Í Kópa- vogi var samdráttur bæði á íbúðum að fokheldu og íbúðum sem eru þegar orðnar fokheldar og tilbúnar til inn- réttinga. Hins vegar fjölgaði þar full- gerðum íbúðum frá sama tíma í fyrra líkt og í borginni en í heildina nam samdráttur íbúða í byggingu í Kópa- vogi ríflega 31% á milli ára. Ágætisframboð núna „Það er ágætisframboð núna næstu mánuðina að minnsta kosti en síðan dregur augljóslega úr því. Það hafa ekki verið sett af stað nægjanlega mörg verkefni svo að það verði órofið flæði í þessu öllu saman, þannig að segja má að það verði gat í framleiðsl- unni,“ segir Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, sem á von á að þetta muni koma í ljós innan árs. Hins vegar blasi ekki eins við hver eftir- spurnin verður þannig að ekki sé út- séð með hvort þetta verður vandamál þegar að því kemur. Verði nokkuð þétt eftirspurn eftir nýju íbúðarhús- næði þá sé augljóst að ekki verði til íbúðir til að mæta þeirri þörf. Verkefnastaðan hjá ÞG verktökum í dag er prýðileg að sögn Þorvaldar en fyrirtækið er með ríflega 200 íbúðir í smíðum á miðju byggingarstigi og framkvæmdir hefjast fljótlega við aðrar 200 íbúðir á höfuðborgarsvæð- inu. ,,Það er ágætisverkefnastaða hjá okkur og ekki yfir neinu að kvarta,“ segir hann. „Maður sér að nýjum verkefnum sem eru í uppsteypu hefur fækkað,“ segr Ágúst Friðgeirsson, fram- kvæmdastjóri byggingafyrirtækisins ÁF húsa ehf. Hann segir verkefna- stöðu fyrirtækisins þó góða. ,,Ég er með verkefni í gangi við byggingu 86 íbúða sem koma inn á markaðinn á næsta ári,“ segir Ágúst. Fyrirtækið er að reisa fjölbýlishús við Vesturvör við ströndina á Kársnesinu í Kópa- vogi og eiga íbúðir að koma í sölu með vorinu 2021. Ágúst kveðst ekki hafa skoðað stöðuna á byggingamarkaðinum ofan í kjölinn en samdráttur sé fyrirsjáan- legur í framkvæmdum sem eru að fara af stað, við íbúðir sem ættu að koma inn á markaðinn fullbúnar á næsta og þarnæsta ári. Þá megi búast við minna framboði á nýjum íbúðum. Í nýbirtri þjóðhagsspá Hagstof- unnar kemur fram að dregið hefur úr innflutningi byggingarefna á árinu. Innflutningur á krossvið og steypu- styrktarjárni hefur t.a.m. dregist saman um nær 25%. Er útlit fyrir að samdráttur í byggingu íbúðarhús- næðis á seinni hluta ársins verði svip- aður og á þeim fyrri og hann muni teygja sig yfir á næsta ár. Íbúðafjár- festing muni dragast saman um rúm 14% á þessu ári en aðeins um 1% á því næsta. Fækkun nýrra íbúða blasir við  Byggingarverktakar segja verkefnastöðuna góða í dag en nýjum íbúðaframkvæmdum sé að fækka  „Það hafa ekki verið sett af stað nægjanlega mörg verkefni“  Minna flutt inn af byggingarefnum Morgunblaðið/Eggert Byggt í Urriðaholti Talning Samtaka iðnaðarins sýnir að á höfuðborgarsvæðinu eru 93% íbúða í byggingu í fjölbýli en aðeins 4% í einbýli. Í nágrannasveitarfélögum eru 53% íbúða í byggingu í fjölbýli og 33% í rað- eða parhúsi. Í baráttu við COVID-19 býður Donnamaska, grímur og andlits- hlífar sem eru gæða vara frá DACH og notuð um allan heim. Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is Öryggið í fyrirrúmi fyrir lærða sem leika Heildsöludreifing Type II 3ja laga medical andlitsgríma FFP3 Respirator Comfort andlitsgríma með ventli FFP3 High-Risk andlitsgríma Andlitshlífmóðufrí Vinnueftirlitið hefur skoðað 214 byggingarkrana frá áramótum til loka september. Á sama tímabili í fyrra voru skoðaðir 205 kranar. Fjöldi krana við byggingarfram- kvæmdir virðist því hafa aukist á árinu. Eftirlitið skoðar alla krana við uppsetningu og svo á árs fresti eftir það svo tölurnar ættu að gefa nokkuð góða mynd af fjölda krana sem í notkun eru hverju sinni. Vísbendingar eru því um að kranavísitala Vinnueftirlitsins gæti orðið nokkru hærri í lok þessa árs en í fyrra. Á öllu síðasta ári voru 284 kranar skoðaðir en þeim hafði þá fækkað úr 385 á árinu 2018. Kranavísitalan hefur hækkað á árinu Húsnæðis- og mannvirkjastofnun á að úthluta hlutdeildarlánum til íbúðakaupa sex sinnum á ári sam- kvæmt drögum að reglugerð sem félagsmálaráðherra birti í gær á samráðsgátt. Eiga úthlutanir að fara fram 20. febrúar, 20. apríl, 20. júní, 20. ágúst, 20. október og 20. desember. Ný lög um hlutdeildar- lán sem eiga að auðvelda tekjulág- um að kaupa sitt fyrsta húsnæði taka gildi 1. nóvember. Á höfuð- borgarsvæðinu má eingöngu nota lánin til kaupa á nýjum íbúðum. Á höfuðborgarsvæði getur hámarks- verð íbúðanna verið á bilinu 32-58,5 milljónir skv. drögunum. Lánunum úthlutað sex sinnum á ári

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.