Morgunblaðið - 07.10.2020, Page 11

Morgunblaðið - 07.10.2020, Page 11
Donald Trump Bandaríkjaforseti er laus við öll einkenni kórónuveirusýk- ingarinnar en hann fór í gær heim af sjúkrahúsi eftir þriggja daga með- ferð. „Hann sýnir engin einkenni. Líf- færin öll eru stöðug og á heildina litið heldur bati hans einstaklega vel áfram,“ sagði læknir Hvíta hússins, Sean Conley, í tilkynningu. Trump hætti í gær samningavið- ræðum vegna frumvarps um efna- hagslega endurreisn í kjölfar kórónu- veirufaraldursins. Kveðst hann ekki taka þráðinn að nýju upp fyrr en eftir kosningar, sem fram fara fyrsta þriðjudag í nóvember. Skellti Trump skuldinni á Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar sem hann sagði hafa krafist 2,4 trillj- óna dollara til svæða þar sem demó- kratar væru við völd og réðu illa við að ná niður glæpum. Hann sagðist hafa gert Pelosi gagnboð upp á 1,6 trilljónir dollara en hún hefði ekki sýnt heiðarlegan samningsvilja. „Strax eftir að ég hef unnið kosn- ingarnar munum við senda „Örvunar- frumvarpið“ gegnum þingið en það er sniðið að vinnusömum löndum okk- ar,“ tísti Trump á samfélagsvefjum. Ekki lagðist ákvörðun forsetans vel í spákaupmenn og sérfræðinga í kauphöllinni við Wall Street í New York. Hrundu verð- og hlutabréf samstundis í verði. agas@mbl.is Laus allra einkenna  Trump frestar viðræðum við þingið AFP Í Hvíta húsinu Trump heilsaði að hermannasið á Truman-svölunum við heimkomuna af Walter Reed-sjúkrahúsinu í fyrrakvöld. FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 2020 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin Túnikur • Bolir • Blússur • Peysur Snyrtivörumerkin okkar eru: M a d e i n I c e l a n d HAUSTVÖRUR Glæsilegar komnar Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Nokkur hiti hefur síðustu daga ein- kennt viðræður um mál sem tengjast útgöngu Breta úr Evrópusamband- inu (ESB), en lítt hefur miðað í þrá- tefli um fiskveiðimál. Breska stjórn- in varaði í gær ESB við og hvatti sambandið til að „auðsýna meira raunsæi“ á lokaspretti samningavið- ræðnanna. Breskir sjómenn hvetja stjórnina til að gefa ekki tommu eftir. Hent hefur verið á loft hótunum um stríð á miðunum ef floti ESB héldi enn til veiða við Bretland eftir að frestur til samninga rennur út. Einnig herma óstaðfestar fregnir að breski flotinn sé að undirbúa aukinn viðbúnað af sinni hálfu á miðunum til að skakka leikinn ef upp úr sýður. Pattstaða frá upphafi ársins Fiskveiðideilunni hefur lítt eða ekkert miðað frá í byrjun ársins. ESB hefur krafist óbreytts fyrir- komulags og aðgengis fiskveiðiflota bandalagsríkjanna í breskri lögsögu. Með öðrum orðum þýddi það óbreytt stjórnun veiðanna eins og fyrir út- göngu Breta úr ESB. Það hefur stjórn Boris Johnson ekki viljað færa í tal. Ásetningur hans er að varpa sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB fyrir róða og taka í stað upp svæðisbundna nýtingu fiskistofna er færði breskum sjómönnum miklu hærri aflaheimildir en áður. „Forsætisráðherrann er trúfastur þeirri stefnu sinni fyrir kosningar, sem leiddu til umtalsverðs meiri- hlutasigurs hans í kosningunum í fyrra, að taka aftur við veiðistjórn í efnahagslögsögunni. Það er ásetn- ingur hans að standa við það,“ sagði talsmaður Downing-strætis 10 í gær. Bætti hann því við að mjög mikil- vægt væri að fá fiskveiðistjórnunina aftur heim og veita með því breskum sjómönnum aukinn ávinning af fiski- stofnum í bresku lögsögunni. Sagði talsmaðurinn að til að ljúka ágrein- ingi í fiskveiðimálum yrði ESB að auðsýna meiri raunsæi í viðræðun- um. Ummæli talsmannsins féllu eftir fund Boris Johnson og leiðtoga Evr- ópusambandsins, Ursulu von der Leyen, sem hétu því að „leggja hart að sér“ til að ná samningum um óleyst mál. „Það eru óleyst vandamál sem eftir er að yfirstíga. Það er eng- in spurning að Evrópusambandið þarf að skilja að við erum gersam- lega staðráðnir í að framfylgja okkar eigin lögum og reglum. Að sama skapi verður sambandið að gangast við því að heimflutningur stjórnunar breskra fiskveiða sem við töpuðum frá okkur 1973 er afar mikilvægur,“ sagði Johnson í viðtali við sjónvarps- manninn Andrew Marr á BBC-stöð- inni. Bjóða þriggja ára tímafrest Bretar hafa reynt að brjótast fram úr sjálfheldunni með því að bjóða ESB þrjú ár til að draga jafnt og þétt úr umsvifum sínum í breskri lögsögu og síðan hætta, við árslok 2024. Von- ast er til að þetta útspil geti leitt til samkomulags á næstu viku. Bresk- um sjómönnum hugnast ekki þetta útspil og saka stjórn Boris Johnson um eftirgjöf. Bretar hafa samið við Norðmenn um gagnkvæm veiðiréttindi og hafa samtök sjómanna á Hjaltlandi lýst ánægju með samninginn. Leiðtogi þeirra, Simon Collins, sagði samn- inginn í anda hefðbundinna við- skiptasamninga og sýna í raun hversu óraunhæfar kröfur ESB eru um áframhaldandi yfirráð á miðun- um. Sömuleiðis hefur Angela Merkel kanslari Þýskalands lofað samning- inn sem gott fordæmi inn í viðræður Breta og ESB. Jamie Halcro Jo- hnston, íhaldsleiðtogi í Norður-Skot- landi, segir um meiri háttar skref að ræða, samning sem ætti eftir að leiða að nýju til vel borgaðra starfa og af- ar þarfrar endurreisnar skosks sjáv- arútvegs. „Þessi samningur er sér- staklega markverður fyrir fiskihafnir og sjávarútvegshéruð,“ sagði Johnston. Macron rær annan sjó Emmanuel Macron Frakklands- forseti hefur verið öðrum ESB-leið- togum erfiður í skauti. Hefur hann harðneitað að hvikað verði frá óbreyttu fyrirkomulagi fiskveiða í bresku lögsögunni næstu tvo áratug- ina hið minnsta. Hefur hann verið sakaður um einstrengingshátt og stuðningur við stefnu hans ratað frá honum. Til að mynda frá Merkel og Ursulu von der Leyen, sem er sögð hafa í samtali þeirra um helgina sagt Macron róa annan sjó en ESB-for- ystan vildi. Breskir sjómenn hafa í ljósi sög- unnar verið efins um samningamálin og óttast að hagsmunir þeirra verði að einhverju leyti undir í tilraunum til að ná samningi um frambúðar- samstarf Breta og ESB. „Sjávarút- vegurinn hefur frá byrjun borið ugg í brjósti, eins og eftir inngöngu Breta í ESB,“ segir Barry Deas, leiðtogi bresku sjómannasamtakanna. „Þessi ótti er enn fyrir hendi, en á hinn bóginn held ég að fiskveiðarnar njóti sérstöðu og hafi þess vegna verið settar á oddinn í viðræðunum. Sumpart eru fiskveiðarnar litmus- próf fyrir Brexit. Við komumst fljót- lega að því, á þessu ári, hvort við náum góðum fiskveiðisamningum eða ekki, en ýmsa þætti frambúðar- samkomulags getur tekið mörg ár ef ekki áratugi að leiða til lykta,“ segir Deas. Þverpólitískar tilfinningar Hann bætti við að forsætisráð- herrann mætti ekki gleyma sterkum tilfinningum þingmanna í öllum flokkum, fjölmiðlanna og almenn- ings um að veiðar og vinnsla komu illa út úr aðildinni að ESB og hafa verið óréttlæti beitt af sameiginlegri sjávaraútvegsstefnu sambandsins í 40 ár. Nú væri tími kominn til að bæta fyrir það. „Ég held að ríkisstjórninni myndi reynast það pólitískt erfitt að koma út úr þessu með slakan samning. Það er hægt að vera ofurbjartsýnn en vísbendingarnar sem við höfum fengið frá ríkisstjórninni geta ekki verið betri,“ segir Deas. Bretar munu hafa boðið samn- ingamönnum ESB upp á samninga sem byggjast á svæðastjórnun veiða og afnámi veiðistjórnunar ESB. Skerfur breskra sjómanna í aflanum yrði umtalsvert meiri. Samið yrði ár- lega um hvaða skerfi af fiskistofnum skyldi skipt. Náist ekki málamiðlun blasir við að skip og bátar ESB- ríkjanna verði útlægir af breskum miðum. AFP Í landhelgi Breskur togari að rækjuveiðum í breskri lögsögu í Norðursjó, skammt undan hafnarbænum North Shields í Norðimbralandi á Englandi. Hitnar í kolum vegna fiskveiði  Lítt hefur miðað í fríverslunarviðræðum Breta og Evrópusambandsins um veiðiréttindi  „Óraunhæfar kröfur“ ESB um yfirráð á Bretlandsmiðum Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, boðar að hvert einasta breskt heimili fái alla sína raforku árið 2030 frá vindorkuverum. Johnson líkir rafvæðingunni við „iðjagræna iðnbyltingu“ og segir áformin hafa í för með sér tugi þús- unda starfa. Verður fjárfest í smiðj- um til framleiðslu á vindmyllum á Teesside- og Humber-svæðunum í Norður-Englandi og á svæðum í Skotlandi og Wales. Segir Johnson það takmark ríkisstjórnarinnar að fljótandi orkuver undan ströndum landsins framleiði 40 gígavött árið 2030 í stað 30 gígavatta áður. Johnson kynnti áformin á árs- fundi breska Íhaldsflokksins sem haldinn var á netinu vegna kórónu- veirufaraldursins. agas@mbl.is BRETLAND AFP Orkuver Vindorkuver í Norðursjó. Aukin vindorku- væðing boðuð Vegna flóðs op- inberra fjárfest- inga sem svar við kórónukrepp- unni verða af- leiðingar farald- ursins ekki eins miklar og fram- an af var óttast. Þetta sagði Kristalina Georgieva hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) í gær, en í næstu viku fara fram haustfundir sjóðsins og Alþjóða- bankans í Washington. „Myndin er ekki eins ógnvekj- andi og getum við leyft okkur að hækka ögn hagspá fyrir heims- byggðina 2020,“ sagði Georgieva, Í júní sl. spáði IMF tæplega fimm prósenta samdrætti. Afkoman á þriðja og fjórða fjórðungi hefur komið betur út en búist var við þá. WASHINGTON Afleiðingar ögn minni Kristalina Georgieva

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.