Morgunblaðið - 07.10.2020, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Wall StreetJournaler einn af
fáum hinna stærri
fjölmiðla vestra
sem er ekki alvar-
lega illa haldinn af Trump-
hatrinu þannig að ekki sé hægt
að taka neitt alvarlega sem þar
snýr að forsetanum.
Sennilega hefur stuðnings-
liði forsetans því brugðið mjög
við að sjá skoðanakönnun um
fylgi sem blaðið lét gera á
fyrstu dögum eftir að forsetinn
veiktist. Niðurstaðan var sú að
Joe Biden mældist nú með 11%
meira fylgi en forsetinn, þegar
aðeins er mánuður í kosningar.
Talsmenn framboðsins báru
sig eins vel og þeir gátu og
bentu á að eingöngu hefði verið
leitað eftir svörum þeirra sem
hefðu þegar skráð sig til að
kjósa, og kappræður, veikindi,
og samræmdar „fréttir“ um að
forsetinn borgaði ekki skatta,
hefðu heltekið alla umræðu.
Ekki voru slíkir fyrirvarar
endilega sannfærandi. En
kannski gagnaðist best sá síð-
asti sem nefndur var til sög-
unnar. Hann var sá að á ná-
kvæmlega sama degi í október
árið 2016 hefði Wall Street Jo-
urnal birt skoðanakönnun og
niðurstaða hennar var nánast
sú sama og þessi sýndi nú,
nema að í stað Biden stóð
Hillary Clinton, og menn muna
hvernig þær kosningar fóru.
Sjálfsagt var þessi sá skýr-
ingarbiti helst huggunarríkur
fyrir stuðningsmenn forsetans.
Á hinn bóginn var fróðlegt,
ef ekki ógeðfellt, að sjá hvernig
„hinar ráðandi
fréttastöðvar“
meðhöndluðu
fréttirnar af því að
Bandaríkjaforseti
hefði orðið að sam-
þykkja að leggjast þegar inn á
Walter Reed-hersjúkrahúsið
til að fá meðhöndlun við kór-
ónuveirusýkingu sinni, sem
hann hefði þó skömmu áður
gert lítið úr. Þegar rammar
með helstu stöðvunum eru
settir upp hlið við hlið og spil-
aðir í röð var engu líkara en að
þeir væru allir með eitt og
sama handritið.
Fór ekkert á milli mála að
allir þessir fréttamenn frá hin-
um mörgu „ólíku“ stöðvum
gerðu í ákefð sinni ekki ráð fyr-
ir öðru en að forsetinn myndi
tæplega lifa þetta af, fyrst
svona væri komið. Þeir bentu á
að hann væri orðinn 74 ára
gamall og væri með feitustu
mönnum (!) og þegar til þess-
ara og annara þátta væri litið
teldust vera meira en 90 pró-
sent líkur til þess að forsetinn
kæmi ekki af spítalanum nema
sem liðið lík. Á þessu var hamr-
að svo að með nokkrum ólík-
indum var enda hafði öllum lík-
indatölunum verið illa ruglað
svo að staðreyndir um þær
voru í órafjarlægð í öllu því
tali.
Enn er ekki alveg ljóst að
forsetinn sé örugglega kominn
fyrir sinn veiruvind. En skyldu
þessir fréttamenn ekki hafa
orðið hissa þegar forsetinn
kom einn og óstuddur út úr
sjúkrahúsinu og var ekki ólíkur
sjálfum sér?
Þeir sem síst mega
gleyma sér gerðu
það svo ómynd varð}
Kannanir taka á taugar
Skólastarfi eriðulega fundið
margt til foráttu. Í
þeirri umræðu vill
gleymast að margt
er vel gert í skólum
landsins og til fyrirmyndar.
Í fyrradag var tilkynnt að ís-
lensku menntaverðlaunin
hefðu verið endurvakin og jafn-
framt greint frá tilnefningum
til þeirra. Flokkarnir eru þrír,
framúrskarandi skólastarf eða
menntaumbætur, framúrskar-
andi kennari og framúrskar-
andi þróunarverkefni. Fimm
tilnefningar eru í hverjum
flokki. Auglýst var eftir hug-
myndum frá almenningi og
bárust 111 tillögur. Forseti Ís-
lands mun svo afhenda verð-
launin hinn 13. nóvember.
„Íslensku menntaverðlaunin
eru veitt til að benda á það
metnaðarfulla og frjóa starf
sem fram fer í skólum og frí-
stundamiðstöðvum með börn-
um og unglingum. Það er nauð-
synlegt að halda á lofti því sem
vel er gert,“ sagði
Gerður Kristný,
formaður nefndar
um verðlaunin, í
samtali við Morg-
unblaðið í gær.
Gerður talar í viðtalinu um
að sérstaklega mæði mikið á í
skólastarfi þessa dagana vegna
kóróunuveirunnar. Rask verði
á kennslu með litlum fyrirvara
en kennarar beri „þarfir nem-
enda sinna fyrir brjósti og ætla
greinilega að láta skólastarfið
ganga upp, hvort sem það er
með fjarkennslu eða öðrum
lausnum“.
Starf kennarans verður seint
ofmetið. Margt má kveða á um í
menntastefnu, námskrám og
skapalónum, en ekkert kemur í
staðinn fyrir innblásinn kenn-
ara, sem sér köllun sína í að
láta gott af sér leiða í kennslu-
stofunni. Kennarastarfið getur
verið vanþakklátt og það var
vel til fundið að endurvekja ís-
lensku menntaverðlaunin. Þau
eru hvatning til góðra verka.
Vel til fundið að end-
urvekja íslensku
menntaverðlaunin }
Góð hvatning
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Vaxandi áhugi er nú í Noregiá þorskeldi. Fáein fyrirtækieru með þorsk í eldi í sjó oger stefnt að verulegri fram-
leiðslu á næstu árum. Íslenskur ráð-
gjafi í Noregi segir að sjórinn við Ís-
land sé betur fallinn til þorskeldis en
við Noreg og Íslendingar kunni betur
tökin á markaðssetningu þorsks en
Norðmenn. Segist hann samt hrædd-
ur um að Íslendingar séu enn og aftur
að missa af lestinni í fiskeldinu.
Norðmenn veðjuðu á sínum tíma
á þorskeldi, samhliða mikilli uppbygg-
ingu í laxeldi. Ákveðnir erfiðleikar
voru í eldinu og þegar þorskveiðar í
Barentshafi jukust lækkaði verð á
þorskafurðum. Fjármálakreppan
2008 hjálpaði ekki til. Þorskeldis-
iðnaðurinn hrundi.
Hér á landi hófu nokkur fyrir-
tæki þorskeldi á svipuðum tíma. Það
grundvallaðist bæði á áframeldi á
undirmálsþorski og aleldi með seiða-
framleiðslu. Framleiðslan náði há-
marki á árinu 2009 þegar framleidd
voru rúmlega 1.800 tonn. Þá stunduðu
níu fyrirtæki þorskeldi. Flest voru
með áframeldi en HG var með aleldi í
Álftafirði og HB Grandi var að byggja
upp aleldi í Berufirði. Eftir það hallaði
hratt undan fæti og nú er nánast eng-
in framleiðsla eftir.
Hafrannsóknastofnun og sam-
starfsfyrirtæki unnu að kynbótum á
eldisstofni. Veitti AVS-rannsókna-
sjóður í sjávarútvegi mikla fjármuni
til kynbótastarfsins. Ekki tókst að
framleiða nógu góð seiði, að mati fisk-
eldisfyrirtækjanna, og hættu þau eitt
af öðru. Einna lengst hélt Háafell,
dótturfyrirtæki HG á Ísafirði, út. Sótti
fyrirtækið þorsk í kvíar til að halda
stöðugri vinnslu í fiskvinnslu sinni og
tryggja stöðugt framboð til viðskipta-
vina.
Þorskurinn orðinn húsdýr
Eftir að þorskeldið lognaðist út
af í Noregi hélt rannsóknastofnunin
Nofima, systurstofnun Matís, áfram
kynbótum á eldisstofninum. Er nú
verið að rækta sjöttu kynslóð eldis-
fisks sem sagður er mun heppilegri til
eldis en þær kynslóðir sem notaðar
voru í fyrri þorskeldisbylgjunni. Frið-
rik Sigurðsson, ráðgjafi í fiskeldi og
sjávarútvegi hjá Inaq í Þrándheimi,
segir að kynbæturnar hafi skilað mikl-
um árangri. Þorskurinn sé orðinn
meira húsdýr en áður. Tekist hafi að
minnka hausinn sem skili 8% betri
nýtingu á fiskinum við vinnslu og 9%
betri flakanýtingu. Forsendurnar til
að stunda þorskeldi séu orðnar betri
en áður.
Stærsta fyrirtækið, Norcod,
stefnir að því að framleiða 6.500 tonn
af þorski á næsta ári og 10 þúsund
tonn árið eftir. Friðrik bendir á að
meðal fjárfesta í norsku þorskeldi sé
danska fyrirtækið Sirena sem sérhæf-
ir sig í sjófrystingu. Það stefni að því
að geta boðið ferskar þorskafurðir í
verulegum mæli á næstu árum. Segir
Friðrik að ef framleiðslukostnaður ná-
ist niður eins og miðað er við kæmi sér
ekki á óvart að Norðmenn framleiddu
100 þúsund tonn af eldisþorski á ári
innan tíu ára.
„Þá spyr ég: Hvað ætla Íslend-
ingar að gera. Ætla þeir enn og aftur
að missa af fiskeldislestinni eða ætla
þeir að koma með mótleik til að
tryggja að þeir geti boðið ferskan
þorsk á mörkuðum allan sólarhring-
inn, alla daga ársins?“ segir Friðrik
sem lengi vann í fiskeldi og sjávar-
útvegi á Íslandi. Hefur hann það eftir
norskum framleiðendum að Ísland
henti að mörgu leyti betur til þorsk-
eldis en Noregur. Hitastig sjávarins
sé heppilegra. Hann bætir því við að
Íslendingar standi mun framar í
markaðsmálum þorsks og fullnýtingu
afurðanna en Norðmenn.
Erum við að missa af
lestinni í þorskeldi?
Framleiðsla á eldisþorski á Íslandi 2000-2019
Tonn af óslægðum fi ski
2.000
1.750
1.500
1.250
1.000
750
500
250
0
'00 '01 '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19
Heimild: Mast
429
1.805
1.412
595
11
893
74
Fyrstu tilraunir með aleldi á
þorski hófust hér á landi á árinu
2002 og kynbótaverkefnið Ice-
Cod sem Hafrannsóknastofnun
og Stofnfiskur stóðu að ásamt
sjávarútvegsfyrirtækjum ári
síðar. Hafró sá um eldi á klak-
fiski og seiðaframleiðslu í til-
raunaeldisstöð sinni í Grinda-
vík. Eftir að öll fyrirtækin hættu
aleldi á þorski var seiðafram-
leiðslu hætt árið 2016. Hafró
hélt eftir um 100 fiskum en
þeim var síðar fækkað um helm-
ing vegna plássleysis að sögn
Agnars Steinarssonar sem
stýrði verkefninu. Fiskarnir eru
nú orðnir gamlir og þyrfti því að
byrja upp á nýtt ef áhugi kvikn-
ar á ný. Segir Agnar brýnna að
huga að öðru en kynbótum til
að byrja með, til dæmis mark-
aðsmálum, sjúkdómavanda-
málum og reyna að bæta vöxt
þorsksins og nýtingu. Hann tek-
ur fram að þekkingin á fram-
leiðslu seiða sé fyrir hendi.
Eldisfiskarnir
orðnir gamlir
KYNBÓTAVERKEFNIÐ
E
ftirlitsstofnun EFTA, ESA, hef-
ur sent íslenskum stjórnvöld-
um lokaviðvörun í samnings-
brotamáli þar sem þeim er
tilkynnt að ESA muni höfða
mál fyrir EFTA-dómstólnum bæti íslensk
stjórnvöld ekki úr. Málatilbúnaður ESA snýst
um að lög Evrópusambandsins (ESB) sem
tekin hafa verið upp í samninginn um Evr-
ópska efnahagssvæðið og innleidd í íslenskan
rétt gangi framar íslenskum lögum en því tel-
ur ESA að sé ábótavant.
Í grunninn segir ESA að lög ESB sem inn-
leidd hafa verið í íslenskan rétt skuli standa ís-
lenskum lögum framar. Utanríkisráðherra
kemur með furðusvar er hann er spurður út í málið og segir
að innleiðing hér á landi sé síst verri en annars staðar. Þetta
skiptir engu í þessu sambandi heldur innihald hótana ESA
og við þeim þarf að bregðast.
Eftir því sem fleiri reglur ESB eru innleiddar í íslenskan
rétt fjölgar álitaefnum sem þessum. Ljóst er að íslensk lög
eiga undir högg að sækja gagnvart hinni evrópsku löggjöf
og mun án efa reyna meira á túlkanir og spurningar um
rétta innleiðingu á næstu árum, ekki síst í stórum málum
eins og orkumálum.
Ríkisstjórnin og fylgitungl hennar í stjórnarandstöðu inn-
leiddu orkupakka 3 vitandi það að orkupakki 4 er á hraðri
siglingu í gegnum gangverk ESB og mun fyrr en síðar reka
á fjörur Íslands. Til upprifjunar stóð m.a. í áliti Samtaka iðn-
aðarins á orkupakka 3: „ fjórði orkupakki mun víðtækari [en
orkupakki 3] og því mikilvægt að áhersla verði lögð
á að halda þar á lofti hérlendri sérstöðu, s.s. hvað
varðar endurnýjanlega orkugjafa.“ Við innleiðingu
orkupakka 3 var íslenskum lögum breytt til sam-
ræmis við kröfur ESB svo innleiðingin stæðist.
Eyjólfur Ármannsson lögfræðingur varaði við
lagasetningunni í kringum orkupakka 3. Sagði
hann m.a. í grein í Kjarnanum þar sem hann svar-
aði einum fylgjenda orkustefnu ESB: „EFTA-ríkin
geta ekki sett lagalega fyrirvara við upptöku ESB-
gerða í landsrétt. Það væri andstætt markmiðum
EES-samstarfsins og myndi það falla um sjálft sig
tækju ríkin upp á því. Lagalegur fyrirvari verður
einungis gerður í ákvörðun sameiginlegu EES-
nefndarinnar.“
Ljóst er að hafi ESA sitt fram um að lög ESB gangi fram-
ar landslögum gildir einu hvaða lög íslensk stjórnvöld setja
um þau mál sem löggjöf ESB nær til svo sem það sem inn-
leitt hefur verið varðandi orkumál.
Líkt og þingmenn Miðflokksins ásamt sérfræðingum í
lögum, orkumálum o.fl. bentu á aftur og aftur í tengslum við
orkupakka 3 mátti alls ekki innleiða orkupakkann í íslensk
lög því með því væri verið að gefa ESB/ESA aukið færi á að
seilast í íslenska löggjöf.
Kröfur ESA um að lög ESB gildi framar íslenskum lögum
eiga því jafnt við um orkumál og önnur mál sem innleidd eru
á grundvelli samþykkta sameiginlegu EES-nefndarinnar.
Lög ESB framar íslenskum lögum
Höfundur er þingmaður Suðvesturkjördæmis og varafor-
maður Miðflokksins. gunnarbragi@althingi.is
Gunnar Bragi
Sveinsson