Morgunblaðið - 07.10.2020, Page 14
Nú á dögunum
fjallaði Viðskiptablaðið
um launahækkanir for-
stjóra opinberra hluta-
félaga og stofnana á síð-
ustu fjórum árum eða
frá því að þeir fengu á
nýjan leik rétt til þess
að semja um eigin laun.
Þá var sérstaklega
nefnt að laun forstjóra
Isavia hafa hækkað um
87,5% frá árinu 2016 en
í krónum talið er það hækkun um
tæpar 1,4 m.kr. á mánuði, frá tæpum
1,6 m.kr. yfir í tæpar 3 m.kr. Þá hafa
laun forstjóra Íslandspósts hækkað
um 56% á sama tíma en þau voru
rúmar 1,4 m.kr. á mán-
uði árið 2016 en eru nú
rúmar 2,2 m.kr. og hafa
því hækkað um rétt
rúm átta hundruð þús-
und á mánuði. Báðir
forstjórar hafa sum sé
hækkað í launum um
ígildi þó nokkurra
þeirra lágmarkslauna
sem lífskjarasamning-
arnir kveða á um nú
2021 en tvísýnt er að
verði efndir. Og þá
vaknar spurningin
hvort þessar hækkanir
geti talist eðlilegar fyrir stjórnendur
ríkisfyrirtækja.
Það er freistandi að hugsa til
hækkana launa forstjóra á almenna
markaðnum til samanburður, að nota
prósentuhækkanir hjá hinum eða
þessum á sama tímabili til þess að
skýra eða réttlæta þessar launa-
hækkanir. En slíkt er ekki mjög góð-
ur samanburður því að fyrirtækjum á
almenna markaðnum, það er að segja
fyrirtækjum í eigu einkaaðila, er að
sjálfsögðu frjálst að nýta eða sólunda
sínu fé eftir eigin hentisemi og því
kann að vera að þar sé ekki verið að
nýta samningsstöðu sína til fulls í öll-
um tilfellum og laun forstjóra séu
óþarflega rúm. En þar sem um ræðir
ríkisfyrirtæki á að vera mjög skýr
krafa um að ríkið nýti sér sína samn-
ingsstöðu og vinni þannig á skilvirkan
hátt fyrir eigendur sína, fólkið í land-
inu.
Önnur freistandi skýring er að
spyrja sig hvort forstjórarnir afkasti
svo mikið meira nú en þeir gerðu árið
2016 eða þeir séu farnir að vinna
myrkranna á milli? En jafnvel ef þeir
gerðu það, ætti það nokkru að skipta?
Ég held að það væri að minnsta kosti
erfitt að sannfæra sjúkraliðana uppi á
Landspítala, vinnandi aukakvöldvakt-
ir með sífellda undirmönnun, eða
kennarana sem hafa lokið fimm ára
háskólanámi um að fjórföld lágmarks-
laun geti ekki dekkað vel ríflega 40
klukkustunda vinnuvikur og umtals-
vert starfsálag og ábyrgð.
Svo við komum loks að því eina sem
skiptir hér máli, en það er hver er
samningsstaða ríkisins gagnvart for-
stjórunum? Það liggur beinast við að
byrja á tilfellinu hvað hefði gerst ef
ríkið hefði neitað að hækka laun for-
stjóranna um krónu? Ef ríkið er hart í
afstöðu sinni hafa forstjórarnir kost-
ina að sætta sig við laun upp á 1,4-1,6
m.kr. eða freista gæfunnar annars
staðar. Er líklegt að þessir forstjórar
séu svo eftirsóttir að þeir geti labbað
inn í 2-3 m.kr. störf annars staðar á
Íslandi? Er keppst við að ná þeim úr
starfi hjá ríkinu og til einkaaðila, nú
eða til rekstrar erlendra flugvalla og
póststofnana? Þó að ég leyfi mér að
efast um það þá er mikilvægari
spurningin sú hvort ekki sé hægt að
finna aðra hæfa aðila til að vinna þessi
störf fyrir u.þ.b. 1,5 m.kr. á mánuði,
nú eða jafnvel minna. Mögulega eru
þessir forstjórar með svo sérhæfða
þekkingu að það sé erfitt að finna
hentugan eftirmann, en þá vill það
þeim því miður ekki til meira happs
en svo að það styrkir samningsstöðu
þeirra lítið þar sem það eru jú ekki
mörg stór fyrirtæki hér á landi í ná-
kvæmlega þeirra bransa, en það gæti
vissulega tryggt þeim starfið áfram í
öllu falli. Nema jú að það sé mikil er-
lend eftirspurn eftir þeim fyrir svim-
andi upphæðir, en væri það ekki kom-
ið fram nú þegar eða þeir sennilega
frekar búnir að þiggja þau boð?
Hvort sem lendingin hefði átt að
vera engar launahækkanir eða eitt-
hvað hærri þá tel ég að raunverulega
lendingin sýni svart á hvítu að ríkið
virðist alltaf tilbúnara að nýta sér
samningsstöðu sína af mun meiri
krafti gegn lág- og millilaunahóp-
unum fremur en þeim sem eru í efri
lögunum. Þetta misræmi og þessi
ófagmennska er óþolandi og á ekki að
líðast, ríkið á ekki að fá að hafa mis-
munandi leikreglur fyrir Jón og séra
Jón. Launahækkanir þessara tveggja
forstjóra, um 2,2 m.kr. samanlagt,
hefðu dugað fyrir um 3-4 ágæt-
isstörfum og það munar nú um minna
í landi með fjársvelt heilbrigðiskerfi
og stóra lægð í efnahagsmálum. Get-
ur þú, lesandi góður, gert þér í hug-
arlund hversu mörg störf til viðbótar
væri hægt að greiða fyrir eða hvað
mætti lækka skatta um ef ríkið ætti
ekki neina vildarvini?
Eftir Hauk Viðar
Alfreðsson »Hver er samnings-
staða ríkisins gagn-
vart forstjórunum?
Haukur Viðar
Alfreðsson
Höfundur er viðskiptafræðingur og
doktorsnemi í hagfræði.
Er samningsgeta ríkisins engin þegar
kemur að forstjórum ríkisstofnana?
14 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 2020
FERSKT OG GOTT PASTA
TILBÚIÐ Á ÖRFÁUM MÍNÚTUM!
Þær hafa ekki farið
fram hjá mér auglýs-
ingarnar þar sem Al-
þingi virðir
niðurstöður atkvæða-
greiðslu 20. október
2012 þar sem u.þ.b.
2/3 þátttakenda sam-
þykktu að þetta
plagg, sem unnið
hafði verið, yrði lagt
til grundvallar nýrri
stjórnarskrá fyrir Ísland.
Það var kosningaloforð sem
hljómaði vel á vormánuðum 2009.
Eftir frekar brokkgengt ferli, sem
ekki verður rakið hér, var síðan
umrætt plagg borið til kosninga.
Samkvæmt gildandi lögum og
þrátt fyrir að undir 50% kosn-
ingabærra manna samþykktu með
u.þ.b. 2/3 atkvæða virtist, þegar á
hólminn var komið, ekki mikill
áhugi hjá norrænu velferð-
arstjórninni að gera neitt frekar
og málinu stungið ofan í skúffu.
Það er nú svo að núverandi
stjórnarskrá er ekki
meitluð í stein og
gæti alveg hugs-
anlega þurft á ein-
hverjum uppfærslum
að halda. Því er hald-
ið fram að 80% af
gömlu stjórn-
arskránni séu í þeirri
nýju. Ég ætla ekki að
vefengja það. Að
breyta stjórnarskrá
er vandasamt verk og
verður ekki gert á
einni viku eða svo.
Það er skýrt í núverandi stjórn-
arskrá hvernig eigi að breyta
henni. Mörg lönd hafa farið flatt á
að hringla of mikið með stjórn-
arskrá landsins. Nú þegar eru
nærri átta ár síðan áhuginn hjá
þáverandi stjórnvöldum var lítill
sem enginn. Þó að stutt hafi verið
eftir af kjörtímabilinu hjá rík-
isstjórninni hefði vel verið hægt
að hefja vinnu við að kanna kosti
og galla tillagna að stjórn-
arskránni. Á þessum tíma voru
mikil umbrot í þjóðfélaginu eftir
hrun sem varð fjórum árum áður.
Hin norræna velferðarstjórn var í
óðaönn að henda fólki út af heim-
ilum sínum, gera upptæk fyrir-
tæki sem ekki voru rekin af
mönnum þeim þóknanlegum og
vantaði að geta beint athyglinni
að einhverju öðru. Það má því al-
veg segja að þetta fólk sem samdi
hina nýju stjórnarskrá hafi verið
haft að fíflum.
Í framhaldi af þessum auglýs-
ingum lagðist í ég rannsókn-
arvinnu um hvaða afstöðu ég ætti
að taka. Ætti ég að styðja nýja
stjórnarskrá eða mæla gegn
henni? Það kom fljótt í ljós að sá
eða þau sem skrifuðu textann að
þessum auglýsingum virðast ekki
vaða staðreyndir neitt sérlega
djúpt. Ég veit ekki og ætla ekki
að leggja mat á það hér hvort um
sé að ræða vanþekkingu eða bara
að hafa það sem betur hljómar.
Á vefsíðunni www.stjorn-
arskrarfelagid.is er að finna mikið
af upplýsingum um hina nýju
stjórnarskrá. Það hvarflaði að
mér stundum við lestur hvort höf-
undarnir þekktu ekki núgildandi
stjórnarskrá! Það sem varð
kveikjan að þessum pistli var hins
vegar það sem ég fann ekki (vin-
samlega bendið mér á ef það hef-
ur farið framhjá mér); það er lög-
fræðilegt mat á þeim tillögum
sem lagðar voru fram.
Mér finnst einkennilegt á öllum
þeim tíma sem liðinn er og þrátt
fyrir áhuga margra á uppfærslu á
stjórnarskránni að enginn skuli
hafa komið fram með hlutlausar
lagaskýringar, sem eru forsenda
þess að ég geti tekið upplýsta
ákvörðun byggða á þekkingu um
hvort ég mæli með eða á móti.
Mér finnst nauðsynlegt að
stjórnarskrárfélagið leggi í þá
vinnu að svara eftirfarandi: Fyrir
hverja er greinin sem breytist þó
ekki sé nema um eitt orð. Þessar
breytingar þarf að yfirfara af
hlutlausum lögfræðingum.
1. Hvaða lögum þarf að breyta
eða fella úr gildi vegna viðkom-
andi breytingar?
2. Hver má gera ráð fyrir að
áhrifin verði af þeirri breytingu
fyrir fólkið í landinu, fyrirtækin,
stofnanir og frjáls félagasamtök?
3. Hlutlaus greinargerð um
breytinguna, kosti og galla og af
hverju ætti að setja þessa breyt-
ingu inn.
Félagið gæti hafið söfnun á
www.karolinafund.com fyrir þeim
kostnaði að gera þessa skýrslu og
birt á vefsíðu sinni, jafnframt
opnað á möguleika fyrir leika sem
lærða að tjá sig á málefnalegan
hátt.
Ég trúi ekki öðru en Stjórn-
arskrárfélagið vilji gefa fólki kost
á að taka upplýsta ákvörðun
byggða á þekkingu og stað-
reyndum en ekki einhverjum út-
jöskuðum frösum.
Opin beiðni til Stjórnarskrárfélagsins
Eftir Kristin
Þ. Sigurjónsson »Ég trúi ekki öðru en
Stjórnarskrár-
félagið vilji gefa fólki
kost á að taka upplýsta
ákvörðun byggða á stað-
reyndum en ekki ein-
hverjum frösum.
Kristinn Þ. Sigurjónsson
Höfundur er bílstjóri.
Ef ríkissjóður verður rekinn með halla næstu
tíu árin, og peningarnir sem búið var að safna
halda áfram að flæða burt hraðar en vatnið úr
niðurfallinu í sturtunni, þá er lán að peninga-
stefnunefndin hafði vit á að lækka vexti niður
fyrir raunávöxtun, svo að stjórnin hefur frítt
spil til að spreða og negúsera með bankapen-
inga þjóðarinnar meðan óverðtryggði sparnaðurinn fuðrar upp. Þeir sem
héldu sig við verðtryggða sparnaðinn af gömlum vana halda kannski að þeir
séu á sléttum sjó en trú mér til, ríkið nær að krafsa þar líka. Það má alltaf
finna til nýja skatta.
Það virðast einhverjar hagfræðitilraunaæfingar í gangi þar sem veðjað er
á að fást við kreppuna með auknu atvinnuleysi og innviðalagfæringum, sem
ekki auka verðmætasköpun í bráð, í stað þess að láta krónuna síga og setja á
fulla ferð.
Það er blóðugt að nota ekki gengið, úr því að við eigum þessa þjálu mynt.
Þeir gætu öfundað okkur í ESB. En hvað sem gert er eða ekki – eftir
hundrað ár skiptir það engu máli.
Sunnlendingur
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Á hverfanda hveli