Morgunblaðið - 07.10.2020, Síða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 2020
✝ SigríðurGrímsdóttir
fæddist í Reykjavík
5. febrúar 1934.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Eir
27. september
2020.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Grímur Grímsson,
f. í Reykjavík 1893,
d. 1959, og Guðrún
Guðbjartsdóttir frá Ísafirði, f.
1897, d. 1973. Hún átti tvær
systur, Kristínu Maríu, f. 1931,
og Gyðu, f. 1935, þær eru báðar
látnar. Eldri bróðir þeirra sam-
feðra var Björgvin, f. 1914, einn-
ig látinn.
Sigríður ólst upp ásamt systr-
um sínum á Bragagötu 36 í
þeirra eru: 1) Guðrún Ólafs-
dóttir, f. 1959, maki Steinar
Stefánsson, dætur þeirra eru: a)
Sigríður Rún, maki Fannar
Freyr Helgason, dætur þeirra
eru Guðrún Klara og Arndís
Hekla. b) Dagbjört, maki Davíð
Snorri Jónasson, börn þeirra
eru Karitas Ellen og Björgvin
Steinar, fyrir átti Steinar dótt-
urina Esther Íri.
2) Óli Svavar Ólafsson, f.
1961, synir hans eru: a) Andri
Freyr, móðir Steinunn Guð-
björnsdóttir, b) Emil, c) Tumi og
d) Sölvi, móðir þeirra er Mar-
grét Ragnarsdóttir.
3) Hafþór Ólafsson, f. 1963,
maki Áslaug Leifsdóttir. Dóttir
hans er: a) Júlía, maki Aðal-
steinn Ragnarsson, sonur þeirra
er: a) Ragnar Aðalsteinsson.
Móðir Júlíu er Nína Njálsdóttir.
Seinni eiginmaður Sigríðar
var Torfi Ingólfsson, f. 1930,
þau skildu.
Útför Sigríðar fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag,
7. október 2020, kl. 13.
Reykjavík þar sem
þau bjuggu alla tíð.
Eftir almenna
skólagöngu starf-
aði hún við ýmis
störf, afgreiðslu-
störf t.d. í Björns-
bakaríi við Ingólfs-
torg, einnig vann
hún um tíma í eld-
húsi við Héraðs-
skólann á Laugar-
vatni, tók að sér að
gæta barna o.fl. Á barna-
skólaárum barna sinna var hún
heimavinnandi. Lengsta starfs-
feril sinn átti hún svo við að-
hlynningu á sjúkrahóteli Rauða
krossins eða í rúm 20 ár.
Sigríður giftist árið 1958
Ólafi Lárussyni bifvélavirkja, f.
1930, d. 1998, þau skildu. Börn
Til mömmu:
Þú ert gull og gersemi
góða besta mamma mín.
Dyggðir þínar dásami
eilíflega dóttir þín.
Vandvirkni og vinnusemi
væntumþykja úr augum skín.
Hugrekki og hugulsemi
og huggun þegar hún er brýn.
Þrautseigja og þolinmæði
- kostir sem að prýða þig.
Bjölluhlátur, birtuljómi,
barlóm lætur eiga sig.
Trygglynd, trú, já algjört æði.
Takk fyrir að eiga mig.
(Anna Þóra)
Nú ert þú laus frá þrautum og
ég trúi því að í „Sumarlandinu“
hafi verið fagnaðarfundir. Fjöl-
skyldan af Bragagötunni samein-
uð á ný. Við sem eftir erum yljum
okkur við góðar minningar.
Hvíldu í friði, elsku mamma
mín, þú munt ávallt eiga stóran
stað í hjarta mínu.
Elska þig.
Þín
Guðrún.
Elsku amma mín. Þú hefur
verið stór hluti af lífi mínu frá því
ég fæddist, ótal margar skemmti-
legar minningar sem rifjast nú
upp þegar þú ert farin. Þú varst
alltaf svo fín og vel tilhöfð, nýbúin
í lagningu, með nýlakkaðar negl-
ur, fallega skartið þitt og ekki má
gleyma varalitnum sem fór svo
vel með brosinu og smitandi
hlátrinum þínum – sérstaklega
þegar þið systurnar voruð sam-
ankomnar. Þá var extra
skemmtilegt.
Fyrstu minningar mínar eru
úr Skipholtinu hjá ykkur Torfa
afa. Þar fórum við í að fela hlut
eða horfa á Hemma Gunn-þætti á
vhs sem þið höfðuð tekið upp. Það
er mér svo minnisstætt þegar ég
var í heimsókn rétt fyrir jól og þú
bentir út um eldhúsglugganum í
átt að Esjunni og sagðir mér að
þarna byggju jólasveinarnir. Ég
hélt þú hefðir bent á stóra hvíta
húsið hinum megin við götuna
sem var Valhöll, hús sjálfstæðis-
manna. Þér fannst það svo brjál-
æðislega fyndið að ég væri að
kalla sjálfstæðismenn jólasveina
að þú leiðréttir mig ekki fyrr en
mörgum árum seinna. Við rifjuð-
um þetta upp fyrir ári þegar ég
fór með þér til læknis í þessu
húsi. Þér fannst það enn þá „bil-
aðslega“ fyndið.
Þegar þú fluttir í Jöklaselið
varstu komin í hverfið okkar, þá
var lítið mál að rölta yfir í heim-
sókn og fá heitar pönnukökur og
kókómjólk með extra miklu nes-
quick. Ég kom líka stundum í
Jöklaselið þegar sjónvarpið eða
dvd-spilarinn var að stríða þér.
Ég þurfti kannski bara aðeins
fikta í snúrunum eða ýta á nokkra
takka en þú kallaðir mig alltaf
tæknisérfræðinginn þinn.
Hreinskilnin var einn af þínum
allra mestu og bestu kostum því
þú sagðir nákvæmlega það sem
þér fannst og varst óhrædd við
það en þú móðgaðir aldrei neinn,
allavega ekkert alvarlega. Þegar
ég var unglingur fannst mér þú
stundum aðeins of hreinskilin
þegar þú gerðir grín að götóttum
gallabuxunum eða magabolunum
sem ég gekk í. Er þetta móðins
núna, Dagbjört, ég trúi ekki að
þú hafir keypt þér götótt föt. Svo
hristirðu bara hausinn og fórst að
hlæja og bauðst til að laga götin.
Síðastliðin ár varstu á Eir þar
sem þú fékkst lítið herbergi þar
sem þú gast verið aðeins út af
fyrir þig þegar þú vildir en fé-
lagsveran amma mín var nú oft-
ast frammi með hinum íbúunum.
Það var alltaf gaman að koma í
heimsókn og Karítas fannst sér-
staklega gott að koma til löngu
sem átti alltaf súkkulaðirúsínur
eða hafði unnið góðan kexpakka í
bingói. Rúsínurnar og kexið var
fljótt að klárast og þú gerðir bara
grín – já já, borðið þetta áður en
Óli Svavar kemst í þetta.
Allt fram á seinasta dag varstu
að spyrja um fólkið þitt, vildir fá
fréttir og skoða myndir sem
mamma var svo dugleg að sýna
þér. Ég er þakklát fyrir að þú
náðir að koma í skírnina til
Björgvins Steinars í janúar á
þessu ári, auðvitað í þínu fínasta
pússi. Ég ætla að vera dugleg að
segja Karítas og Björgvini sögur
af þér, gefa þeim súkkulaðirús-
ínur og ís og jafnvel held ég sög-
unni um jólasveinana í Valhöll á
lofti. Þú fylgist með hvernig mér
tekst til.
Guð geymi þig, amma mín. Ég
elska þig.
Þín
Dagbjört.
Minningarnar eru óteljandi
um þig, elsku amma, og ég veit
ekki hvar ég á að byrja, enda hef-
ur þú verið stór hluti af mínu lífi
alla tíð. Ég man eftir mér sem
barn hjá ömmu Siggu þar sem
allt mátti, allt þitt var mitt líka.
Þannig eignuðust gamlir ballskór
af ömmu, veski og perlufestar
nýtt líf í leik okkar systra. Píanó-
spiladósin sem var alls ekki leik-
fang var trekkt aftur og aftur.
Ömmulyktin og hlýjan alltum-
vefjandi. Svo skrítið hvernig rist-
að brauð smakkaðist best hjá
ömmu Siggu. Kannski var það
kakómaltið sem var alltaf drukk-
ið með eða notaleg nærvera
sönglandi ömmu sem gerði það
að verkum að ég man þetta svona
vel. Þegar ég hugsa út í það þá
finnst mér þessi litli hversdags-
legi hlutur lýsa þér og þínum við-
horfum svo vel. Nægjusemi og
hæfileikinn til að njóta líðandi
stundar.
Þegar ég var heima í fæðing-
arorlofi komst þú reglulega í
heimsókn til okkar mæðgna, oft
með nýbakað bananabrauð og
mikið sem það var notalegt. Þú
fylgdist alltaf vel með okkur fjöl-
skyldunni, hvernig gengi í vinnu
og tómstundum. Spurðir hreint
út um hlutina og maður bjóst
aldrei við neinu öðru en hrein-
skilnum svörum eða athuga-
semdum. Hugsaðir sennilega
upphátt í einhverjum tilfellum,
t.d. þegar þú gast ekki orða
bundist þegar við Fannar skipt-
um um ljósaperu fyrir þig, þá
fannst þér samvinna okkar eitt-
hvað sem þyrfti að skrifa um.
Svona smáhlutir sem enginn ann-
ar tekur eftir og hvað þá hefur
orð á, nema þú. Þér var mikið í
mun að við ættum gott og frið-
sælt fjölskyldulíf. Þú dáðist að
langömmustelpunum, þá þurftir
þú ekki að segja neitt, það sást
langar leiðir hvað það gaf þér að
sjá þínu fólki ganga vel og takast
á við verkefnin sem lífið gefur eitt
af öðru.
Hingað til hefur þú verið stór
partur af öllum tímamótum í
mínu lífi og er einna eftirminni-
legast þegar þú varst viðstödd
brúðkaupið okkar Fannars. Það
var einn af hápunktum dagsins
að sjá þig þegar kirkjudyrnar
opnuðust. Sú minning er ein sú
skærasta og ég veit hvað þér
þótti vænt um þessa stund líka.
Það er komið að kveðjustund,
elsku amma mín. Ég er innilega
þakklát fyrir okkar síðasta sam-
tal. Þú sagðir mér að þú værir
tilbúin til að kveðja og baðst mig
að gráta ekki því það væri svo
margt í lífinu til að gleðjast yfir.
Þannig varst þú, glaðlynd og áttir
auðvelt með að sjá það gleðilega í
amstri hversdagsins. Amma allt-
af svo fín, með bleikan varalit og
lakkaðar neglur. Þannig mun ég
alltaf muna þig.
Ég er þakklát fyrir allan tím-
ann sem ég fékk með þér og fyrir
allt sem þú gafst mér. Innileg
hlátursköst upp úr þurru, söng-
urinn og gleðin, væntumþykjan
og stoltið, nægjusemin og örlæt-
ið. Einstakir mannkostir sem þú
hafðir að geyma sem kenna okk-
ur sem áttum þig að svo margt.
Ég kveð þig með þakklæti,
amma mín.
Guð geymi þig.
Þín
Sigríður Rún.
Elsku Sigga frænka. Nú er
komið að kveðjustund. Ég trúi
því að það hafi verið fagnaðar-
fundir þegar þú og systur þínar
hittust á ný. Þið voruð svo góðar
vinkonur allar þrjár. Nú eruð þið
sameinaðar aftur. Þú varst ein af
mínum uppáhaldsfrænkum. Þú
varst mér svo kær og áttum við
einstakt samband sem ég ætla
alltaf að muna eftir. Ég er þakk-
lát fyrir allar okkar samveru-
stundir. Eftir að ég eignaðist fjöl-
skyldu fylgdist þú alltaf vel með
börnunum mínum og spurðir
frétta af þeim. Ég á eftir að sakna
þess að heimsækja þig en hugga
mig við allar þær góðu minningar
sem ég á um okkur tvær.
Hvíl í friði, elsku Sigga.
Þín frænka,
Guðrún Rut.
Elsku Sigga frænka okkar er
látin. Það er margs að minnast og
margt ber að þakka. Þær systur,
þríeykið af Bragagötunni Kristín
María mamma okkar, Sigga í
miðjunni og Gyða yngst, fengu
gott uppeldi hjá foreldrum sínum
þeim Grími Grímssyni og Guð-
rúnu Guðbjartsdóttur. Þegar
þær sögðu okkur sögur úr æsku
kom alltaf ákveðinn glampi í augu
þeirra. Við eigum sendibréf sem
mamma okkar sendi sinni
mömmu. Bréf frá þeim tíma sem
þær voru í sveit á Skálpastöðum í
Lundarreykjadalnum. Bréfin
fjalla meira og minna um hvað
Sigga var að bralla, mamma var
uppteknari af því en hvað hún
sjálf dundaði sér við. Þær voru
mjög samrýmdar sem gerði það
að verkum að Sigga frænka varð
stór hluti af lífi okkar. Nú eru
þær allar komnar saman í sum-
arlandið og við erum alveg
öruggar með það að þær eru
byrjaðar að skipuleggja eitthvað
og hlæja saman. Minningarnar
standa eftir og gott er að ylja sér
við þær. Hvort sem rifjuð eru upp
jólaboðin, fyrst hjá ömmu Guð-
rúnu á Bragagötunni og síðar hjá
þeim systrum til skiptis, spilað á
píanó og sungið, alltaf líf og fjör.
Lögin hans Fúsa í sérstöku uppá-
haldi sungin af Elly og Vilhjálmi
og sú tónlist mun án efa kalla
fram minningar tengdar systrun-
um og Siggu frænku. Þær ferð-
uðust mikið saman, bæði innan-
lands og utan, leigðu sér
sumarbústaði, fóru til Stellu
frænku til Ameríku nokkrum
sinnum og lentu í ótrúlegum æv-
intýrum sem við munum halda
áfram að rifja upp og hlæja að.
Síðustu árin bjó Sigga á hjúkr-
unarheimilinu Eir og í heimsókn-
um okkar þangað tók hún okkur
alltaf fagnandi og það var gott að
sjá hana og spjalla um lífið og til-
veruna. Hún spurði út í börnin
okkar og fjölskyldur, mundi öll
nöfnin og var ótrúlega glögg
fram á síðasta dag. Nú er komið
að kveðjustund og þar með er
ákveðnum kafla lokið en myndir
og minningar hjálpa til við að
halda minningu Siggu frænku á
lofti. Guðrúnu, Óla og Hafþóri og
öllum í fjölskyldum þeirra vott-
um við innilega samúð. Minning-
in um elskulega móðursystur lifir
um ókomna framtíð.
Guðrún Ellen og Hrafnhildur.
Sigríður
Grímsdóttir
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
GUÐMUNDUR HANNESSON,
viðskiptafræðingur og endurskoðandi,
Silungakvísl 2, Reykjavík,
lést á heimili sínu fimmtudaginn
24. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Ester Jóhanna Adamsdóttir
Hannes Adam Guðmundsson
Halldór Fannar Guðmundsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR GUÐNÝ PÁLSDÓTTIR,
Blönduósi,
lést fimmtudaginn 1. október á
Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi.
Útförin fer fram frá Blönduóskirkju föstudaginn
9. október kl. 14.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða einungis nánustu
ættingjar og vinir viðstaddir en hægt verður að nálgast
upplýsingar um streymi á Facebook-síðu Blönduóskirkju.
Páll Ingþór Kristinsson Guðrún Kristófersdóttir
Bjarni Kristinsson Pálína Bergey Lýðsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför
KOLBRÚNAR SÆVARSDÓTTUR
héraðsdómara,
Grænuhlíð 4, Reykjavík.
Eva Guðrún Gunnbjörnsd. Örn Elvar Arnarson
Stefán Kristján Gunnbjörns.
Steinunn Margrét Larsen Páll Jóhannsson
Johannes Arnar Larsen Rannveig Skúla Guðjónsdóttir
Friðrik Rafn Larsen Íris Mjöll Gylfadóttir
Linda Rut Larsen Eiður Ingi Sigurðarson
Freyja Guðrún Mikkelsdóttir, Eldgrímur Kalmann
og Gunnbjörn Ernir Atlas Arnarsynir
Minning þín er mér ei
gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Það er með miklum söknuði að ég
kveð ástkæru vinkonu mína
Hrafnhildi Garðarsdóttur sem
lést eftir harða baráttu við illvígt
krabbamein. Elsku Habba var
einstök í öllu sem hún tók sér fyr-
ir hendur, hún lifði lífinu lifandi,
let sjúkdóminn ekki stoppa sig og
naut lífsins á meðan kraftar ent-
ust. Habba sýndi einstakt æðru-
leysi í sinni baráttu frá fyrsta
degi, hún er einstök fyrirmynd
okkar sem eftir sitja, hún sýndi
mikið hugrekki og kjark. Hrafn-
hildur var mikil kjarnakona, val-
kyrja án frekju. Hún var undur-
fögur utan sem innan og með
henni var ljós og kraftur sem
ekki er öllum gefið. hún var eld-
klár, tók hvert verkefni sem
henni var fært með skynsemi og
eljusemi. Hrafnhildur gaf mikið
frá sér og sagt er að kærleikurinn
sem þú gefur er jafn kærleikan-
um sem þú færð til baka. Þetta
hefur verið auðsýnilegt i baráttu
Hrafnhildar, fjölskyldan og vinir
umlyktu hana af kærleik, ast og
vináttu sem gáfu henni styrk i
Hrafnhildur
Garðarsdóttir
✝ HrafnhildurGarðarsdóttir
fæddist 9. mars
1962. Hún lést 17.
september 2020.
Jarðarförin fór
fram 2. október
2020.
hennar baráttu og
hún var aldrei ein.
Ég er þakklát
fyrir nútímasam-
félagsmiðla sem
gerðu okkur Höbbu
Það kleift að vera i
nánu sambandi og
stundum daglega á
meðan á sjúkrahús-
dvöl hennar stoð sl.
mánuði þó að á milli
okkar séu þúsundir
kílómetrar færði Það mig nær
henni. Það var einstakt að hún
kvartaði aldrei eða vorkenndi
sjálfri sér þó að aðstæður hennar
væru afar erfiðar. Elsku Sigur-
jón hefur staðið eins og klettur
við hlið hennar, ekki bara i Þessu
verkefni heldur alla lífsleið
Þeirra. Af ollu því góða sem
Habba skilur eftir sig eru börnin
hennar Það besta. Sem moðir var
hún einstök og börnin munu bera
sóma hennar i framtíðinni.
A Þessari kveðjustund er ég
fyrst og fremst fyllt Þakklæti,
Þakklæti fyrir samveruna með
Hrafnhildi og hennar fjölskyldu.
Ég á svo margar fallegar minn-
ingar sem ég mun geyma með
mer og rifja upp á goðum stund-
um. Hrafnhildur er nú laus úr
viðjum sjúkdómsins og dvelur nú
i Himnaríki.
Elsku Sigurjón, Garðar Hrafn,
Kristinn og Hanna Jóna, tengda-
börn, Erla og systkin, okkar inni-
legustu samúðarkveðjur, megi al-
góður Guð gefa ykkur styrk á
þessum erfiðu tímum.
Far þú í friði elsku vinkona.
Þar til við hittumst á ný.
Esther Sigurðardóttir
Cadillac.