Morgunblaðið - 07.10.2020, Blaðsíða 23
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 2020
Handknattleiksmaðurinn Kristján
Örn Kristjánsson, sem gekk til liðs við
franska félagið Aix frá ÍBV í sumar,
hefur farið gríðarlega vel af stað með
nýja liðinu. Hann skoraði sjö mörk í
fyrstu umferðinni gegn Frakklands-
meisturum París og var aftur drjúgur í
gær í 27:21-sigri á Istres í annarri um-
ferðinni.
Kristján var markahæstur í liði Aix,
skoraði sex mörk úr sjö skotum, og er
hann því samanlagt búinn að skora 13
mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum.
Kristján er eini íslenski leikmaðurinn í
frönsku 1. deildinni í vetur en mark-
vörðurinn Grétar Ari Guðjónsson leik-
ur með Nice í 2. deild.
Slóvenski knattspyrnudómarinn
Damir Skomina mun dæma leik Ís-
lands og Rúmeníu í undanúrslitum
umspils um laust sæti á EM næsta
sumar. Skomina er talinn vera á meðal
bestu dómara í heiminum í dag og er
mjög reyndur en hann er 44 ára gam-
all.
Skomina dæmdi úrslitaleik Liverpool
og Tottenham í Meistaradeild Evrópu í
Madríd á síðasta ári og þá var hann
með flautuna þegar Ísland vann 2:1-
sigur gegn Englandi í sextán liða úr-
slitum EM í Nice í Frakklandi 2016.
Ítalska knattspyrnufélagið Inter
Mílanó hefur hafnað þremur tilboðum
í danska landsliðsmanninn Christian
Eriksen og virðist staðráðið í að halda
honum, jafnvel þótt hann eigi ekki
sæti í byrjunarliðinu. Eriksen gekk til
liðs við Inter frá Tottenham á Englandi
í janúar en hefur síðan þá verið not-
aður heldur sparlega af þjálfaranum
Antonio Conte. Gazzetta dello Sport
segir að franska stórliðið París St.
Germain hafi viljað fá kappann að láni
en Atlético Madríd og Hertha Berlín
séu einnig áhugasöm.
Eftir að hafa sigrað á Sanderson
Farms-mótinu í PGA-mótaröðinni í
golfi á sunnudagskvöld hefur Spán-
verjanum Sergio Garcia tekist að
vinna mót í stærstu mótaröðunum á
þremur mismunandi áratugum.
Hefur honum auk þess tekist að vinna
mót á hverju ári í annaðhvort PGA-eða
Evrópumótaröðinni í áratug. Eftir
slæmt gengi á árinu hristi Garcia af
sér slenið og lék á 19 höggum undir
pari á mótinu í Mississippi.
Xherdan Shaqiri, leikmaður enska
knattspyrnufélagsins Liverpool, er
með kórónuveiruna en þetta staðfesti
svissneska knattspyrnusambandið í
gær. Shaqiri mun því ekki taka þátt í
landsleikjum
Sviss í þessu
landsleikjahléi
en liðið mætir
Króatíu í vin-
áttulands-
leik í dag og
svo Spáni
og Þýska-
landi í
Þjóðadeild
UEFA.
Shaqiri er
þriðji leik-
maður Liverpool
sem greinist með
veiruna en bæði
Thiago og Sadio
Mané greindust með
hana í september.
Eitt
ogannað
sæti á EM á næsta ári. Rúmenska
landsliðið er mætt til landsins og
Knattspyrnusambandið var búið að
selja um þúsund miða á leikinn í
samræmi við gildandi lög og reglur í
fyrradag. Fljótt skipast veður í lofti.
Sólarhring síðar var öll framkvæmd
leiksins í uppnámi. Katrín Jak-
obsdóttir forsætisráðherra sefaði
líklega marga í kvöldfréttum Stöðv-
ar 2: „Ég vænti þess að leikurinn
geti farið fram en að við þurfum að
horfa á hann í sjónvarpinu,“ sagði
Katrín. Þá hafði Klara Bjartmarz,
framkvæmdastjóri KSÍ, sagt í sam-
tali við mbl.is að sambandið biði eftir
fyrirmælum frá yfirvöldum.
UEFA greiðir hverju knatt-
spyrnusambandi, sem nær liði á
EM, rúmar níu milljónir evra sem er
um einn og hálfur milljarður króna.
Gæti leikurinn ekki farið fram á
morgun væri þó ekki öll von úti, en
honum hefur nú þegar verið frestað
tvisvar. Í nýrri reglugerð UEFA
segir að hægt sé að fresta umspils-
leikjum alveg fram að Evrópumeist-
aramótinu sjálfu eða til 8. júní á
næsta ári, en mótið hefst þremur
dögum síðar. Þá áskilur sambandið
sér einnig réttinn til að færa leikinn
til annars lands á hlutlausan völl,
gerist þess þörf. Biðin eftir leiknum
hefur hins vegar nú þegar verið ansi
löng.
Von var á rúmenska landsliðinu til
landsins síðdegis í gær eða í gær-
kvöldi. KSÍ þarf í sjálfu sér ekki að
búa til vinnulag vegna fram-
kvæmdar leiksins þar sem það kem-
ur frá UEFA. Voru til dæmis stífar
sóttvarnareglur þegar leikið var
gegn Englandi og Belgíu í síðasta
mánuði.
Hlé á keppni innandyra
Samkvæmt nýju reglunum verða
keppnisviðburðir innandyra ekki
leyfðir, alla vega til 19. október, og
munu sérsamböndin þurfa að gera
hlé á sínu mótahaldi þangað til.
Körfuknattleikssambandið var eitt
þeirra sem fundaði um stöðuna í gær
og má vænta frekari upplýsinga um
stöðuna í dag. Íslandsmótið í knatt-
spyrnu getur væntanlega haldið
áfram en þó eru uppi spurningar um
þau lið sem spila heimaleiki sína í
knattspyrnuhúsum. Úrvalsdeildarlið
HK spilar til að mynda í Kórnum í
Kópavoginum. Þessi mál munu
væntanlega öll skýrast á komandi
dögum.
Sóttvarnir eru handfelldar
Landsleikirnir og Íslandsmótið fara væntanlega fram þrátt fyrir hertar að-
gerðir stjórnvalda Íþróttir innandyra sem krefjast snertingar óheimilar
Morgunblaðið/Eggert
Stuðningur Birkir Bjarnason og íslenska liðið verða ekki aðnjótandi stuðn-
ings Tólfunnar á næstu landsleikjum vegna hertra sóttvarnaaðgerða.
FRÉTTASKÝRING
Kristófer Kristjánsson
kristofer@mbl.is
Íþróttir utandyra verða áfram leyfð-
ar eftir að heilbrigðisráðherra féllst
að hluta til á tillögur sóttvarnalækn-
is um hertar samkomutakmarkanir
á höfuðborgarsvæðinu til að sporna
við útbreiðslu kórónuveirunnar en
þær tóku gildi í dag. Í minnisblaði
Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis
var mælst til að öllu keppnisstarfi í
íþróttum yrði frestað um tvær vikur
og mun það eiga við um íþróttir og
líkamsrækt innandyra sem krefst
snertingar eða mikillar nálægðar
fólks.
Íþróttir utandyra verða hins veg-
ar áfram heimilaðar og örfáir áhorf-
endur leyfðir á hverjum viðburði.
Þeir mega ekki vera fleiri en tuttugu
í hverju rými, skulu bera grímu og
sitja í merktum sætum. Gildistími
þessara takmarkana er til og með
19. október.
Mikið í húfi
Uppi varð fótur og fit í gær þegar
Þórólfur boðaði hertar aðgerðir á
blaðamannafundi almannavarna.
Var farið fram á að öllum viðburðum
á höfuðborgarsvæðinu yrði frestað
næstu tvær vikurnar en á dagskrá
næstu vikuna eru þrír landsleikir
karlaliðs Íslands á Laugardalsvell-
inum. Annað kvöld stendur til að Ís-
land spili við Rúmeníu í umspili um
Lærisveinar Guðmundar Guð-
mundssonar í Melsungen unnu
27:21-sigur á Lemgo í þýsku 1.
deildinni í handknattleik en Arnar
Freyr Arnarsson var í liði heima-
manna. Bjarki Már Elísson skoraði
sex mörk fyrir gestina en Bjarki
varð markakóngur deildarinnar á
síðustu leiktíð.
Alexander Petersson skoraði tvö
mörk og Ýmir Örn Gíslason eitt er
RN Löwen vann 26:24-útisigur á
Ludwigshafen en Löwen og Mel-
sungen hafa unnið báða leiki sína til
þessa. sport@mbl.is
Melsungen og
Löwen byrja vel
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sigur Guðmundur hefur náð í 4 stig
með Melsungen í upphafi móts.
Tveir leikmenn karlaliðs Fjölnis
hafa verið úrskurðaðir í leikbann
og tveir leikmenn kvennaliðs Þrótt-
ar eftir að aga- og úrskurðanefnd
KSÍ kom saman í gær. Hjá Þrótti
eru það Laura Hughes og Sóley
María Steinarsdóttir og
hjá Fjölni þeir Hans Viktor Guð-
mundsson og Grétar Snær Gunn-
arsson. Daði Ólafsson úr Fylki, Pét-
ur Viðarsson FH, Guðjón Pétur
Lýðsson Stjörnunni, Ísak Snær Þor-
valdsson ÍA og Ólafur Örn Eyjólfs-
son HK eru einnig í leikbanni. Öll
eru þau í eins leiks banni.
Níu úrskurðuð í
leikbann í gær
Morgunblaðið/Eggert
Leikbann Daði Ólafsson fékk brott-
vísun í leiknum gegn Breiðabliki.
ÍSLAND
Kristófer Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
Ísland mætir Rúmeníu á Laugardals-
vellinum á fimmtudaginn í umspili
um sæti á EM karla í knattspyrnu á
næsta ári. Íslenska landsliðið hefur
safnað saman vopnum sínum á ný eft-
ir leikina gegn Englandi og Belgíu í
Þjóðadeildinni í síðasta mánuði. Þar
vantaði marga af mikilvægustu og
reyndustu leikmönnum liðsins en á
fimmtudaginn mætum við til leiks
með okkar sterkasta lið.
Þeir Aron Einar Gunnarsson, Gylfi
Þór Sigurðsson, Ragnar Sigurðsson,
Jóhann Berg Guðmundsson, Kol-
beinn Sigþórsson og Alfreð Finn-
bogason koma allir aftur í hópinn og
þá er Birkir Már Sævarson snúinn
aftur eftir að hafa farið á kostum með
Völsurum undanfarið. Það verður að
teljast ansi líklegt að Erik Hamrén
leggi traust sitt á reyndustu leikmenn
liðsins, enda byrjunarliðið frá Evr-
ópukeppninni sögufrægu í Frakk-
landi sumarið 2016 allt saman komið.
„Við höfum náð saman okkar bestu
leikmönnum aftur, eitthvað sem við
gátum ekki í síðustu leikjum,“ sagði
Brynjar Björn Gunnarsson, fyrrver-
andi landsliðsmaður og þjálfari HK í
efstu deild, í samtali við Morg-
unblaðið í gær. „Það var alltaf mik-
ilvægasta atriðið, að menn væru til-
búnir í þennan leik en ekki endilega
fyrir mánuði síðan.“
Að öllum líkindum verður Laug-
ardalsvöllurinn tómur annað kvöld
vegna hertra aðgerða yfirvalda til að
sporna við útbreiðslu kórónuveir-
unnar. Brynjar segir það auðvitað
hafa áhrif, að spila leik af þessari
stærðargráðu fyrir luktum dyrum.
„Heimavöllur, útivöllur, það virðist
ekki skipta máli í dag þegar engir
áhorfendur eru. Það sést bæði á leikj-
unum hérna heima og úti í deildunum
í Evrópu, það virðist draga niður
ákefðina og menn verða aðeins minna
áræðnir án áhorfenda. Þetta breytir
auðvitað ásýnd leiksins í heildina en
þetta er 50/50 úrslitaleikur og okkar
menn láta það ekki á sig fá.“
Það hefur ekki verið mikil end-
urnýjun í landsliðinu undanfarin ár
og hafa mikilvægustu mennirnir ver-
ið þeir sömu. Gylfi Þór og Jóhann
Berg og Kolbeinn hafa verið drjúgir í
sóknarlínunni og þeir Aron Einar,
Ragnar og Kári Árnason mátt-
arstólpar í varnarleiknum. Brynjar
segir það ekki áhyggjuefni út af fyrir
sig, enda eigi bestu leikmennirnir
hverju sinni að spila fyrir landsliðið.
„Þetta er að stórum hluta liðið sem
spilaði á EM en í hvaða formi á end-
urnýjunin að vera? Ef þetta eru okk-
ar bestu leikmenn þá er það bara
þannig. Í landsliði eiga bestu leik-
mennirnir hverju sinni að spila, hvort
sem þeir eru tvítugir eða að verða 37
ára. Aldur á ekki að skipta máli. Þetta
er kannski líka besta blandan okkar,
góðir leikmenn sem þekkja hver ann-
an. Þessi hópur hefur reynst okkur
vel.“
Þá telur Brynjar að lítið verði
hróflað við upplegginu sem hefur
reynst íslenska liðinu vel í gegnum
árin; verjast vel, gera sem fæst mis-
tök og sækja svo hratt þegar tæki-
færi gefst. „Það er það upplegg sem
hefur reynst okkur vel og við erum
góðir í. Við höfum á tímapunktum í
leikjunum farið upp í smá pressu til
að koma liðum að óvörum. En í heild-
ina er öflugur varnarleikur lykillinn
að því að vinna þennan leik á fimmtu-
daginn.“
Þetta er okkar besta blanda
Brynjar Björn segir Ísland tefla fram hópnum sem hefur reynst okkur vel
Morgunblaðið/Hari
Þjálfarinn Erik Hamrén getur valið
úr sínu besta liði á morgun.