Morgunblaðið - 07.10.2020, Blaðsíða 28
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Togarinn Clyne Castle strandaði við
sandrif á Bakkafjöru við Kvíá í
Öræfasveit 17. apríl 1919. Flakið er
á sama stað, en hefur látið mikið á
sjá vegna veðurs. Í lok september
var spili togarans komið fyrir í landi
Hnappavalla vestan Kvíár við hlið-
ina á upplýsingaskilti um togarann
og öðru um skipströnd á suðaustur-
ströndinni. Verið er að útbúa upp-
lýsingaskilti um spilið og verður það
sett á sinn stað innan skamms.
Félagið Bóasson/Clyne Castle
undir forystu Ólafíu Herborgar Jó-
hannesdóttur stóð fyrir fram-
kvæmdunum. Hún sá um hönnun og
samdi textana á skiltin, sem tengj-
ast togaranum, en skiltið um skip-
ströndin er verk Kvískerjabræðra,
sem nutu aðstoðar Sigurgeirs
Skúlasonar kortagerðarmanns og
Ragnars Franks Kristjánssonar,
fyrrverandi þjóðgarðsvarðar.
Ólafía segir að þegar skiltið um
Clyne Castle hafi verið sett upp í
fyrrahaust hafi hún verið ákveðin í
því að bjarga spilinu úr flakinu og
eftir að hafa aflað tilskilinna leyfa
hafi Haukur Gíslason, eigandi
Jökulfells, sem sér um brúarsmíðina
við Kvíá, tekið að sér að flytja spilið
á áningarstaðinn.
Sorgleg saga forfeðranna
„Málið er mér skylt, en föðurafi
minn, Valdór Bóasson, keypti skipið
á strandstað ásamt Jóhanni Hans-
syni.“ Hún rifjar upp að kostnaður
þeirra og erfiði við að reyna að
bjarga nýlegu skipinu hafi reynst
þeim ofviða og þeir gefist upp 14.
ágúst 1923. Valdór hafi notað vél-
bátinn Jennýju við verkefnið og lán-
að bátinn ásamt áhöfn til að flytja
einn þeirra, sem vann við að reyna
að koma togaranum á flot vestur yf-
ir vötnin. Frásögnum beri ekki sam-
an um hvað síðan gerðist, en áhöfnin
hafi verið tekin um borð í breskan
togara og farið með honum til Hull.
Jenný hafi verið skilin eftir í reiði-
leysi og endað uppi í Fossfjöru.
„Lífsbjörgin var farin og mennirnir
voru taldir af.“
Þegar fjölskyldan hafi haldið ætt-
armót á þessum slóðum 2005 segist
Ólafía hafa ásamt öðrum ættingjum
skoðað flakið í sandinum og orðið
heltekin af sögunni. „Við undirbún-
ing ættarmótsins árið áður heim-
sótti ég Kvískerjabræður, sem
höfðu hitt afa minn, sem ég gerði
ekki, og þeir báru honum vel sög-
una. Þá byrjaði ég að grafa upp til-
tækt efni um björgunartilraunirnar
og naut mikillar velvildar hjá Öræf-
ingum og fleirum, fékk meðal ann-
ars styrk frá Kvískerjasjóði og
Menningarstyrk Hornafjarðar til að
vinna að verkefninu, auk þess sem
Reynir Gunnarsson og hans menn
hjá Vegagerðinni voru mér innan
handar. Gísli Jónsson frá Hnappa-
völlum hefur líka veitt mér mikla
aðstoð, alltaf verið til staðar og ver-
ið helsta bakland mitt, rétt eins og
Jóhann Viðar, bróðir minn og eig-
andi Stuðlastáls í Reykjanesbæ.“
Hún segir að styrkirnir standi
straum af verkefninu og er ánægð
með framgang mála. „Þetta er samt
sorgleg saga,“ segir hún og vísar í
Herborgarsögu, bók sem hún skrif-
aði um föðurömmu sína og kom út
2015.
„Spilið er ótrúlega heilt miðað við
að það hefur legið í sandinum í 100
ár,“ heldur Ólafía áfram og leggur
áherslu á tengingu sína við skipið.
„Þetta er saga forfeðra minna og ég
er að ljúka við að hanna skiltið, sem
verður sett við spilið til að útskýra
hvaðan það kemur og hvers vegna
það er þarna.“
Spilið við hlið skiltanna
Systkinin við spilið Ásdís, Jóhann Viðar, Ólafía Herborg og Eðvald.
Minningu togarans Clyne Castle haldið á lofti við Kvíá
Flutningur Haukur Gíslason lagði til menn og tæki við að losa spilið.
Höfðabakka 9, 110 Rvk | Sími 561 9200
run@run.is | www.run.is
Gísli, sölu- og markaðsstjóri vinnufatnaðar | Sími 766 5555 | gisli@run.is
VANDAÐUR
VINNU
FATNAÐUR
ÖRYGGISSKÓR
Sjáum um allar
merkingar
MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 281. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
„Þetta er að stórum hluta liðið sem spilaði á EM en í
hvaða formi á endurnýjunin að vera? Ef þetta eru okkar
bestu leikmenn þá er það bara þannig. Í landsliði eiga
bestu leikmennirnir hverju sinni að spila, hvort sem
þeir eru tvítugir eða að verða 37 ára. Aldur á ekki að
skipta máli. Þetta er kannski líka besta blandan okkar,
góðir leikmenn sem þekkja hver annan. Þessi hópur
hefur reynst okkur vel,“ segir Brynjar Björn Gunn-
arsson, fyrrverandi landsliðsmaður, meðal annars um
landsliðið í knattspyrnu í blaðinu í dag. »23
„Í landsliði eiga bestu leikmenn-
irnir hverju sinni að spila“
ÍÞRÓTTIR MENNING
Sérstök spurt-og-svarað-sýning verður haldin í Bíó
Paradís í kvöld kl. 20 á kvikmyndinni Seberg sem ástr-
alski leikstjórinn Benedict Andrews leikstýrði en hann
hefur búið á Íslandi til fjölda ára. Andrews mun svara
spurningum gesta og mun starfsbróðir hans Hafsteinn
Gunnar Sigurðsson stýra viðburðinum. Seberg er
byggð á sannsögulegum atburðum úr lífi bandarísku
leikkonunnar Jean Seberg sem lenti undir smásjá
bandarísku alríkislögreglunnar FBI undir lok sjöunda
áratugarins vegna sambands síns við einn af lykil-
mönnum Svörtu pardusanna, Hakim Jamal.
Andrews situr fyrir svörum