Morgunblaðið - 23.10.2020, Page 76

Morgunblaðið - 23.10.2020, Page 76
76 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla 2 TILBOÐ 20%afmælis afslátturí október Áhudfegrun.is máfinna upplýsingar umallarmeðferðirnar! 20 ára farsæl reynsla Af því tilefni bjóðumvið ykkur 20% afsláttaf öllummeðferðum Húðslípun – Laserlyfting –Gelísprautun Dermapen –Húðþétting –Háreyðing... ...sannarlega eitthvað fyrir alla! Nýttu þér afmælistilboð okkar bókaðu þínameðferð núna! Við köllum það stjörnuhrapþegar loftsteinar brennaupp í lofthjúpi jarðar,augnabliksblossi sem er horfinn um leið og maður sér hann. Loftsteinarnir eru á þvílíkri ferð, allt að 40 km hraða á sek- úndu, 144.000 km hraða á klukku- stund, 116 földum hljóðhraða, að þeir þjappa saman lofti fyrir fram- an sig sem nær nokkur þúsund gráðu hita og þaðan kemur birtan. Það þarf ekki að horfa lengi á nátthimininn til að sjá loftsteina, á stjörnubjartri nóttu sjást að meðaltali tíu stjörnuhröp á hverri klukkustund. Ekki er langt síðan árleg loft- steinadrífa Persíta gekk yfir jörð- ina, ísagnir sem sáldrast hafa af halastjörnunni Swift-Tuttle sem lendir líklega á jörðinni í fyllingu tímans, kannski eftir heimsókn sína í sólkerfið árið 4479, en þá verð ég örugglega dauður, lesandi góður, og þú líklega líka. Stundum er blossinn veigameiri, jafnvel vígahnöttur, og dæmi eru um slíka á okkar tímum þegar stærri steinar hafa birst í gufu- hvolfinu og sundrast. Til að mynda vígahnöttur sem sprakk í 30 kílómetra hæð yfir borginni Tsjeljabinsk í febrúar fyrir sjö ár- um með styrk 400 kílótonna af TNT, þrjátíuföldum styrk sprengj- unnar sem lagði Híroshíma í rúst. Tsjeljabinsk-vígahnötturinn var líklega 13.000 tonn að þyngd og um tuttugu metrar í þvermál. Dæmi eru þó um stærri víga- hnetti, þar á meðal Chicxulub- smástirnið, sem lenti á Yucatán- skaga sumar eitt fyrir 65 millj- ónum ára eða svo (chicxulub er mayaorð sem snara má sem skott andskotans). Ummál Chicxulub, sem var reyndar ekki eiginlegur vígahnött- ur, enda sprakk það ekki, var lík- lega allt að 80 kílómetrar, massinn ca. 4.600 billjónir tonna og það var líklega á um 144.000 km hraða á klukkustund, fór svo hratt að það ruddi andrúmsloftinu á undan sér og þjappaði saman um leið — kýldi gat á lofthjúpinn: Hnull- ungur sem var stærri en Everest- fjall lenti á jörðinni á tuttugu sinnum meiri hraða en byssukúla. Fór úr tíu kílómetra hæð, algengri flughæð breiðþotu, til jarðar á 300 millisekúndum, 0,3 sekúndum. Ógnarhraðinn þjappaði loftinu saman fyrir neðan smástirnið og hitinn þar varð margfaldur hiti á yfirborði sólarinnar. Gat í loft- hjúpinn, segi ég, lofttæmi mynd- aðist eitt augnablik að baki stirninu og þegar það lokaðist þyrlaðist upp jarðvegur og annað jarðneskt af svo miklum krafti að hugsanlega mætti finna ummerki á tunglinu. Jafnvel risaeðlubein. Tsjeljabinsk-vígahnötturinn sprakk með styrk 400 kílótonna af TNT, Chicxulub með styrk 100 milljóna megatonna. Gígurinn eftir smástirnið, sem nú er hulinn seti, var þrjátíu kíló- metra djúpur og nærfellt hundrað kílómetrar að þvermáli, náði í gegnum jarðskorpuna og niður í möttul jarðar. Stærsti hluti hans var neðansjávar og í botni hans sauð sjórinn í tvær milljónir ára. Um leið og risaeðlurnar sáu blossann hættu þær að vera til, heimsendir á mettíma. Gleymum því ekki að það tók smástirnið ekki nema 0,3 sekúndur að ná til jarðar úr tíu kílómetra hæð. Ekki var þó bara að nærstaddar risaeðlur ýmist stiknuðu á svip- stundu eða sundruðust af högg- bylgjunni heldur fór illa fyrir þeim lífverum sem eigruðu um heiminn. Allur sá gríðarlegi massi af jarð- vegi sem þyrlaðist upp á sporbaug sáldraðist síðan sem loftsteinar til jarðar, svo margir að himinninn logaði. Það hlýnaði því hratt og svo meira og svo enn meira — tíu kílóvött á fermetra. Í tuttugu mín- útur. „Hversu mikið er það?“ spurði einhver. Jú, með grillstill- ingu á ofninum þínum nærðu sjö kílóvöttum. Næstu mánuðir voru myrkur tími í jarðsögunni, í orðsins fyllstu merkingu, því svo mikið var af ryki í andrúmloftinu að varla gætti sólar. Kuldinn drap lungann af þeim eðlum sem eftir voru, en myrkrið gerði út af við þörunga hafsins. Eftirlifendur voru flögr- andi eðlur sem dvöldu við árbakka og vötn, lifðu í holum og byrgjum, risaeðlur sem við köllum fugla. Já, og spendýrsgrey sem sá sér leik á borði. Fimm milljónum ára síðar tók hraun að streyma upp úr glufu á flekaskilum í Norður-Atlantshafi og á endanum varð Ísland til. Löngu eftir það Grísalappalísa. Sem er hætt. Skott andskotans og Týnda rásin Morgunblaðið/Eggert Vínylplata Týnda rásin bbbbb Þriðja og síðasta breiðskífa Grísalappa- lísu. Grísalappalísu skipuðu Albert Finn- bogason, Baldur Baldursson, Bergur Thomas Anderson, Gunnar Ragnarsson, Rúnar Örn Jóhönnu Marinósson, Sig- urður Möller Sívertsen og Tumi Árna- son. Upptökustjórn, hljóðritun og hljóð- blöndun Albert Finnbogason. Annar stýrimaður Tumi Árnason. Hljóðritað á ýmsum stöðum frá 2016 til 2018. Gefin út 2019. ÁRNI MATTHÍASSON TÓNLIST Bless, bless Frá tónleikum Grísa- lappalísu í Iðnó á Ice- land Airwaves í fyrra. Málverk eftir huldumanninn Banksy, „Show Me The Monet“, var selt á uppboði hjá Sotheby’s í fyrra- dag fyrir sjö og hálfa milljón sterl- ingspunda, jafnvirði um 1.377 millj- óna króna. Var það langt yfir matsverði verksins. Verkið gerði Banksy árið 2005 og endurskapaði verk eftir Claude Mo- net en bætti við umferðarkeilu og innkaupakerru. Fimm safnarar buðu í verkið en búist var við að það myndi seljast á 3,5-5 milljónir sterl- ingspunda. Aðeins eitt verk eftir Banksy hefur verið selt fyrir hærri upphæð, verkið „Devolved Parlia- ment“ sem slegið var hæstbjóðanda í fyrra á 9,9 milljónir sterlingspunda, jafnvirði tæpra 1,4 milljarða króna. „Show Me The Monet“ er ádeila á neyslumenningu samtímans á kostn- að umhverfisins. AFP Selt „Show Me The Monet“ í sýningarsal Sotheby’s í London í september. Ádeiluverk Banksy selt fyrir 7,5 milljónir punda

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.