Morgunblaðið - 23.10.2020, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 23.10.2020, Qupperneq 76
76 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla 2 TILBOÐ 20%afmælis afslátturí október Áhudfegrun.is máfinna upplýsingar umallarmeðferðirnar! 20 ára farsæl reynsla Af því tilefni bjóðumvið ykkur 20% afsláttaf öllummeðferðum Húðslípun – Laserlyfting –Gelísprautun Dermapen –Húðþétting –Háreyðing... ...sannarlega eitthvað fyrir alla! Nýttu þér afmælistilboð okkar bókaðu þínameðferð núna! Við köllum það stjörnuhrapþegar loftsteinar brennaupp í lofthjúpi jarðar,augnabliksblossi sem er horfinn um leið og maður sér hann. Loftsteinarnir eru á þvílíkri ferð, allt að 40 km hraða á sek- úndu, 144.000 km hraða á klukku- stund, 116 földum hljóðhraða, að þeir þjappa saman lofti fyrir fram- an sig sem nær nokkur þúsund gráðu hita og þaðan kemur birtan. Það þarf ekki að horfa lengi á nátthimininn til að sjá loftsteina, á stjörnubjartri nóttu sjást að meðaltali tíu stjörnuhröp á hverri klukkustund. Ekki er langt síðan árleg loft- steinadrífa Persíta gekk yfir jörð- ina, ísagnir sem sáldrast hafa af halastjörnunni Swift-Tuttle sem lendir líklega á jörðinni í fyllingu tímans, kannski eftir heimsókn sína í sólkerfið árið 4479, en þá verð ég örugglega dauður, lesandi góður, og þú líklega líka. Stundum er blossinn veigameiri, jafnvel vígahnöttur, og dæmi eru um slíka á okkar tímum þegar stærri steinar hafa birst í gufu- hvolfinu og sundrast. Til að mynda vígahnöttur sem sprakk í 30 kílómetra hæð yfir borginni Tsjeljabinsk í febrúar fyrir sjö ár- um með styrk 400 kílótonna af TNT, þrjátíuföldum styrk sprengj- unnar sem lagði Híroshíma í rúst. Tsjeljabinsk-vígahnötturinn var líklega 13.000 tonn að þyngd og um tuttugu metrar í þvermál. Dæmi eru þó um stærri víga- hnetti, þar á meðal Chicxulub- smástirnið, sem lenti á Yucatán- skaga sumar eitt fyrir 65 millj- ónum ára eða svo (chicxulub er mayaorð sem snara má sem skott andskotans). Ummál Chicxulub, sem var reyndar ekki eiginlegur vígahnött- ur, enda sprakk það ekki, var lík- lega allt að 80 kílómetrar, massinn ca. 4.600 billjónir tonna og það var líklega á um 144.000 km hraða á klukkustund, fór svo hratt að það ruddi andrúmsloftinu á undan sér og þjappaði saman um leið — kýldi gat á lofthjúpinn: Hnull- ungur sem var stærri en Everest- fjall lenti á jörðinni á tuttugu sinnum meiri hraða en byssukúla. Fór úr tíu kílómetra hæð, algengri flughæð breiðþotu, til jarðar á 300 millisekúndum, 0,3 sekúndum. Ógnarhraðinn þjappaði loftinu saman fyrir neðan smástirnið og hitinn þar varð margfaldur hiti á yfirborði sólarinnar. Gat í loft- hjúpinn, segi ég, lofttæmi mynd- aðist eitt augnablik að baki stirninu og þegar það lokaðist þyrlaðist upp jarðvegur og annað jarðneskt af svo miklum krafti að hugsanlega mætti finna ummerki á tunglinu. Jafnvel risaeðlubein. Tsjeljabinsk-vígahnötturinn sprakk með styrk 400 kílótonna af TNT, Chicxulub með styrk 100 milljóna megatonna. Gígurinn eftir smástirnið, sem nú er hulinn seti, var þrjátíu kíló- metra djúpur og nærfellt hundrað kílómetrar að þvermáli, náði í gegnum jarðskorpuna og niður í möttul jarðar. Stærsti hluti hans var neðansjávar og í botni hans sauð sjórinn í tvær milljónir ára. Um leið og risaeðlurnar sáu blossann hættu þær að vera til, heimsendir á mettíma. Gleymum því ekki að það tók smástirnið ekki nema 0,3 sekúndur að ná til jarðar úr tíu kílómetra hæð. Ekki var þó bara að nærstaddar risaeðlur ýmist stiknuðu á svip- stundu eða sundruðust af högg- bylgjunni heldur fór illa fyrir þeim lífverum sem eigruðu um heiminn. Allur sá gríðarlegi massi af jarð- vegi sem þyrlaðist upp á sporbaug sáldraðist síðan sem loftsteinar til jarðar, svo margir að himinninn logaði. Það hlýnaði því hratt og svo meira og svo enn meira — tíu kílóvött á fermetra. Í tuttugu mín- útur. „Hversu mikið er það?“ spurði einhver. Jú, með grillstill- ingu á ofninum þínum nærðu sjö kílóvöttum. Næstu mánuðir voru myrkur tími í jarðsögunni, í orðsins fyllstu merkingu, því svo mikið var af ryki í andrúmloftinu að varla gætti sólar. Kuldinn drap lungann af þeim eðlum sem eftir voru, en myrkrið gerði út af við þörunga hafsins. Eftirlifendur voru flögr- andi eðlur sem dvöldu við árbakka og vötn, lifðu í holum og byrgjum, risaeðlur sem við köllum fugla. Já, og spendýrsgrey sem sá sér leik á borði. Fimm milljónum ára síðar tók hraun að streyma upp úr glufu á flekaskilum í Norður-Atlantshafi og á endanum varð Ísland til. Löngu eftir það Grísalappalísa. Sem er hætt. Skott andskotans og Týnda rásin Morgunblaðið/Eggert Vínylplata Týnda rásin bbbbb Þriðja og síðasta breiðskífa Grísalappa- lísu. Grísalappalísu skipuðu Albert Finn- bogason, Baldur Baldursson, Bergur Thomas Anderson, Gunnar Ragnarsson, Rúnar Örn Jóhönnu Marinósson, Sig- urður Möller Sívertsen og Tumi Árna- son. Upptökustjórn, hljóðritun og hljóð- blöndun Albert Finnbogason. Annar stýrimaður Tumi Árnason. Hljóðritað á ýmsum stöðum frá 2016 til 2018. Gefin út 2019. ÁRNI MATTHÍASSON TÓNLIST Bless, bless Frá tónleikum Grísa- lappalísu í Iðnó á Ice- land Airwaves í fyrra. Málverk eftir huldumanninn Banksy, „Show Me The Monet“, var selt á uppboði hjá Sotheby’s í fyrra- dag fyrir sjö og hálfa milljón sterl- ingspunda, jafnvirði um 1.377 millj- óna króna. Var það langt yfir matsverði verksins. Verkið gerði Banksy árið 2005 og endurskapaði verk eftir Claude Mo- net en bætti við umferðarkeilu og innkaupakerru. Fimm safnarar buðu í verkið en búist var við að það myndi seljast á 3,5-5 milljónir sterl- ingspunda. Aðeins eitt verk eftir Banksy hefur verið selt fyrir hærri upphæð, verkið „Devolved Parlia- ment“ sem slegið var hæstbjóðanda í fyrra á 9,9 milljónir sterlingspunda, jafnvirði tæpra 1,4 milljarða króna. „Show Me The Monet“ er ádeila á neyslumenningu samtímans á kostn- að umhverfisins. AFP Selt „Show Me The Monet“ í sýningarsal Sotheby’s í London í september. Ádeiluverk Banksy selt fyrir 7,5 milljónir punda
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.