Morgunblaðið - 30.10.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.10.2020, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2020 Kúnstir Brettakappi leikur listir sínar á Ingólfstorgi með miklum tilþrifum. Eggert Með tillögu til þings- ályktunar um þjóðar- atkvæðagreiðslu um Reykjavíkurflugvöll fær þjóðin enn á ný tækifæri til þess að segja hug sinn og hafa áhrif á það hvar flug- völlurinn og miðstöð innanlands- og sjúkra- flugs verða í fyrir- sjáanlegri framtíð, m.a. með tilliti til þjóðhags- legra hagsmuna og þjóðaröryggis. Ríkir almannahagsmunir felast í greiðum samgöngum innanlands og staðsetning flugvallarins og mið- stöðvar innanlandsflugs hefur afar mikla þýðingu í því samhengi. Flug- völlurinn gegnir mjög mikilvægu ör- yggishlutverki fyrir almenning í landinu vegna sjúkra- og neyðar- flugs, svo og sem varaflugvöllur. Þá gegnir flugvöllurinn mjög mikil- vægu hlutverki í almannavarnakerfi landsins. Hvar er höfuðborgarstefnan? Reykjavík og höfuðborgarsvæðið er og hefur verið síðan á 19. öld mið- stöð verslunar, stjórnsýslu og þjón- ustu í landinu og vaxið alla 20. og 21. öldina. Umræðan um Reykjavíkur- flugvöll undanfarna áratugi hefur sýnt að nauðsynlegt er að treysta undirstöður Reykjavíkur sem höf- uðborgar Íslands þannig að lands- menn, stjórnvöld og borgaryfirvöld geri sér ljósa grein fyrir skyldum og réttindum sem fylgja höfuðborgar- hlutverkinu, þar á meðal á sviði sam- gangna. Viss tímamót urðu í júní 2018 þeg- ar byggðaáætlun fyrir árin 2018 til 2024 var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum þingmanna á Alþingi en í fyrsta sinn innihélt byggðaáætl- unin byggðastefnu sem náði til höfuðborgar- svæðisins. Byggða- stefna eins og hún hafði birst í fyrri byggða- áætlunum hafði fram að þessu ekki náð til höfuðborgarinnar eða höfuðborgarsvæðisins. Hefur það fyrirkomu- lag verið nokkuð ólíkt því sem tíðkast í ná- grannalöndunum, þar sem mikilvægt þykir að landsmenn hafi sem mesta aðkomu að byggðamálum og litið er á höfuð- borgarsvæðið sem mikilvægan hlekk byggðaþróunar og samkeppnishæfni landsins. Reykjavík, höfuðborg landsins, er mikilvægt markaðs- og efnahagssvæði, sem með nágranna- byggðunum gegnir mikilvægu hlut- verki fyrir þróun byggða um land allt. Nefnd byggðaáætlun gerir ráð fyrir að mótuð verði höfuðborgar- stefna sem skilgreini hlutverk Reykjavíkur fyrir byggðaþróun í landinu og stöðu hennar á landsvísu og gagnvart erlendum borgum. Samkvæmt framkvæmdaáætluninni stóð til að senda höfuðborgarstefn- una til umsagnar fyrir árslok 2018 og fullmótuð tillaga yrði síðan lögð fyrir Alþingi vorið 2019. Í kjölfarið yrðu undirritaðir samningar milli ríkisins og Reykjavíkurborgar þar sem aðilar yrðu á eitt sáttir um ábyrgð og skyldur höfuðborgar Ís- lands. Þrátt fyrir að duglega sæist til sólar í upphafi hefur lítið sem ekkert heyrst af afdrifum þessarar vinnu og vekur það vissulega ýmsar spurningar. Þjónustuborgin Reykjavík Samkvæmt tölum Hagstofunnar á öðrum ársfjórðungi þann 1. júlí 2020 bjuggu 366.700 manns á Íslandi. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 234.910 manns en 131.790 utan þess. Þegar við ræðum um „þjónustuborgina Reykjavík“ líkt og meirihluti borg- arstjórnar kýs að skilgreina sig, ábyrgð hennar og skyldur, þá er ekki átt við beinar skyldur sveitar- félagsins gagnvart íbúum sem bú- settir eru utan höfuðborgarsvæð- isins. Hér er miklu fremur um að ræða siðferðislegar skyldur Reykja- víkur við landsbyggðina sem höfuð- borgar þjóðarinnar. Íbúar höfuð- borgarinnar og höfuðborgar- svæðisins njóta ákveðinna þæginda sem felast í nálægðinni við helstu stofnanir samfélagsins og þjónustu. Flugsamgöngur landsbyggðarinnar til Reykjavíkur eru forsenda þess að borgin geti rækt hlutverk sitt sem skyldi. Ef starfsemi flugvallarins í Vatnsmýrinni verður ekki tryggð eru borgaryfirvöld að takmarka að- gengi landsbyggðarfólks að miðstöð stjórnsýslu, þjónustu, viðskipta og ekki síst Landspítala háskólasjúkra- húss með því að lengja ferðatíma til borgarinnar. Eftir Njál Trausta Friðbertsson » Landsmenn, stjórn- völd og borgar- yfirvöld geri sér grein fyrir skyldum og rétt- indum sem fylgja höf- uðborgarhlutverkinu, þar á meðal á sviði sam- gangna. Njáll Trausti Friðbertsson Höfundur er þingmaður Sjálfstæð- isflokksins í Norðausturkjördæmi, situr í atvinnuveganefnd og fjár- laganefnd og er varaformaður um- hverfis- og samgöngunefndar. ntf@althingi.is Reykjavík til þjónustu reiðubúin? Donald Trump for- seti á í vök að verjast vegna heimsfaraldurs- ins. Um helgina sagði nánasti samstarfs- maður hans að forseta- embættið hefði ekki stjórn á faraldrinum, lækningar og bóluefni væru vopnin sem dygðu. Joe Biden, keppi- nautur Trumps, segir þetta sýna að forsetinn sé óhæfur til að leiða þjóð- ina á hættustund. Viðbrögð forset- ans ráðist af „karakter“ hans sem skaði ekki aðeins bandarísku þjóðina heldur álit Bandaríkjanna á alþjóða- vettvangi. Donald Trump vill að kosninga- baráttan snúist mest um hann sjálf- an sem persónu frekar en stefnu hans og störf. Hann er of sjálf- hverfur til að stefnan skili sér þegar hann lætur gamminn geisa. Þegar dró að kjördegi fyrir fjór- um árum kvörtuðu Trump og stuðn- ingsmenn hans undan því að fjöl- miðlar þegðu um efni tölvubréfa Hillary Clinton sem rússneskir tölvuþrjótar stálu og birtu. Nú snýr kvörtunin að því að fjöl- miðlar segi ekki frá uppljóstrunum frá fjárfestinum Tony Bobulinski, fyrrverandi sjóliða, sem hefur af- hent Wall Street Journal (WSJ) tölvubréf og símaskilaboð sem blað- ið segir að sýni að Hunter, sonur Joes Bidens, og Joe sjálfur hafi ekki hreint mjöl í pokahorninu í við- skiptum við Kínverja. Kimberley A. Strassel, í leiðara- hópi WSJ og dálkahöfundur, segir að fjölmiðlar sem hafi í fjögur ár birt efni um Moskvuviðskipti Donalds Trumps þegi um þessi Biden-viðskipti, þá séu gögnin frá Bobulinski þess eðlis að allt tal um að Rússar stundi þarna óhróður sé úr lausu lofti gripið. Gögnin veki alvarlegar spurningar um hvort Hunter ógni þjóðaröryggi komist faðir hans til valda, að auki sé margt óljóst um hlut Joes Bidens sjálfs. Hann neiti að ræða málið en kjósendur verði að dæma. Miðað við hvernig Hunter hafi hagað sér í Kína, Úkra- ínu, Kasakstan og annars staðar eigi miklu meira eftir að koma í ljós. Að kvöldi þriðjudags 27. október ræddi Tucker Carlson á Fox- fréttasjónvarpsstöðinni við Bobul- inski sem herti á ásökunum í garð Biden-fjölskyldunnar. Joe Biden gæti ekki fríað sig ábyrgð. Sterkur efnahagur Í úttekt leiðarahöfunda WSJ sem birtist fyrir rúmri viku segir að efna- hagslíf Bandaríkjanna styrkist hrað- ar þegar dregur úr höftum vegna faraldursins en hagfræðingar væntu, sigri Biden taki hann við þjóðarbúi með öflugum vaxtar- broddum. Húsnæðismarkaðurinn blómstri, smáfyrirtæki sæki í sig veðrið og iðnaðarstarfsemi aukist. Þegar Co- vid-19-bóluefni komi til sögunnar og meðferð vegna faraldursins eflist aukist hagvöxtur. Þjónustugreinar lifni að nýju þegar öryggiskennd Bandaríkjamanna vaxi og seðla- bankinn muni halda vöxtum lágum eins lengi og honum sé fært. Joe Biden þurfi ekki að aðhafast neitt sem forseti, það verði mikill hag- vöxtur árin 2021 og 2022. Sagt er að efnahagsstefna Joes Bidens sé þess eðlis að bandarískir fjársýslumenn tækju henni illa við venjulegar aðstæður, hann boði hærri skatta á fyrirtæki og fjárfesta, hertar aðgerðir gegn jarðefnaelds- neyti, öflugri verkalýðsfélög og meiri íhlutun ríkisins í heilbrigð- ismál. Þetta leggst þó ekki alfarið illa í hefðbundna andstæðinga demó- krata, margir andi raunar léttar. Biden sé að minnsta kosti betri en Elizabeth Warren eða Bernie Sand- ers, öldungadeildarþingmenn demó- krata sem séu óvinveittari atvinnu- rekendum en Biden. Hann sé jafnvel einnig betri en Donald Trump sem stjórni efnahagsmálum frá degi til dags án fyrirsjáanleika. Matsaðilar eins og Moody’s Analytics og Goldman Sachs segja að nái Biden kjöri og demókratar meirihluta á þingi verði hagvöxtur hraðari í Bandaríkjunum en ella þótt skuldir kunni að aukast. Sumir íhaldssamir hagfræðingar eru ósam- mála þessu og spá því að boðaðar skattahækkanir Bidens á fyrirtæki, stóra banka, efnamenn og eignir fækki störfum, minnki sparnað og fjárfestingar sem dragi úr vexti. Oft er fjárstuðningur við fram- bjóðendur talinn mælikvarði á vel- gengni þeirra. Í ágúst og september söfnuðust 750 milljónir dollara í kosningasjóð Bidens. Er svo mikil fjárhæð einsdæmi, sama til hvaða forsetaframbjóðanda er litið. Umskiptingar Fyrir bandarísku kosningarnar eins og jafnan í kosningum beinist athygli mjög að þeim sem lýsa opin- berlega yfir brotthvarfi úr einu liði og ganga í annað. Tuttugu fyrrverandi alríkis- saksóknarar í Bandaríkjunum, allir í flokki repúblikana, birtu opið bréf þriðjudaginn 27. október þar sem þeir sökuðu Donald Trump um að vega að réttarríkinu og lýstu stuðn- ingi við Joe Biden. Sé litið á starfs- feril saksóknaranna spannar hann valdatíma allra forseta repúblikana frá Dwight Eisenhower á sjötta ára- tugnum til George W. Bush. Margir skipulagðir hópar repú- blikana snúast opinberlega gegn endurkjöri Trumps. Þar má nefna: Kjósendur repúblikana gegn Trump, fyrrverandi þjóðarörygg- isstarfsmenn úr röðum repúblikana fyrir Biden, fyrrverandi starfsmenn 43 fyrir Biden, í þeim hópi eru hundruð embættismanna sem störf- uðu fyrir George W. Bush, 43. for- seta Bandaríkjanna. Á Twitter hefur Donald Trump kallað þessa umskiptinga „mann- fýlur“. Blaðamaðurinn heimsfrægi Bob Woodward gaf í september út bók- ina Rage – Bræði – um stjórnartíð Trumps. Hún er meðal annars reist á löngum samtölum við forsetann sem Woodward hljóðritaði og birti á netinu til að forðast ásakanir um falsfréttir. Bob Woodward segir Trump hafa brugðist bandarísku þjóðinni með því að hefja ekki tafarlausa gagn- sókn gegn kórónuveirunni, til dæmis í stefnuræðu sinni 4. febrúar 2020, hann vék þá að veirunni í aðeins 15 sekúndur. Vegna útgáfu bókarinnar á þýsku ræddi blaðamaður Der Spiegel við Woodward. Hann spurði hvers vegna Trump hefði ekki tekið fastar á veirunni í upphafi. Bob Woodward svaraði: „Eftir að hafa skrifað allt þetta um hann og eftir að hafa rætt við hann í níu klukkustundir á þessu eina ári held ég að hann átti sig ekki á skyldu forsetans til að vernda þjóðina og hann áttar sig ekki á skyldu sinni til að segja satt. Og hann áttar sig ekki á siðferðilegri skyldu sinni við fram- kvæmd embættisverka sinna sem forseti. Ég veit að nokkrir öldungadeildarþingmenn repúblik- ana eru sammála því að Trump sé rangur maður í þetta starf, þeir vilja þó ekki segja það opinberlega og þegja. Með þá vitneskju sem ég hafði ætlaði ég ekki að slást í hóp þeirra sem þegja.“ Allt getur enn gerst í bandarísk- um stjórnmálum. Harkan gegn Bid- en vegna spillingarmála eykst. Trump þeytist á milli kosningafunda í úrslitaríkjunum en Biden fer sér hægar. Um miðja vikuna hafði Trump haldið 45 kosningafundi frá flokksþingi repúblikana 27. ágúst en Biden aðeins 27. Gerir sókndirfskan á lokadögunum gæfumuninn fyrir Trump? Hann sigraði árið 2016 þvert á spár helstu álitsgjafa og fréttaskýr- enda. Allir slá því varnagla þegar forskot Bidens í skoðanakönnunum er rætt. Að útiloka endurtekinn sig- ur Trumps er óvarlegt. Áhyggjur af viðbrögðum tapi hann eru ekki ástæðulausar. Árið 2016 taldi ég líklegt að Trump tapaði. Ég er enn sömu skoð- unar. Óskhyggjan má sín oft lítils. Eftir Björn Bjarnason » Sagt er að efnahags-stefna Joes Bidens sé þess eðlis að banda- rískir fjársýslumenn tækju henni illa við venjulegar aðstæður. Björn Bjarnason Höfundur er fyrrv. ráðherra. Byrinn minnkar í seglum Bidens

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.