Morgunblaðið - 30.10.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2020
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALINánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SPLÚNKUNÝ MYND FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI.
MYNDIN SEM HEFUR SLEGIÐ Í GEGN
Í EVRÓPU UNDANFARNAR VIKUR.
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
Hrekkjavökuvika
í Sambíóunum
Sjáðu nokkrar að frægustu Hrollvekjum allra tíma
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Djassplata þeirra Sölva Kolbeinssonar saxó-
fónleikara og Magnúsar Trygvasonar Eliassen
trymbils virðist við fyrstu sýn vera ein þeirra
gömlu og sígildu, umslagið svarthvítt og efst
merkt „stereo“ og uppi í vinstra horni kemur
fram snúningshraðinn, 331⁄3 spm. Hér er þó um
glænýjan grip að ræða og fyrstu breiðskífuna
sem þeir félagar senda frá sér sem tvíeyki en
platan er gefin út hjá Reykjavík Record Shop.
Sölvi og Magnús hófu
að spila saman sem
dúett fyrir fimm árum
og hafa haldið tónleika
reglulega upp frá því og
flesta í Mengi. Þeir hafa
komið víða við í túlkun
sinni á ýmsum djass-
standördum og öðrum
lögum sem þeir hafa
gaman af. Má þar nefna verk stórmenna á
borð við Thelonious Monk, John Coltrane,
Paul Motian, Bud Powell og Antônio Carlos
Jobim.
„Þeir fara frjálst með lögin, nota þau sem
einhvers konar stökkpall út í hyldýpi spunans,
spinna inn og út úr þeim en leggja þó alltaf
áherslu á að týna þeim aldrei,“ segir í tilkynn-
ingu og að segja megi að platan sé afrakstur
fimm ára samstarfs þeirra félaga. Ekkert sé
ákveðið fyrirfram á henni nema í mesta lagi
fyrsta lagið. Sölvi býr í Berlín og Magnús í
Reykjavík og vegna þess og kófsins verður
plötunni ekki fagnað með útgáfutónleikum en
hún kemur út á vínyl hjá Reykjavík Record
Shop í dag, 30. október, og er nú fáanleg í
versluninni.
Lítið ákveðið fyrir fram
Sölvi segir lögin á plötunni mörg hver úr
bandarískum söngleikjum, lög sem finna megi
reglulega á efnisskrám djasstónlistarmanna.
„Þetta er okkar verkefni og við höfum verið að
gera þetta í fimm, sex ár, að reyna að finna
okkar nálgun á þessi lög, og það sem er aðal-
lega sérstakt við hana er að þetta eru bara
saxófónn og trommur,“ segir hann.
Sölvi er beðinn að nefna dæmi um lög á plöt-
unni og nefnir hann „I’m Old Fashioned“ eftir
Jerome Kern og „How Insensitive“ eftir Ant-
onio Carlos Jobim. „Við erum búnir að fara í
gegnum kannski hundrað lög eða eitthvað og
þegar við spilum erum við ekki búnir að
ákveða mikið fyrir fram en kunnum lögin báð-
ir,“ segir Sölvi og fyrir vikið verði mikið flæði í
spilamennskunni. „Við gerðum þetta þannig í
stúdíóinu líka, vorum búnir að skrifa niður
hvaða lög við gætum spilað en annars var þetta
mjög opið,“ bætir hann við.
Vandmeðfarin tónlist
Sölvi segir þá Magnús þekkja hvor annan
vel sem hljóðfæraleikara eftir alla þá tónleika
sem þeir hafa haldið saman. „Okkur líður mjög
vel að spila hvor með öðrum,“ segir Sölvi. Þeir
hafi haldið sína fyrstu tónleika í Mengi og
reyni að leika alltaf þar þegar hann er á land-
inu.
Sölvi segir íslensku djasssenuna frekar litla
og að þeir Magnús hafi fyrst leikið saman á
Faktorý á „djammsessjóni“ eða opnu sviði.
„Ég er talsvert yngri en Maggi, um tíu árum,
og hann er því með mun meiri reynslu og tók
mig svolítið að sér þegar ég var að byrja að
spila eitthvað af viti,“ segir Sölvi kíminn.
– Með því að flytja standarda eruð þið að
feta í fótspor margra sögufrægra djassara.
Fylgja því ekki gæðakröfur?
„Jú og þetta er vandmeðfarin músík. Við
hlustum báðir mjög mikið á tónlist og mikið á
þessa tónlist og mig langaði ekki að taka þessi
lög nema hafa hlustað á mjög margar ólíkar
útgáfur til að vita hvað fólk væri búið að gera
og sjá hvað við vildum gera,“ svarar Sölvi og
bendir á að þessi hljóðfærasamsetning,
trommur og saxófónn, sé ekki algeng í djass-
standardaplötuútgáfu. „Þetta er mikið flæði,
við erum að spinna inn og út úr þessu þannig
að fyrir mörgum mun þetta hljóma mikið sem
frjáls spunatónlist ef þeir þekkja ekki lögin og
jafnvel þótt þeir þekki þau. Við notum þessi
lög mikið sem stökkpall út í spuna og reynum
að halda þessu eins opnu og við getum.“
Platan var tekin upp í Sundlauginni í Ála-
fosskvosinni sem Sölvi segir yndislegan stað.
„Þetta er nú ekki langt frá borginni en ég er
alltaf heillaður af því að fara aðeins út fyrir
borgina til að kúpla sig aðeins út úr hinu dag-
lega amstri. Við tókum plötuna upp á einum
degi, dimmum og köldum sunnudegi snemma í
janúar, og Albert Finnbogason var með okkur,
tók þetta upp og mixaði og masteraði. Þetta
var rosalega huggulegt,“ segir Sölvi.
Vonandi tónleikar fyrir jól
Sölvi flutti til Berlínar fyrir fimm árum,
hlaut BA-gráðu í fyrra og hefur upp frá því
verið sjálfstætt starfandi saxófónleikari þar í
borg. „Það fór vel af stað en hefur auðvitað
verið erfitt núna á þessu ári, talsvert minna
um tónleikahald og ástandið í Berlín núna er
frekar slæmt og fer versnandi,“ segir Sölvi og
á þar við Covid-19-farsóttina. „Ég hef svolítið
verið í upptökum með öðru fólki en við sjáum
hvað gerist með tónleika. Okkur Magga lang-
aði líka að spila hérna í haust en það lítur ekki
út fyrir að það verði hægt,“ segir Sölvi og von-
ast til að þeir Magnús geti haldið tónleika nú
fyrir jól og þá á Íslandi.
Ljósmynd/Þorleifur Gaukur Davíðsson
Stökkpallur út í spuna
Sölvi Kolbeinsson og Magnús Trygvason Eliassen spinna út frá djassstandördum og öðrum þekkt-
um lögum á nýútkominni plötu „Reynum að halda þessu eins opnu og við getum,“ segir Sölvi
Félagar Sölvi og
Magnús ræða málin.