Morgunblaðið - 30.10.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.10.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2020 Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Leirubakki 2, Seyðisfjörður, fnr. 216-8492, þingl. eig. Vilhjálmur Konráðsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sýslumaðurinn á Norðurlandi ves, miðvikudaginn 4. nóvember nk. kl. 13:30. Sýslumaðurinn á Austurlandi 29. október 2020 Tilkynningar Mat á umhverfisáhrifum Athugun Skipulagsstofnunar Þverárfjallsvegur í Refasveit og Skagastrandarvegur um Laxá Vegagerðin hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um Þverárfjallsveg í Refasveit og Skagastrandarveg um Laxá. Kynning á frummatsskýrslu: Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 30. október til 11. desember á bæjarskrifstofu Blönduósbæjar og hjá Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan er aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar www.skipulag.is. Athugasemdafrestur: Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 11. desember til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is. Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9:00-12:30 - Stólaleikfimi kl.10:00 - BINGÓ kl.13:30, spjaldið kostar 250 kr. - Kaffi kl.14:30, kaffi/kakó og kökusneið kostar 450 kr. Vegna fjöldatakmarkana þarf að skrá sig í viðburði hjá okkur og jafnframt er grímuskylda í Samfélagshúsinu, gestir bera ábyrgð á að koma með eigin grímu og passa uppá sóttvarnir - Nánari upplýsingar eru í síma 4112701 og 4112702 - Góðar stundir - Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11. Thai Chi kl. 9:00-10:00. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Hæðargarðsbíó kl. 13:00. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Nánari upplýsingar i síma 411-2790. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11. Thai Chi kl. 9:00-10:00. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Hæðargarðsbíó kl. 13:00. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Í dag verðum við með Halloween þema, Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Nánari upplýsingar i síma 411-2790. Garðabæ Kæru gestir, íþrótta og félagsstarfið okkar er lokað tímabundið en Jónshús er opið með fjöldatakmarkana sem er 20 manns í rými. Minnum á grímuskyldu í Jónshúsi og muna að halda áfram upp á 2 metra regluna. Tilkynningar um breytingar koma líka fram á facebooksíðu okkar https://www.facebook.com/eldriborgarar- felagsstarfgardabaer Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Handavinna - opin vinnustofa 9:00-16:00. Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Hrek- kjavöku/Halloween prjónakaffi kl. 13:15. Korpúlfar Gönguhópur kl. 10:00 gengið frá Borgum 2 metrar millibil og spritt í hávegum haft. Skráning í mat og kaffi. Hannyrðahópur í Borgum hámark 20 manns í hverju rými. Tréútskurður frestað áfram um óákveðin tíma. Við erum öll almannavarbir. Línudans verður næsta mánudag 2. nóv. Samfélagshúsið Vitatorgi Dagurinn hefst á dansleikfimi í setustofu 2. hæðar kl. 9:30. Föstudagsspjallhópur hittist í handavinnustofu milli 10-11:30. Eftir hádegi, kl. 12:45, verður kvikmyndasýning í setustofu 2. hæðar. Við minnum á að grímuskylda ríkir í húsinu. Verið öll velkomin til okkar á Lindargötu 59. Seltjarnarnes Ath. í dag er engin skipulögð dagskrá á vegum félags og tómstundastarfsins. Hvetjum þá sem geta að fara út að ganga, fylgjast með leikfimi í sjónvarpinu og nýta hreyfispjöldin sem svo margir eiga. Fyrir þá sem ekki geta lesið eða verið með handavinnu þá eru allar sjónvarpsstöðvarnar að sýna bæði gamalt efni og nýtt a llan daginn sem vert er að kíkja á. Verum bjartsýn og reynum að halda virkni. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–14. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Húsviðhald Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Smá- og raðauglýsingar mbl.is alltaf - allstaðar ✝ María GuðrúnGuðjónsdóttir fæddist á Hesti í Önundarfirði 19. mars 1932. Hún lést 9. október 2020 á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guð- jón Gísli Guð- jónsson, bóndi á Hesti, f. 28.10. 1897, d. 29.3. 1980, og Guðbjörg Sveinfríður Sigurðardóttir húsfrú, f. 22.8. 1901, d. 25.3. 1980. Systkini Maríu eru: Þor- varður, f. 28.1. 1929, d. 24.1. 2011, Sigurbjörg Hervör, f. 27.1. 1931, Helga Jóna, f. 27.4. 1933, d. 17.11. 2019, Svava, f. 19.5. 1934, d. 20.10. 2019, Ingólfur Hafsteinn, f. 16.7. 1935, d. 25.7. 1987, og Sveinbjörn Guðjón, f. 14.6. 1940, d. 20.7. 2007. María Guðrún ólst upp í stórum systkinahópi. Alls voru systkinin þrettán, sex barnanna dóu í frumbernsku. María bjó ætíð nálægt foreldrum sínum en hún var mjög náin móður sinni. Þegar þau létust keyptu María og Hafsteinn bróðir henn- ar saman íbúð þeirra á Laug- arnesvegi 40, en það var hennar síðasta heimili. María stundaði nám við Hús- mæðraskóla Reykjavíkur vet- urinn 1956-1957. Hún vann alla sína tíð sem verkakona, meðal annars á Júpíter og Mars og Þvottahúsi Ríkisspítalanna. Okkar ástkæra systir og mág- kona, María Guðrún Guðjóns- dóttir, fædd á Hesti í Önundar- firði, er fallin frá. Maja ólst upp í stórum systkinahópi. Æskuárin liðu við leik og störf undir tign- arlegu Hestfjalli þar sem horft var út fagran Önundarfjörðinn frá bæjarhlaðinu á Hesti. Mörg spor áttu þau systkinin inn Hest- dalinn þar sem spriklað var yfir Hestá og oftar en ekki að foss- inum Rjúkanda innar í dalnum. Fiskur lá gjarna í leyni í Hestá og Korpuá. Sveitin var þeirra og umhverfið engu líkt. Systkinin frá Hesti voru alls 13 en sjö þeirra komust til fullorðinsára. Foreldrarnir Guðjón Gísli og Guðbjörg Sveinfríður voru sam- hent um að koma barnahópnum sínum upp, oft við erfiðar að- stæður. Þau hófu búskap á Efsta- bóli en keyptu svo bæinn Hest í kringum 1930 og síðar bættist jörðin Ármúli við í eigu þeirra. Systkinin fæddust öll í torf- bænum Hesti en síðar byggði Guðjón steinhús nokkru ofar í túninu með aðstoð sveitunga sinna þar sem vinnuskipti voru tíð og mikill vinskapur á milli býla. Börnin tóku virkan þátt í búskapnum. María tók að sér mikla ábyrgð en hún sá um mjólkurafurðirnar frá Hesti. En í túnfætinum var kaldavermslal- ind þar sem mjólkin var kæld. María sá um þrif og að setja allt á brúsa. Mat þeirra sem sóttu mjólkina var að í umsjón Maríu var mjólkin alltaf fyrsta flokks. Handlagni og snyrtimennska var Maju í blóð borið svo eftir var tekið alla hennar starfsævi. Systkinahópurinn: Þorvarður, Hervör, María Guðrún, Helga Jóna, Svava, Ingólfur Hafsteinn og Sveinbjörn Guðjón, voru ein- staklega dugleg og lífsglöð. Her- vör lifir nú ein systkini sín og minnist þeirra allra með mikilli hlýju. Vegna heyrnarleysis voru Hervör og Hafsteinn flesta vetur saman í skóla í Reykjavík frá sjö ára aldri. Aðstæður leyfðu ekki að þau kæmust heim í Önund- arfjörðinn öll sumur. Þegar þau komust heim að Hesti voru mikil fagnaðarlæti enda kært á milli allra systkinanna. Hervör svaf ætíð í sama rúmi og Maja og minnist hlýju hennar og kær- leika. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika og mikla vinnu sveif ætíð andi gleði og menningar yfir Hestsfólkinu. Guðjón bóndi var afar léttur í lund og hagur. Húsfreyjan Fríða var afar fróð, las mikið þegar færi gafst og uppfræddi börnin sín. Systurnar María og Svava fluttu til Reykjavíkur veturinn 1956-1957 vegna náms við Hús- stjórnarskólann. Á sama tíma brugðu þau Fríða og Guðjón búi og fluttu til Reykjavíkur. Þau bjuggu fyrst hjá okkur hjónum í Heiðargerði áður en þau keyptu íbúð á Laugarnesvegi. Á þessum tíma jukust samskipti við Maju sem var tíður gestur en hún bjó yfirleitt í nánu sambýli við for- eldra sína í Laugarnesinu. Maja var ógift og barnlaus og vann lengst af í frystihúsi Júpiters og Mars á Kirkjusandi og hjá Þvottahúsi ríkisspítalanna. Orðatiltækið úr ævafornu kvæði „Römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til“ átti svo sannarlega við um Maju en hún notaði hvert tækifæri til að fara vestur að Hesti og var mjög umhugað um endurbætur á Hestsbænum sem afkomendur gætu notið um ókomna tíð. Blessuð sé minning Maju frá Hesti. Megi hún eiga góða heim- ferð. Hervör systir, Guð- mundur mágur og börn. Við kveðjum elsku Maríu okk- ar. Það sem við erum heppnar að hafa átt þig sem frænku, en betri frænku er ekki hægt að hugsa sér. Þú varst meira en frænka okkar, þú varst „amma“ okkar. Okkur fannst svo gaman að fara í heimsókn til þín að það var ekk- ert sem hét stutt heimsókn. Við fengum oft að vera eftir og pabbi kom síðan seinna að sækja okk- ur. Þá var ýmislegt brallað, t.d. byggja mikil virki úr gömlum skyr- og jógúrtdollum sem þú safnaðir og geymdir. Ein af kær- ustu minningum okkar er að sitja hjá þér í eldhúsinu og horfa á þig baka pönnukökur. Þú varst þol- inmóð og brostir út í annað yfir spurningaflóðinu frá okkur systrum. Leyfðir okkur að hjálpa þér við baksturinn en þó áttum við að halda okkur í fjarlægð frá heitri hellunni, því þú hafðir svo miklar áhyggjur af að við mundum slasa okkur. Varst alltaf að biðja okkur að fara varlega. Þú áttir alltaf til Ritz-kex í ís- skápnum. Við vorum varla komn- ar úr skónum þegar við vorum komnar í ísskápinn að fá okkur kex. Það var alltaf svo snyrtilegt og fallegt hjá þér, mikið af smáum hlutum. Okkur systur langaði að gefa þér eitthvað fallegt í jólagjöf og eftir mikla leit með pabba og mömmu fundum við lítinn engil úr plasti. Það sem við vorum stoltar af þessari gjöf til þín og þú vissir að þessi litli engill var gefinn til þín af mikill ást. Enda fékk hann að vera stofudjásn, jafnvel þó að hann byrjaði að eld- ast og verða frekar hrörlegur. Þú komst oftast með okkur í ferðalög þegar við vorum krakk- ar. Ef ferðinni var heitið vestur varstu alltaf með en þá vorum við á uppáhaldsstaðnum þínum, Hesti í Önundarfirði. Þú varst svo stolt af okkur þegar við fórum í nám til Dan- merkur. María fór fyrst og tveimur árum seinna kom Halla til Danmerkur. Þú komst að heimsækja okkur þangað með Fríðu og Laufeyju systur. Leigð- uð ykkur hús rétt hjá okkur. Það var svo gaman. Þegar Halla átti dóttur sína og frumburð, hana Auði Maríu, varstu fyrst (ásamt pabba og mömmu) að koma og sjá hana. Þú brostir út að eyrum þegar þú sást hana en samt svo feimin að fá hana í fangið. Hrædd að halda ekki nægilega vel á nýja fjölskyldumeðlimnum. Þegar María kom í heimsókn frá Danmörku með litla fyrirburann sinn þá fannst þér hún svo lítil að þú þorðir ekki að halda á henni. Þú vildir bara dást að henni. Þér fannst hún svo brothætt. Elsku María, þú varst svo dásamlega mikill sérviskupúki, t.d. að fara út úr húsi þýddi að þú varðst alltaf að fara ákveðinn hring um íbúðina til þess að tryggja að öll ljós væru slökkt, allur rafmagnsbúnaður væri slökktur eða ótengdur, t.d. allir lampar, kaffikannan, ofninn, eldavélarhellur og þess háttar. Þá sagði maður: „Jæja, María, ertu tilbúin?“ og þá áttir þú til að horfa á mann og stoppa og segja: „Alveg að koma!!“ og endurtókst svo sama hringinn í íbúðinni. Elsku María, takk fyrir að vera svona góð við okkur og börnin okkar. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar. Þínar alltaf, Halla og María. María Guðrún Guðjónsdóttir ✝ Ella H. FuglöHlöðversdóttir fæddist í Keflavík 17. janúar 1970. Hún lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans í Foss- vogi 18. október 2020. Foreldrar hennar eru Hlöð- ver Magnússon, f. 11.12. 1946, og Helena Fuglö, f. 12.7. 1947. Systkini Ellu eru Svava H. Fuglö Hlöðversdóttir, f. 1966, maki Sverrir Krist- jánsson, f. 1959, Sigurborg Fuglö Hlöðversdóttir, f. 1980, maki Jón Ásgeir Harðarson, f. 1981, Thelma Sædís Fuglö Hlöðvers- dóttir, f. 1982, maki Ólafur Vil- hjálmsson, f. 1980, Magnús Örn Fuglö Hlöðversson, f. 1991. Eftirlifandi maki er Hlynur Ólafur Pálsson, f. 10.4. 1962. Foreldrar hans voru Helga Bergljót Magnúsdóttir, f. 16.9. 1942, d. 2.8 2012, og Páll Rúnar Ólafsson, f. 1.1. 1938, d. 26.3. 2007. Börn Ellu og Hlyns eru: 1) Helga Kristína Fuglö Hlynsdóttir, f. 4.3. 1991, maki Jóhann Már Smárason, f. 7.8. 1985. Börn Helgu úr fyrra sambandi eru Andrea Lind Garðarsdóttir og Elmar Freyr Garðarsson. 2) Alexandra Mist Fuglö Hlynsdóttir, f. 14.3. 2002. Ella ólst upp í Sandgerði. Ella og Hlynur hófu búskap sinn í Innri-Njarðvík en síðustu árin bjuggu þau í Sandgerði. Ella starfaði aðallega við verslunarstörf en frá árinu 2011 var hún stuðningsfulltrúi í Holtaskóla. Útförin fer fram frá Sand- gerðiskirkju í dag, 30. október 2020, klukkan 13. Streymt verður frá útförinni: https://tinyurl.com/y5tqnu8f Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á : https://www.mbl.is/andlat Það var okkur starfsmönnum Holtaskóla mikið áfall þegar við fréttum að vinnufélagi okkar og vinur, Ella Hlö, eins og hún var vanalega kölluð, hefði orðið bráðkvödd sunnudaginn 18. október síðastliðinn. Ella Hlö kom til starfa sem stuðnings- fulltrúi í Holtaskóla haustið 2011 og sinnti því starfi af alúð ásamt því að ganga í hin ýmsu störf við skólann. Á þessu skóla- ári voru það nemendur í 4. bekk sem voru svo lánsamir að fá að njóta samverustunda með henni. Það var gott að vinna með Ellu Hlö, hún var hjálpsöm, góð- hjörtuð og vinur vina sinna. Nemendur tóku undir þessi orð og bættu við að hún hefði verið umhyggjusöm, skemmtileg og góð að aðstoða þau við lestur, sem eru bara nokkur af þeim orðum sem nemendur höfðu að segja þegar leitað var til þeirra. Við minnumst Ellu Hlö með virðingu og þakklæti og sendum ástvinum hennar samúðarkveðj- ur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Fyrir hönd starfsfólks og nemenda Holtaskóla, Reykja- nesbæ, Helga Hildur Snorradóttir skólastjóri. Elsku Ella, ég á svo bágt með að trúa því að þú sért farin. Margar hugsanir og mörg ef hafa farið í gengum hug minn undanfarna daga. Þú varst svo heimakær og fjölskyldan var þér allt, þá sér í lagi Helga Kristína og Alexandra og barna- börnin en þú fórnaðir öllu til að geta verið til staðar fyrir þau. Ég er svo þakklát fyrir tím- ann sem við áttum í sumar og haust. Ég hugga mig við það að ég á margar góðar minningar. Eins og þegar við gátum ekki beðið eftir að karlarnir okkar kæmust í helgarfrí því við vor- um að fara í ferðalag með nýju tjaldvagnana okkar. Við lögðum af stað degi á undan Hlyni og Davíð, voða spenntar yfir að fá smá stelputíma saman. Þegar við ætluðum svo að tjalda tjald- vagninum föttuðum við að við vorum bara ekki alveg nógu há- vaxnar eða sterkar til að tjalda honum. Eftir hláturskast inni í hálftjölduðum vagni ákváðum við að fara að leita að karlmanni sem gæti aðstoðað okkur. Við vorum svo heppnar að maðurinn í fellihýsinu á móti okkur var tilbúinn að aðstoða okkur. Við hlógum mikið yfir þessu, bæði þá um kvöldið og þegar við rifj- uðum þetta upp. Elsku Hlynur, Helga Krist- ína, Alexandra, Andrea, Elmar, Lena og Hlölli. Megi Guð gefa ykkur styrk til að komast í gegnum þennan erfiða tíma. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Þín vinkona, Matthildur. Ella Hvanney Fuglö Hlöðversdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.