Morgunblaðið - 30.10.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2020
Álagningu opinberra gjalda
á lögaðila árið 2020 er lokið
Álagningu tekjuskatts 2020 á lögaðila sem skattskyldir eru
samkvæmt I. kafla, sbr. og 4. mgr. 71. gr., sem og álagningu
annarra opinberra gjalda lögaðila sem lögð skulu á vegna
tekjuársins 2019 skv. VIII.-XIV. kafla laga nr. 90/2003, um
tekjuskatt, er lokið.
Álagningarseðlar eru nú aðgengilegir á þjónustuvef
Skattsins á www.skattur.is.
Með vísan til ákvæðis til bráðabirgða LXVI með lögum
nr. 37/2020 verður álagningarskrá lögaðila ekki lögð fram
á árinu 2020. Framlagning skattskrár á árinu 2021 vegna
álagningar á tekjur lögaðila á árinu 2019 verður auglýst síðar.
Kærufresti vegna álagningar þeirra skatta og gjalda, sem
álagning þessi tekur til, lýkur föstudaginn 30. nóvember 2020.
Auglýsing þessi er birt, sbr. 98. gr. framangreindra laga.
skatturinn@skatturinn.is 442 1000
Upplýsingaver opið:
Mán.-fim. 9:00-15:30
Fös. 9:00-14:00
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Þjóðarsorg ríkir nú í Frakklandi eft-
ir að þrír létust í hnífstunguárás í
borginni Nice í gær. Litið er á árás-
ina sem hryðjuverk, en lögreglan
skaut og særði árásarmanninn.
Christian Estrosi, borgarstjóri Nice,
sagði að maðurinn hefði hrópað „Al-
lahu Akbar“, jafnvel eftir að sjúkra-
liðar veittu honum lyf og færðu á
sjúkrahús.
Franskir fjölmiðlar greindu frá
því síðar um daginn að hinn grunaði
væri 21 árs Túnisbúi, Brahim Ao-
ussaoui að nafni, sem hefði komið til
Ítalíu seint í síðasta mánuði, þar sem
hann var fyrst sendur í sóttkví og
síðan gert að yfirgefa landið. Hann
kom til Frakklands í byrjun október.
Árásin átti sér stað í Notre-Dame-
basilíkunni, stærstu kirkju borgar-
innar, og reyndi árásarmaðurinn að
afhöfða eitt fórnarlamb sitt, konu á
áttræðisaldri sem fannst inni í kirkj-
unni. Þar var einnig lík kirkjuvarð-
arins, manns á fimmtugsaldri, en
þriðja fórnarlambið, kona á fertugs-
aldri, lést eftir að hafa leitað sér
skjóls á nálægu veitingahúsi. Engin
guðsþjónusta var þegar árásin átti
sér stað, en kirkjan var opin fyrir
gestum og gangandi.
„Frakkland er undir árás“
Emmanuel Macron Frakklands-
forseti hélt til Nice í gær og tilkynnti
að fjölgað yrði í liði herlögreglu-
manna sem gætt hafa kirkna í land-
inu að undanförnu úr 3.000 manns
upp í 7.000 manns.
„Það er augljóst að Frakkland er
undir árás,“ sagði Macron og bætti
við að ljóst væri að það væri vegna
þeirra gilda lýðræðis og málfrelsis
sem Frakkar stæðu fyrir. Sagði
Macron að þau yrðu ekki gefin eftir
og hét því að áfram yrði hert á bar-
áttu Frakka gegn íslömskum öfga-
mönnum.
Stjórnvöld í Frakklandi ákváðu að
setja landið á hæsta viðbúnaðarstig
gegn hryðjuverkum í kjölfar árásar-
innar í Nice, en minnst þrjú önnur
atvik áttu sér einnig stað í gær.
Þannig skaut lögreglan í bænum
Montfavet, í nágrenni Avignon,
mann til bana, en hann hafði ógnað
lögreglumönnum með skammbyssu.
Stuttu eftir árásina í Nice handtók
lögreglan í Lyon mann frá Afganist-
an, sem hugðist fara um borð í spor-
vagn með 30 cm langan hníf í hendi,
en talsmaður lögreglunnar sagði að
hann hefði virst „reiðubúinn til að-
gerða“.
Þá særðist starfsmaður ræðis-
skrifstofu Frakklands í borginni
Jeddah í Sádi-Arabíu eftir að Sádi-
Arabi réðst á hann með hníf.
Samúðarkveðjur víða að
Fjölmörg erlend ríki og alþjóða-
stofnanir sendu Frökkum samúðar-
kveðjur í gær vegna árásarinnar.
Þar á meðal voru stjórnvöld í Tyrk-
landi, sem hafa síðustu daga kallað
eftir því að múslimar sniðgangi
franskar vörur vegna ummæla Mac-
rons Frakklandsforseta þar sem
hann varði málfrelsið. Sagði í til-
kynningu Tyrkja að þeir fordæmdu
harðlega hina grimmilegu árás og
vottuðu aðstandendum hinna látnu
samúð.
Angela Merkel Þýskalandskansl-
ari fordæmdi sömuleiðis hryðjuverk-
in, sem og Boris Johnson, forsætis-
ráðherra Bretlands. Donald Trump
Bandaríkjaforseti sendi einnig sam-
úðarkveðjur á twittersíðu sinni, og
sagði að binda yrði enda á árásir
öfgafullra íslamista þegar í stað.
AFP
Hryðjuverk Mikill viðbúnaður var í Nice eftir árásina og voru bæði her og vopnaðir lögreglumenn kallaðir út.
Á hæsta viðbúnaðarstigi
Þrjú látin eftir hnífstunguárás í Nice í Suður-Frakklandi Macron heitir því að
herða á baráttunni gegn íslamistum Tyrkir fordæma hina „grimmilegu“ árás
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Rannsakendur hjá breska háskólan-
um London School of Hygiene &
Tropical Medicine (LSHTM) hafa
beitt myndavélum gervitungla í von
um að varpa ljósi á dánartíðni af
völdum Covid-19 í Jemen. Fremur
litlar upplýsingar hafa borist um
stöðu kórónuveirufaraldursins þar í
landi undanfarna mánuði. Tölur
bandaríska háskólans Johns Hopk-
ins, sem meðal annars eru byggðar á
upplýsingum frá stjórnvöldum,
sögðu í gær einungis 599 hafa látið
lífið í Jemen vegna Covid-19, sjúk-
dómsins sem kórónuveiran veldur.
Talið er afar ólíklegt að það sé rétt.
Fram kemur í umfjöllun breska
ríkissjónvarpsins (BBC) að rannsak-
endur hafi beint myndavélum gervi-
tungla að þekktum og líklegum graf-
reitum og þannig myndað og talið
nýjar grafir. Var sá fjöldi svo borinn
saman við tölur yfir andlát fyrri ára
yfir sama tímabil, þ.e. apríl til sept-
ember. Eru dauðsföll nú um 2.100
fleiri en í venjulegu árferði. Taka
skal þó fram að ekki er hægt að slá
því föstu að þessir einstaklingar hafi
allir látið lífið vegna Covid-19.
Stjórnvöld í Jemen hafa ekki vilj-
að tjá sig um rannsóknina. Segjast
þau reglulega safna saman og gefa
út upplýsingar um andlát. Þau hafi
því ekkert að fela í þeim efnum.
Ein helsta ástæða þess að efast
hefur verið um opinberar dánartölur
er afar veikt heilbrigðiskerfi í land-
inu. Hefur það þurft að þola mikinn
skort og álag sökum langvarandi
vopnaðra átaka þar. Þá hefur Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunin
(WHO) lýst áhyggjum af stöðu mála
í Jemen. Bendir stofnunin á að ekki
sé líklegt að tölur séu réttar um
fjölda þeirra sem sýkst hafa af kór-
ónuveiru þar. Máli sínu til stuðnings
hefur stofnunin bent á að lítið sé um
sýnatökur og sýnatökustaði í land-
inu.
Staðfest tilfelli kórónuveiru í
heiminum voru í gær rúmlega 44,6
milljónir, flest í Bandaríkjunum.
Gervitungl
mynduðu grafir
2.100 fleiri dauðsföll nú en vanalega
AFP
Veira Heilbrigðisstarfsmaður í Jem-
en sótthreinsar skólabyggingu.
Andófsmaðurinn
Tony Chung var í
gær ákærður af
stjórnvöldum í
Hong Kong á
grundvelli nýrra
þjóðaröryggis-
laga, en hann var
handtekinn fyrir
framan ræðis-
skrifstofu
Bandaríkjanna
fyrr í vikunni. Talið er að Chung,
sem er 19 ára, hafi ætlað að leita
þar skjóls og sækja um pólitískt
hæli í Bandaríkjunum.
Chung er sakaður um að hafa
hvatt til aðskilnaðar Hong Kong frá
meginlandi Kína og að hafa tekið
þátt í peningaþvætti. Hans bíður
allt að lífstíðarfangelsi verði hann
fundinn sekur.
HONG KONG
Ákærður á grunni
þjóðaröryggislaga
Tony
Chung
Tundu Lissu, for-
setaframbjóð-
andi CHADEMA-
flokksins í Tans-
aníu, lýsti því
yfir í gær að
hann hygðist
ekki viðurkenna
niðurstöðu kosn-
inganna sem
fram fóru þar í
landi á miðviku-
daginn var, en kosið var til bæði
þings og forseta.
Fyrstu tölur bentu til þess að
Chama Cha Mapinduzi-flokkurinn,
sem verið hefur við stjórnvölinn frá
því að landið fékk sjálfstæði árið
1961, hefði unnið 51 af þeim 52
þingsætum þar sem talningu var
lokið. Þá er John Magufuli, forseti
landsins, með örugga forystu á
mótframbjóðendur sína, en hann
fékk t.d. 99% atkvæði í einu kjör-
dæmi, skv. opinberum tölum.
TANSANÍA
Viðurkenna ekki
niðurstöðu kosninga
Tundu
Lissu