Morgunblaðið - 30.10.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2020
Jóhann Ólafsson
Ragnhildur Þrastardóttir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
leggur til hertar aðgerðir á landsvísu
vegna kórónuveirufaraldursins. Frá
þessu greindi hann á upplýsingafundi
almannavarna og embættis landlækn-
is í gær. Tillögunum var skilað í heil-
brigðisráðuneytið síðdegis í gær.
Alls greindust 42 kórónuveirusmit
innanlands á miðvikudag. Þá lést einn
úr Covid-19 og hafa því alls þrír fallið
frá vegna sjúkdómsins í þessari bylgju
faraldursins hérlendis.
Þórólfur sagði áhyggjuefni að sam-
félagssmit virtust vera að færast í
vöxt.
„Með þetta í huga tel ég nokkuð ein-
sýnt að það sé ekki hægt að slaka á að-
gerðum innanlands,“ sagði Þórólfur.
Hann bætti við því að búast mætti
við hertum aðgerðum í tvær til þrjár
vikur. Útfærslan lægi ekki alveg fyrir
en tillaga hans væri enn í smíðum.
Ekki yrði um harðari aðgerðir að
ræða á höfuðborgarsvæðinu og væg-
ari aðgerðir á landsvísu, líkt og hefur
verið undanfarnar vikur.
Núgildandi reglugerð um aðgerðir
á landsvísu gildir til 3. nóvember en
Þórólfur segir að æskilegt væri ef
hertar aðgerðir hans tækju gildi fyrr
og helst fyrir helgi.
Að tveimur til þremur vikum liðn-
um væri hægt að slaka á aðgerðum ef
vel gengi.
Veiran nú meira smitandi
Alma Möller landlæknir sagði á
upplýsingafundi gærdagsins að af-
brigði kórónuveirunnar sem nú fer um
samfélagið virtist meira smitandi en í
fyrstu bylgju veirunnar í vor. Alma
benti á að smitstuðullinn hefði verið
hærri og að raðgreiningar að utan
bentu einnig til þess.
Landlæknir ítrekaði mikilvægi
smitvarna og sagði að við yrðum hvert
og eitt að leggja okkar af mörkum í
þeim.
Alls má rekja 140 þeirra smita sem
hafa greinst á síðustu dögum til hóp-
sýkingar á Landakoti. Þá hafa 44
greinst með kórónuveiruna í tengslum
við sýkingu sem kom upp í Öldusels-
skóla. 23 nemendur skólans eru smit-
aðir. Elínrós Benediktsdóttir skóla-
stjóri Ölduselsskóla sagði í samtali við
blaðamann í gær að skólinn hefði samt
sem áður gengið lengra í sóttvörnum
en reglugerð heilbrigðisráðherra
kveður á um. Í skólanum var til að
mynda grímuskylda í sameiginlegum
rýmum. Nú verður hert enn frekar á
sóttvörnum í skólanum.
62 liggja á spítala
Af þeim 42 sem greindust innan-
lands á miðvikudag voru 20 utan
sóttkvíar við greiningu. Aldrei hafa
jafn margir legið á spítala vegna Co-
vid-19 en þar liggja nú 62 sjúklingar,
þar af tveir á gjörgæslu.
Alls voru 1.473 sýni tekin innan-
lands á miðvikudag og 567 við landa-
mærin. Um er að ræða mun færri sýni
en voru tekin daginn áður, þriðjudag.
Þá greindust 86 smit innanlands. Eng-
inn greindist smitaður við landamærin
á miðvikudag.
Leggur til hertar aðgerðir
Aðgerðirnar sem Þórólfur leggur til eiga við á landsvísu Vill að þær taki gildi sem allra fyrst
Viðbúið að þær gildi í tvær til þrjár vikur 42 ný innanlandssmit greindust á miðvikudag
Kórónuveirusmit á Íslandi
Staðfest smit frá 30. júní
4.719 staðfest smit
Heimild: covid.is
Nýgengi innanlands 28. október:
211,1 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa
Nýgengi, landamæri:
24,3 14 daga nýgengi
62 einstaklingar eru á sjúkrahúsi,
þar af 2 á gjörgæslu
42 ný inn an lands smit greindust 28. október
1.605
í skimunarsóttkví
100
80
60
40
20
0
1.730 einstaklingar eru í sóttkví
1.005 eru með virkt smit og í einangrun
júlí ágúst september október
Fjöldi smita
innanlands
Fjöldi smita á
landamærum13 einstaklingar eru látnir
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Errol Fuller, listmálari, rithöfundur
og fuglafræðingur, er einn helsti
sérfræðingur samtímans í geirfugl-
inum og höfundur fjölda bóka. Eina
þeirra skrifaði hann í félagi við Dav-
id Attenborough. Hann er nú stadd-
ur hér á landi í tengslum við útgáfu
nýrrar bókar dr. Gísla Pálssonar
mannfræðings um geirfuglinn,
Fuglinn sem gat ekki flogið. Fuller
mun ávarpa gesti í útgáfuhófi bók-
arinnar í Ásmundarsal á laugardag
og taka ásamt fleirum þátt í mál-
þingi um aldauða tegunda á sama
stað á sunnudag. Viðburðinum verð-
ur streymt.
Fuller gaf út stóra bók um geir-
fuglinn fyrir um tuttugu árum.
Hann sagði margar ástæður vera
fyrir því að hann varð hugfanginn af
geirfuglinum og sögu hans, líkt og
fleiri. „Helsta ástæðan er saga geir-
fuglsins sem rís og hnígur eins og
mikil harmsaga. Endalok hennar
áttu sér stað hér á Íslandi, í Eldey.
Þar komu við sögu þrír Íslendingar
eins og víða hefur verið greint frá.
Ég ber sterkar tilfinningar til þre-
menninganna sem drápu tvo síðustu
geirfuglana. Nútímamenn hafa
gagnrýnt þá, en ég tel það órétt-
mæta gagnrýni. Þessir menn bjuggu
við harðan kost og voru einungis að
reyna að sjá fjölskyldum sínum far-
borða. Þeir urðu að gera allt sem
þeir gátu til að komast af. Ég tel
rangt af okkur sem lifum við miklu
auðveldari aðstæður og kjör að
gagnrýna þá sem veiddu síðustu
geirfuglana. Við höfum ekkert leyfi
til þess.“
Síðustu geirfuglarnir tveir voru
veiddir í Eldey 3. júní 1844. Fuller
kannaðist við óstaðfestar frásagnir
um að geirfuglar hefðu sést á lífi eft-
ir það. „Það var til dæmis saga um
slíkt frá 1851. En ég tala um þá sem
drepnir voru í Eldey sem síðustu
geirfuglana sem vitað er um með
vissu. Mögulega hafa einn eða tveir
aðrir verið á lífi einhvers staðar á
Atlantshafi og drepist skömmu síð-
ar,“ sagði Fuller. Hann bætti því við
að á þriðja áratug síðustu aldar
hefðu borist sögur af geirfuglum við
Noregsstrendur. Svo kom í ljós að
þar var um að ræða mörgæsir sem
höfðu verið fangaðar og svo sleppt á
þeim slóðum.
Fuller sagði að risaeðlur væru
þekkt útdauð dýr sem lifðu fyrir
mjög löngu. Dúdúfuglinn (dodo) er
önnur þekkt útdauð tegund sem er
miklu nær okkur í tíma en risaeðl-
urnar. Fuller sagði að líklega kæm-
ist geirfuglinn næst dúdúfuglinum
þegar um er að ræða útdauðar teg-
undir sem almenningur þekkir og
útdauði hans er tiltölulega nærri
okkur í tíma. Önnur þekkt útdauð
tegund er norðurameríska flökku-
dúfan (Passenger Pigeon). Þær voru
mjög algengar þegar Evrópumenn
settust að í Norður-Ameríku. Sjúk-
dómar og veiðar gengu nærri þeim
og síðasta villta flökkudúfan var
skotin árið 1900. Síðasti fugl tegund-
arinnar drapst í dýragarði árið 1914.
Litlum sögum fer af flestum öðrum
dýrategundum sem dáið hafa út og
hvenær síðasti einstaklingurinn dó.
„Fjöldi dýrategunda er nú í út-
rýmingarhættu. Fyrir 20 árum
skrifaði ég að þá væru nógu margar
tegundir í útrýmingarhættu til að
fylla heila bók. Í dag þyrfti mörg
bindi til að rúma allar tegundirnar í
útrýmingarhættu og eftir önnur
tuttugu ár gæti ég að trúað að það
þyrfti 20-30 bindi. Fuglategundum
hefur mikið fækkað og margar í
hættu. Margir kenna veiðum um en
í rauninni er eyðilegging búsvæða
aðalástæða útrýmingar fugla og
annarra dýrategunda,“ sagði Fuller.
Táknræn enda-
lok geirfuglsins
Morgunblaðið/Eggert
Sérfræðingur Errol Fuller er hugfanginn af sögu geirfuglsins. Hann er
staddur hér á landi í tilefni af útkomu nýrrar bókar um geirfuglinn.
Morgunblaðið/ÞÖK
Geirfugl Þjóðin á uppstoppaðan
geirfugl sem var keyptur 1971.
Dráp síðustu geirfuglanna í Eldey
undirstrikar útrýmingarhættu dýra