Morgunblaðið - 30.10.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.10.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Segja má aðnýjar tölurum efna- hagsþróun í Banda- ríkjunum sýni að þar sé gangur efna- hagslífsins ýmist í ökkla eða eyra um þessar mundir. Vöxtur landsframleiðslu á þriðja fjórð- ungi ársins var 7,4%, sem er gríðarlega mikið, 33,1% á árs- grunni. Þessi mikli vöxtur kem- ur í framhaldi af 9% samdrætti á öðrum ársfjórðungi, sem var met líkt og vöxturinn nú, en með ólíkum formerkjum. Einkaneyslan keyrir upp hagvöxtinn á þriðja fjórðungi ársins og hlutabréfamarkaðir tóku tíðindunum vel eftir magra daga að undanförnu. Ekki þarf að koma á óvart að Donald Trump Bandaríkja- forseti hafi verið snöggur inn á Twitter til að fagna tíðind- unum: „Tölur um landsfram- leiðslu tilkynntar rétt í þessu. Stærstu og bestu tölur í sögu landsins okkar svo miklu mun- ar. Næsta ár verður STÓR- KOSTLEGT!!!“ Svo bætti hann því við að hugmyndir mótfram- bjóðandans um miklar skatta- hækkanir mundu drepa hag- vöxtinn. „Mjög glaður yfir því að þessar frábæru tölur um landsframleiðslu komu fyrir 3. nóvember,“ bætti hann við. Trump gat varla fengið betra efnahagslegt innlegg í kosn- ingabaráttuna á lokadögum hennar svo að gleðin sem hann lýsir á Twitter er eflaust fölskvalaus. Með því er alls ekki sagt að forsetinn hafi innsiglað sigur sinn 3. nóvember, en sig- urlíkurnar hafa aukist. Átakalínurnar eru ýmsar í bandarískum stjórnmálum en efnahagslífið er ef til vill sú mikil- vægasta. „Það er efnahagurinn, bjáninn þinn,“ hljómaði slagorð Bills Clintons fyrir tæpum þremur áratugum, eða „It’s the economy, stupid,“ og áherslan á efnahaginn átti eflaust sinn þátt í sigri Clintons, þó að ann- að hafi ráðið meiru, ekki síst þar sem George H.W. Bush, forsetinn þáverandi, hafði gefið færi á sér með því að standa ekki við loforð um að hækka ekki skatta og glímdi við veik- leika í efnahagsmálum. Nú er staðan önnur. Biden fer ekki fram sem maðurinn sem getur skilað betri árangri í efnahagsmálum, heldur aðal- lega sem frambjóðandinn sem er ekki Trump, í trausti þess að nægilega margir hafi fengið nóg af hinum fyrirferðarmikla forseta. Ef efnahagssmálin fá athygli á lokametrunum getur það orðið til þess að snúa gæf- unni Trump í vil. Fram að kór- ónuveirufaraldrinum hafði árangur hans í efnahagsmálum verið prýðilegur, meðal annars vegna lækkunar skatta og minnkunar regluverks. Boð- aðar skattahækkanir Bidens kunna að hljóma vel í eyrum einhverra, en minna um leið á að hann er ekki manna líkleg- astur til að grípa til þeirra að- gerða í efnahagsmálum sem rif- ið geta þjóðina hratt upp úr öldudalnum. Það er alls ekki víst að þessar tölur dugi Trump þó að þær hjálpi eflaust. En það eru í það minnsta töluverðar líkur á að þær geri kosninganóttina meira spennandi. Trump fagnar nýjum hagtölum – og hefur fulla ástæðu til} Í ökkla eða eyra Hópsýkingar ogóþægilega mikil samfélags- smit vegna kór- ónuveirunnar hafa einkennt umræðuna um farald- urinn síðustu daga og vikur. Fram að því mátti ætla að tek- ist hefði að hemja faraldurinn, en nú er ljóst að því fer fjarri. Þetta á ekki aðeins við hér á landi. Eins og ljóst er af frétt- um er ástandið sums staðar enn verra, óttinn meiri og að- gerðirnar harðari. Þau tíðindi sem bárust í gær að ráðlagt yrði að herða að- gerðir eru mikil vonbrigði en koma vitaskuld ekki á óvart eftir þróunina að undanförnu. Vonir voru bundnar við fyrir nokkru að hægt yrði að slaka á aðgerðum eftir helgi, en ljóst var orðið að slíkt væri varla inni í myndinni. Nú er fullyrt að herða þurfi að- gerðir í að minnsta kosti tvær til þrjár vikur til að koma í veg fyrir að Land- spítalinn missi tökin. Því verð- ur vitaskuld að forða, en um leið verður að hafa í huga að meiri óánægja er orðin með harðar aðgerðir en áður var og meira þarf að hafa fyrir því að ná þeirri samstöðu sem nauð- synleg er. Ásakanir eða jafnvel opinberar rannsóknir á hendur þeim sem ef til vill verður á í sóttvarnamálum, hvort sem það eru heilbrigðisstofnanir eða aðrir, eru ekki líklegar til að auka samstöðu þjóðarinnar eða skila meiri árangri af að- gerðum. Fram undan er erfið tíð en þjóðin mun komast í gegnum hana. Það gerir hún þó ekki sundruð, heldur sameinuð. Samstöðu er þörf þegar syrtir í álinn}Ótíðindi Alþingi er gömul stofnun. Elstastarfandi þing heims. Það er virð-ingarstaða sem við eigum að verastolt af og fara vel með. Í því felstþó ákveðinn áhættuþáttur, vandamál sem er orðið mjög áberandi. Virðing og hefðir fara nefnilega mjög oft saman. Það sem einu sinni var talið virðingarvert verður að hefð. Með tíð og tíma haldast hefðir óbreyttar og talið að virðingin geri það líka. Með tíð og tíma breytist hins vegar samfélagið utan þingsins og hefðirnar verða að stöðnun. Stöðnun fylgir engin virðing. Alþingi er hefðastofnun. Elsta starfandi þing heims. Hefðir geta verið mjög gagnlegar af því að þær búa til ákveðinn fyrirsjáanleika. Hefðir geta á sama tíma verið framleiðsluferli og siðareglur. Þær segja okkur að bregðast við sömu áskorunum á sama hátt og áður. Þær segja okkur að segja háttvirtur og beina orðum okkar að for- seta af því að það dregur úr líkunum á persónuárásum í ræðustól. Hefðir geta þó einnig verið til trafala því að rökin fyrir tilvist hefðanna glatast oft. Ef þau hverfa er tilgangur hefðanna úreltur. Alþingi er stöðnuð og íhaldssöm stofnun, þó svo finna megi ýmsa framþróun hér og þar innan þingsins. Þegar ég segi að Alþingi sé stöðnuð stofnun þá á ég við að hún sé það í öllum atriðum sem skipta í raun og veru máli. Pólitíkin sem þar ræður er stöðnuð. Ágætis dæmi um það er hvernig þinginu hefur mistekist að afgreiða niður- stöðu þjóðaratkvæðagreiðslu á fjórum kjörtímabilum. Þetta er samt ekki pistill um nýja stjórnar- skrá, þó það séu betrumbætur í henni sem myndu rjúfa þá stöðnun sem við glímum við. Þetta er pistill um hjartað í starfsemi Alþing- is, um hefðir og stöðnun í nefndarvinnu þingsins. Ég fæ allt of oft þá tilfinningu að það sé einungis verið að framfylgja hefð- unum í störfum nefnda. Nokkurs konar „það verður nú að senda umsagnir og fá gesti“- hefð, þegar markmiðið er ekki að hlusta á það sem gestir hafa að segja. Til þess eins að geta merkt við það að „samkvæmt hefðum“ var allt gert sem á að gera. Ef markmiðið væri annað þá væri fyrir- komulagið öðruvísi. Við erum nefnilega ekki lengur samfélag þar sem upplýsingar ferðast á hraða bréfpósts. Þingið gæti spar- að sér gríðarlegan tíma ef það myndi hag- nýta sér skilvirkari samskiptamáta. Þess í stað fær það endalausar raðir af gestum sem segja bara það sem stendur í umsögnum þeirra. Ef gestirnir segja eitthvað meira þá er það hvergi skjalfest, nema ef þingmenn ákveða að heyra það sem var sagt og greina frá því án pólitískra útúrsnúninga. Það er ekki sjálfsagt. Við getum gert betur en við gerum nú. Til þess þarf vilja til þess að viðurkenna að hefðirnar eru í raun stöðn- un í okkar síbreytilega samfélagi. Til þess að gera betur þurfum við að hafna stöðnun og íhaldi. Björn Leví Gunnarsson Pistill Hefðir, stöðnun og íhald Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Andrés Magnússon andres@mbl.is Jeremy Corbyn, fyrrverandileiðtoga Verkamannaflokks-ins í Bretlandi, hefur veriðvikið úr flokknum og þing- flokknum, meðan mál hans verða tekin til rannsóknar á vettvangi flokksins. Þetta gerðist í gær, eftir að Corbyn brást ókvæða við skýrslu Jafnréttis- og mannréttindaráðs Bretlands (EHRC) um gyðingahatur innan Verkamannaflokksins í stjórn- artíð hans. Skömmu eftir að skýrslan birtist hafnaði Corbyn alfarið ýmsum nið- urstöðum hennar, sagði að gyðinga- hatursvandi flokksins hefði verið stórkostlega ýktur í pólitískum til- gangi og bætti við að fjölmiðilar bæru þar mikla sök. Það voru þau ummæli og afneit- un, ekki niðurstöður skýrslunnar, sem gerðu það að verkum að Verka- mannaflokkurinn vék fyrrverandi leiðtoga sínum úr flokknum. Tals- maður flokksins harmaði ummælin og sagði að Corbyn hefði neitað að draga þau til baka, svo þá hefði flokk- urinn ekki átt annars úrkosti. Hann svaraði því fullum hálsi og kvaðst myndu verjast þessari tilraun til þess að sparka sér úr flokknum af öllu afli. Gyðingahatrið í Verkamannaflokknum Jafnréttis- og mannréttindaráð Bretlands (EHRC) birti umrædda skýrslu í gærmorgun, þar sem kom- ist var að þeirri niðurstöðu að Cor- byn hefði brugðist með „óafsakan- legum“ hætti við kvörtunum um gyðingafordóma innan flokksstofn- ana Verkamannaflokksins þegar hann var þar í forystu og þannig brotið lög. Undanfarin ár hefur borið æ meira á andúð gegn gyðingum innan Verkamannaflokksins, en þeir hafa löngum verið dyggir stuðningsmenn flokksins. Það eru ekki síst hörðustu fylgismenn Corbyns, yst á vinstri væng flokksins, sem hafa verið sak- aðir um bæði gyðingahatur, en að hann og samherjar hans í flokksfor- ystunni hafi látið sér slíkar kvartanir í léttu rúmi liggja, jafnvel. Gyðingahatrið er tengt valda- töku Corbyns í Verkamannaflokkn- um árið 2015 með beinum hætti, en hann náði kjöri með því að smala nýju fólki í flokkinn. Hann og félagar hans, sem standa lengst til vinstri innan flokksins, eru mjög einarðir í stuðningi við Palestínuaraba og and- stöðu við Ísrael, en hjá mörgum hef- ur það birst í misvel dulinni andúð á gyðingum og jafnvel grímulausu gyð- ingahatri. Lengst af vissu fáir utan flokksins af því, en hlaut þjóðar- athygli þegar hulunni var svipt af því í fréttaskýringaþættinum Panorama á BBC í fyrra. Áframhaldið erfitt fyrir Keir Starmer Samstarfsfólk Keirs Starmers lagði sig í framkróka við að útskýra að hann hefði hvergi komið nálægt brottvikningu forvera síns, þótt hann lýsti vonbrigðum með viðbrögð Cor- byns og styddi þessar „viðeigandi ráðstafanir“. Þarna er úr vöndu að ráða fyrir Starmer. Corbyn á enn mikið af stuðningsmönnum í flokknum, þótt þeim tæki að fækka nokkuð í gær, ef marka má fjölda mynda á félags- miðlum af sundurklipptum flokks- skírteinum. Það vakti líka eftirtekt, að eftir að skýrslan var birt, en áður en Corbyn létt gamminn geisa, kom Starmer sér sjö sinnum hjá því á blaðamannafundi í gærmorgun að gagnrýna Corbyn einu orði. Enda máske erfitt fyrir hann að finna að framgöngu Corbyns, þegar haft er í huga að Starmer var einn af helstu samstarfsmönnum hans í flokksfor- ystunni. Samt – eða kannski einmitt þess vegna – sagði hann aldrei neitt um gyðingaandúðina, sem þó gat ekki hafa farið fram hjá honum. Starmer er ókleift að horfa hjá því nú, þegar skýrsla EHRC liggur fyrir, vendilega rökstudd. Þar er Corbyn sakaður um „alvarlega ann- marka“ í leiðtogastóli og „pólitíska íhlutun“ í kæruferli flokksins og úr- skurðað að Verkamannaflokkurinn sé ábyrgur fyrir ólöglegu áreiti og misrétti gagnvart gyðingum. Það var því ekki ofmælt hjá Starmer þegar hann sagði gærdag- inn skammarlegan fyrir flokkinn. En hann á erfitt um vik. Cor- byn situr sem fastast á þingi, ybbar gogg og segist ekki vera hluti af vandanum. Ætli Starmer að gera Verkamannaflokkinn stofuhæfan og kjósanlegan á ný þarf hann að taka á vandanum og Corbyn þar á meðal. Hvort hann þorir það er annað mál. Stuðningsfólk Corbyns er einstak- lega harðskeytt innan flokksins, en óvíst að Starmer vilji hætta á að það yfirgefi hann þúsundum saman og stofni jafnvel nýjan flokk. Sá myndi tæplega ná miklum árangri öðrum en að útiloka að Verkamannaflokk- urinn nái nokkru sinni þingmeiri- hluta á ný. Corbyn bar ábyrgð á gyðingahatrinu AFP Rekinn Stutt er síðan Jeremy Corbyn hrökklaðist frá völdum í Verka- mannaflokknum eftir kosningaósigur, en niðurlægingin heldur áfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.