Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2020, Blaðsíða 4
FRÉTTIR VIKUNNAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.10. 2020 Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum svo sem kaffi, rauðvíni, sítrus og ryði. Dekton þolir að það slettist á það ofnahreinsir, klór og stíflueyðir og þolir mikinn hita. Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is HÁTT HITAÞOL Neyðarstig almannavarna varvirkjað á sunnudag og tókuhertar samkomutak- markanir gildi á miðnætti. Kveðið var á um að ekki mættu fleiri en 20 koma saman, þó með þeirri undan- tekningu að útfarir mættu 50 manns sækja. Þá fengu leikhús að halda óbreyttri starfsemi með 100 gesta hámarki, enda væru þeir grímu- klæddir. Sundstaðir máttu hafa áfram opið, en líkamsræktarstöðvum og öldurhúsum gert að skella í lás. Gert var ráð fyrir að þær ráðstafanir myndu gilda í a.m.k. tvær vikur. Fregnir bárust af því að Eftirlits- stofnanir EFTA (ESA) hefðu sent Íslandi lokaviðvörun, þar sem það hafi ekki uppfyllt skuldbindingar um framkvæmd EES-samningsins og vill að Evrópulöggjöf, sem hér hefur verið innleidd, gangi framar lands- lögum í íslensku réttarfari. Guð- laugur Þór Þórðarson utanríkis- ráðherra telur að framkvæmd samningsins sé síst lakari hér á landi en í öðrum aðildarríkjum. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn lögðu fram tillögu um að kynbund- inn munur á námsárangri yrði rann- sakaður, en að undanförnu hefur fjölgað mjög vísbendingum um að hann sé varanlegur upp eftir öllu skólakerfinu og ágerist eftir því sem lengra líður áfram námsbrautina. Sameiningarnefnd Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og sveitarfélagsins Skagastrandar sam- þykkti á fundi sínum fyrir helgi að leggja til við sveitarstjórnir að þau hefji formlegar viðræður um sam- einingu sveitarfélaga í Austur- Húnavatnssýslu, sem ljúki með kosn- ingu íbúa í júní á næsta ári. Sveit- arfélögin hafa átt í óformlegum viðræðum í þrjú ár, en þar búa alls 1.907 sálir, tæplega helmingurinn á Blönduósi. Enn bárust fréttir frá Namibíu, að þessu sinni um að kvótauppboð þar hefði farið í vaskinn. Aðeins seldust um 1,3% aflaheimilda og tjón ríkis- sjóðs þar því verulegt. Ekki munar þó minna um tjón efnahags- og at- vinnulífs þar ef allur þessi fiskur heldur áfram að svamla í sjónum, óveiddur, óseldur og óétinn. Heiðar Ástvaldsson, danskenn- arinn víðkunni, lést á 84 ára afmæl- isdegi sínum.    Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem veikst hafði af kórónuveirunni, kom heim af spítala, öldungis súrr- andi af sterum og aldrei hressari, eins og lesa mátti af stríðum straumi skilaboða frá honum á Twitter. Mikill samdráttur er í byggingum nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni, samkvæmt nýrri íbúðatalningu Samtaka iðnaðarins (SI). Á höfuðborgarsvæðinu á þetta sérstaklega við um íbúðir á fyrstu byggingarstigum, sem komnar eru að fokheldu, en þar reyndist sam- drátturinn nema 41% frá sambæri- legri talningu samtakanna fyrir ári. Alþjóðlega auglýsingastofan M&C Saatchi, sem í vor hreppti kynning- arherferðina „Ísland saman í sókn“, sem Íslandsstofa gengst fyrir, er komin í vandræði vegna vanskila á ársreikningi og hafa viðskipti með bréf hennar verið stöðvuð í kauphöll- inni í Lundúnum. Það mun þó ekki hafa áhrif á herferðina, sem mesta athygli hefur vakið fyrir hvatningu um að koma til Íslands og reka upp öskur, eins og eyjarskeggjar gera reglulega. Lestrarkönnun hjá krökkum í 2. bekk grunnskóla í Reykjavík vorið 2019 leiddi í ljós að aðeins 60% þeirra gátu lesið sér til gagns, en það er næst- versta útkoma þessarar lesskimunar, sem hefur farið fram árlega frá 2002. Í þremur skólum gat innan við þriðj- ungur lesið sér til gagns. Skólasvið Reykjavíkurborgar birti niðurstöð- urnar ekki og ákvað að leggja prófið ekki framar fram. Kórónuveirufaraldurinn var áfram í vexti alla vikuna, en á mánudag voru þrír sjúklingar í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss. Gítarguðinn Eddie van Halen lést eftir langvinna baráttu við krabba- mein, 65 ára að aldri.    Stjórnvöld boðuðu á þriðjudag hert- ar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu vegna kórónuveirufaraldursins, en smit héldu áfram að aukast, hartnær hundrað á dag. Tveggja metra regl- an verður aftur tekin í gildi, auk þess sem samkomutakmarkanir miðast áfram við 20 manns. Þá verður sund- laugum lokað og afgreiðslutími veit- ingahúsa verður til 21 í stað 23 áður. Þá verður hvers konar þjónusta sem krefst snertinga óheimil, þar á meðal hárskurður. Kurr er meðal íslenskra foreldra, sem keypt hafa áskrift að streymis- veitu Disney, þar sem þar er ekkert efni með íslenskri talsetningu. Hefur þó nær allt efni frá Disney verið tal- sett á íslensku, mörg undanfarin ár, og hefur þetta fremsta framleiðslu- fyrirtæki barnaefnis þá talsetningu alla tiltæka með fullum réttindum. Sennilegast er talið að það stafi af at- hugunarleysi, en Disney segir að boðið verði upp á íslenskuna í fram- tíðinni, sem er langur tími. Áætlaður rjúpnafjöldi haustið 2020 er einn sá minnsti síðan mælingar hófust árið 1995, að sögn Náttúru- fræðistofnunar Íslands. Ráðlögð rjúpnaveiði í haust er því aðeins 25 þúsund fuglar, en ráðlögð rjúpna- veiði í fyrrahaust var 72 þúsund fugl- ar. Verðhækkana á hamborgarhrygg er vænst á markaði. Umferð á hringveginum í sept- ember dróst saman um 16,3% pró- sent frá sama mánuði í fyrra. Þetta er sjöfalt meiri samdráttur en áður hefur mælst og er rakin til kórónuveirufaraldursins og fækk- unar ferðamanna    Starfsmenn í álverinu í Straumsvík samþykktu verkfallsboðun, sem að óbreyttu hefst hinn 1. desember. Að sögn trúnaðarmanns þeirra vilja starfsmenn halda óbreyttum „launastrúktúr“ en fá launahækk- anir í samræmi við lífskjarasamn- ingana, sem illa kemur heim og saman við markmið þeirra um bætt kjör hinna lægst launuðu. Þetta gerist á sama tíma og framtíð ál- versins er í mikilli óvissu. Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu (FHG) vilja að fasteignagjöld á öllu húsnæði undir ferðaþjónustu fyrir árið 2020 og/eða 2021 verði felld nið- ur eða þeim að minnsta kosti frestað. Fyrirtæki í greininni berjist fyrir lífi sínu, en ljóst sé að þar ræði ekki um tímabundið ástand. Orkuveita Reykjavíkur hefur auglýst eftir tilboðum í endurbyggingu út- veggja svonefnds Vesturhúss höfuð- stöðva Orkuveitunnar í Árbæ. Sum- arið 2017 kom í ljós að hluti hússins var mikið skemmdur af raka, en það var tekið í notkun aðeins 15 árum fyrr og þótti þá feikilega dýr og íburðarmikil bygging. Samkvæmt tölfræði Isavia lætur nærri að aðeins fimmta hvert flug Icelandair frá Keflavíkurflugvelli fari í loftið. Hinum er aflýst, yfirleitt vegna lítillar sætanýtingar. Peningastefnunefnd Seðlabanka Ís- lands ákvað á fundi sínum á þriðju- dag að halda meginvöxtum bankans óbreyttum í 1%. Dr. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði að veikara gengi og lægri vextir myndu skapa efnahagsbata á komandi mánuðum.    Íslendingar sigruðu Rúmena í lands- leik í fótbolta karla á fimmtudags- kvöld, 2-1. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands. Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra tók þeirri hugmynd Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, ekki illa að fólk fengi að ráðstafa hluta útvarpsgjaldsins til einkarek- inna fjölmiðla eftir eigin hentisemi. Alls voru brottfarir erlendra far- þega frá landinu um Keflavíkur- flugvöll um tíu þúsund í september skv. talningu Ferðamálastofu og Isavia. Þær voru 94,5% færri en í september á síðasta ári þegar brott- farir voru tæplega 184 þúsund tals- ins. 4.900 Íslendingar flugu utan í mánuðinum. Icelandair Group hefur ákveðið að senda fjórar Boeing 757-200-vélar úr flota sínum í niðurrif. Vélarnar sem rifnar verða voru smíðaðar árið 1991 og 1992. Þá hefur Icelandair selt þrjár sams konar vélar úr flotanum. Eftir þessar breytingar á flota fé- lagsins verða elstu vélarnar eftir sem áður 29 ára gamlar. Friðarsúlan í Viðey, listaverk Bítils- ekkjunnar Yoko Ono, var tendruð í 14. sinn, en sama dag hefði John Lennon orðið áttræður. Plágan geisar enn á ný Morgunblaðið/Kristján H. 4.10.-9.10. Andrés Magnússon andres@mbl.is Kórónuveiran lét til sín taka í vikunni og greindust hundruð nýrra smita. Sömuleiðis fjölgaði þeim mjög sem veiktust af henni og þurftu að komast undir læknishendur á sjúkrahúsi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.